Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSÓKN FÆR- EYSKRA VINA EDMUND Joensen, lögmaður Færeyja, kom í þriggja daga opinbera heimsókn til íslands í gær ásamt nokkurra manna föruneyti. Það er íslendingum ávallt ánægjuefni að bjóða færeyska gesti velkomna. Færeyingar eru nánasta frændþjóð okkar. Líkt og íslendingar eru Færeyingar fámenn þjóð í Norður-Atlantshafi er byggir afkomu sína á sjávarút- vegi og berst við að vernda menningu sína og tungu gagn- vart stöðugt öflugri ásókn erlendra menningaráhrifa. Sam- starf þjóða okkar hefur sífellt verið að eflast og vonandi verður heimsókn lögmannsins til að ýta enn frekar undir þá þróun. Færeyingar hafa á undanförnum árum gengið í gegnum gífurlegar efnahagslegar þrengingar í kjölfar þess að fiski- stofnarnir, sem þeir byggja afkomu sína á, hrundu. Byrðarn- ar, sem þeir hafa orðið að taka á sig sökum þessa, eru langt- um þyngri en þær er íslendingar hafa orðið að þola í efna- hagserfiðleikum síðustu ára. Þegar atvinnuleysi var hvað mest lét nærri að fjórði hver vinnufær Færeyingur væri án atvinnu þrátt fyrir að þúsundir hefðu þegar yfirgefið eyjarnar. Með mikilli þrautseigju tókst Færeyingum hins vegar að standast storminn og hrakspárnar um framtíð byggðar á eyjunum munu ekki ganga eftir. Fiskveiðar eru smám saman að komast í fyrra horf og svo virðist sem færeysk stjórnvöld hafi náð tökum á ríkisfjármálum sínum og erlendum skuld- um. íslendingar samgleðjast Færeyingum nú þegar gæfan hefur snúist þeim í vil á ný. Joensen átti á þriðjudag fundi með Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra og Halldóri Blöndal samgönguráðherra og í gær ferðaðist færeyska sendinefndin um Vestfirði í fylgd sam- gönguráðherra. Var m.a. komið við á Flateyri og Súðavík, þar sem mannskæð snjóflóð urðu á síðasta ári. Það er vel við hæfi að lögmaður Færeyja komi við á þess- um stöðum. íslendingar munu seint gleyma þeim hlýhug og þeirri fórnarlund er Færeyingar sýndu íbúum Súðavíkur og Flateyrar er ógæfan knúði þar dyra. Tvisvar sinnum á einu ári efndu Færeyingar til landssöfnunar til styrktar þeim er áttu um sárt að binda vegna náttúruhamfara á Vestfjörðum. Þar sýndu Færeyingar í verki hvern hug þeir bera til íslend- inga. Það ber því að taka undir þakkarorð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, á blaðamannafundi í fyrradag til Færey- inga. Þeir eru einkar velkomnir gestir á Islandi. RAUNSÆ KJARASTEFNA ATHYGLISVERÐAR umræður urðu um stefnu Alþýðu- sambandsins í kjaramálum á þingi sambandsins, sem nú stendur yfir í Kópavogi. Miðstjórn sambandsins hefur lagt til að það verði markmiðið að ná kaupmætti nágrannaland- anna á fimm árum í skilgreindum skrefum. Sumir þingfulltrúar urðu til þess að gagnrýna tillögur miðstjórnar á þeim forsendum að þar væri ekki nógu sterkt að orði kveðið um beinar kauphækkanir. Gylfi Páll Hersir, fulltrúi Dagsbrúnar, gagnrýndi tillögurnar vegna þess að þær miðuðust við „hagsmuni fyrirtækja." Þetta er gamalkunnur málflutningur. Við annan tón kvað hins vegar hjá Gunnari Páli Pálssyni, fulltrúa Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hann sagði ótrú- lega bjartsýni að ætla að ná sama kaupmætti og væri í ná- grannalöndunum á fimm árum. Til þess að ná Dönum í laun- um þyrfti íslenzkt launafólk að fá 60% kauphækkun á fimm árum, sem ótrúlegt væri að næðist án þess að því yrði velt út í verðlagið. Gunnar Páll sagði aðalástæðu lágra launa á íslandi mjög litla framleiðni og benti á að framleiðni atvinnulífsins þyrfti að aukast um 30% til að ná framleiðni í Danmörku. „Aðal- kjaramálið er að auka framleiðni og auka þjóðarframleiðslu og það þýðir ekkert hálfkák í þessum málum, við verðum að ganga hreint til verks,“ sagði Gunnar Páll. Þetta sjónarmið virtist eiga hljómgrunn hjá fleirum á þing- inu, til dæmis hjá Grétari Þorsteinssyni, nýkjörnum forseta ASÍ, sem benti á að til þess að ná fram markmiðum um kaupmáttaraukningu þyrfti að draga úr yfirvinnu án þess að minnka afköst - m.