Morgunblaðið - 23.05.1996, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ
4 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996
FRETTIR
Þrjár íkveikjur í
fyrrinótt
Manni
sleppt eftir
yfirheyrslu
KVEIKT var í á þremur stöð-
um í miðbæ Reykjavíkur með
nokkurra mínútna millibili í
fyrrinótt. Lögreglan veitti
manni eftirför sem sást til í
miðbænum um svipað leyti og
var hann færður til yfir-
heyrslu. Manninum var síðan
sleppt seinni partinn í gær.
Tilkynnt var um eld í rusla-
tunnu við hús Alþingis, Vonar-
stræti 8, tíu mínútur yfir eitt,
í porti við bandaríska sendiráð-
ið, Laufásvegi 19, sjö mínútum
síðar, og loks í tunnu við
Tjamargötu 4, húsnæði Happ-
drættis háskólans, þegar
klukkan var 23 mínútur yfir
eitt.
Að sögn slökkviliðs myndast
jafnan mikill hiti þegar plast-
tunnur brenna og náði eldur-
inn að brenna plast fyrir
glugga í húsi Alþingis, með
þeim afleiðingum að reykur
komst inn í kjallara, þar sem
meðal annars eru geymd skjöl.
Munaði ekki miklu að verr
færi, að sögn. Ekki er getið
um skemmdir annars staðar.
Morgunblaðið/Hallgrímur
Valt með
vikurfarm
FLUTNINGABÍLL með vikur-
hlass valt í Þorlákshöfn í gær-
morgun og skemmdist talsvert
að sögn lögreglu.
Verið var að sturta vikurfarmi
af bílnum við húsnæði Jarðefna-
iðnaðar hf. á Nesbraut þegar
hann valt. Bíllinn skemmdist þó-
nokkuð en engin slys urðu á fólki.
Segir lögreglan að um mannleg
mistök hafí verið að ræða.
Ari Trausti Guðmundsson við rætur Sisha Pangma
Veður hefur
tafið uppgöngu
„ÉG HORFI á Sisha Pangma út um tjaldið," sagði
Ari Trausi Guðmundsson, þar sem hann var staddur
í grunnbúðunum í 5.700 metra hæð við rætur fjalls-
ins. Ari er í hópi 14 fjallgöngumanna og þriggja
annarra hópa fjallgöngumanna, sem ætla á næstu
þremur vikum að freista þess að komast á hæsta
tind Sisha Pangma í Tíbet en hann er í 8.036 metra
hæð. Mikill vindur og kuldi hefur verið á fjallinu
síðustu vikur og hafði enginn komist á tindinn frá
4. maí þar til síðastliðinn þriðjudag 21. maí að tveir
Svisslendingar náðu að komast upp.
„Við höfum þrjár næstu vikur ti! að slást við að
koma upp þremur búðum í fjallinu. Þeim fyrstu í
6.300 metra hæð, næstu í 6.900 metrum og þriðju í
7.400 metrum. Þá eru 700 metra eftir á tindinn,"
sagði hann. Grunnbúðirnar við fjallsræturnar eru
milli tveggja jökulruðninga. Þar er skjól fyrir vindi
og gott veður, en mjög hvasst og kalt er á fjallinu
og frost um 30-40 stig og hefur kuldinn tafið fyrir
leiðangursmönnum. I grunnbúðunum fer frost í um
15 gráður að nóttu en er vel yfir frostmarki yfir
daginn þegar sólin skín.
Biðu í tvo daga
Sagði Ari að tveir Svisslendingar hefðu loksins
komist á toppinn á þriðjudag eftir að hafa beðið í
tvo daga eftir að lygndi. Loks fengu þeir lygnan dag
og komust upp. „Við vorum einmitt að fagna þeim
núna rétt áðan þegar þeir komu til búðanna," sagði
Ari. „Þeir höfðu viðdvöl í eina nótt í búðum á fjall-
inu á niðurleið. Þeir eru
nýkomnir af öðru fjalli og
höfðu aðlagast vel hæðar-
muninum. Það er ekki því
að heilsa með okkur. Við
erum rétt að byrja að taka
þetta út. Eins og þú heyrir
er ég lafmóður eftir að
hafa hlaupið um 100 metra
í símann en þetta gengur
þó ágætlega.“
Ari sagði að þýskur vinur
hans og félagi sem hann
hafði ætlað að ganga með
hafi þurft að hætta við ferð-
ina eftir að hann fékk
lungnabjúg. „Ég finn mér
annan úr hópnum. Það er
þannig sem þetta gengur
fyrir sig. Við erum 14 fjall-
göngumenn auk leiðangursstjóra og smærri hópa
sem eru tengdir okkur,“ sagði hann. „Tveir Spánveij-
ar, tveir Svisslendingar og fjórir Austurríkismenn,
þannig að þetta er óvenju stór hópur.“
„Við erum hálfgert að hangsa hér í búðunum til
þess að aðlagast betur hæðarmuninum," sagði Ari.
