Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C wttunliififeifc STOFNAÐ 1913 115.TBL.84.ARG. FIMMTUDAGUR 23. MAI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Langþráðum sigri fagnað Reuter JUVENTUS frá ítalíu fagnaði Evrópumeistaratitli meistaraliða í knattspyrnu í gærkvöldi eftir að hafa unnið Ajax frá Hollandi 4:2 í vitakeppni, en staðan var 1:1 að loknum framlengdum úr- slitaleik í Róm. Juve endurtók þar með leikinn frá 1985 en gleð- in var allt önnur og meiri í gær eins og sjá má á fyrirliðanum Gianluca Vialli með bikarinn og samherjum hans. ¦ Juventus/Cl Líkur á að tyrkneskir heittrúarmúslimar komist til áhrifa Vilja að ríkisstjórn Yilmaz fari frá Ankara. Reuter. TANSU Ciller, fyrrverandi forsæt- isráðherra Tyrklands og leiðtogi annars stjórnarflokksins, Sann- leiksstígsins, réðst í gær harkalega á Mesut Yilmaz forsætisráðherra og sagði hann gersamlega óhæfan leiðtoga. Nauðsynlegt væri að mynda þegar í stað meirihlutastjórn í landinu. „Við þökkum henni og óskum henni til hamingju," sagði leiðtogi Velferðarflokks heittrúar- múslima, Necmettin Erbakan, bros- andi er hann frétti um árásir Ciller. Erbakan spáði því á þriðjudag að innan tíu daga yrði hann kominn í ríkisstjórn og gagnrýndi stjórn Yilmaz harkalega fyrir að gera samning við ísraela um samstarf í yarnarmálum. Hann minnti á árásir ísraela á Líbanon nýverið og sagði að atkvæði greidd Yilmaz eða Ciller væru „atkvæði í þágu gyðinga ... Píslarvottar og dýrlingar munu refsa slíku fólki". Ciller vingast við múslima Tveir ráðherrar úr flokki Ciller sögðu af sér í gær til að þrýsta á Yilmaz um afsögn. Erbakan hefur hvatt Yilmaz til að segja af sér vegna deilna sem upp hafa komið um lögmæti atkvæðagreiðslu á þingi um traust á stjórnina er hún tók við. Flokkur Erbakans hlaut mestfylgi, 21%, í þingkosningunum í desember en áhrifamönnum í við- skiptalífi landsins tókst með herkj- um að fá Ciller og Yilmaz, sem bæði eru hægrisinnaðir markaðs- hyggjumenn, til að mynda stjórn. Minnihlutastjórnin hefur síðustu vikurnar verið mjög völt í sessi, einkum vegna deilna um meinta spillingu í valdatíð Ciller. Velferðarflokkurinn fékk fyrir nokkru samþykkta tillögu um opin- bera rannsókn á fjárreiðum Ciller og margir liðsmenn Ættjarðar- flokks Yilmaz greiddu tillögunni atkvæði. Erbakan náði þannig því markmiði sínu að kljúfa stjórnina en Ciller og Yilmaz hafa lengi eldað grátt silfur. Þingmenn Ciller og Erbakans frestuðu í gær með sam- eiginlegu átaki tillögum um rann- sókn vegna gagnkvæmra spillingar- ákæra og þykir þetta benda til að Ciller sé nú staðráðin í reyna að notfæra sér Velferðarflokkinn í baráttu sinni gegn Yilmaz. Flestir íbúar Tyrklands eru músl- imar en islam er ekki ríkistrú. Heit- trúarmenn hafa ekki haft veruleg áhrif í stjórnmálum fyrr en nú í rúmlega sjö áratuga sögu lýðveldis- ins. Kommúnistar ítreka ásakanir um kosnmgasviiidl Falsanir tryggi endurkjör Jeltsíns Moskvu. Reuter. KOMMÚNISTAR ítrekuðu í gær ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hygðust falsa úrslit forsetakosningn- anna sem fram eiga að fara í júní, til að tryggja endurkjör Borísar Jelts- íns. Viktor íljúkhin, formaður örygg- isnefndar rússneska þingsins, fullyrti þetta á blaðamannafundi sem hann hélt ásamt frambjóðanda kommún- ista, Gennadíj Zjúganov. Þá sagði íljúkhín að skoðanakannanir sem sýndu fram á meira fylgi við Jeltsín en Zjúganov, væru falsaðar. „Ég tel að úrslit kosninganna verði einfaldlega fölsuð. Ég tel að forsetinn verði ekki kjörinn, hann verði út- nefndur. Jeltsín verður lýstur forseti þó að Gennadíj Zjúganov sigri," sagði Iljúkhín