ö.o. að auka framleiðni. Samvinna launþegahreyfingarinnar og fyrirtækjanna um aukningu framleiðni, hagvöxt og varðveizlu stöðugleika er forsenda þess, að hægt sé að auka kaupmáttinn til jafns við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til þess að hægt sé að hækka launin, verður meira að vera til skiptanna. Innstæðu- lausar kauphækkanir leiða aðeins til verðbólgu. Ef kjara- stefna Alþýðusambandsins miðast við hagsmuni fyrirtækja, jafnt og launþega, er það raunsæ og skynsamleg kjarastefna. ÞING ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS LJÓST var eftir kjörið að megn óánægja er innan raða Verkamannasam- bandsins með niðurstöð- una. VMSÍ er talið hafa beðið alvar- legan ósigur en fulltrúar landssam- banda iðnaðarmanna og verslunar- manna farið með sigur af hólmi í skjóli samkomulags milli alþýðu- bandalagsmanna og sjálfstæðis- manna í forystusveit sambandanna. Framboð Grétars fór í gang um helgina Það kom aldrei til þess að Bene- dikt Davíðsson þyrfti að gefa yfirlýs- ingu um hvort hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Skv. upplýsingum mínum var farið að vinna að fram- boði Grétars Þorsteinssonar, for- manns Samiðnar, um seinustu helgi. Benedikt mun hafa verið reiðubúinn að draga sig í hlé ef samstaða næðist um framboð Grétars en þeir eru sam- starfsmenn i félögum iðnaðarmanna til margra ára. Þegar ganga átti frá kjöri níu manna kjörnefndar á mánudag í samræmi við þá hefð að alþýðu- bandalagsmenn ættu þar þijá full- trúa og framsóknar-, alþýðuflokks- og sjálfstæðismenn tvo hver flokkur, komu óvænt fram tillögur frá alþýðu- flokksmönnum um kosningu Krist- jáns Gunnarssonar úr Keflavík og Birgis Björgvinssonar frá Sjómanna- félagi Reykjavíkur í kjörnefnd. Varð því að ganga til kosninga. Hefði annar hvor þeirra náð kjöri hefðu pólitísk hlutföll í kjörnefndinni rask- ast og skv. upplýsingum mínum hleyptu þessi framboð illu blóði í sjálfstæðismenn og alþýðubanda- lagsmenn. Töldu sjálfstæðismenn framboðunum stefnt gegn Magnúsi L. Sveinsson, formanni VR, sem hafði verið stillt upp í kjörnefnd og alþýðubandalagsmenn álitu tilgang- inn þann að fella Guðmund Hilmars- son úr kjörnefndinni. • ■ Það olli nokkrum titringi meðal stuðningsmanna Hervars á fyrsta degi þingsins, að allt benti til þess að Hervar ætti ekki óskiptan stuðn- ing fulltrúa Verkamannasambands- ins á þinginu. Hann mun þó hafa sótt nokkum stuðning inn i raðir fulltrúa Sjómannasambandsins, fé- laga iðnverkafólks og verslunar- manna af landsbyggðinni, einkum ef til kosninga kæmi milli hans og Benedikts. Forystumenn verslunar- manna munu hins vegar hafa gert Hervari grein fyrir því að hann ætti ekki þeirra stuðning vísan, vegna framboðanna sem fram komu til kjörnefndar. Kjörnefnd hóf störf á mánudags- kvöld og voru allar tilraunir til sam- komulags um uppstillingu árangurs- lausar. Margir voru þó þeirrar skoð- unar að naumur meirihluti kjör- nefndar hafi stutt Hervar til forseta fremur en Benedikt eða Grétar þeg- ar hér var komið sögu, en ekkert samkomulag náðist um hveijum stilla ætti upp í stöðu 1. og 2. vara- forseta. Mikil óvissa var einnig um hugsanlegan stuðning forsetaefn- anna meðal þingfulltrúa. Þrátt fyrir löng fundahöld kjör- nefndar náðist engin sátt um upp- stillingu og likur á að til kosninga kæmi milli Hervars og Grétar jukust stöðugt. Skv. óskrifuðum reglum um valda- jafnvægið innan ASI þarf að upp- fylla fjögur skilyrði við kjör forseta- hópsins. í fyrsta lagi er séð til þess að forsetinn sé annaðhvort alþýðu- bandalags- eða alþýðuflokksmaður, í öðru lagi þurfa forsetarnir þrír að koma úr þremur stærstu aðildarsam- böndunum, þ.e. frá samböndum iðn- aðarmanna, Landssambandi verslun- armanna og úr Verkamannasam- bandinu. í þriðja lagi þarf annar hvor varaforsetanna að vera sjálf- stæðismaður og loks þarf einn úr hópnum að vera kona. Það reyndist þrautin þyngri að raða þessu saman. Mest