Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið Ádís EINLEIKARAR á tónleikunum eru Friedrich Lips á bayan, sem er rússnesk harmóníka, og Harri Ruijsenaars á selló. Rússnesk harmón- íka og selló á Sin- fóníutónleikum SÍÐUSTU áskriftartónleikar starfsárs Sinfóníuhljómsveitar íslands eru í kvöld í Háskólabíói kl. 20. Einleikarar á tónleikunum eru Friedrich Lips á bayan, sem er rússnesk harmóníka, og Harri Ruijsenaars á selló. Hljómsveit- arstjóri er Grzegorz Nowak. A efnisskránni eru verk eftir An- tonin Dvorak, Sofia Gubaidulina og Dmitri Shostakovich. Þetta verða síðustu áskriftar- tónleikar starfsársins, en Sinfó- níuhljómsveitin mun halda tvenna tónleika tengda Listahá- tíð í júní. Hljómsveitarstjórinn Grzegorz Nowak er fæddur í Póllandi og stundaði hann nám í fiðluleik, tónsmíðum og hljómsveitarstjóm við tónlistarskóiann í Poznan og síðar nam hann í Bandaríkjunum og Iauk doktorsnámi frá East- man school of Music í Rochester. Árið 1984 vann Grzegorz til fyrstu verðlauna í Emst Anser- met hljómsveitarstjórakeppninni í Genf og hefur stjórnað hljóm- sveitum í Evrópu sem og Amer- íku og Kanada. Árið 1992 var hann aðstoðarhljómsveitarstjóri Fílharmóníuhljómsveitarinnar í New York og er nú aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfonia Helvetica, þýsku kammersveitarinnar og sinfóníuhljómsveitarinnar í Edm- onton í Kanada. Einleikarar Sellóleikarinn Harro Ruijsena- ars er fæddur í Holland. Hann stundaði nám hjá Maurice Gendr- on í Tónlistarskólanum i Sa- arbriicken í Þýskalandi. Árið 1977 tók hann stöðu fyrsta selló- leikara Concertgebouw-hljóm- sveitarinnar í Amsterdam en lét af því starfi 1989 til þess að leggja frekari stund á einleik en einnig til að taka við prófessors- stöðu við Konunglega tónlistar- háskólann í Árósum í Danmörku. Friedrich Lips er fæddur í litl- um bæ í Úralfjöllum. Þegar hann var 5 ára gamall fór hann að læra á bayan (rússneska harmón- íku) hjá föður sínum. Síðar stund- aði hann tónlistarnám í tónlistar- háskólanum í Magnitogorsk og í Moskvu. Fyrstu einleikstónleika sina hélt hann árið 1970 í Magni- togorsk og hefur síðan haldið tónleika víða í fyrrverandi Sovét- ríkjunum og í Austur- og Vestur- Evrópu. Ekki hefur verið skrifað mikið af tónlist fyrir bayan en Lips bætir það upp með því að útsetja verk ýmissa tónskálda eldri sem yngri. Efnisskrá Tónleikarnir hefjast á forleik eftir Antonin Dvorak. Annað verk á efnisskránni er Sjö síð- ustu orð Krists eftir rússneska tónskáldið Sofiu Gubaidulinu. Sjö síðustu orð Krists er samið 1981 og frumflutt í Moskvu sama ár. Verkið er í sjö þáttum og er sá fjórði, „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig“ lang viðamestur. Shostakovich samdi níundu sinfóníu sína árið 1945 og var hún frumflutt í Leningrad í nóv- ember það ár. Sumarið fyrir stríð sýnt í Þjóð- leikhúsinu DÓMNEFND á vegum Þjóðleik- hússins hefur samþykkt að velja á Stóra svið leikhússins sýningu Leikfélags Sauðárkróks á leik- ritinu Sumarið fyrir stríð eftir Jón Ormar Ormsson í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur. Þetta er þriðja árið í röð að áhugaleikfélagi er boðið að sýna á Stóra sviði leikhússins og segir í kynningu Þjóðleik- hússins: „Alls sóttu 7 leikfélög um að koma til greina við valið á „athyglisverðustu áhugaleik- sýningu ársins ’96.“ Sumarið fyrir stríð segir í söng og leik frá einu sumri í íslensku byggðarlagi. Þetta er fjölmenn sýning með mikilli tónlist. í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að Sumarið fyrir stríð sé dæmi um vel heppnaða áhugamannasýn- ingu á skemmtilegu leikriti. Þær sýningar sem áður hafa verið valdar athyglisverðustu áhugaleiksýningar ársins og sýndar á Stóra sviðinu eru Djöflaeyjan í sýningu Leikfé- lags Hornafjarðar (1994) og Kvennaskólaævintýrið í upp- færslu Freyvangsleikhópsins (1995). Leikfélagi Sauðárkróks hefur verið boðið að sýna Sumarið fyrir stríð á Stóra sviði Þjóðleik- hússins á annan í hvítasunnu, 27. maí, kl. 20. Aðeins þessi eina sýning. Miðasala er hafin. Leikfélag Sauðárkróks. KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands, Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands til Þýskalands Selfossi. Morininblaðið. KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur tónleika í dag, fimmtudag, á Hvolsvelli, en það eru