Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Séð að ofan „Heyr himna smiður“ FLESTIR þeklqa þessa byijun á frægu ljóði Kolbeins Tumasonar, stórhöfðingja og skálds á Sturl- ungaöld. Ljóðið samdi hann rétt fyrir Víðinesbardaga þar sem hann beið bana. Kolbeinn Tumason var höfuðandstæðingur Guðmundar góða Arasonar, Hólabiskups á fyrri hluta 13. aldar, en um þessi átök fjallar m.a. nýtt dansverk, „Féhirsla vors herra“, eftir Nönnu Ólafsdóttur og Siguijón Jóhanns- son, sem frumflutt verður í Borg- arleikhúsinu á Listahátíð 4. júní nk. Leikgerðin, sem aldrei áður hefur komið fyrir augu almenn- ings, er samin upp úr helsta bók- menntaarfí þjóðarinnar, Sturlungu og Biskupasögum. Með hlutverk Kolbeins Tuma- sonar fer Hany Hadaya, sem verð- ur gestadansari íslenska dans- flokksins. Hann var meðlimur ís- lenska dansflokksins á árunum 1988-1995, en hefur starfað hér á íslandi sem danskennari og sjálf- stæður atvinnudansari. Hany er þekktur tangódansari og hefur kennt tangó í Kramhúsinu við góðan orðstír. Það er mikill fengur fyrir íslenska Dansflokkinn að Hany skuli taka að sér eitt aðal- hlutverkanna í „Féhirslu vors herra“. ÓVENJULEG ljósmyndasýning er nú í Tate Gallery í Lundún- um og stendur fram í lokjúlí. Þar sýnir ljósmyndarinn Paul Graham myndir sem hann hef- ur tekið af húsþökum í Tókýó. Hann var búsettur í borginni og út um gluggann sá hann LAU G ARVATN SDEILD tónlistar- skóla Árnesinga hefur haldið reglu- lega tónleika í vetur og endaði nú með hinum árlegu vortónleikum í Menntaskólanum að Laugarvatni um helgina. Um 50 áheyrendur hlustuðu á 15 nemendur flytja verk sín á tónleikunum flest á píanó en einnig á gítar og með söng. Tónlistardeildin á Laugarvatni hefur eflst til mikilla muna í vetur þar sem um 40 nemendur voru við nám allt frá 6 ára aldri til fertugs. Flestir eru að læra á píanó og orgel en söngur er einnig mjög vinsæll. Pjórir nemendur tóku stigspróf í ein- söng og einn á píanó í vetur. Fimm kennarar starfa við tónlist- ardeildina á Laugarvatni, það eru Gíslína Jónatansdóttir, sem hefur Fuji-fjall. Graham eyddi einum degi í að ganga frá heimili sínu í áttina að Fuji og fór upp í hvert háhýsi sem á vegi hans varð. Tók hann myndir ofan af hverju þaki yfir borgina og hefur árangurinn fengið góða dóma. yfirumsjón með deildinni og kennir á píanó, Svava K. Ingólfsdóttir kenn- ir söng, Michaei Hillensted kennir á gítar og Malcolm Holloway kennir á blásturshljóðfæri ásamt Hirti Hjart- arsyni. Aðstaðan til tónlistarkennslu hef- ur farið batnandi undanfarið, hefur tónlistardeildin á Laugarvatni nú sérstaka kennslustofu til umráða á neðri hæð grunnskólans auk æfinga- aðstöðu í Menntaskólanum og nóg af góðum hljóðfærum til kennslu og æfínga. Að sögn Gíslínu yfirkennara er mikill tónlistaráhugi meðal nem- enda í Menntaskólanum, einkum á söng, sem skýrir að mestu þá aukn- ingu sem hefur orðið á nemenda- fjölda í deildinni. Vortónleikar á Laugarvatni Laugarvatni. Morgunblaðið. Ráðstefna um Stephan G. Steph- ansson RÁÐSTEFNA um Stephan G. Stephansson verður hald- in á vegum Norræna félags- ins um kanadísk fræði í Nor- ræna húsinu, laugardaginn 25. maí. Ráðstefnana hefst kl. 13 og er öllum opin með- an