Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðræður hafnar um sameiningu Ishúsfélags Isfirðinga hf. og Frosta hf. í Súðavík Bjartsýnir á g’óðan árangur Stjómarformenn íshúsfélags ísfirðinga og Frosta eru bjartsýnir á að saman gangí með eigendum félaganna og þau verði sameinuð í sumar. Helgi Bjamason segir frá hugmyndunum að baki þess- ari sameiningartilraun og hvemig fyrirtæki gæti orðið til. Víðræður um sameiningu Frosta hf. og Ishúsfélags Isfirðinga hf. STJÓRNIR tveggja stórra sjávarút- yegsfyrirtækja við Ísaíjarðardjúp, íshúsfélags Isfirðinga hf. á ísafirði og Frosta hf. í Súðavík, ákváðu í gær að láta kanna hagkvæmni þess að sameina fyrirtækin. Fólu þær framkvæmdastjórum félaganna að skila drögum að samrunaáætlun innan sex vikna. Árangurslitlar þreifingar Síðustu tvö árin hafa komið upp margar hugmyndir um víðtæka sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja við ísafjarðardjúp og ýmsir mögu- leikar verið ræddir, en með litlum árangri til þessa. íshúsfélagið og Frosti tóku bæði þátt í ýmsum þreif- ingum á árinu 1994, meðal annars hafnaði Frosti tilboði íshúsfélagsins um nána samvinnu við hráefnisöfl- un. Rækjuverksmiðjan Bakki hf. í Hnífsdal keypti meirihluta hlutafjár í Ósvör hf. og Þuríði hf. í Bolungar- vík, en fyrirtækin hafa ekki verið sameinuð. Áður keyptu Frosti hf. og Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. meirihlutann í Fiskiðjunni Freyju hf. á Suðureyri og í vetur keyptu Norðurtanginn og Ishúsfélag ísfirð- inga saman meirihluta hlutafjár í rækjuverksmiðjunni Rit hf. Um tíma í vetur voru viðræður um sameiningu stóru frystihúsanna á ísafirði, íshúsfélagsins og Norð- urtangans, rækjuverksmiðjanna Rits og Básafells, Togaraútgerðar ísafjarðar og Kambs hf. á Flateyri. Það fyrirtæki hefði orðið fjórða kvótahæsta fyrirtæki landsins með yfír 10 þúsund tonna kvóta. Við- ræðumar fóru fram að frumkvæði Olíufélagsins hf. en ekki náðust samningar um sameiningu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins strandaði meðal annars á mati á aflaheimildum. Stuttur aðdragandi Eftir að upp úr slitnaði með stóru sameininguna leituðu viðræður um sameiningu í þrengri farvegi og hafa komið upp ýmsar hugmyndir um sameiningu tveggja til þriggja fyrirtækja. Aðdragandi þeirrar viljayfirlýsingar _ um sameiningu sem stjórnir Ishúsfélagsins og Frosta undirrituðu í gær er hins vegar tiltölulega stuttur. Hófst hann með óformlegum samtölum stjórnenda fyrirtækjanna og síðan lét stjórn íshúsfélagsins reyna á það með formlegum hætti hvort áhug- inn væri raunverulegur. Leiddi það til þeirrar nið- urstöðu sem nú er fengin. Stjórnarformenn fé- laganna leggja áherslu á að sameining sé ekki orð- in að veruleika en báðir segjast telja meiri líkur e_n minni á því að af henni verði. „Ég tel betri líkur á árangri í þessum viðræðum en öðrum sem við höfum tekið þátt í að undanförnu,“ segir Magnús Reynir Guðmundsson, stjórnarfor- maður íshúsfélags Isfirðinga. Bendir hann á að það sé viðráðan- legra að hér eru einungis tveir aðil- ar að ræða saman, fyrirtæki sem hann telur að standi nokkuð jafnt að vígi. „Ég tel miklar líkur á að af þessu geti orðið,“ segir Auðunn Karlsson, stjórnarformaður Frosta hf., „ég sé ekki neinar óyfirstígan- legar hindranir í veginum.