Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni i'm SORRY, EMILV..THE NEXT THIN6 I KNELd, MV D06ANDI WERE 800TED OUT.. Mér þykir það leitt, Emel- ía . . . áður en ég vissi af, var mér og hundinum mínum sparkað Út... Heyrðu, hvað ertu að gera? Ég var ekki viss um að þú kæmir aftur, svo ég flutti dálítið af dótinu mínu inn í herbergið þitt... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Ný númeraspjöld á einkabifreiðir vamarliðsmanna Frá Skarphéðni Hinriki Einarssyni: NÚ UM áramótin gaf utanríkisráðu- neytið út nýja reglugerð sem kveður á um að í framtíðinni skuli einkabif- reiðir varnarliðsmanna bera númer með sama lit og íslendingar, en ekki gul. Síðan mun lítið frímerki sett vinstra megin sem sjálfsagt verður erfítt að lesa nema með stækkunar- gleri. Þetta á að gera svo að Banda- ríkjamenn verði ekki fyrir aðkasti þegar þeir eru að skemmta sér utan vamarsvæða. Mér fínnst þetta furðu- leg ráðstöfun. Þessar bifreiðir eru fluttar tii landsins án tolla og stendur í vamarsamningnum frá ’51 að allir þeir bílar sem að Bandaríkjamenn eru með hér á landi skulu vera vel auð- kenndir þjóðmerki Bandaríkjanna, það ætti semsagt að standa aftan á þessum bflum USA, eða eins og er með aðra erlenda bfla sem ekið er hér á landi, þeir eru merktir sínu þjóðlandi. En það er gamla reglan — ekki sem ég vil heldur sem þú vilt — og ég hélt að fyrrverandi utanríkisráð- herra hefði slegið öll met í tilslökun- um til hermanna en núverandi ráð- herra, Halldór Ásgrímsson, virðist ætla að bæta um betur og veita frek- ari tilslakanir á þessu sviði. Banda- ríkjamenn mega taka út af vellinum í dag hluti sem ekki mátti áður. Það er of langt að telja það allt upp, en það sem vegur hæst er kippa af bjór um helgar, föstudag og laugardag, og einnig bensín í brúsum og virðist vera lítið eftirlit með því hvað það bensín er mikið. Þegar þeir eru spurðir þá þurfa þeir að gera grein fyrir þessu bensíni, það má ekki fara yfir ákveðið magn í hverri ferð. En safnast þegar saman kemur. Verslun flotans hefur hafíð sölu á litlum bens- ínbrúsum sem taka þrjú gallon. Mér skilst að þeir megi taka tvo svoleiðis brúsa með sér um helgar út. En ef maður lítur aftur og fer yfir þetta nánar þá hafa Aðalverk- takar síðan ’57 verið með bíla á sömu kjörum og varnarliðsmenn og hafa þeir ekkert þurft að merkja þá bíla sérstaklega. Nú munu þeir vera með um níutíu og sjö bíla. Starfsmenn varnarliðsins eru nú með innan við tvö þúsund bíla, tæplega sextán hundruð bíla, s.k.v. tölum frá Bif- reiðaskoðun, svo það er rangt í grein sem birt var í Dagblaðinu í frétt var um þessar númeraplötur; þar var sagt að þeir væru með um fimm hundruð á ári. Eins og ég sagði fyrr þá er kannski ekkert sem mælir gegn því að vam- arliðsmenn njóti sömu réttinda og íslensk fyrirtæki eins og Aðalverk- takar. Fyrst að Aðalverktakar hafa getað verið með sína bíla ómerkta öll þessi ár ótollaða og keypt bensín á sömu kjörum og varnarliðsmenn þá hlýtur varnarliðsmönnum að gremjast það og sérstaklega ef þeir em svo óvinsælir að menn sjái sér hag í því að ráðast á þeirra eignir. Mér persónulega fínnst samt þessar tilsiakanir allar sem hafa átt sér stað í sambandi við herinn bara einfald- lega orðnar of miklar. SKARPHÉÐINN H. EINARSSON f.v. starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Um þróun siðalögmála og notkun skattpeninga Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: SÉRFRÆÐINGAFÉLAG íslenskra lækna hefur ályktað um frumvarp til laga um réttindi sjúklinga, kemur þar ýmislegt fram er okkur hjá Sam- tökunum Lífsvog fannst ekki sér- staklega aðfinnsluvert, s.s. að fjár- hagsrammi væri utan um heilbrigðis- mál á hveijum tíma. Frumvarp þetta er hins vegar fremur leiðbeiningar- plagg til handa heilbrigðisstarfs- mönnum'; en vörður um eiginleg rétt- indi sjúklinga. Það kemur til dæmis hvergi fram í ályktun læknanna hversu lítinn rétt sá sjúklingur hefur er verður fyrir óhöppum eða mistök- um í meðferð undir umsjá lækna, og hvort sá hinn sami eigi auðvelt með að fá slíkt tjón bætt. Þar virðsit hið þróaða siðalögmál ekki hreyfa skoðun sinni gagnvart því tiltekna atriði. Læknum er tíðrætt sem fyrr um skerðingu valfrelsis sjúklinga, til þess að velja sér sérfræðinga beint. Það væri svo sem ágætt ef allir landsmenn nytu þeirrar þjónustu að geta valið sér einn baksérfræðing, annan húðsérfræðing og þriðja háls-, nef- og eymalækninn. Sú þjónusta er vissulega á heimsmælikvarða til handa þeim er búa á þessu svæði. Gallinn er hins vegar sá að þótt þjón- ustan sé mikil, er ekki þar sem sagt að hún skili endilega miklu á endanum. Ef sjúklingurinn fengi til dæmis tak í bakið hjá háls-, nef- og eyrna- lækninum og sá hinn sami myndi senda hann inn á sjúkrahús, gæti sjúkrahúslæknirinn jafnvel fram- kvæmt allar dýrustu rannsóknir gagnvart bakveikinni, rannsóknir sem baksérfræðingurinn var búinn að gera, en yfírlitið yfir þær var geymt hjá honum, þar sem sjúkling- urinn hafði aldrei fengið sér heimil- islækni og baksérfræðingurinn því ekki sent neinum neitt yfír málið. Þetta er hugsanlegt dæmi um óþarfa kostnað er kann að verða til í heilbrigðisþjónustu. Að lokum skal þess getið að Lífs- vog gaf ýtarlegt álit til þingnefndar á frumvarpi til laga um réttindi sjúkl- inga, þar sem við gagnrýnum og bendum á ýmis þau atriði er við telj- um á skorta, til að teljast megi raun- verulegum réttindum sjúklinga til framdráttar. Það er einkum þrennt er við teljum að á vanti. í fyrsta lagi trygging til handa þeim sjúklingum er verða fyrir mis- tökum í meðferð, í öðru lagi að rann- sókn og málsmeðferð kvartana sjúkl- inga verði bætt, og í þriðja og síð- asta lagi stofnun umboðsmanns sjúklinga hér á landi, er tryggi hlut- lausa málsmeðferð á tírrtum niður- skurðar íjárveitinga til heilbrigðis- mála. F.h. samtakanna Lífsvogar, GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt ( upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að.lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.