Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 51 FRÉTTIR Morgunblaðið/Valdimar kristinsson MIKLAR annir eru framundan hjá kynbótadómurum og gerðu þeir ráð fyrir að dæma vel á annað hundruð hross á Fákssvæðinu og í Mosfellsbæ, en þar dæma Guðlaugur Antonsson, Kristinn Huga- son og Jón Vilmundarson, með þeim á myndinni er Friðþjófur Vignisson tamningamaður. Hvítasunnumót Fáks Dalvar og Svartur í eldlínunni í A-flokki HVÍTASUNNUMÓT Hestamanna- félagsins Fáks hefst í dag með for- vali gæðinga í A- og B-flokki gæð- inga. Á morgun föstudag fer fram keppni 20 úrvals gæðinga og ræðst í þeirri keppni hvaða hestar og knap- ar mæta fyrir hönd félagsins á fjórð- ungsmót sunnlenskra hestamanna í júlí en Fákur má senda fjórtán hesta í hvorn flokk. Mikil spenna ríkir ávallt fyrir Hvítasunnumót Fáks enda koma þar að venju fram margir af bestu hest- um landsins. Hvergi er keppnin eins hörð og spennandi og einmitt þar. Nú bætist við að hið nýja keppnisfyr- irkomulag sem samþykkt var á síð- asta ársþingi Landsambands hesta- mannafélaga verður reynt í fyrsta sinn. Hefst það með forvali þar sem þrír hestar verða inni á velli og dæmt er hægt tölt, brokk og yfir- ferðartölt í B- flokki en skeið í stað yfirferðartölts í A-flokki. í báðum flokkum er svo gefin einkunn fyrir fegurð í reið og vilja. Um fimmtíu hestar eru skráðir í hvorn flokk og eru þar á meðal margir af fremstu gæðingum landsins. Má þar nefna af B-flokks hestum Loga frá Skarði sem staðið hefur efstur undanfarin tvö ár en nú er kominn nýr knapi á klárinn, Sigurbjörn Bárðarson sem mun einnig sýna Odd frá Blönduósi og Hjört frá Hjarðarhaga. Þá mætir Ásgeir Svan með Farsæl frá Arnar- holti en hann þykir mjög sigur- stranglegur og Þórður Þorgeirsson sýnir Höld frá Reyðarfirði og Gunnar Arnarsson verður með Blika frá sama stað. í A-flokki er helst að nefna sigur- vegarann frá síðasta landsmóti Dal- var sem Daníel Jónsson sýnir að venju og víst mun að Svartur frá Unalæk sem Þórður Þorgeirsson sýnir muni veita harða keppni. Dómar kynbótahrossa hófust á mánudag og hefur nokkur fjöldi hrossa hlotið fyrstu verðlaun. Á laugardag hefst dagskrá klukkan 10 með forkeppni í yngri flokkum en yfirlitssýning kynbótahrossa hefst klukkan 13 og fyrri sprettir kappreiða að henni lokinni. Um kvöldið verður opin töltkeppni. Á mánudag annan í hvítasunnu fara fram úrslit í öllum greinum en endað verður á seinni sprettum kappreiða. Morgunblaðið/Þorkell SALUR Norræna hússins yfirfylltist og urðu margir frá að hverfa. Fyrirlestur um eyrna- suð endurtekinn FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp stóð í fyrrakvöld fyrir fyrirlestri um eyrnasuð/Tinnitus í Norræna hús- inu. Til fundarins mættu yfir 100 manns og yfirfylltist salur Norræna hússins og varð fjöldi manns frá að hverfa. Af þessum sökum hefur Heyrnar- hjálp ákveðið að endurtaka fyrir- lesturinn fimmtudaginn 23. maí í Norræna húsinu kl. 20.30. Fyrirlesturinn flytur Kaj Fjelle- rad uppeldisfræðingur, en hann hefur sjálfur glímt við eyrnasuð í mörg ár og er formaður dönsku Tinnitussamtakahna sém heyra undir Samtök heyrnarskertra í Dan- mörku. Að sögn Jóhönnu S. Einarsdótt- ur framkvæmdastjóra Heyrnar- hjálpar, virðist eyrnasuð/tinnitus hrjá margt fólk, jafnt ungt sem gamalt, og að glöggt mætti sjá af þeim fjölda sem mættu til fundar- ins á þriðjudaginn að fólk þyrstir eftir fróðleik um eyrnasuð og leið- beiningum um hvernig það getur best komist af með hávært suð eða hvin í eyrum eða höfði. Fyrirlestur- inn er túlkaður yfir á íslensku og jafnframt rittúlkaður og fólki að kóstbáðarláusu. Fjölmenni á ráðstefnu AA AA-SAMTÖKIN á íslandi héldu 17. landsþjónusturáðstefnu sína laugardaginn 18. maí sl. á Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu 97 fulltrúar úr öllum landshlutum en starfandi AA-deildir eru nú 256 og tíu ís- lenskumælandi erlendis. Lands- þjónustunefnd AA-samtakanna er skipuð níu alkóhólistum og þremur sem eru það ekki. Tveir fulltrúar frá Færeyjum sóttu ráðstefnuna í boði íslensku samtakanna til að kynna sér starf- semina hér en engin landsþjón- ustunefnd er starfandi í Færeyjum þótt þar séu 30 AA-deildir. Hver AA-deild heldur að minnsta kosti einn fund í viku. ------»-■»■■■♦--- ■ LJÓSAS ÝNING U í öllum Borgarljóskeðjuverslunum lauk fyrir nokkru. Fjöldi fólks lagði leið sína á sýninguna og voru eftirfar- andi nöfn gesta dregin út og unnu þeir 10 þúsund króna vöruúttekt hver. Soffía Daníelsdóttir, Reykjavík, Björn Gíslason, Höfn í Hornafirði, Helga Björg Jóns- dóttir, Egilsstöðum, Sigríður Egilsdóttir, Selfossi, Hrafnhild- ur Jónsdóttir, Keflavík, Gróa Egilsdóttir, Akranes, Sigríður B. Þórðarson, ísafirði, Eygló í. Oddsdóttir, Reykjavík, Anna Klara Hilmarsdóttir, Akureyri og Hólmfríður Jónsdóttir, Akur- eyri. Háskólafyrirlestur um táknmál heyrnarlausra CAROL Neidle og Dawn MacLaug- hlin frá Bostonháskóla í Bandaríkj- unum flytja opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla íslands í dag, fimmtudaginn 23. maí, um táknmál heyrnarlausra. