Morgunblaðið - 23.05.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 49
l
I
I
.
I
Matur og matgerð
BRÚNKUR
OG MÚFFUR
*
Eg nefi oft reynt að þýða erlend matar-
heiti, segir Kristín Gestsdóttir, sem kall-
ar brownies brúnkur og muffins múffur
eða múffukökur.
Um þessar mundir er
skemmtilegasti tíminn til fugla-
skoðunar. I byrjun maí fór hópur
fuglaáhugafólks héðan ofan af
Garðaholti niður að Skógtjörn,
sem er vestan á Álftanesi, en um
hana liggja mörk Bessastaða-
hrepps og Garðabæjar. Sjávar-
falla gætir í Skógtjörn því mjótt
sund í sjó fram er við Hliðsnes.
Hópar margæsa voru á Skóg-
tjörninni, en gnægð er þar af
marhálmi sem þær lifa mest á.
Margæsir þessar hafa vetursetu
á Englandi en höfðu komið hér
um mánaðamót maí/apríl og
fljúga í byrjun júní frá Bjargtöng-
um yfir þveran Grænlandsjökul,
en þær verpa á nyrstu eyjum
Kanada og á Norður-Grænlandi.
í byrjun september koma þær
síðan hingað aftur með ungahópa
sína og kveðja okkur í október.
Margæsin er minnst gæsa, 1,5
kg, og er gaman að virða hana
fyrir sér á svonefndum flóðsetr-
um, en svo nefnist stæðið sem
þær sitja uppi á meðan hásjávað
er og þær ná ekki til marhálms-
ins. Það var töluvert fallið að
þegar við vorum þarna, en
sandlóur, lóuþræla og stelka
sáum við en gáfumst upp á því
að bíða eftir rauðbristingnum, en
hann hefur sjálfsagt ennþá verið
á leirunni í Kópavogi, en klukku-
tíma munur er á flóði og fjöru í
Kópavogi og Skógtjörn vegna
þrengslanna í ósnum við Hliðs-
nes. Þegar fallið er að í Kópa-
vogi flýgur rauðbristingurinn yfir
á Alftanesið og hefur þá klukku-
tíma í viðbót til fæðuöflunar, en
fæðan er aðallega skeldýr, mar-
flær og flugur. Rauðbrysting-
urinn vegur 130 grömm þegar
hann kemur hingað frá Bret-
landseyjum. Þær þijár vikur sem
hann staldrar hér við áður en
hann leggur upp í þijúþúsund
kílómetra langflug til varpstöðva
í N-Kanada þarf hann að þyngja
sig upp í rúm 200 grömm, svo
að það verður að
nýta hveija klukku-
stund. Við mennirnir
verðum að gæta
okkur vel á að
menga ekki þessar
matarkistur fugl-
anna. I skóginum á
Garðaholti sáum við
svo þresti og auðnu-
tittlinga en þá hefði
væntanlega til forna
verið hægt að sjá við
Skógtjörnina þegar
hún var skógi girt. I
samkomuhúsinu á
Garðaholti fengum
við okkur molasopa
og hlýddum á fróð-
leik um fugla. Gott hefði verið
að maula brúnkur og múffukökur
með.
Brúnkur
4 egg___________
4 dl sykur
1 tsk. vanilludropar
2 dl brætt smjörlíki
4 dl hveiti
__________3 msk. kakó________
1 tsk. lyftiduft
‘4 tsk. salt
1 dl saxaðar rúsínur
1 dl saxaðar hnetur
1. Bræðið smjörlíkið, kælið örlítið
2. Þeytið egg, sykur og vanillu-
dropa vel saman. Setjið smjörlíkið
út í.
3. Blandið saman hveiti, kakói,
lyftidufti og salti. Setjið saman við
og hrærið saman með sleikju.
4. Saxið rúsínur og hnetur gróft
og setjið saman við.
5. Setjið bökunarpappír á bökun-
arskúffu. Smyijið deiginu jafnt yfir.
6. Hitið bakaraofn í 200°C, blást-
ursofn í 180-190°C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í 12-15 mínútur.
7. Kælið örlítið en skerið þá í fern-
inga 5 x 5 cm með beittum hnífi.
Hunangs
/jógúrtmúffur
______________2 egg______________
__________'h dl flórsykur________
________1 dl þykkt hunang________
___________'ii tsk. kanill_______
'h dl smjör eða smjörlíki
'h dl matarolía
3 dl hveiti
_________1 'h tsk. lyftiduft_____
'h dós jógúrt án bragðefna
18-20 múffuform
1. Þeytið egg, flórsykur og hunang
og kanil vel.
2. Bræðið smjörlíkið eða smjörið,
setjið saman við matarolíuna, hrærið
út í.
3. Setjið hveiti, lyftiduft og jógúrt
út í og hrærið varlega saman.
4. Setjið deigið í 18-20 múffuform.
5. Hitið bakaraofn í 200°C, blást-
ursofn í 180-190°C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í 12-15 mínútur.
BRIDS
Umsj(tn Arnór G.
Ragnarsson
Kjördæmamót
Bridssambandsins
um helgina
Kjördæmamótið fer fram á Selfossi
um næstu helgi. Spilað verður á
Hótel Selfossi og er mótssetningin
kl. 12.45 á laugardag en spila-
mennskan hefst kl. 13. Spilað er í
tveimur deildum, þijár umferðir,
allir við alla.
