Morgunblaðið - 23.05.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.05.1996, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Guð- laugsson var fæddur á Sæunnar- stöðum í Hallárdal, 11. júní 1911. Hann andaðist á heimili dóttur sinnar hinn 17. maí síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Guðlaugur Guðmundsson og Arnbjörg Þorsteins- dóttir. Þau eignuð- ust níu börn og lifðu sjö. Þau eru Þor- steinn Sigurbjörn, f. 1896, búsettur á Litla-Felli á Skagaströnd, kona hans var Hólmfríður Kristjáns- dóttir og áttu þau einn son; Guðmundur Ragnar, f. 1899, bjó á Árbakka, Skagaströnd, kvæntur Björgu Ólafsdóttur, þau áttu einn son; Sigurður, f. 1902, bjó á Hafursstöðum í Vindhælishreppi, kvæntur Auð- björgu Albertsdóttur og áttu þau fimm börn; Sigurlaug, f. 1904, búsett í Asi í Vatnsdal, gift Guðmundi Jónassyni og á tvö börn; Sigríður, f. 1908, bjó á Bjarmalandi, Skagaströnd, gift Hrólfi Jónssyni og áttu þau eina dóttur; og yngst var Ás- laug, f. 1913, búsett í Reykja- vík, gift Kjartani Jakobssyni og áttu þau eina dóttur barna. Systkinin eru öll látin nema Sigurlaug, sem dvelst á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi. Ólafur fluttist ungur með Dagur reis handan við Skálafell- ið og austurloftið logaði. Sólin kom í ljós og sendi geislaregn yfir sof- fjölskyldu sinni yfir á Vakursstaði í sama dal en fór eft- ir fermingu að Stóra-Felli á Skagaströnd í kaupamennsku. Ólafur kvæntist konu sinni, Jóninnu Þóreyju Hafsteins- dóttur frá Finns- stöðum, 25. desem- ber 1941. Hún var fædd 29. september 1922, dóttir hjón- anna Hafsteins Sig- urbjamarsonar og Laufeyjar Jónsdóttur. Jóninna lést 24. nóvember 1994. Ólafur byggði þeim hjónum húsið Sæv- arland á Skagaströnd og þar bjuggu þau í nær fjömtíu ár. Tvö börn eignuðust þau, Lau- feyju Sigríði og Ara Má. Eigin- maður Laufeyjar er Friðbjörn Kristjánsson og þeirra börn em fjögur: Þórey, Heiðrún, Krist- jana og Ólafur Arnar. Eigin- kona Ara er Helga Ámunda- dóttir og þeirra börn em tvö: Ólafur Þór og Aron Björn. Ólafur og Jóninna fluttust búferlum til Reykjavikur árið 1979 og bjuggu eftir það á Sogavegi 136. Barnabarnabörn þeirra era orðin þrjú: Friðbjörn Orri, Laufey Rún og Friðbjörn Yngvi. Utför Ólafs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. andi borg, lygnan flóa og döggvott lauf. Lóa rauf kyrrð, alein í grasi. Ný dögun . . . sú fyrsta í mínu lífi sem afi minn ekki sá. Augun hans eru nú aftur á þess- ari jörð. Ég sé ekki framar glampa í þeim kærleikann, hrekkleysið, kímnina. Ekki um hríð. Þó er tillit hans ævarandi vökult þar sem ég fæ ekki séð. Afi horfði í augun mín þegar ég fæddist. Frásögnina af þeim merkisviðburði í litlu stofunni á Sævarlandi heyrði ég svo oft af vörum hans að mér fannst sem mig ræki minni til þeirra okkar fyrstu samverustunda. Dálætis hans naut ég upp frá því. Hann fór með mig í íjárhúsin og gaf mér kindina Kollu sem ég hitti í réttunum á haustin. Þar sat ég á vegg og fylgdist með afa kljást við æstan fénað uns hann færði mér eignina einu sem lét ófriðlega. Ég vaktaði götuna meðfram fjör- unni seint og snemma og kæmi ég auga á hann á heimleið, sentist ég alla leið í fangið hans, þar sem ég svo fékk að tróna eins lengi og ég vildi. Einn manna vogaði hann sér að bjóða móður minni birginn og ók með mig í keltunni á dráttarvél um alla Skagaströnd ... ég stýrði. Hann varði óveijandi óþekkt mína fyrir hveijum sem ofbauð og þótti jafnan uppátæki telpunnar góð. Og hann mátti vera að því að hlusta. Fyrir hann las ég sögurnar mínar með fjálgleik barnsins, fyrir hann orti ég ljóðin mín sem ávallt voru eitt af því fyrsta sem hann innti eftir þegar við hittumst. Það var hann sem kom í veg fyrir að ég græfi talentuna mína í jörð . . . hann var húsbóndinn sem krafðist þess að pundið yrði ávaxtað. Og mikils virði er tiltrú eins manns. Trú hans flutti fjöll í minni sál, virðing hans og áhugi vökvinn sem nærði fræið. Fátt var svo fá- nýtt að hann legði ekki við hlustir og vísan átti ég ávallt málsvara þar sem hann var. Það var svo ljúft að sjá augun hans ljóma hvenær sem þau mættu mínum. Hann átti góðar konur í lífi sínu, afi minn. Hann átti ömmu mína sem hélt í hönd hans í meira en fimmtíu ár og var hans mesta perla og hann átti mömmu mína, sem tók hönd hans í sína þegar ömmu naut ekki lengur við. Og hann átti mig sem hljóp yfir götuna í morgunkaffi og sitthvað var það sem við þijú brut- um til mergjar fyrir hádegi. I haust sem leið bjuggum