Morgunblaðið - 23.05.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.05.1996, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREINAR Sjúkranudd í DAG, þann 23. maí á Sjúkranuddara- félag íslands 15 ára afmæli. Af því tilefni viljum við félagar í SNFÍ upplýsa almenning um okkar starfsgrein. SNFÍ var í upphafi stofnað til þess að sameina alla þá sjúkranuddara sem sótt höfðu við- urkennda sjúkranuddskóla. Til- gangurinn með því var að aðgreina fa^glærða frá þeim ófaglærðu með þáð í huga að fá starfið viðurkennt í heilbrigðiskerfinu og tryggja faglega uppbyggingu þessarar starfsgreinar á Is- landi. Samin var reglugerð af heilbrigðisráðuneytinu um menntun, réttindi og skyldur sjúrkanuddara. Þar sem starfsheitið var þá orðið lög- vemdað hóf heilbrigðisráðu- neytið árið 1987 að veita fé- lögum í SNFÍ löggildingu. Sjúkranudd er ekki kennt á íslandi. Þeir skólar sem uppfylla kröfur um menntun sjúkranuddara eru í Kanada, Þýskalandi og Finnlandi. Fé- lftgar í SNFI sem nú eru 33 talsins hafa allir sótt mennt- un sína til þessara landa. Sjúkranuddnám er tveggja til þriggja ára nám á háskólastigi. Námið byggist upp á bóklegum greinum að miklum meirihluta, þar Sjúkranuddarafélag ís- lands er 15 ára í dag. Jóhanna Björk Briem og Jóhanna Viggósdótt- ir segja mikilvægt að Tryggingastofnun ríkis- ins taki þátt í greiðslu við sjúkranudd. Jóhanna Björk Briem Jóhanna Viggósdóttir sem aðalgreinarnar eru líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, tauga- lífeðlisfræði og hreyfingarfræði. avarac OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ ÞÞ &CO LEITIÐ TILBOÐA BYGGINGAVORUR fc». ÞORGRIMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 / 568 6100 Verklega kennslan er svo t.d. klín- ísk skoðun, nuddaðferðir, vatns- meðferð svo og vinna á ýmsum stofnunum og sjúkrahúsum. Einnig læra sjúkranuddarar íþróttanudd svo og endurhæfingaræfingar. Sjúkranudd er skilgreint sem vísindaleg meðhöndlun mjúkvefja líkamans gerð í lækningaskyni og byggð á þekkingu í líffæra, lífeðl- is- og meinafræði. Á þeim grunni er meðhöndlun sjúklinga valin sem hentar hveiju einstöku tilfelli. Sjúkranuddmeðferð byggist á skoðun á sjúklingi og greiningu, nuddi, bökstrum, rafmagnsmeð- ferð, vöðvateygjum, hreyfimeð- ferð, mjúkri liðlosun, öndundaræf- ingum og jafnvægisæfingum. Ein- göngu löggiltir sjúkranuddarar mega taka við tilvísunum frá lækn- um og meðhöndla samkvæmt því. Lögum samkvæmt má hinn almenni nuddari því hvorki meðhöndla fólk eftir áverka (slys), né þá sem þjást af hinum ýmsu sjúkdómum, þar sem ekki er um sambæri- lega menntun að ræða. Marg- ir löggiltir sjúkranuddarar hafa sérhæft sig í ýmsum greinum, svo sem bjúgmeð- ferð og höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun. I mörgum til- fellum hentar sjúkranudd vel með meðferðarform og einnig sem stuðningsmeðferð t.d. með sjúkraþjálfun eða hnykk- læknismeðferð (hjá kíróprakt- or). Tilvísun frá iækni veitir niðurfellingu á virðisaukaskatti hjá löggiltum sjúkranuddara. Sjúrka- sjóðir margra verkalýðsfélaga taka þátt í köstnaðinum og ef um með- ferð eftir slys er að ræða þá greiða sum tryggingarfélög kostnaðinn eftir tilvísun frá lækni. _ Sjúkranuddarafélag íslands tel- ur mikilvægt að meðferð hjá lög- giltum sjúkranuddurum verði við- urkennd af Tryggingastofnun rík- isins og að stofnunin taki þátt í greiðslu sjúklings. Með von um að heilbrigðisyfirvöld opni þá leið, sér í lagi til stuðnings sjúklingum og öldruðum, með hag heildarinnar að leiðarljósi. Höfundar eru ritari ogformaður Sjúkranuddaraféalgs íslands. Ég skipti líka á Sierrunni minni ile TD 1 „ _ _ lnm Lóa Armannsdóttir og Baleno f\5% SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. O'J dóttir hennar Sandra Þurvaldsdóttir Komdusjálfum þérog fjölskyldu þinni á óvart. Prufukeyrðu 3aleno í dag! Markviss o g hvetjandi launa- stefna ASI HÖFUÐMARKMIÐ á íslandi næstu árin í