Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundaröð borgarmnar með foreldrum og starfsmönnum skóla Oánægja með hug- mynd um tilfærslu bekkja milli hverfa FORELDRAR bama í Hvassaleitisskóla mótmæltu því harðlega sl. þriðju- dag, á hugarflugsfundi með Skólamálaráði og öðrum starfsmönnum borgarínnar, að nemendur elstu bekkja skólans yrðu færðir yfir í Réttar- holtsskóla, eins og ein af hugmyndum vinnuhóps arkitekta á vegum Skólamálaráðs um „rýmisáætlun grunnskóla" hljóðar. Töldu þeir og aðrir mjög óheppilegt að flytja þannig heilu árgangana á milli skóla- hverfa. „Þetta er ekki lausn sem við munum sætta okkur við,“ sagði talsmaður þeirra. Fundurinn var haldinn með for- eldrafélögum, foreldraráðum, kenn- araráðum og skólastjórum Breiða- gerðisskóla, Fossvogsskóla, Hlíða- skóla, Hvassaleitisskóla og Réttar- holtsskóla. Var hann sá fímmti í fundaröð borgarinnar með öllum skólum borgarinnar. Sjötti og síð- asti fundurinn fer fram í kvöld. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Skólamálaráðs, sagði frá tilurð skýrslunnar og lagði áherslu á að hér væri um áfangaskýrslu að ræða. í haust yrði síðan væntanlega gefin út fimm ára áætlun um uppbygg- ingu skóla og leikskóla í borginni. Tilgangurinn með fundunum væri að kynna drög að hugmyndum sem fram hafa komið í skýrslunni og skýra út frá hvaða forsendum þær hafa verið unnar. „Við erum hér til að hlusta á tillögur og taka tillit til þeirra. Ef foreldrar rísa alfarið gegn sameiningu skóla verður það ekki gert,“ sagði hún. Stofur vantar mjög víða Áfangaskýrslan var kynnt af arkitektunum Rúnari Gunnarssyni, Agli Guðmundssyni og Olafi Hall- dórssyni og kom meðal annars fram í máli þeirra, að skólastofur vantar nánast við hvern einasta skóla í borginni. Á þetta jafnt við um skóla sem þegar eru orðnir einsetnir og hina sem eru tvísetnir. Þeir bentu einnig á að víða í skólum mætti samnýta rými eins og til dæmis hátíðasali og matsal og víða þyrfti að endurskipuleggja starfsemina til að nýta rými betur. Bætti Sigrún Magnúsdóttir við að um væri að ræða betri nýtingu á húsnæði, til dæmis eins og að flytja sérgreinar í lausar stofur eða viðbyggingar. Eftir að áfangaskýrslan var kynnt var reiknaður rúmur klukkutími til fyrirspuma, sem var vel nýttur. Fundarmenn lýstu almennt yfír mik- illi ánægju með það framtak borgar- innar að kalla saman fund og út- skýra málin. Bent var á að sams konar fundur væri einnig æskilegur til að ræða um innra starf skólans. Gegnumsneitt kom fram almenn óánægja með húsnæði heilsdags- skóla en Sigrún Magnúsdóttir benti á að það framtak borgarinnar hefði verið rétt skref, þó svo að húsnæði mætti vera betra, því umræðan um „lyklabörn" hefði horfið með tilkomu heilsdagsskólans. Meðal spurninga frá foreldrum var hvort gert væri ráð fyrir sér- stakri vinnuaðstöðu fyrir kennara í rýmisáætlun. Var svarið að gert væri ráð fyrir einhverri sameigin- legri aðstöðu en með einsetningu gæti vinnuaðstaða kennara jafnvel færst út í skólastofumar. Sérstakur maður sinni foreldrastarfi Gerður G. Óskarsdóttir, nýráðinn forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar, sem tekur til starfa 1. ágúst nk., tók til máls og lýsti ánægju sinni með skýrsluna og til hversu margra þátta hún tæki. Hún benti á að innan Fræðslumiðstöðvar yrðu þrjú svið, m.a. þróunarsvið. Á verksviði þess yrði einmitt áframhaldandi þróun á því verki sem hér væri hafið. Hún tók fram að sér hefði verið mikils virði að heyra álit for- eldra á þessum fundum. „Mér finnst samstarf við foreldra mjög mikil- vægt og hef lagt til að við höfum sérstakan starfsmann í Fræðslum- iðstöð sem sinni málefnum foreldra og hjálpi þeim t.d. að vinna sem markvissast í foreldraráðum." LYNGVIK FASTEIGNASALA - SIÐUMÚLA 33 - SÍMI: 588 9490X Ármann H. Benedíktsson lögg. fasteignasali - Geir Sigurösson lögg. fasteignasalí II Þingás - raðh. Faiiegt 155 fm endaraðh. á einni hæð. Mjög skemmtil. staðsett hús við opið svæði. Áhv. 5 millj. byggsj. Verð 12,5 millj. (8521). Foldasmári - Kóp. - raðh. Nýtt og nánast fullb. 