Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * ÞORARINN ÞORARINSSON + Þórarinn Þór- arinsson fædd- ist í Ólafsvík 19. september 1914. Hann lézt á Borg- arspítalanum 13. mai sl. Foreldrar hans voru Kristjana Magnúsdóttir, d. 1968, og Þórarinn Þórðarson, d. 1914, sjómaður í Ólafs- vík. Þórarinn ólst upp til 17 aldurs í Kötluholti í Fróðár- hreppi með móður sinni og stjúpföður, Bjarna Sigurðssyni bónda. Þórarinn kvæntist árið 1943 Ragnheiði Þormar, f. í Geita- gerði í Fljótsdal 1920. Foreldr- ar hennar voru Helga Þorvalds- dóttir, d. 1979, og Vigfús Þorm- ar, d. 1974, hreppsljóri í Geita- gerði. Börn þeirra Þórarins og Ragnheiðar: 1) Helga þýðandi, BA í sagnfærði, f. 1943, gift Sigurði Steinþórssyni prófess- or; þeirra börn eru Steinþór, f. 1966, lífefnafræðingur, og Ragnheiður, f. 1967, efnafræð- ingur. Barnabörn eru þijú. 2) Þórarinn, innkaupastjóri hjá Olíufélaginu hf., f. 1949. Fyrri kona: Hrafnhildur Baldursdótt- ir hjúkrunarfræðingur. Þau skildu. Börn þeirra eru Þórar- inn Baldur, f. 1971, háskóla- nemi, Arney, f. 1975, nýstúdent og Egill, f. 1977, nemi; barnabörn eru tvö. Sambýliskona Þórarins er Guðríður Katrín Pétursdóttir kennari. Sonur henn- ar af fyrra hjóna- bandi er Grétar Sig- urðsson, f. 1977. 3) Hrefna þroskaþjálfi, f. 1953, maki Tómas Þorkelsson rafeinda- virki. Sonur þeirra er Einar Adam, f. 1990, en sonur Tóm- asar af fyrra hjóna- bandi Freyr, f. 1983. Þórarinn lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1933, var blaða- maður á Nýja dagblaðinu og síð- an ritstjóri 1933-1938, og rit- sjóri Tímans 1938-1984. Hann var handhafi blaðamannaskír- teinis nr. 1. Þórarinn tók virkan þátt í störfum Framsóknar- flokksins og sat í miðsljórn flokksins í áratugi, var fyrsti formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna, SUF, 1938-1944, þingmaður Reykjavikinga 1959- 1978 og formaður þingflokks framsóknarmanna 1971-1978. Hann starfaði mikið að utanríkis- málum fyrir Framsóknarflokk- inn, sat í utanríkismálanefnd Al- þingis 1959-1978, þar af sem formaður 1971-1978. í undir- búningsnefnd hafréttarráðstefn- unnar 1971-1973 og fulltrúi á hafréttarráðstefnunni 1973- 1982. Sat níu Allsherjarþing SÞ sem fulltrúi Islands á árunum 1954-1973. Þórarinn átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráð- um, þ.á m. í stjóm fiskimála- sjóðs 1947-1953, í útvarpsráði 1953-1971 og sem formaður þess 1975-1978, í kosninga- laganefnd, nefnd um endur- skoðun á þingsköpum Alþingis, nefnd til að endurskoða tekju- öflunarkefi ríkisins, og sljórn- arskrárnefnd. Auk ógrynnis blaðagreina skrifaði Þórarinn sögu Fram- sóknarflokksins í þremur bind- um, undir heitinu Sókn og sigr- ar (1966, 1986 og 1987). Árið 1992 kom út eftir hann greina- safnið Svo varstu búinn til bar- daga. Þá skrifaði Þórarinn ævisögu allmargra merkra manna, t.d. Skafta Stefánsson- ar (Blaðamannabókin 1946, endurpr. í ofangreindu greina- safni), Jónasar Jónssonar frá Hriflu (Andvari 1970), og í safnritið Þeir settu svip á öld- ina. Þeirra Hallgríms Kristins- sonar forstjóra (1987), Egils Thorarensen kaupfélagsstjóra (1988), Magnúsar Kristjánsson- ar ráðherra, (1988) og Þor- steins Jónssonar kaupfélags- stjóra (1989). Útför Þórarins fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. alþm. og ritstjóri, er til grafar bor- inn í dag. Er þá lokið langri manns- ævi, því að hann var á 82. aldurs- ári er hann lést. Er þess þá ekki síður að minnast, að