þróun og þroska þjóð- lífsisn atvinnulega séð hlýtur að vera þríþætt. Að halda stöðugleika í efnahagsmálum, hækka laun verkafólks og skapa fleiri atvinnu- tækifæri með full- vinnslu og nýsköpun. í ljósi þessa er bæði for- vitnilegt og ánægju- legt að fara ofan í saumana á þeirri stefnumótun sem nú er rædd á þingi Al- þýðusambands ís- lánds. Það er svo margt í okkar þjóðlífi sem er á réttri leið, aukinn hagvöxt- ur og aukin vinna, vaxandi þorsk- gengd, jafnvægi í efnahagsmálum, lækkandi vextir og fleira og fleira. Efnahagslegt og atvinnulegt um- hverfi á íslandi nálgast nú það sem mest er spennandi í nágrannalönd- um okkar og með harðfylgi og hag- kvæmni eigum við allra kosta völ, Erfiðasta vinnan, físk- vinnslan, hefur, að mati Arna Johnsen, setið á hakanum. en eftir stendur að lágu launin þarf að hækka. í tillögu undirbúningsnefndar fyrir ASÍ-þing er talað um að gera samninga við atvinnurekendur um launajöfnun í skilgreindum áföng- um á fimm árum, en í breytingatil- lögu Verkamannafélagsins Dags- brúnar er „dagatalið" tekið út, en höfuðáhersla lögð á markvissar við- ræður og niðurstöður í viðræðum við stjórnvöld og atvinnurekendur þannig að svo fljótt sem auðið er verði sambærilegt kaupmáttarstig hérlendis og gerist hjá nágranna- þjóðum okkar. Þó að við rekum hér dýrt samfé- lag og fámennt eigum við alla möguleika á því með markvissum vinnubrögðum til allra átta að skapa okkar launafólki betri kjör en best gerist meðal nágrannalanda okkar. Með meiri gæðastjórnun, fullvinnslu, hvatningu, menntun og starfsþjálfun koma lyklarnir í hendi. Þrátt fyrir það að stjórnvöld og samtök launafólks hafi á undan- förnum árum sameinast um að skapa fyrirtækjunum skilyrði til þess að bijótast út úr vítahring verðbólgu og vandræða þá hefur ójöfnuður far- ið vaxandi í kjaramál- um og nú er röðin ein- faldlega komin að launafólkinu aftur Þess vegna er það frábært að sjá höfðuá- herslurnar sem um- ræðan innan ASÍ legg- ur upp með. Þar er gengið út frá því sem grunnatriði að efna- hagsstefnan eigi að tryggja stöðugan og öruggan hagvöxt, stöð- ugt gengi og lága verð- bólgu eins og segir í breytingatillögu, Dagsbrúanr á ASI-þingi, en í öllum aðalatriðum skerpir hún fyrst og fremst tillögu undirbúningsnefndar. Þá er hvatt til þess að ASÍ leggi megináherslur á heilsteypta atvinnustefnu þar sem rækt sé lögð við aukna verðmæta- sköpun með meiri menntun og starfsþjálfun. Jafnframt að ASI telji að með skipulagsbreytingum í upp- byggingu atvinnulífsins megi skapa svigrúm til bættra kjara án þess að það hafi áhrif á verðlagið og að með styttingu vinnutíma megi skapa raunhæfar forsendur fyrir hækkun grunnlauna því afköst og framleiðni muni aukast samhliða því að gæði framleiðslunnar vaxi. Þá er hvatt til skipulagsbreytinga í samningamálum, svigrúm verði aukið til sérkjaraviðræðna og margt margt fleira er á könnunni, en í tillögunum er það brýnt að sam- skiptahættir samtaka launafólks, atvinnurekenda og stjómvalda þurfi að breytast þannig að saman fari þróttmikil og framsýn atvinnu- stefna, aukin framleiðni og úr- vinnsla á öllum sviðum, stækkun og sameining fyrirtækja, markaðs- sókn og vöruþróun. Tökum höndum saman og beij- umst fyrir þessum markmiðum, sem þing Alþýðusambands íslands fjall- ar nú um á rökstólum. Erfiðasta vinnan, fiskvinnslan sjálf, starf kvennanna, hefur setið á hakanum og til dæmis er orðið ógnar mikið bil á milli landverkafólks og sjó- manna. Það á ekki að vera neitt feimnismál að tala um þetta eins og það er, fyrr náum við ekki tökum á jafnræðinu og sanngirninni en það er hvetjandi að sjá hve umræðan innan ASI byggir á skotheldum sjónarmiðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. Árni Johnsen Brúðhjón Allur boröbiinaður Glæsileg gjdfavara Bi Uöarhjdna listar ÉÉ-R/U\\\A verslunin Lnngíii’egi 52, s. 562 4244. GULLSMIÐJAN PYRIT-G15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.