“ Ný rækjuvinnsla og stórt frystihús Fyrirtækin tvö eru nokkuð ólík. Frosti hf. (og dótturfélag þess Álft- firðingur hf.) hefur sér- hæft sig í rækjuveiðum og vinnslu síðustu árin og hætt bolfiskvinnslu. Hefur fyrirtækið byggt upp nýtískulega rækju- vinnslu í húsakynnum sínum í Súða- vík. Þá hefur fyrirtækið verið að fjárfesta í skipum. Það keypti frys- tiskipið Andey í stað Kofra sem það seldi til Rifs en Kofri brann í vetur sem kunnugt er. Nú er verið að breyta togaranum Bessa í frystiskip og hefur verið ætlunin að senda skipið á Flæmska hattinn. Auk þessa á Frosti rækjuskipið Haffara og hlut í minni rækjubát. Loks má geta þess að Frosti keypti Ragnaborg hf. á Fáskrúðs- firði en það fyrirtæki á frystihús sem Goðaborg rak áður. Með þessu vildi Frosti eiga möguleika á loðnu- frystingu en félagið hefur engan rekstur hafið eystra. Helstu stjórn- endur Frosta á sjó og landi eiga meirihlutann í fyrirtækinu í nafni Togs hf. en Súðavíkurhreppur á einnig stóran hluta í félaginu. íshúsfélag ísfirðinga er gamal- gróðið sjávarútvegsfyrirtæki á Isafirði, rekur stórt og afkastamikið frystihús, sem ekki hefur verið full- nýtt vegna hráefnisskorts, og gerir auk þess út tvo togara. Það á hluti í ýmsum sjávarútvegs- og þjónustu- fyrirtækjum á ísafirði. íshúsfélagið er hluti af stærstu sjávarútvegs- samsteypu Vestfjarða. 99% eigandi þess er útgerðarfélagið Gunnvör hf. sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson og á auk þess eignar- hluti í ýmsum félögum á svæðinu. Ekki eru uppi hugmyndir um að Gunnvör komi inn í þessa samein- ingu, eigendur félagsins vilja halda Júlíusi sér. Saman eiga íshúsfélagið og Frosti tæplega 10% í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Hagræðing í útgerð Augljóst er að þó af sameiningu yrði myndi rækjuvinnslan áfram verða rekin í húsakynnum nýja fyr- irtækisins í Súðavík og bolfísk- vinnsla í húsi íshúsfélagsins á ísafirði. Hins vegar yrði sameinað fyrirtæki betur í stakk búið til að lifa af óhjá- kvæmilegar sveiflur í ein- stökum greinum sjávarút- vegsins, „dempararnir“ myndu styrkjast, eins og Auðunn orðar það. Stjórnendur félaganna tala eink- um um hagræðingu í veiðum, þegar þeir eru spurðir hvaða möguleika sameiningin gefi þeim. Saman eiga félögin um 8.700 tonna kvóta, þar af á Frosti um 5.00.0 tonn. íshúsfé- lagið á rækjukvóta og gerir Fram- nesið út á rækjuveiðar þó það sé ekki sjálft með rækjuvinnslu. Sá afli gæti farið til vinnslu í Súðavík. Frosti á aftur á móti töluverðan bolfiskkvóta, en íshúsfélagið þarf einmitt að fá meiri afla til að vinna í frystihúsi sínu. Gætu hagsmunir félaganna fallið vel saman að þessu leyti auk þess sem kvótann mætti vafalaust sækja með færri skipum. Skuldir á þriðja milljarð Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjárhagslegan styrkleika fyrirtækj- anna tveggja eða hvernig eignar- hlutföll yrðu í nýju fyrirtæki. Bæði félögin eru nokkuð skuldsett. Frosti hf. hefur staðið í miklum fjárfest- ingum síðustu árin og tapaði miklum peningum þegar rækjuverð var lágt fyrir 2-3 árum. Síðasta ár hefur hins vegar verið félaginu gott, ef að líkum lætur, vegna góðrar afkomu í rækju- vinnslu. Ishúsfélagið hefur þurft að fjárfesta í skipum og kvóta eftir að það missti tvö af mestu aflaskipum íandsins úr viðskiptum, þ.e. Guð- björgu og Júlíus Geirmundsson, en skipin hófu frystingu um borð. Reksturinn hefur þó verið í