hann átti manna lengsta starfsævi sem blaða- maður og ritstjóri eða meira en hálfa öld samfleytt. Þórarinn Þórar- insson var fæddur í Ólafsvík 19. sept. 1914. Móðir hans, Kristjana Magnúsdóttir, var ættuð af Suður- nesjum, en faðir hans, Þórarinn Þórðarson, var Ólafsvíkingur, sjó- maður að atvinnu. Foreldrar Þórar- ins voru ungt fólk að koma undir sig fótunum í því litla sjávarplássi sem Ólafsvík var á þeim árum. Þórarinn Þórðarson var innan við þrítugt um þessar mundir, en þá þegar formaður á fiskibáti. En hon- um var ekki ætlaður langur aldur, því að hann drukknaði í róðri á . vertíðinni 1914. Kona hans var þá með barni, sem ekki fæddist fyrr en nokkrum mánuðum eftir drukkn- un eiginmannsins. Þórarinn Þórar- insson hafði því misst föður sinn áður en hann fæddist, en fylgdi ætíð móður sinni, fyrstu bernskuár- in í Ólafsvík, en síðar í Kötluholti í Fróðárhreppi. Giftist Kristjana Bjarna Sigurðssyni, bónda þar, og ólst Þórarinn þar upp og átti heim- ili, uns hann hleypti heimdraganum og settist að fullu að í Reykjavík á nítjánda ári. Þar stóð heimili hans æ síðan. Þórarinn Þórarinsson sýndi þegar á barnsaldri að hann var greindur vel og bráðþroska til náms og skiln- ings og fróðleiksfús að sama skapi. Hann varð snemma fluglæs, og þótti lestraráhugi hans óvenjulegur. Hefur sú saga gengið meðal kunn- ugra að drengurinn í Kötluholti hafi gert sér að námsefni allt prent- mál, sem á vegi hans varð, þ. á m. ræðupart Alþingistíðinda og e.t.v. þingskjalahlutann líka. Hins vegar naut Þórarinn stutts formlegs skólanáms. Hann var í barnaskóla Ólafsvíkur um skeið og naut þar kennslu skólastjórans, Sigurvins Einarssonar (síðar alþingismanns), og sr. Magnúsar Guðmunþssonar, hins merka sóknarprests Ólafsvík- inga. En augljóst er að Þórarinn var dijúgur við heimanám, því að hann lauk fullnaðarprófi barna- fræðslunnar löngu á undan jafn- öldrum sínum. Sigurvin hafði miklar mætur á þessum unga nemanda sínum. Því til vitnis er afmæliskvæði, er Sigur- vin sendi Þórarni fimmtugum, en þá voru þeir samþingsmenn, og segir svo í upphafi kvæðisins: Ungan dreng ég þekkti þig. Þú varst fáum líkur. Alltaf síðan undrar mig, hve andi þinn var ríkur. Við aðrar þjóðfélagsaðstæður hefði ekki verið áhorfsmál að svo skarpur námsmaður sem Þórarinn var barn og unglingur, gengi lang- skólabraut. Svo varð þó ekki. Hafði hann þó mikla löngun til háskóla- náms. Þórarinn sat síðan tvo vetur í Samvinnuskólanum í Reykjavík, lauk þar prófi vorið 1933. Var þá lokið setu hans á skólabekk. Þrátt fyrir það skorti ekkert á menntun hans. Honum nýttist samvinnu- skólanámið vei í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. En drýgst varð honum til menntunar, að hann hafði tamið sér sjálfsnám frá barns- aldri, kunni þá list að verða sér úti um þekkingu af sjálfsdáðum, en greind og skilningur var sálargáfa hans. Hann kunni að vinna úr því sem hann las. Sjálfsnám af þessu tagi varð hlutskipti margra fátækra unglinga hér á landi á ofanverðri 19. öld og fram eftir 20. öldinni. Reyndar var sjálfsnámsaðferðin ekki endilega íslenskt fyrirbæri. Hún var algeng í nágrannalöndum, Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Greindir og framsæknir unglingar úr alþýðustétt menntuðu sig á þenn- an hátt. Átti það við um sveitaung- linga og ekki síður unga menn í verkalýðsstétt sem alkunna er um ýmsa forustumenn þar og fræga stjórnmálamenn. Bevin, utanríkis- ráðherra Breta við