Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 Lindab ■ ■ ■ V , ■ ■ ■ r I bakrennur Styrkur stáls - ending plasts Þakrennukerfið frá okkur er auð- velt og fljótlegt í uppsetningu. Eng- in suða, ekkert lím. Gott litaúrval. Umboðsmenn um land alit. CTTiíT TÆKNIDEILD <\lbK ÆasfitÖR* l 2 Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 ■ m# * Lindab + m ■ ■ ■ ÞAKSTAL : Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. TÆKNIDEILD ÓJ*K „rsl/lNG IBÍZ&a*1* Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 - FLOTT FóT 'A Fínu I/ERÐÍ HKEUA KtöWA ENGLABÖRNÍN Bankastræti 10 • Sími 552 2201 AÐSENDAR GREINAR Framtíð Ríkisútvarpsins Ríkisútvarpið hf. o g verkefni á næstu öld HVARVETNA þar sem opin- berir fjölmiðlar starfa með líkum hætti og hér, hefur skylduáskrift til þeirra í formi afnotagjalda orð- ið umdeildari en áður. Almenning- ur er ekki lengur bundinn eða háður einni stöð heldur velur áskriftarsjónvarp að eigin smekk og hlustar á mýmargar útvarps- stöðvar. Við þau skilyrði hlýtur áratugagamalt kerfi afnotagjalda að verða skoðað í nýju ljósi. En hvað á að koma í staðinn ef tryggja á rekstur almannamiðla með skil- greind menningarleg markmið til að fullnægja augljósum þörfum, og veita öðrum ljósvakamiðlum aðhald og samkeppni? Ekkert er einhlítt í þeim efnum en sjálfsagt að velta fyrir sér öðrum aðferðum. Fyrst þarf að ræða til fullnustu kosti og galla núverandi kerfís. Er það fullgildur mælikvarði að skoð- anakannanir leiði í ljós andstöðu fólks við afnotagjöld? Viðhorfs- könnun í desember sýndi að 36,1% notenda RÚV voru á móti afnota- gjöldum. Skattheimta og opinber gjaldtaka fer almennt í taugamar á fólki. Það er á móti sköttum yfír- höfuð. Meirihluti skattgreiðenda fer ekki í Þjóðleikhúsið eða á tón- leika sinfóníuhljómsveitarinnar og því finnst mörgum afspymu óréttl- átt að þeir séu látnir standa undir rekstri þessara menningarstofnana með sköttum sínum. Áður en hlaupið er til með að afnema afnotagjöldin er vert að hefja umræðuna um Ríkisútvarpið á örlítið hærra plan en hún hefur verið á lengi. Niðurstaða mín er sú, að hreint ekkert knýi á um að grundvellinum undir Ríkisútvarp- inu verði kollvarpað. Lögin frá 1986 hafa í öllum aðalatriðum reynzt vel og geta staðið áfram með nokkrum minniháttar lagfær- ingum. Þak á auglýsingamagnið? Sé með góðum og gildum rökum hægt að benda á að starfsemi Ríkisútvarpsins komi í veg fýrir samkeppni má grípa til vægari takmarkana. Er þeirra þörf? Ég spyr enn á ný: Hve harkalega á að ganga að RÚV til að bæta stöðu einkamiðlanna? Hvað teljum við nauðsynlegt að hér séu starfrækt- ar margar útvarps-og sjónvarps- stöðvar til að lögmál samkeppn- innar virki? Hvaða mælistika verð- ur notuð? Á ef til vill að miða við aðstæður á hinum fijálsa á dagblaða- markaði á landi - hér? Eða samkeppnina samgöngum og fjar- skiptum sem lands- menn eiga að venjast? Þyki sannað að markaðsstarf RÚV bijóti í bága við gild- andi lög eða annað til- efni sé til að draga þróttinn úr Ríkisút- varpinu til að þóknast nýjum aðilum í grein- inni og þeim sam- steypum ljósvakam- iðla í einkaeign, sem eru að gera það gott, væri fljótleg- ast að setja þak á auglýsingamagn í hljóðvarpi og sjónvarpi RÚV og heimila því ekki að leita kostunar til dagskrárgerðar. Auglýsendur Áður en hlaupið er til og afnotagjöld afnumin, ---------------n--------- segir Markús Orn Ant- onsson, ættu menn að hefja umræðuna á örlít- ið hærra plan. telja það hluta af tjáningarfrelsinu að geta nýtt sér öflugan fjölmiðil eins og RÚV. Því þá að skerða tjáningarfrelsið með því að banna alfarið auglýsingar í RÚV? Ríkisútvarpið hf. og breytt verksvið Komist löggjafinn hins vegar að þeirri niðurstöðu að bylta eigi núverandi skipan útvarpsmálanna, horfa alllangt inn í næstu öld og stokka algjörlega upp í starfsemi Ríkisútvarpsins, legg ég eftirfar- andi til umræðunnar: 1. Ríkisútvarpið verði gert að hlutfélagi í eigu ríkisins. Stjórnkerfi þess og skyldur verði í samræmi við hlutafé- lagalög. Það greiði opinber gjöld eins og aðrir fjölmiðlar. 