„En á morgun ætlum við að byija á að ferja fyrstu
farmana upp að búðum eitt, sem verða í 6.300 metr-
um en farið verður til baka samdægurs. Daginn eft-
ir verður farin önnur ferð í búðirnar og sofið í þeirri
hæð og síðan haldið áfram og reynt að setja upp
búðir tvö. Við erum eins og jójó, reynum að komast
hærra en förum svo aftur niður til að sofa. Við erum
í raun búnir að fara nokkrar ferðir þegar upp er
staðið. Svo þurfum við nokkra góða logndaga til að
komast á toppinn að ég tali nú ekki um ef allur
þessi stóri hópur á að komast upp.“
Ari Trausti
Guðmundsson
Sjómannasambandið gagnrýnir frumvarp til laga um fiskveiðar utan lögsögunnar
Kvótar séu ófrarnseljanlegir
SJÓMANNASAMBAND íslands gagnrýnir harð-
lega að gert er ráð fyrir framseljanlegum kvótum
í frumvarpi til laga um fiskveiðar utan efnahags-
lögsögunnar sem nú er fyrir sjávarútvegsnetnd
Alþingis.
Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó-
mannasambandsins, segir að sjómenn hafí fengið
sig fullsadda af framsali á kvóta innan lögsögunn-
ar.
„Okkur finnst að þarna ætti að stíga fyrsta
skrefið og síðan í framhaldinu aðafnema framsal-
ið innan lögsögunnar einnig. Útgerðir eiga að
skila aftur þeim kvóta telji þær sig ekki geta
nýtt hann. Það er engin ástæða til þess að einstak-
ir útgerðarmenn séu að gera sér fé úr sameign
þjóðarinnar með þessum hætti, hvort sem við
erum að tala um íslandsmið eða rétt sem við eig-
um á fjarlægum miðum,“ segir Hólmgeir.
Hann segir að öðru leyti sé margt gott um
frumvarpið að segja og allir séu sammála um
nauðsyn þess að setja reglur um úthafsveiðarnar.
Eftirlitsgjald
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir
að helstu nýmælin i frumvarpi til laga um fisk-
veiðar utan efnahagslögsögunnar séu þau að með
þeim sé verið að koma í veg fyrir að útlendingar
geti skráð skip sín hér á landi og veitt úr íslensk-
um kvótum eins og á Reykjaneshryggnum. Mjög
brýnt sé að gripið sé til ráðstafana strax vegna
þessa. í annan stað sé verið að setja reglur um
það hvernig eigi að standa að úthlutun veiðiheim-
ilda úr úthafsstofnum og deilistofnum. í þriðja
lagi sé í frumvarpinu að fínna ákvæði um það
hvernig eigi að fara með eftirlitskostnað til sam-
ræmingar við þá meginstefnu sem gildi innan
landhelginnar að útgerðirnar standi undir opin-
beru eftirliti með veiðum. Loks sé þar að finna
almennar eftirlitsheimildir í samræmi við úthafs-
veiðisáttmálann.
Guðmundur Viborg, framkvæmdastjóri hjá
Sjólastöðinni, segir að í frumvarpinu endurspegl-
ist skilningsleysi stjómvalda á eðli úthafsveiða.
„Aðalhugsunin í frumvarpinu er að skattleggja
veiðamar.
Gert er ráð fyrir eftirlitsgjaldi sem er 3% af
áætluðu aflaverðmæti. Menn þurfa að kaupa leyfi
til úthafsveiða með því að afsala sér aflaheimild-
um innan lögsögunnar. Þetta dregur mjög úr
mönnum að fara út í tilraunastarfsemi," segir
Guðmundur.