mikinn orðstír fyrir hálfri öld, var fátækur munað- arleysingi og kerrukarl að atvinnu. Og Stauning, sá svipmikli sósíal- demókrati og árum saman forsætis- ráðherra Dana á fyrrihluta aldar- innar, var vindlagerðarmaður. Ætt og auður skilaði þessum mönnum engu, enda ekki fyrir að fara. Þá skipti mestu að þeir voru miklir af sjálfum sér. Þórarinn Þórannsson átti um margt sammerkt með þessum mönnum. Hann var sjálfmenntaður alþýðumaður, að því leyti var hann allt af sjálfum sér. Ungur hlaut hann traust samheija í þjóðmálum og ráðamanna í sinn hóp. Honum var treyst til ábyrgðarstarfa vegna þess að hann hafði góða þekkingu og þann skapgerðarþroska, sem öllu ræður um farsæld í störfum. Þórarinn var ráðinn blaðamaður við Nýja dagblaðið, þá nýstofnað, haustið 1933, tæpra 19 ára gam- all. Hann var þá svo þroskaður að ritfærni og vel að sér um þjóðfélags- mál að ekki þurfti á að horfa að fela honum margs konar ritstörf á blaðinu, enda starfsmenn fáir og fjölhæfni krafist af þeim, sem þar unnu. Nýja dagblaðið kom út í u.þ.b. fimm ár. Þórarinn var gerður að ritstjóra þar 1936 (þá 22 ára). Hins vegar kom í ljós að dagblað í Reykjavík með yfirbragði fram- sóknar- og samvinnustefnu var ekki til langlífís fallið, enda var blaðið sameinað Tímanum árið 1938. Tók Þórarinn þá við ritstjórn Tímans ásamt Gísla Guðmundssyni. Þar með var hafið starf sem Þórarni entist í 46 ár. Þórarinn varð fljót- lega landskunnur sem ritstjóri Tímans. Blaðið var þá útbreitt viku- blað, mjög áhrifamikið í landsmál- um. Á þessu tímabili og lengi síðan var ekki farið dult með það að meginblöð landsins voru tengd stjórnmálaflokkum og þjóðmála- hreyfingum. Tíminn var blað Fram- sóknarflokksins, eins og allir vissu að Morgunblaðið var máttarstólpi Sjálfstæðisflokksins og önnur blöð eftir því. Blöðin báru þessara tengsla augljós merki í leiðaraskrif- um og þjóðfélagsumræðu. Það var því ekkert því til fyrir- stöðu að ritstjóri Tímans tæki virkan þátt í stjómmálum og litið væri á hann sem foringja í framvarðasveit Framsóknarflokksins. Það var ekki fyrr en löngu seinna að sú hreinlífis- stefna varð ofan á í íslenskri blað- aútgáfu að flokksblöð voru dæmd óalandi og ófeijandi, óhrein sam- kvæmt pólitískri kenningu um fijáls og óháð blöð og sjaldan að því gætt, hvort sú kenning muni ekki vera jafn hræsnisfull sem aðrar hreinlífis- hugmyndir fyrr og síðar. Sem ritstjóri og leiðarahöfundur svo áhrifamikils blaðs sem Tíminn var á þessu tímabili, gat Þórarinn sér orð sem líklegur maður til frek- ari afreka á stjórnmálasviði. Enda vitað að hann var ekki einungis ágætlega ritfær, heldur var hann að auki mikill ræðumaður, búinn þeim hæfíleika að flytja mál sitt rökvíslega og áreynslulítið á fjöl- mennum fundum með þeim sann- færingarkrafti sem fær áheyrendur til að þekkjast mál ræðumanns. Að þessu leyti var Þórarinn mjög vel til forustu fallinn, því að hann var jafnvígur á list talaðs orðs og ritaðs máls eins og því verður beitt í stjórnmálum. Þórarinn komst því snemma til verulegra áhrifa í Framsóknar- flokknum. Skal síst úr því dregið að þau áhrif tengdust ritstjórastarf- inu við Tímann. Tíminn var mál- gagn Framsóknarflokksins, sótti og varði stjórnmál í samræmi við það. En það er hins vegar misskilningur að almennar fréttir og fréttaskýr- ingar blaðs af þessari gerð þurfi að vera svo litað efni að á því sé ekkert mark takandi. Sú ásökun er oft ranglega fram borin, þótt hún annars ráði miklu