192 fm endaraðh. á tveimur hæðum. 5 svefnherb. Innb. bílsk. Áhv. ca 7,8 millj. húsbr. Verð 12,5 millj. (8329). Hrefnugata - -hæð. Mjög falleg 96 fm íbhæð á 1. hæð í þrí- býli. Ljóst parket. Áhv. ca 5 millj. byggsj. og húsbr. Verð 8,4 millj. (7470). Dalsel - 4ra + bílskýli. Mjög góð 98 fm endaíb. á 2. hæð ásamt 35 fm stæði í bílhúsi. Sér- þvottaherb. innaf eldh. Mjög þokkaleg eign sem er’laus strax. Áhv. 4 míllj. Verð 7,7 millj. (4517). Hlíðarhjalli - 4ra-5 herb. + bflsk. stðrgiæsii. 117 fm íb. á 2. hæð ásamt innb. 25 fm bílsk. Mikið útsýni og hreint fráb. skipul. þar sem svefnherb. og bað eru á sérgangi. Sérþvotta- herb. í íb. Hús nýmálað að utan. Áhv. ca 5,1 millj. byggsj. Verð 11,2 millj. (4527). Melabraut - Seltj.- 3ja-4ra. Falleg 88 fm íbhæð ásamt hluta í risi. Nýtt parket. 3 svefnherb. og stofa. Áhv. byggsj. 3,6 mlllj. Verð 6,9 mlllj. (3531). Hlíðarhjalli - 3ja + bflsk. Sérl. falleg 93 fm íb. á 3. hæð ásamt 25 fm bílsk. Sérþvotta- herb. Sjónvarpshol. Mikið útsýni. Hús nýmálað. Áhv. 5,1 millj. byggsj. Verð 8,9 millj. (3343). Kambsvegur - 2ja. Mjög góð 61 fm íb. á efri hæð í fjórb. Afh. fljótl. Verð 5,4 millj. (2509). Hvítasunnumenn kaupa Tívolíhúsið Hveragerði. Morgunblaðið. ÞEIR sem leið eiga fram hjá Hveragerði þessa dagana, komast ekki hjá því að taka eftir því að verið er að rífa allt syðra hús Tí- volísins sem í nokkur ár hefur sett mikinn svip á bæinn. Það er Hvítasunnusöfnuðurinn á Islandi sem hefur fest kaup á syðri hluta hússins. Tívolíhúsið, sem er í eigu Hveragerðisbæjar, er 6.000 fm að flatarmáli en syðri hluti þess er um 3.000 fm. Turn, sem er á þeim hluta hússins, hefur verið mjög áberandi og mörgum þyrnir í augum. Stór hópur fólks frá Hvíta- sunnusöfnuðinum er staddur í Hveragerði og vinnur við niður- rif Tívolihússins. Hvítasunnu- menn munu nota limstrébita hússins og annað burðarvirki þess í samkomuhús er reisa á í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Húsið reist í Fljótshlíð Ásmundur Kristjánsson sér um niðurrif hússins og uppsetn- ingu í Kirkjulækjarkoti. Að- spurður sagði hann að tæplega 40 manns ynnu við niðurrifið í sjálfboðavinnu og miðaði verk- inu mjög vel. í kaupsamningn- um var skilyrði þess efnis að kaupandi gengi frá suðurhlið þess hlutar sem eftir stendur og er það verk langt komið. „Við ætlum okkur að ljúka þessu í vikulokin og síðan verð- ur hafist handa við byggingu samkomuhússins í júní eða júlí. Hvítasunnusöfnuðurinn hefur í nokkur ár staðið fyrir mikilli samkomu um verslunarmanna- helgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og aðsóknin hefur verið slík að við teljum að hús af þessari stærðargráðu muni nýtast okkur mjög vel. Turninn munum við ekki nýta og styttist húsið sem honum nemur en þeir 2.600 fm sem eftir standa munu gjörbreyta allri aðstöðu í Kirkjulækjarkoti." Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir TÆPLEGA fjörtíu manns úr Hvítasunnusöfnuðinum vinnur við niðurrif Tívolíhússins í sjálfboða- vinnu og miðar verkinu vel. Frumvarp um opinbera starfsmenn afgreitt úr nefnd í dag Talsverðar breyt- ingar eru boðaðar Frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er nú til með- ferðar hjá efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis og verður væntanlega afgreitt þaðan út í dag. Það tók tók miklum breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu og nú liggur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd breyt- ingartillaga frá fjármálaráðuneytinu um að fækkað verði í þeim hópi, sem átti að fá stöðu embættismanna sam- kvæmt frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu verða m.a. allir starfsmenn Alþingis og stofnana þess, allir starfsmenn skrif- stofu forseta íslands og allir starfs- menn