húsrúm leyfir. Erindi flytja Gísli Sigurðs- son: Stephan G. Stephans- son: Skáldið á bak við ímynd- ina; Þorsteinn Gylfason: Stephan G. og skilyrði and- legs lífs; Baldur Hafstað: Úr föðurgarði: Stefán G. og fornritin; Viðar Hreinsson: Lífsönn og gróska. Myndmál Stephans G.; Guðrún Björk Guðsteinsdóttir: Samræður Stephans um vopnahlé; Kristjana Gunnars: Er hægt að þýða ljóð Stephans á ensku? Kynnir ráðstefnunnar er Haraldur Bessason, en hann stýrir jafnframt umræðum að loknu hveiju erindi. Skólaslit Tónlistar- skóla Stykkis- hólms Stykkishólmi. Morgunblaðið. TÓNLISTARSKÓLI Stykkis- hólms starfaði með miklum blóma í vetur eins og undanfarin ár. Þetta var 32. starfsár skólans, en hann var stofnaður árið 1964. Á vorönn stunduðu 134 nemendur tónlistarnám við skólann. Nú í vor tóku 35 nemendur stigspróf á sín hljóðfæri og fyrsti nemandi tón- listarskólans tók stigspróf í söng, 3. stig. Nemendur hafa náð góðum ár- angri í vetur og eru kennarar ánægðir með árangurinn. En námið er ekki eingöngu fólgið í kennslu. Starfandi er lúðrasveit við skólann og hún og nemendur skólans hafa komið víða fram á starfsárinu. Tónlistarskólinn byrjaði á því í vetur að gefa út mánaðarlega fréttablað, sem dreift er til allra bæjarbúa. Þar kemur fram hvað um er að vera hjá tónlistarskólanum og ýmis Morgunblaðið/Árni NEMENDUR Tónlistarskóla Stykkishólms á vortónleikum skólans. Á tónleikunum kom fram að þeir hafa mikið lært á sín hljóðfæri í vetur. fróðleikur um starfsemi hans. Nú í vor verða haldnir 8 nemendatón- leikar á vegum skólans og hafa þeir aldrei verið svo margir áður. Þar koma fram allir nemendur skólans. Þeir tónleikar sem búnir eru hafa verið vel sóttir. Vortón- leikar tónlistarskólans voru haldnir í Stykkishólmskirkju 17. apríl. í vetur hafa starfað 6 kennarar við skólann og hefur skólanum haldist vel á sínum kennurum. í vor láta af störfum kanadískir kennarar, þau Lana Betts og David Enns. Þau hafa starfað í Hólminum í fjögur ár. Starf hefur þeirra verið gott og árangursríkt og er eftirsjá að þeim. Skólastjóri tónlistarskólans er Daði Þór Ein- arsson. Fyrirmæli dagsins * Urkaststökur . . . að hætti gauksins EFTIR PABLO AZUL ÞESSAR leiðbeiningar gera þér kleift að búa til ódýra kvikmynd með aðstoð færustu atvinnumanna. Sérhveiju sinni sem þú ert á ferð í bænum og sérð að verið er að taka mynd (einkum auglýsingar) skaltu hinkra við, bíða eftir að tökuvélin fari af stað . . . aksjón! . . . ganga inn í tökurammann, leika það sem þú ætlar og fara með línurnar þínar. Skrifaðu niður upplýsingarnar af klapptrénu. Fáðu að vita á skrif- stofu fyrirtækisins hvar klippingin fer fram. Hafðu samband við klipparann og biddu hann gefa þér úrkastsbút- inn (sú bón kynni að fá betri byr sé vodkaflaska meðferðis). Þegar þú hefur safnað saman öllum klippunum byijarðu að setja saman kvikmyndina þína. Spurðu sjálfan þig spurningar, hvaða spurningar sem er. í fjórum orðum eða færri, en ekki fleiri. Núna: anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út anda inn anda út Núna: Farðu aftur að spurningu þinni eða snúðu við blaðinu. • Fyrlrmælasýning í samvinnu við Kjarvaisstaði og Dagsljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.