í fræðilegri um- ræðu um fjölmiðlamál. Skal það mál ekki frekar rætt hér, þótt ástæða væri til. Hvað varðar störf Þórarins að stjórnmálum og hvernig þau hlóð- ust á hann hvert af öðru því virk- ari sem hann varð í Framsóknar- flokknum, væri hægt að rita langt mál. Hann var fyrsti formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna og gegndi því hlutverki með ágætum. I miðstjórn sat hann meira en hálfa öld. Hann sat í fjölmörgum milli- þinganefndum á vegum flokks síns og gegndi þar ýmsum öðrum trún- aðarstörfum. Hann átti m.a. sæti í útvarpsráði um áratugaskeið og var um tíma formaður þess. Þórarinn var mikill áhugamaður um utanrík- ismál, heimsmál í víðari merkingu þess orðs. Fylgdist hann vei með á því sviði og ritaði mikið um heims- málin í Tímann, þá sem athugull fréttaskýrandi. Þóttu skrif hans um erlend málefni athyglisverð og voru mikið lesin. Það leiddi af áhuga Þórarins á heimsmálum, og jók auk þess skilning hans á þeim, að hann sat mörg allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna á árabilinu 1954-1974. Á þessu tímabili voru hafréttarmál mjög í brennidepli, m.a. fyrir frum- kvæði og bein áhrif íslendinga á alþjóðavettvangi. Er af því mikil saga og stór þáttur í íslenskri stjórnmálasögu á fullveldis- og lýð- veldistíma. Þórarinn hafði mikil af- skipti af þessum málum frá fyrstu tíð. Hafði hann yfirgripsmikla þekk- ingu í hafréttarmálum, átti auðvelt með að ræða þau frá ýmsum hliðum og skýra þau fyrir öðrum. Áhrifa Þórarins um stefnumótun og rök- stuðning í hafréttarmálum gætti verulega, að sjálfsögðu innan Fram- sóknarflokksins, en einnig almennt á stjórnmálavettvangi, ekki síst eft- ir að hann varð alþingismaður. Þórarinn Þórarinsson var kjörinn þingmaður Reykvíkinga árið 1959. Mátti kosning hans heita söguleg, því aðeins einu sinni áður hafði Framsóknarflokkurinn komið að manni í Reykjavík í alþingiskosn- ingum. Rannveig Þorsteinsdóttir, hæstaréttarlögmaður, var kjörin á þing 1949 og sat til 1953. Með kjöri Þórarins hófst minnisstæður vel- gengnistími Framsóknarflokksins í Reykjavík og sótti enn meira á þeg- ar Einar Ágústsson náði kjöri 1963 sem annar maður á lista flokksins. í hálfan annan áratug sátu þeir Einar og Þórarinn báðir sem þing- menn flokksins, kjörnir í Reykjavík. Nutu þeir mikils álits og voru giftu- dijúgir. Þórarinn hafði mikla reynslu þeg- ar hann kom til starfa á Alþingi. Hann var vaskur skylmingamaður í orðasennum og ágætur ræðumað- ur í hvívetna. Hann var á engan hátt deilugjarn, ól aldrei á illindum. í sannleika var Þórarinn laginn samningamaður og mannasættir, þegar nokkuð lá við. Honum var gefið margs konar vit, þ. á m. ein- stakt sambúðarvit. Hann kunni þá list að komast af við menn án þess að láta neitt af sínu, svo að aldrei sá á honum reiði. Formaður þing- flokks Framsóknarflokksins var Þórarinn 1971-1978 og fórst það afarvel úr hendi. Þar réð lagni hans miklu, sanngirni og sáttalund, auk þess sem hann var fyrir málefna- sakir manna færastur til þess að veita góða leiðsögn í þingflokknum. Þegar litið er yfir lífsferil Þórar- ins Þórarinssonar, verður þar fyrst fyrir að ekki var mulið undir hann í bernsku og æsku. En Þórarinn var mikill af sjálfum sér, gæddur ágæt- um gáfum og vilja til þess að verða hugsjónamálum að liði. í dagfari var hófsemi hins vegar einkenni hans. Hann barst ekki á og tamdi sér enga yfirborðslega hætti. Hon- um var eðlilegt að umgangast alla menn