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Hann verður fluttur á ensku með skýringamynd- um og sýnishornum á myndbandi og nefnist „Non-Manual Correlates of Syntactic Agreement in Americ- an Sign Language". Hann verður einnig túlkaður á íslenskt táknmál. Neidle er doktor í málvísindum og prófessor í þeirri grein við Bos- ton University og MacLaughlin er að ljúka doktorsnámi í málvísindum við sama skóla með málfræði tákn- máls heyrnarlausra sem sérgrein. Prófessor Neidle hefur um nokkurra missera skeið stýrt rannsóknar- verkefni sem varðar málvísindalega hlið táknmáls heyrnarlausra í Bandaríkjunum. Verkefnið felst einkum í athugun á því hvaða hlutverki ýmiss konar látbragð og svipbrigði gegna í bandarísku táknmáli en komið hef- ur í ljós að slíkir þættir gegna miklu víðtækara og reglubundnara mál- fræðilegu hlutverki en menn höfðu áður talið og handahreyfingar einar segja ekki alla söguna. Prófessor Neidle og félagar hafa þróað ákveðna tækni til að skoða og greina þætti af þessu tagi á mynd- bandi. Rannsóknir þeirra hafa vakið mikla athygli, notið stuðnings frá bandaríska Vísindasjóðnum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og eru áhugamenn um táknmál heyrn- arlausra sérstaklega bent á fund- inn. Morgunblaðið/Halldór ARNASON JFP 2S-8 verður væntanlega flogið á næstunni. Kristján Árnason, til vinstri, ræðir við óþekktan flugvélaáhugamann. Rennvotur flugdagur FLUGDAGUR var haldinn í kalsaveðri á Rey kj a víkurflug- velli síðastliðinn laugardagi samvinnu Flugmálafélags Is- lands og Flugmálastjórnar. Boð- ið var upp á ýmislegt til skemmt- unar viðstöddum, svo sem Iist- flug, svifflug, fisflug, svifflug- tog, módelflug og fallhlífastökk. Kristján Arnason flugvélaverk- fræðingur sýndi vélina Arnason JFP 2S-8 sem verið hefur í smíð- um frá 1987. Hugmyndina fékk Kristján hins vegar fyrir 20 árum og vinnur hann nú að und- irbúningi þess að geta hafið hana á loft innan tíðar. Áður en það verður að veruleika þarf að stilla ýmsan búnað vélarinnar en sú nýbreytni er í hönnun hennar að í stað hefðbundinna hreyfla notar Krislján háþrýsti- viftur til þess að knýja liana áfram. Svo virðist því sem hún sé hreyflalaus. Mun þetta vera MÓDELFLUGIÐ vakti at- bygli yngri kynslóðarinnar. eina flugvélinn sinnar tegundar í heiminum að hans sögn. Forstöðumenn sundstaða á íslandi Þorsteinn heiðursfélagi Á FYRSTA aðalfundi Samtaka for- stöðumanna sundstaða á Islandi var samþykkt einróma að gera Þorstein Einarsson, fyrrverandi íþróttafull- trúa ríkisins, að heiðursfélaga Sam- takanna. Þorsteinn Einarsson hefur allt frá því hann tók við starfi iþróttafulltrúa ríkisins árið 1939, haftmikinn áhuga á sundíþróttinni og byggingu og við- haldi sundlauga. I marga áratugi var hann einn fárra sérfræðinga um hreinsun og meðhöndlun sundlauga- vatns hér á landi. Hann tók þátt í að hanna og skipuleggja fjölda sund- lauga um allt land og var faglegur ráðgjafi fjölmargra um rekstur þeirra. Hann stóð einnig fyrir tilraun- um með að hanna og byggja sund- laugar á ódýrari máta en áður var þekkt. Segja má að Þorsteinn hafi öðrum fremur unnið að því að koma nútíma sundlaugatækni á framfæri hér á landi. I upphafi starfsferils síns sem íþróttafulltrúi voru örfáar sundlaug- ar á íslandi með hringrás og hreinsi- tæki. Nú eru hins vegar aðeins örfá- ar laugar, sem ekki hafa þennan búnað, í notkun. Þorsteinn hefur einnig verið frumkvöðull að sund- skyidu barna hér á landi og ötull baráttumaður fyrir sundíþróttina sem almenningsíþrótt. Þannig tók hann virkan þátt í framkvæmd 200m keppninnar á meðan hún var Og hét. Félagar í Samtökum forstöðu- manna sundstaða á íslandi eru nú nærri 40 talsins en voru aðeins 25 þegar félagið var stofnað í mars 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.