Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR HJORTUR BJARNASON + Gunnar Hjörtur Bjarnason fæddist á Akureyri 12. október 1974. Hann lést á Akur- eyri 15. maí sl. For- eldrar hans eru Bjarni Einar Gunn- arsson og Valgerð- ur Olga Lárusdótt- ir. Systir hans er Asa Katrín, f. 18.júní 1990. Gunnar Hjörtur lauk stúdensprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á haustönn 1995. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Þagalt og hugalt skyli þjóðans bam ok vígdjarft vera; glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana. ei raunin. Um vor- bjarga nóttina kvaddi hann lífið, einmitt þeg- ar allt umhverfi okkar vaknar af dauða vetr- arins. Svo ósanngjarnir eða óskiljanlegir eru duttlungar lífsins. En hvers megum við? Minningin um þennan góða og fallega dreng skal verða áminning um að láta ekki hugarvíl ná yfir- höndinni. Þótt hann væri ungur að árum átti hann þroska og hugarró öldungsins. A sorgarstundu sendum við Olgu, Bjama og Asu Katrínu, ömmum og afa og öðrum ástvinum Gunnars Hjartar okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Sveinn, Borghildur og fjölskylda, Ingi, Ragnheiður og Ragnar Ingi. (Hávamál.) Meðal okkar þjóðar hafa ætíð lif- • að sögur um hetjur, sem hvorki létu sér bregða við sár né bana. íslendingasögumar era fullar af frásögnum af hugumstóram mönn- um og konum er snerust gegn grimmum og ósanngjörnum örlög- um af reisn og manndómi. Þetta fólk fékk að launum aðdáun sögu- skrifaranna og ódauðleika meðal þjóðarinnar sem las frásagnimar og kunni þær utan að. Við sem erum uppi í nútímanum höfum þann helstan starfa að vinna fyrir fánýtum hlutum og hugsa um hégóma. Við leiðum sjaldan hug að því hvað skilur manninn frá skepn- unni. Það þarf satt að segja stund- um mikið til. í dag er til grafar borinn Gunnar Hjörtur Bjamason sem varð aðeins 22 ára. Lífsganga hans, örlög og barátta minnir einmitt á marga persónu í fyrrgreindum sögum. Andlegt þrek hans, æðruleysi og þroski var með þeim hætti að ótrú- legt var af svo ungum manni. Hann háði stríð við illkynja sjúkdóm um árabil, stundum sóttist honum betur en varð svo að hopa. Aldrei sáum við hann draga neitt af sér, hann lifði lífí hins unga manns eftir ''megni, stundaði nám og hlífði sér hvergi. Við vissum auðvitað öll að mjög gat bragðið til beggja vona um árangur af læknismeðferðum þeim er Gunnar Hjörtur fór í. En öll von- uðum við og báðum þess að senn rynnu upp betri dagar, en sú varð Ég sit við eldhúsgluggann heima hjá mér og horfí á kvöldsólina hníga við Akranes. Hugurinn leitar yfir sundin og ég minnist Gunnars Hjartar sem ég og fjölskylda mín vorum samferða í rúmlega 21 ár. Myndirnar renna hjá og ég sé fyrir mér litla drenginn sem æskuvin- kona konunnar minnar, Olga, var þá nýbúin að eignast. Ég man þá gleði sem hann veitti _ henni og Bjarna, pabba sínum. Ég minnist lítils snáða hlaupandi á eftir bolta eins og aðrir Skagastrákar. Upp í hugann koma allar sumarbústaða- og tjaldferðimar, allar skemmtilegu gönguferðirnar og leikimir þar sem ærsl og gleði réðu ríkjum. Á milli Gunnars og dætra okkar myndaðist sterk vinátta, ekki ósvip- uð og hjá okkur foreldram þeirra. Gunnar var ákveðinn strákur og dætur okkar litu upp til hans og hann reyndist þeim sem stóri bróð- ir sem allt getur. Gunnar átti mjög auðvelt með að læra og stóð sig vel bæði í skóla og í lífinu sjálfu. Hann stundaði íþróttir og unni góðri tónlist, veiðimennska var hans helsta áhugamál og hans bestu stundir vora öragglega þegar hann var einn með stöngina að kljást við físk. En það sem mér verður þó ávallt minnisstæðast við Gunnar er lífsvið- horf hans. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu síðustu fjögur árin, en aldrei var neina uppgjöf að fmna hjá honum. Hann hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og lauk meðal annars stúdentsprófí í des- t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON leigubifreiðastóri frá Hermundarstöðum, Þverárhlíð, Borgarfirði, sfðast til heimilis f Mýrarási 3, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. maí kl. 15.00. Ásta Jónsdóttir, Gylfi Þór Guðmundsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurvin J. Sigurvinsson, Lilja Guðný Guðmundsdóttir, Páll Emil Beck, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er glöddu mig með gjöfum, skeytum og símtölum í til- efni af áttrœöisafmœli mínu 11. maí sl. GuÖ blessi ykkur öll. Kristín Ingimundardóttir, Reynistað í Garði. ember síðastliðnum. Þetta viðhorf Gunnars til lífsins lýsir honum best. Nú er sólin sest yfir Skaganum, eitt fallegasta sólarlag sem ég hef séð. Á morgun kemur sólin upp á ný og svo mun verða um aldur og ævi. Elsku Olga, Bjami og Ása Katr- ín, ég get því miður ekki verið hjá ykkur á kveðjustundinni, en hugur minn er þar. Við Dandý og börnin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi sá sem öllu ræður veita ykkur styrk til að kveðja góðan dreng. Þór Magnússon og fjölskylda. í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Joch.) Okkar góði félagi og kæri vinur Gunnar Hjörtur Bjarnason er fall- inn frá í blóma lífsins. Þrátt fyrir erfið veikindi um langt skeið kom andlát hans sem reiðarslag yfír okkur, en eftir lifir minning um góðan dreng og raungóðan vin. Gunnar bar veikindi sín vel frá fyrstu tíð og ekkert fékk haggað einlægum ásetningi hans að takast á við þau og beijast til sigurs í þeirri glímu. I lok síðasta árs lauk hann stúdentsprófi sínu sem vissu- lega telst mikið afrek, þegar þess er gætt hve veikur hann var. Allir höfum við þekkt Gunnar frá bamsaldri og með honum höfum við átt óteljandi gleðistundir sem við munum ávallt varðveita í hjarta okkar. Ætíð vorum við velkomnir inn á heimili hans og í raun má segja að það hafí verið aðalsamko- mustaður okkar vinanna. Oft máttu foreldrar hans þau Bjarni og Olga þola mikinn hávaða og umgang vegna tíðra uppákoma á neðri hæðinni, en jafnan tóku þau slíku með jafnaðargeði. Persónuleiki Gunnars einkennd- ist af styrk og staðfestu og í eðli sínu var hann mikill leiðtogi. Hann var einatt glaður í bragði og átti auðvelt með að laða fólk að sér. Hann var mikill keppnismaður og kom keppnisharka hans glöggt í Ijós á þeim fjölmörgu sviðum sem vinahópurinn atti kappi í. Gunnar var opinskár og hreinskilinn og umfram allt heiðarlegur. Kæri vinur, þú gekkst í gegnum miklar þolraunir, það var sárt en lærdómsríkt að fylgjast með bar- áttu þinni. Nú er þeirri baráttu lok- ið og þú hefur fengið hvíld og frið í faðmi Guðs. Við þökkum þér allar samverastundimar, minningin um þig mun gefa okkur styrk á erfiðum stundum Elsku Bjarni, Olga, Ása Katrín og aðrir aðstandendur. Megi Guð styrkja ykkur og vernda í þeirri sorg sem nú hefur kvatt dyra. Við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og megi minningin um góðan dreng lýsa veginn um ókom- in ár. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn, þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Arni Gautur, Gunnlaugur, Willy og Þórður Emil. Að morgni 15. maí sl. fengum við þær sorglegu fréttir að vinur okkar Gunnar Hjörtur væri dáinn. Strákurinn sem var okkur eins og eldri bróðir. Það má segja að við höfum alist upp saman. Foreldrar okkar eru vinafólk og við fórum oft saman í ferðalög og era okkur sér- staklega minnisstæð öll sumarfríin í Húsafelli og veiðiferðimar á Hólmavatn. Við ólumst upp á Vesturgötunni og lékum okkur í fjörunni, veiddum síli og gerðum margt skemmtilegt saman. Sumarið ’91 fluttum við svo til Reykjavíkur með foreldrum okk- ar. Ári seinna veikist Gunni og síð- ustu fjögur ár era búin að vera honum og öðram mjög erfíð, en alltaf dáðist maður jafn mikið að Gunna, hvað hann var sterkur að betjast við sjúkdóm sinn. Það er erfitt að trúa því að hann sé farinn frá okkur. Elsku Gunni, þú verður alltaf í huga okkar. Elsku Olga, Bjarni og Ása Katr- ín, við vottum ykkur og öðram að- standendum dýpstu samúð okkar. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. (H. Hálfd.) Dóra og Hulda Þórsdætur. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningamar yfir. (BJ.) Elsku Gunnar Hjörtur. Megi Guð og góðir andar fylgja þér. Þín vinkona, Gunnur. Góður vinur okkar Gunnar Hjört- ur er horfinn á braut og viljum við hér kveðja hann með þessum orð- um. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Gunni, megir þú hvíla í friði. Olga, Bjarni og Ása Katrín, við viljum senda ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur á þessari sorgarstundu. Særós, Lilja, Ragnheiður og Katrín. Þú varst einn af okkur. Þú varst alltaf í góðu skapi. Þú varst hugmyndaríkur. Þú varst skynsamur. Þú varst sjálfstæður. Þú varst áreiðanlegur. Þú varst einlægur. Þú varst baráttumaður. Þú varst þú sjálfur. Þú verður alltaf í huga okkar, við gleymum þér aldrei. Bekkjarfélagar úr Brekkubæjarskóla. Gunnar Hjörtur Bjarnason er farinn frá okkur svona ungur. Hann var nemandi í Fjölbrauta- skóla Vesturlands og lauk stúd- entsprófi í desember síðastliðnum. Okkur hafði verið ljóst um hríð að Gunnar Hjörtur átti í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við fylltumst von og bjartsýni þegar hann kom í skólann sl. haust til að ljúka námi eftir nokkur hlé sem hann hafði orðið að gera vegna veikindanna. Honum tókst að ljúka náminu en styttra var í endalokin en okkur grunaði þá. Gunnar var ekki marg- máll um sjúkdóminn og virtist mæta erfiðleikum sínum af æðru- leysi. Hann vildi ekki láta veikind- in skyggja á daglegt líf í hressum hópi vina og kunningja. Oft dáð- umst við að dugnaði hans og hug- rekki. Gunnar Hjörtur var góður þegn í Fjölbrautaskóla Vesturlands, dug- legur námsmaður og alúðlegur í samskiptum. Hann var félagslyndur og skólasystkinum sínum góður fé- lagi. Hann naut trausts þeirra og álits. Gunnar Hjörtur átti sæti í aðalstjórn Nemendafélags FVA og ritstýrði skólablaðinu einn vetur ásamt vini sínum. Við kveðjum nú fallinn félaga og góðan dreng sem Gunnar Hjörtur Bjarnason var. Minningin um hann er nú það sem við eigum eftir. Sú minning er jákvæð og björt. Við sendum foreldrum Gunnars Hjart- ar, systur hans og öllum skyld- mennum og vinum hlýjar kveðjur og vonum að þær megi verða þeim huggun og styrkur. Þórir Ólafsson skólameistari. Okkur langar að kveðja Gunnar Hjört Bjarnason. Ævi Gunnars var stutt, aðeins 21 ár, og þar af 17 ár við fulla heilsu. Okkur er það minnisstætt er Bjarni, faðir Gunnars, kom til okkar laugardagsmorgun einn sumarið 1992, þá sagði hann okkur að Gunnar væri orðinn veikur og gæti því ekki hjálpað okkur í garðinum eins og til hafði staðið. En þótt um alvarlegan sjúkdóm væri að ræða voru foreldrarnir vongóðir um að bat næðist. Við sem þekktum Gunnar fylgd- umst síðan með æðrulausri baráttu hans fyrir heilsu sinni. Það er erfitt að skilja og sætta sig við að efnilegur og vel gefinn piltur fái ekki að takast á við lífið eins og okkur finnst svo sjálfsagt. Við vitum ekki um tilganginn. Gunnar lauk stúdentsprófi fyrir síðustu jól og virtist þá sem framtíð- in blasti við honum, nú færi að rofa til. Það kom því sem reiðarslag þegar sjúkdómurinn tók sig upp aftur eftir áramótin og varð þá ekki við neitt ráðið. Elsku Bjarni, Olga og Ása Katr- ín. Minningin um prúðan og falleg- an dreng mun lifa með okkur. Guð styrki ykkur og blessi minningu Gunnars Hjartar. Egill og Borghildur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELlN JÓSEFSDÓTTIR, Reykjavíkurvegi 34, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 24. maí kl. 13.30. Birgir Óskarsson, Skúli Óskarsson, Rós Jóhannesdóttir, lllugi Óskarsson, Margrét Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. r)*- LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.