stjómarráðs, embættismenn sem ekki hafa verkfalls- og samn- ingsrétt. Breytingartillaga fjármála- ráðuneytisins gerir ráð fyrir að að- eins æðstu yflrmenn hins opinbera verði embættismenn auk lögreglu- manna, tollvarða og fangavarða. Þá liggur einnig fyrir breytingar- tillaga um að fella brott ákvæði um að starfsmenn, sem kjósa að standa utan stéttarfélaga, hljóti sömu launa- kjör og kjarasamningar segja til um sambærileg störf. Þetta ákvæði gagnrýndu þingmenn stjómarand- stöðunnar mjög og sögðu það hvetja til þess að ríkisstarfsmenn yrðu utan stéttarfélaga. Gegn stjórnarskrá Þá var í gær talið líklegt að frek- ari breytingar yrðu gerðar á frum- varpinu í samræmi við þrjú lögfræði- álit sem lögð voru fyrir nefndina á þriðjudagskvöld, en þau gefa til kynna að einstök ákvæði frumvarps- ins geti brotið í bága við stjórnarskrá. Nefndin óskaði eftir því að lög- mennirnir Andri Árnason, Lára V. Júlíusdóttir og Tryggvi Gunnarsson fjölluðu um einstakar frumvarps- greinar sem hafa verið gagnrýndar mjög, þar á meðal ákvæði um að Talsverðar breytingar verða að öllum líkindum gerðar á frumvarpi um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins við þriðju og síðustu um- ræðu um frumvarpið. embættismönnum sé óheimilt að efna til, stuðla að eða taka'þátt í verk- falli eða öðrum sambærilegum að- gerðum. í greinargerð með frumvarpinu segir að þetta sé í samræmi við lög frá 1915. En Tryggvi bendir m.a. á að í þeim lögum sé ekki notað hug- takið „stuðla að“ og því sé frumvarp- ið víðtækara. Tryggvi segir í áliti sínu að lög- gjafanum sé heimilt að kveða á um þagnarskyldu og trúnað embættis- manna en þær takmarkanir megi ekki ganga lengra en þörf krefji. Og orðalagið, „að stuðla að“ verkfalli geti falið í sér að hvetja til þess með blaðaskrifum og að taka þátt í um- ræðum innan stéttarfélags um kjara- mál og aðgerðir af því tilefni. Tryggvi bendir á að prestar séu í hópi embættismanna og ákvæðið geti því takmarkað möguleika þeirra til að setja fram eigin sjónarmið í stólræðum. Hann kemst síðan að þeirri niðurstöðu að frumvarps- ákvæðið feli í sér takmörkun á tján- ingarfrelsi embættismanna, sem gangi of langt. Lára kemst að sömu niðurstöðu og segir ákvæðið kunna að ganga á svig við stjórnarskrá, og algert bann þessara hópa við verkföllum ætti að vera fyllilega nægjanlegt. Andri telur hins vegar ekki að frumvarpsákvæð- ið gangi gegn stjórnarskránni þar sem álykta megi að ákvæðið taki eingöngu til verkfalla embættis- manna eða þeirra sem óheimilt-sé að gera verkföll samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Þá telja lögmennirnir að sam- kvæmt frumvarpinu sé málsskots- réttur opinberra starfsmanna þrengri en meginregla í íslenskum rétti segi til um, en benda á að Alþingi geti tekið slika ákvörðun og tryggja þurfí andmæla rétt ríkisstarfsmanna bet- ur. Eignarréttur á biðlaunum? Lögmennirnir fjalia um ákvæði frumvarpsins um biðlaunarétt og tel- ur Andri að það standist stjórnárskrá að skerða áunnin biðlaunaréttindi þar sem um almenna takmörkun sé að ræða sem komi jafnt niður á öllum sem fyrir henni verða. Lára telur hins vegar að margt bendi til að bið- launaréttur njóti verndar eignarrétt- arákvæðis stjórnarskrárinnar og sé sá réttur skertur hafi viðkomandi skaðabótarétt. Lögmönnunum ber saman um að ekki sé verið að brjóta stjórnarskrár- bundin réttindi á þeim sem verða embættismenn, samkvæmt breyting- artillögu fjármálaráðuneytisins og breytingartillagan standist einnig alþjóðlega sáttmála. Óbreytt væri frumvarpið hins veg- ar andstætt meginreglum vinnu- markaðsréttar um samningsfrelsi, verkfallsrétt og rétt til þátttöku í vinnumarkaðsfélögum. Störf allra þeirra hópa, sem þar eru taldir til embættismanna, teljist tæplega til þeirra öryggisstarfa sem félagsmála- sáttmáli Evrópu gefur undanþágu frá þessum réttinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.