Mótinu lýkur um kl. 18.15 á
| sunnudag með verðlaunaafhend-
I ingu.
Bridsdeild félags
eldri borgara Kópavogi
Spilaður var Mitchell-tvímenningur
þriðjudaginn 14. maí 1996. 22 pör
mættu, úrslit urðu:
N/S-riðill
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 275
Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 274
ÍSæbjörg Jónasdóttir - Þorsteinn Erlingsson 244
A/V-riðill
( Guðmunda Þorsteinsd. — Björg Pétursdóttir 249
JónAndrésson-ValdimarÞórðarson 246
Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 237
Mitchell-tvímenningur var spilaður
föstudaginn 17. maí 1996. 22 pör
mættu, úrslit urðu:
N/S-riðill
Sæmundur Bjömss. - Böðvar Guðmundss. 247
Þorsteinn Erlingsson - Þorleifur Þórarinsson 247
Helgi Vilhjálmsson - Einar Einarsson 235
J A/V-riðill
; BaldurÁsgeirsson-MagnúsHalldórsson 287
i AlferðKristjánsson-LárusHermannsson 258
* Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 255
Sumarbrids hafið
Sumarbrids 1996 hófst með smelli
mánudaginn 20. maí. .20 pör spiluðu
tölvureiknaðan Mitchell tvímenning
með forgefnum spilum. Meðalskor var
21 og efstu pör voru:
( N/S-riðill
| Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 270
! Hanna Friðriksdóttir—Dúa Ólafsdóttir 244
J Halldór Þorvaldsson — Baldur Bjartmarsson 236
A/V-riðiII
Gunnlaugur Kristjánss. - Baldvin Valdimarss. 263
Guðjón Siguijónsson - Rúnar Einarsson 252
Georg Sverrisson - Bemódus Kristinsson 249
Þriðjudaginn 21. maí mættu 28 pör
og spiluðu aftur tölvureiknaðan Miteh-
ell tvímenning með forgefnum spilum.
Meðalskor var 270 og bestum árangri
á náðu:
N/S-riðill
f Jóhannes Guðmundss.—Aðalbjöm Benediktss. 31D
á HalldórÞorvaldsson-HalldórMárSverrisson 309
Gisli Sigurkarlsson - Halldór Ármannsson 290
Una Árnadóttir - Kristján Jónasson 289
A/V-riðill
Rúnar Einarsson - Ingi Aparsson 351
Guðlaupr Sveinsson - Pétur Sigurðsson 320
Alda Hansen — Sigrún Pétursdóttir 315
Stefán Jóhannsson - Tryggvi Ingason 299
Sigurvegarar hvers kvölds í Sum-
arbrids 1996 spila frítt næsta kvöld
sem þeir mæta. Auk kvöldverðlaun-
anna og bronsstiga verður bryddað
upp á 2 leikjum í sumar. Fyrri leikur-
inn er vikumeistari Sumarbrids 1996.
Bronsstigahæsti spilarinn í hverri viku
hlýtur vegleg verðlaun. Verðlaun fyrir
vikuna er málsverður fyrir 2 á veit-
ingastaðnum Þrír frakkar hjá Úlfari.
Hornafjarðarleikurinn er keppni
sem spilarar geta spilað í allt sumar.
Veitt verða tvenn verðlaun þeim tveim
spilurum sem tekst að skora flest
bronsstig á einhveijum 4 (spila) kvöld-
um í röð í sumar. Þessi leikur er í
sameiginlegt átak Bridsfélags Horna-
fjarðar, Hótel Hafnar og Sumarbrids
1996. Verðlaunin eru þátttökugajld á
Jöklamótið 1996 síðustu helgina í
september, gisting og uppihald á Hót-
el Höfn meðan á mótinu stendur og
flug fram og til baka auk heilræða í
veganesti frá Keppnisstjórum Sum-
arbrids 1996.
Sumarbrids 1996 verður í góðum
gír í allt sumar. Spilað er öll kvöld
nema laugardaga og hefst spila-
mennska stundvíslega kl. 19. Spilaður
verður Mitchell tvímenningur með for-
gefnum spilum nema á sunnudögum
en þá verður spilaður Monrad-Baró-
meter. Keppnisstjórar eru Sveinn R.
Eiríksson og Matthías G. Þorvaldsson.
Spilað er í húsnæði Bridssambandsins
í Þönglabakka 1.
Félagsmálastofnun
Reykj avíkurborgar
Flutningur hverfaskrifstofu
Starfsemi hverfaskrifstofu fjölskyldudeiIdar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar
fyrir Austurbæ, Árbæ og Grafarvog verður flutt frá Síðumúla 39, fimmtudaginn 23.
maí nk. og verður af því tilefni lokað þann dag.
Hverfaskrifstofan verður opnuð föstudaginn 24. maí að Suðurlandsbraut 32, 2. hæð.
Nýtt símanúmer er 588 3040. Bréfsími er 588 3041.
Geymið auglýsinguna.
JHb
tilboð 23.5.-31.5. McKjúklinga tilboð 23.5.-31.5. McKjúklinga tilboð
.kUnfturj
\/2 «4
u
2 skannn^ús 2 storar Go^
50PjÍUv
Veiýule^ er \,úspatat.ýis6;aaðe\sto