nokkru jafnvægi, þar til á síðasta ári að botninn datt úr bolfiskvinnslunni. Gera má ráð fyrir því að samanlagð- ar skuldir fyrirtækjanna tveggja séu á bilinu 2 til 2,'h milljarður kr. og eru skuldir Frosta væntanlega held- ur meiri en íshúsfélagsins. Form hins nýja félags hefur ekki verið ákveðið. í fréttatilkynningu félaganna í gær segir að könnun fyrirtækjanna beinist að hagkvæmni þess að þau renni saman í eitt fé- lag, hvort heldur með því að annað félagið sameinist hinu eða að félögin renni saman í nýtt hlutafélag ein og sér eða með þátttöku fleiri félaga og/eða einstaklinga. í þessu sam- bandi má geta þess að Ishúsfélagið er að forminu tií almenningshlutafé- lag en Frosti ekki þó eignaraðild sé dreifðari í síðarnefnda félaginu. Hvorugt félagið uppfyllir skilyrði sem lífeyrissjóðir setja fyrir hlutaf- járkaupum. Fjárfestar sýna áhuga Erfitt er að spá í styrkleikahlut- föllin, enda er öll vinna við útreikn- inga eftir. Magnús telur að fyrirtæk- in standi tiltölulega jafnt að vígi og hægt yrði að jafna hugsanlegan mun. Telur hann að hvorugur aðilinn vilji að hinn ráði nýja félaginu með meirihlutaeign. Líklegt er að hvor- ugur hluthafahópurinn muni verða í meirihluta enda reiknað með þvi að nýir íjárfestar bætist í hópinn. Fram kemur hjá báðum stjórnar- formönnunum að áhugi er á því að styrkja félag- ið með auknu hlutafé, hvort heldur er með sölu til fjárfesta eða þátttöku annarra sjávarútvegsfyr- irtækja. Auðunn segir að þetta sé nauðsynlegt til þess að bæta rekst- urinn og auka. Magnús Reynir seg- ir að skilaboð hafi borist frá fjár- festum um að þeir væru tilbúnir til að skoða þátttöku í nýja félaginu. Hann segir þó of snemmt að greina frá því hvetjir þar séu á ferðinni. „Við höfum ákveðið að einbeita okkur að samningum þessarra tveggja fyrirtækja í upphafi, áður en við leitum annað. Sjá möguleika á hagræðingu í veiðum Fjárfestar sýna nýju fé- lagi áhuga Flugtak með yngstu flugvélina FYRIR skömmu tók Flugskólinn Flugtak í notkun nýja flugvél af gerðinni Socata TB-20 Trinidad og er þessi vél jafnframt sú yngsta í íslenska flugflotanum. Flugvélinni, sem er aðeins eins árs gömul, hafði einungis verið flogið í 20 stundir á vegum framleiðandans áður en hún kom hingað til lands. Þessi nýjasta vél í flugflota lands- manna rúmar fimm manns í sæti og mun Flugtak nota hana til almenns leiguflugs og blindflugskennslu. Flugvélin hentar vel í bæði verkefnin því hún er hraðfleyg, með um 350 km hámarkshraða á klukkustund, og blindflugsbúnaður hennar er af fullkomnustu gerð fyrir vélar í þess- um stærðarflokki. Framleiðandi flugvélarinnar, Soc- ata-fyrirtækið, er deild innan frönsku flugvélasmiðjanna Aerospatiale og voru vélar af þessari gerð fyrst tekn- ar í notkun árið 1984. Nýlega útskrifaði Flugtak 21 nem- anda til bóklegs einkaflugprófs. Námsárangur á þessu námskeiði er einn sá besti frá stofnun skólans. Hæstu einkunn hlaut Friðrik Ingi Ólafsson og fast á eftir fylgdu Guð- rún Ásta Arnadóttir og Björn Ás- bjömsson. .....lll8Sl NYÚTSKRIFAÐIR nemendur af bóklegu einkaflugmannsnáinskeiði hjá Flugtaki við yngstu flugvél í íslenska flugflotanum. ápr- :—-— --n -‘-l—w I w |il r~ 1111 'kL : 1 m lilliv W' W- - a«F» ” &icy Yk ■jjf / í ) 'jLr Wm w JB , M' rv 1 1 TTT" r ... ÍÍh íítsWL I I í í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.