fordómalaust og ljúfmann- lega. Þótt svo vildi til, að hann velktist löngum í hörðum heimi stjórnmála og lægi þar ekki á liði sínu, var fræðimannsupplagið afar- ríkt í honum og dómar hans um menn og málefni mótaðir af sann- girni. Þetta verður ljóst af því að kynna sér greinasafn hans, Svo varstu búinn til bardaga, er út kom 1992. Þórarinn ritaði sögu Fram- sóknarflokksins 1916-1976 í þrem- ur bindum og nefnist Sókn og sigr- ar, útg. 1966, 1986 og 1987. Þórarinn var lengst ævinnar heilsuhraustur og ekki kvellisjúkur. En að því kom fyrir nokkrum árum að hann missti heilsu og starfsþrek án þess að hann léti nokkru sinni bugast, því að hann fylgdist vel með öllu til hinstu stundar og lét í ljós skoðanir sínar á málefnum þeim sem efst eru á baugi. Þórarinn Þórarinsson skilur eftir sig góða minningu. Hann vann sam- tíð sinni vel og þeim hugsjónum sem hann aðhylltist. Hann var einnig frábær samverkamaður sem sam- heijar hans minnast og eru þakklát- ir fyrir. Eftirlifandi eiginkonu Þór- arins, Ragnheiði Þormar frá Geita- gerði, eru sendar hugheilar samúð- arkveðjur svo og börnum þeirra og öðru venslafólki. Ragnheiður stóð ætíð heil við hlið manns síns og bjó honum fagurt og friðsælt heimili. í erfiðum veikindum Þórarins hefur mikið reynt á Ragnheiði, en vel hefur hún staðið undir þeim skyld- um að gera sjúkum manni sínum lífið sem léttast. Blessuð sé minning Þórarins Þór- arinssonar. Ingvar Gíslason. Svo spáði spaks manns vör, að vín veiti stundargleði, hjónaband munað fárra mánaða, en garðyrkja heillar ævi hamingju. Þannig var Þórarinn Þórarinsson gæfumaður í bráð og lengd, hann var reglumað- ur, eignaðist konu sem var stjarna drauma hans, og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að stunda sinn garð, rit- störf og stjórnmál, alla ævi. Honum gekk því flest í haginn á langri ævi, þótt ekki fæddist hann með silfurskeið í munninum, öðru nær. Hann var sonur fátækrar sjómanns- ekkju sem missti mann sinn frá barni þeirra ófæddu. Og á þeim tím- um, fyrir 82 árum, áttu slíkar mæður eða börn þeirra yfirleitt fárra góðra kosta völ. Ég var svo lánsamur að kynnast Kristjönu Magnúsdóttur, aldraðri móður Þórarins, vestur í Ólafsvík fyrir mörgum árum. Og þótt dauð- inn byndi fyrr en varði enda á þann kunningsskap, duldist mér aldrei að Kristjana var með allra merk- ustu konum fyrir góðsemi sína, gáfur og mannlegt innsæi. Hún hafði verið flutt hreppaflutningum frá Vatnsleysuströnd vestur í Hít- ardal þegar hún var átta ára, þar sem séra Árni Þórarinsson forðaði henni frá þeim illu örlögum að vera boðin upp og sett í fóstur til lægst- bjóðanda, og kom henni fyrir hjá góðu fólki. Ung giftist hún svo Þórarni Þórðarsyni frá Ytra-Bug í Fróðárhreppi, greindum og bók- hneigðum sjómanni, sem ljósmynd sýnir að hafði þann svip er sterkur var með Þórarni syni hans og mörg- um afkomendum allt í 4. lið og nefndur hefur verið Bugssvipur í fjölskyldunni. Að Þórarni stóðu sem sagt góðir stofnar alþýðufólks. Þegar Þórarinn var tæplega 3 ára gerðist Kristjana ráðskona hjá ekkjumanni með mörg böm, Bjama Sigurðssyni bónda í Kötluholti. Þau giftust og ólst Þórarinn síðan upp í Kötluholti. Hann var langyngstur þar á bæ og naut mikils ástríkis heimamanna. Þótti hann bráðþroska og lesgefinn en æði stríðinn, sumir kölluðu hann óþekka strákinn í Holti. Það sagði okkur gömul ljós- móðir þaðan úr hreppnum til marks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.