í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kommúnistar leggja fram ásakanir um að kosningarnar fari ekki heiðar- lega fram. Stjórnin segi af sér Aðstoðarmaður Jeltsíns, Alexander Kotenkov, lýsti því yfir í gær að rúss- neska stjórnin ætti að segja af sér eftir forsetakosningar, svo að nýkjör- inn forseti gæti skipað nýjan forsætis- ráðherra. Þetta er í samræmi við lög sem dúman samþykkti í gær en þau kveða á um að ríkisstjórnin segi af sér við forsetaskipti. Ekki er ljóst hvort lögin eigi við ef forseti er endur- kjörinn. Kommúnistinn Júrí Masljúkov, for- maður efnahagsnefndar dúmunnar, kynnti í gær helstu atriðin í efnahags- stefnu kommúnista næstu fjórtán Pólitísk stórsókn vegna kúariðu- deilunnar Bretar bjóða ESB birginn l.ondon. Reuter. BRETAR hófu í gær stórsókn til að kynna samstarfsþjóðum sínum í Evrópusambandinu (ESB) þá ákvörðun sína að neita að taka þátt í ákvarðanatökum sambandsins fyrr en lausn hefur fundist á kúariðudeil- unni. Neyðarnefnd undir forystu Johns Majors forsætisráðherra hef- ur verið sett á laggirnar til að sam- ræma aðgerðir stjórnarinnar, sem gætu haft veruleg áhrif á starfsemi ESB. Sendiherrum Breta í öllum aðild- arríkjum ESB hefur verið falið að útskýra þegar í stað ástæður þess að þolinmæði Breta þraut og á næstu vikum munu breskir ráðherrar ferð- ast um Evrópu til að eiga viðræður viðstarfsbræður sína. Útflutningsbann á breskar naut- gripaafurðir hefur verið í gildi um tveggja mánaða skeið. Malcolm Rif- kind utanríkisráðherra sagði Breta krefjast þess að samin yrði skýr áætlun um hvernig aflétta mætti banninu að öllu leyti. Varaði utanríkisráðherrann við því að leiðtogafundur ESB í Flórens í lok júní gæti farið út um þúfur ef ekki yrði þá búið að leysa deiluna. í gær komu Bretar í veg fyrir að evrópskur sáttmáli um gjaldþrot yrði samþykktur en til þess þurfti sam- hljóða samþykki ESB-rikja að koma til. Vísaði aðstoðarsendiherra Breta í Brussel til ákvörðunar stjórnarinnar frá því á þriðjudag og neitaði að undirrita sáttmálann. ¦ StríðáhendurESB/24 Landsfundur þrátt fyrir handtökur Reuter ANDSTÆÐINGUR kommúnista með skopmynd af Gennadíj Zijúg- anov, þar sem hann er sýndur í líki skurðlæknis, vopnuðum hamri og sigð. „Guð forði okkur frá þessu" stendur á spjaldinu. árin. Þar er krafíst lægra hráefnis- verðs og aðgerða til þess að vernda innanlandsframleiðslu, þar sem koma þurfí í veg fyrir frekari samdrátt í framleiðslu. I áætluninni er ekki gert ráð fyrir að rússneski markaðurinn verði opnaður fyrir erlendri sam- keppni fyrr sem eftir 2004. Zjúganov hefur ekki enn kynnt efnahagsstefnu sína og er ekki ljóst hvort að hún verður samhljóða þessari stefnuyfír- lýsingu. Tókýó, Rangoon. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Burma, Ohn Gyaw, vísaði í gær á bug öllum fréttum um að stjórnvöld í Rangoon hefðu látið handtaka um 90 liðsmenn lýðræðisafla í landinu. Þjóðarhreyf- ing lýðræðisins (NLD), samtök frið- arverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hyggst halda fyrsta landsfund sinn um næstu helgi frá því að hreyf- ingin vann yfirburðasigur í frjálsum kosningum 1990. Um 300 fulltrúar NLD eiga að sitja fundinn en flestir hinna hand- teknu munu vera úr röðum hreyfing- arinnar. Þrátt fyrir þetta er Suu Kyi staðráðin í að halda fundinn. Fréttirnar af handtökunum bárust aðeins nokkrum klukkustundum eftir að japanska jKyocfo-fréttastofan skýrði frá því að sendiherra Japans í Burma ynni að því að koma á við- ræðum Suu Kyi og fulltrúa stjórn- valda í Rangoon. Væri ætlunin að eyða þar með hindrunum í vegi fjár- hagsaðstoðar og fjárfestinga Japana í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.