Mikiðljón
Vestmannaeyjuni. Morgunblaðið.
ELDUR kom upp í fbúð á neðri hæð
hússins við Túngötu 18 í Eyjum í
gærmorgun. Slökkviliðið var kallað
út laust eftir klukkan níu en þá hafði
vegfarandi, sem ieið átti um götuna,
orðið var við reyk frá húsinu.
Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið að
mikill reykur og hiti hefðu verið í
íbúðinni þegar slökkviliðið kom á
í eldsvoða
staðinn en vel hafi gengið að ráða
niðurlögum eldsins og hafí slökkvi-
starfi verið lokið á um klukkustund.
Hann sagði að trúlega hefði kviknað
í út frá sjónvarpi en ekki væri þó
búið að rannsaka eldsupptökin. Hann
sagði að íbúðin væri mikið skemmd
af hita og sóti og trúlega væri allt
innbú gjörónýtt og því skipti tjónið
eflaust einhveijum milljónum.
Kosninfzuskrifstiifan i
Borgartúni 20 ei opin
10:00-22:00 alla daga.
Sími: 5HH 66HH
Mynilsetulir: 553 3208
Alkvwt'iugrciðsln itiati
kjörfutular fer fratn hjti
sysltntwnnuutn attt
luttli alll “ skrifsltifu
títna kl. 9:3<>-12:00 oy
13:00 15:30.
llaftÖ satnbaml < j /tiA
vcrtfíi) at) lieímaii a
kiiiriluy.
Allnr niínari tiyplysiny
-a/ titn fórsrtakusnittg-
artiar cru gcf ntir á
skrifsttifu sluibiings-
tiiiinnti l'elurs Hafsiein
i síttiii 553 3209
Sui0niii|',\im'»n
Stuðningsmenn
Péturs Hafstein
Heimili fjölfatlaðra bama við Árland
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
UNNIÐ að slökkvistarfí í Túngötu 18 í Eyjum í gær.
Akvörðun endurskoðuð
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur að höfðu samráði við Svæðisskrif-
stofu um málefni fatlaðra í Reykja-
vík, ákveðið að endurskoða fyrri
ákvörðun um að loka í tvær vikur í
júlí heimili fyrir fjölfötluð börn við
Árland. Svæðisskrifstofan hefur fyr-
ir nokkru ákveðið að vinna úttekt á
þjónustuþörf bamanna og rekstrar-
stöðu heimilisins. Jafnframt mun
skrifstofan veita frekari stuðning á
heimilinu á næstu mánuðum.
í frétt frá ráðuneytinu segir að, á
fjárlögum ársins séu tæpar 20 millj-
ónir, sem ætlaðar em til reksturs
heimilisins, en þar dvelja að jafnaði
fímm böm sem njóta fullrar dagvist-
ar í Lyngási og skólagöngu þar. Þrír
starfsmenn eru á vakt á heimilinu
hveiju sinni en tveir á næturvakt og
verður því ekki breytt. Er því vísað
á bug að neyðarástand ríki á heimil-
inu.
Þröng fjárhagsstaða
Fram kemur að haldnir hafa ver-
ið fundir með starfsmönnum og að-
standendum barnanna og leitað
leiða vegna þröngrar fjárhagsstöðu
heimilisins. í framhaldi voru í byrjun
árs valdar tvær leiðir til að freista
þess að draga úr rekstrarkostnaði.
Ákváðu foreldrar að taka börnin
heim til sín einn eftirmiðdag í viku
eða dvelja sjálfir á staðnum. Hin
leiðin er að loka heimilinu í tvær
vikur í júlí til að spara launagjöld
vegna sumarafleysinga. Var sú leið
valin í samráði við foreldra, þar sem
þeir voru sammála um að ekki væri
hægt að draga meira úr daglegri
þjónustu.
Þá segir að ráðurneytið hafi, að
höfðu samráði við svæðisskrifstofu,
ákveðið að endurskoða fyrri ákvörð-
un um lokun heimilisins. Leitast verði
við að fínna aðrar leiðir til að takast
á við rekstrarvanda heimilisins.