síðustu vortónleikar kórsins áður en hann heldur í tónleikaferð til Suður- Þýskalands eftir útskriftardaginn á laugardag. „Við höldum fyrstu tónleikana í borginni Prum en slökkviliðs- menn þar hafa gert Selfoss að vinabæ sínum og komið á góðum tengslum milli manna. Síðan höld- um við sex tónleika og kórinn mun syngja við ýmis tækifæri. Það er mjög hvetjandi fyrir kórfélagana að komast í slíka ferð, en það eru alls 60 manns í kórnum sem verða á ferð þarna í Þýskalandi við að syngja og kynna íslenska tónlist," sagði Jón Ingi Sigurmundsson stjórnandi kórsins. Undirleik annast kórfélagar og tvær stúlkur syngja einsöng með kórnum. I vist hjá Jekyll og Hyde • FLUTNINGUR á hinni lítt þekktu óperu Rossinis, „Ermi- one“ á Glyndebourne-óperuhá- tíðinni í fyrra þótti svo vel heppnaður að ákveðið hefur verið að gera svipaða tilraun í ár. Að þessu sinni verður flutt nánast óþekkt verk eftir Haydn, „Theodora", sem er eitt af síð- ustu verkunum sem hann samdi. Upphaflega er það óratóría en leikstjórinn Peter Sellars mun sviðsetja hana. í verkinu segir frá ofsóknum Rómveija á hend- ur kristnum mönnum, aðalsögu- hetjan Theodora er dæmd til að stunda vændi vegna trúar- skoðana sinna en verður ást- fangin af rómverskum her- manni. „Það er ekki vaninn að sviðsetja óratóríur en efni þeirra er yfirleitt afar drama- tískt,“ segir framkvæmdastjóri Glyndebourne-hátíðarinnar, Anthony Whitworth-Jones. KVIKMYNPIR Stjörnubíó MARY REILLY ★ ★ Leikstjóri: Stephen Frears. Handrit: Chri- stopher Hampton eftir sögu Valerie Martin. Aðalhlutverk: Julia Roberts, John Malkovich, Glenn Close og Michael Gamhon. Tri Star. 1996. VALERIE Martin endurskrifaði sögu Robert Louis Stevenson um Jekyll og Hyde út frá sjónarhóli vinnukonu læknisins persónuklofna. Hana kvikmyndaði Stephen Frears undir heitinu Maiy Reilly upp úr kvikmyndahandriti Christopher Hamptons (hinir sömu og gerðu „Dangerous Liaisons“). Varð mynd- in, sem nú er loks komin í Stjörnu- bíó, mikið deiluefni milli leikstjórans og Tri Star kvikmyndaversins og mátti bíða þess að vera frumsýnd í hátt á annað ár. Það boðar yfirleitt ekkert gott og víst er að þótt margt sé vel gert frá hendi félaganna tveggja er myndin gölluð. Hún virk- ar hvorki sem ástarsaga né hroll- vekja þótt vissulega dijúpi af henni dimmur viktoríanskur óhugnaður og illska í bestu köflunum. Helsti veikleikinn við myndgerð- ina snýr að sambandi vinnukonunnar og Jekylls og Hyde. Julia Roberts leikur hana, einstaklega bæld og undirokuð og óviss með sinn tilgerð- arlega írska hreim. í framan er hún sakleysið uppmálað en maður er litlu nær um hvaða tilfinningar hún ber til húsbónda síns eða að hvorum hún dregst, hinum góða og sérlega hlé- dræga Jekyll lækni eða hinum illa og miklu mun myndarlegri Hyde, myrku hlið góðmennisins sem hann kallar fram með einhverri töframixt- úru. Roberts gefur lítið upp um til- finningar sfnar í fremur vanþakklátu hlutverki er lætur hana í raun ekki hafa úr miklu að spila. Maður veit ekki almennilega hvort hún ber ást- arhug til Hyde og hvort hún geri sér grein fyrir að hann er líka Jekyll. Það virðist a.m.k. ekkert koma henni á óvart í lífinu. Á sama hátt er lítil tilraun gerð til að kafa ofan í fyrirætlanir lækn- isins. Hamskiptin eru afgreidd stutt- aralega með gömju lummunni um átök góðs og ills. I hlutverki Jekylls er John Malkovich einatt að koma framundan myrkri og skuggum sem í það minnsta lítillega sinnisveikur vísindamaður en við höfum enga hugmynd um hvað rekur hann til að stunda sínar geðveikislegu rann- sóknir. Hyde er enn meiri ráðgáta. Hann á að vera hið illa holdi klætt og sýnir það með því að myrða mell- ur og þeirra kúnna í nærliggjandi hóruhúsi bara af þvi að þannig á hann að haga sér. Glenn Close er stórkostleg sem frekjuleg og ákveðin mellumamma í litlu en bitastæðu hlutverki. Styrkur myndarinnar liggur fyrst og fremst í úthugsaðri endursköpun Frears á tímabilinu, hinu eilífa myrkri og drunga sem liggur yfir sviðsetningunni allri og einstökum sérlega sláandi og óhugnanlegum atriðum er varða æsku Mary Reilly, dauða móður hennar og lokafund hennar við Hyde. Það eru sýnir sem maður hristir þrátt fyrir allt ekki auðveldlega af sér og eru vottur þess að einhvers staðar leynist góð mynd í þessari sögu. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.