2. Stjórnvöld skilgreini grunn- þjónustu sem Ríkisútvarpinu hf. verði ætlað að inna af hendi í þágu allra landsmanna til að fullnægja tilskildu framboði á þjónustu og fjölbreyttu dag- skrárefni, sem al- mannavaldið vill að alþjóð hafi greiðan aðgang að. Hin al- menna sjónvarpsdag- skrá verði 4-5 tímar á dag. Áherzla verði á fréttum, íslenzku barnaefni, fréttaskýr- ingum, heimildarþátt- um og skemmtiefni. Útbreiðsla verði eigi lakari en nú. Fyrir grunnþjónustu út- varps og sjónvarps fái Ríkisútvarpið nefskatt eða bein framlög af fjárlögum og viðbót- artekjur með sölu auglýsinga skv. nánari reglum um magn- tölur. Á vegum Alþingis starfi nefnd til eftirlits því að mark- miðum grunnþjónustunar sé náð. 3. Ríkisútvarpið hf. sameini sjón- varps- og útvarpssemi sem fyrst í Efstaleiti og nái fram hagræðingu með því að sam- nýta betur húsnæði, tækjakost og mannafla í þágu beggja miðlanna. 4. Ríkisútvarpinu hf. verði gert að bjóða út verkefni í dagskrá útvarps og sjónvarps að ákveð- inni hlutfallstölu, 25-30% í fyrstu, og fækka föstum starfs- mönnum um leið. 5. Ríkisútvarpið hf. markaðssetji margs konar viðbótarþjónustu. Sjónvarpið selji áskriftardag- skrá utan grunnþjónustu eins og arðvænlegt er. Útvarpið annist almennar og sértækar útsendingar utan grunnþjón- ustu eins og hagkvæmt er og eftir því sem tæknimöguleikar bjóða í framtíðinni, m.a. með gagnvirkri miðlun. Báðir miðl- arnir gefi. út dagskrárefni úr söfnum sínum og meðfylgjandi ítarefni í söluhæfu formi, hljóð- diska, CD-Rom og ánnað tölvu- efni framtíðarinnar. Lögð verði áherzla á gerð kennslugagna og fjölbreytilegt efni við hæfi barna í þessu sam- bandi. 6. Ríkisútvarpið hf. stofni ásamt Pósti og síma hf. og öðrum fjar- skipta- og fjölmiðlafyrirtækj- um, sameiginlegt fyrirtæki er vinni að þróunarstarfi og starf- ræki dreifíkerfí fyrir áskriftar- sjónvarp og útvarp. Með þessu myndu fjölmiðlafyrirtækin Markús Örn Antonsson standa sterkar að vígi í sam- skiptum við Póst og síma, sem annast dreifingu efnis þeirra nú og ákveður einhliða gjald- skrár fyrir þjónustuna. Ríkisút- varpið lagði á sínum tíma óhemjufé í uppbyggingu ör- bylgjukerfis með Pósti og síma og hefur viljað nota þá fjárfest- ingu sína til hins ítrasta fremur en að sæta einhliða skilmálum Pósts og síma vegna notkunar hins nýja ljósleiðara. Brýnt er að marka ákveðna, samræmda stefnu um uppbyggingu fjar- skiptakerfa framtíðarinnar hér innanlands og tímasetja notkun þeirra. Sú umræða fer út um víðan völl sem stendur. 7. Millifærslum á styrktarfé til dagskrárgerðar verði hafnað. Þróunarstarf RÚV á ýmsum sviðum Ríkisútvarpið hefur í rúm 60 ár gert íslendingum kleift að njóta útvarps en sjónvarps í nærri 30 ár. Sumar tækninýjungarnar hafa komið síðar til sögunnar hér á landi en víða í kringum okkur. Þegar á heildina er litið stöndum við þó furðu nálægt því þróunar- stigi sem sambærileg fyrirtæki annars staðar á Vesturlöndum hafa náð. Sjónvarpið hélt upp á 25 ára afmæli sitt með því að hefja textavarp. Síðan kom víðóma hljómflutningur í sjónvarpi. Á þessum sviðum hefur Ríkisútvarp- ið verið á undan þorra tækjaeig- enda og innflytjendum tæknibún- aðar. Það hefur verið frumkvöð- ull. Svo verður örugglega áfram varðandi nýja útvarpstækni og notkun Intemets. Frá því í apríl hefur svo dæmi sé tekið staðið yfir tilraun með sendingu hljóðfrétta vikunnar á Internetinu í samstarfi við unga forgöngumenn. Tölvupóstur hefur borizt frá þakklátum hlustendum víða um lönd sem vilja meira. Vonandi getum við orðið við ósk- um þeirra. Fyrir þá sem hafa hljóð- kort í tölvunni er rétt að fletta upp this.is/icelandic/radio og láta síð- an viðbrögð í ljós samkvæmt beiðni á viðkomandi síðu. Því hefur stundum verið fleygt í dægurmálaumræðunni, að helzt liti út fyrir að Ríkisútvarpið væri til í þágu starfsmanna þess. Svo kann að hafa virzt þegar styrr hefur staðið um Ríkisútvarpið og engir hafa snúizt til sóknar eða varnar aðrir en starfsmennirnir. Þeir hafa upp til hópa mikinn metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins. En frumkvæði starfsfólksins getur ekki komið í stað þeirrar stefnu- mótunar um tilvist og tilgang Rík- isútvarpsins sem Alþingi hefur ekki sinnt heldur látið svífa í lausu lofti í tæpan áratug. Höfundur er framkvæmdastjóri h\jóðvarps (RÚV). | Rvmingarútsala í Kjai ■akfflpumj Allt að 70% afsláttur Hjálpið okkur að tæma búðina WŒr Aðeins fimmtudag, föstudag og laugardag ||u Qfol/'Olin c Lágmú|a6,Reykjavík, CII dl\.CLU|J f sími 568-4910
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.