við undir sama þaki um tíma. Þá leið okkur mikið vel. Við skröfuðum margt og hlógum í kór og skilning- ur okkar hvort á öðru eins skýlaus og með skyldum sálum. Nú er hann horfinn frá mér. Lagði aftur augun sín og leið á braut um vor, bestu árstíð okkar beggja. Hann sá grasið grænka, brumið springa og sólina ijóða ský ... en ekki meir. Hjartað grætur að sjá hann ekki framar rölta eftir stokknum með húfu og staf, doka við framan við gluggann minn og horfa stoltur á heimili hennar sem fæddist í stofunni forðum. En and- inn veit að afa beið annað. Hann þráði að finna ömmu aftur og sefa söknuðinn sára sem hann bar í hljóði í hálft annað ár. Nú leiðir hún hann um grundir Guðs svo hann megi næðis njóta. Þar bíður hann mín. Þórey Friðbjörnsdóttir. Nú er hann sofnaður svefninum þanga elskulegur tengdafaðir minn Ólafur Guðlaugsson eða Óli eins og hann var alltaf kallaður, ég kynnt- ist þessum hugljúfa manni fyrir tuttugu og sex árum. Hann bjó þá á Skagaströnd ásamt konu sinni, Jóninnu Hafsteinsdóttur, en hún lést fyrir einu og hálfu ári. Nú þeg- ar þau eru bæði látin, koma upp í huga minn þær hugljúfu minningar er ég á um þessi elskulegu hjón, OLAFUR GUÐLA UGSSON _ HAGKAUP H^|ir Ávextír kreiM«(t« <jmHm«wi« sem reyndust mér ávallt eins og bestu foreldrar, því aldrei bar skugga á okkar vináttu. Mér hlýnar um hjartarætur er ég hugsa um öll þau góðu ár sem ég naut návistar þeirra, innilegar móttökur og umhyggja fyrir okkur er við komum að Sævarlandi; ekki síður sumarfríanna er farið var í ferðalög og útilegur, þar sem þau nutu þess að vera úti í náttúrunni. Árið 1979 fiytja þau að Sogavegi 136 í Reykjavík. Hætti Óli þá að vinna, en hann hafði unnið í frysti- húsi Hólaness á Skagaströnd. Þá er mér minnisstætt þegar við vorum að byggja, hvað hann naut þess að vinna með okkur, vera úti og veita okkur alla þá hjálp sem hann gat, enda hafði hann ekki minni áhuga á byggingunni en við, og handtökin hans eru ómæld í Jóruseli 4. Það er gaman að hugsa til baka er við sátum í sandherberginu eins og við kölluðum það, en þar var sandurinn geymdur og drukkum kaffi ásamt Jóa múrara. Þá var oft hlegið og mikið talað. Oft sendi Ninna hann með pönnukökur til okkar. Þetta voru góðar stundir með Óla. Óli var hæglátur maður sem bar ekki tilfinningar sínar á torg, en hann unni sínum nánustu og bar hag þeirra fyrir bijósti. Hann hafði ákveðnar skoðanir og hafði gaman af góðum samræðum. Oft var mik- ið rætt á Sogaveginum um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig raðast upp minningabrot- in, þannig minnist ég Óla og þann- ig mun hann lifa með mér um ókom- in ár. Elsku Óli minn, þú ert genginn götuna heim til föðurhúsa þar sem faðirinn breiðir út faðm sinn og umvefur þig kærleika og veitir þér hvíld eftir erilsaman dag, og ég veit að hún Ninna mín tekur vel á móti þér. Margs er að minnast, margs er að sakna, en mest að þakka. Guð blessi minningu þína. Helga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hann afi er fluttur. Hann ákvað að nú væri kominn tími til að líta eftir henni ömmu heitinni, sem hann saknaði svo mjög. Hann hélt því af stað í sína hinstu för hress og glaður og við erum þess fullviss að hann er nú í góðum höndum. Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar. (H. Laxness.) Afi gat verið mikill brandarakarl ef honum sýndist svo, og skemmti sér vel yfir uppátækjum okkar. Hann fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hann og tók margoft þátt í umræðum um mál- efni okkar unga fólksins. Oftar en ekki kom það fyrir að hann tók málstað okkar gagnvart stundum skilningssljóum foreldrun- um og kom þá gjarnan með dæmi- sögur úr eigin ungdæmi, sem gerðu að sjálfsögðu gæfumuninn. Nám og skólaganga okkar yngri var undir ströngu eftirliti afa. Hann fylgdist grannt með einkunnum og próftökum en var þú ekki alltaf sáttur við útkomuna. Hann var okkur þó fullkomlega sammála um gildi „hvíldar" í próflestrinum og hvatti okkur stöðugt til gönguferða, og þá sérstaklega stúdentsefnið, sem að hans mati hreyfði sig alls ekki nóg. Afi var orðinn gamall og hafði lifað viðburðaríka ævi. Við systkin- in erum þakklát fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast honum betur þann stutta en dýrmæta tíina sem hann bjó hjá okkur. Því kveðjum við þig elsku afi, með söknuði, en vitum jafnframt að nú ert þú ánægður og ert senni- lega að gæða þér á ijómapönnukök- unum hennar ömmu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.