var rætt um að varaforseta- efni Hervars yrðu Hansína Stefáns- dóttir, Verslunarmannafélagi Árnes- sýslu, og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju. Verslunarmenn gátu ekki fellt sig við að Hansína yrði fulltrúi þeirra í forystusveit ASÍ. Sat Leynifundur á heimili Hall- dórs breytti atburðarásinni Rafmagnað andrúmslofb var á þingi ASÍ vegna kjörs forseta og varaforseta fyrír há- degi í gær. Ekkert samkomulag lá þá fyrir í kjömefnd og stefndi í alvarleg kosningaátök. Um hádegi gáfu Hervar Gunnarsson og stuðn- ingsmenn hans í VMSÍ eftir og féllust nauðug- ir á að hann drægi framboð sitt til baka og tæki við stöðu 1. varaforseta. Omar Fríðriks- son fylgdist með atburðarásinni. Morgunblaðið/Kristinn FORYSTUMENN í VMSÍ ráða ráðum sínum út við vegg þingsalar- ins og ákveða að fallast á samkomulag um uppstillingu forseta- efna. Fjær má sjá Grétar Þorsteinsson og fulltrúa í kjörnefnd bera saman bækur sinar. því allt fast í kjörnefndinni. Það olli miklum óróleika meðal margra þingfulltrúa, einkum Verka- mannasambandsmanna, þegar ljóst var að Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, lýsti ekki stuðningi við framboð Hervars, heldur vann að því að ná samkomulagi milli stærstu landssambandanna. Seint á þriðju- dagskvöldið varð svo gjörbreyting á stöðu mála þegar samkomulag náð- ist milli alþýðubandalagsmanna og sjálfstæðismanna úr röðum iðnaðar- manna, verslunarmanna og Dags- brúnar, á leynilegum fundi, sem haldinn var á heimili Halldórs Bjömssonar, um uppstillingu til emb- ætta forseta, sem stefnt yrði gegn framboði Hervars. Með samkomu- laginu yrði Grétar Þorsteinsson í framboði til forseta, Halldór Björns- son til 1. varaforseta og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir til 2. varaforseta. Þrátt fyrir að Grétar Þorsteinsson hefði lýst því opinberlega yfir að hann myndi íhuga framboð ef víð- tækt samkomulag næðist um það, mun hann þegar hér var komið sögu hafa verið reiðubúinn að fara út í kosningu. Er samkomulag það sem gert var á heimili Halldórs Bjömssonar spurð- ist út á þinginu í gærmorgun olli það vægast sagt miklum óróleika og fór af stað mjög hröð atburðarás, sem yfirskyggði allt þinghaldið. Margir forystumenn verkalýðsfélaga innan VMSÍ sökuðu Halldór Björnsson um að hafa svikið Verkamannasam- bandsmenn. Alþýðuflokksmenn urðu ævareiðir þegar þeir komust að raun um að með samkomulaginu um framboð Grétars, Halldórs og Ingi- bjargar, yrði alþýðuflokksmanni vik- ið úr forystu Alþýðusambandsins, en bæði Grétar og Halldór eru alþýðu- bandalagsmenn og Ingibjörg er sjálf- stæðismaður. í hveiju homi mátti sjá þingfulltrúa ráða ráðum sínum og skotið var á leynifundum í bakherbergjum. Spennan kom einnig upp á yfirborðið í ræðum manna en á sama tíma fóru fram heitar umræður um umdeildar breytingar á skipulagi ASÍ. Sökuðu ræðumenn þingfulltrúa um að leggja þinghaldið undir plott og makk um forsetakjörið og hvöttu til samstöðu. Jón Kjartansson, Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja, gagnrýndi harðlega að útsendarar flokkanna væru eins og gráir kettir á þingum ASI til að tryggja rétt kosningaúrslit. Laust fyrir hádegi féllust Hervar og stuðningsmenn hans að lokum á að draga framboð hans til baka og ganga að samkomulagi um eina til- lögu kjörnefndar um uppstillingu í nafni samstöðu á þinginu. Féllst Hervar á að hafa skipti á varafor- setasætum við Ingibjörgu R. Guð- mundsdóttur, sem var 1. varaforseti á seinasta kjörtímabili. Hervar og Grétar ræddust við í einrúmi til að innsigla samkomulagið og fulltrúar VMSI greindu kjörnefnd frá því að þeir myndu ekki spilla þessari niður- stöðu með tilnefningum úr sal, svo ekki þyrfti að koma til kosninga. Það mun hafa ráðið miklu um afstöðu Hervars og stuðningsmanna hans að þeir töldu að líkur hans á sigri í kosningum hefðu minnkað verulega. Höfðu sumir á orði að þeim hefði nánast verið stillt upp við vegg og þeim verið nauðugur einn kostur að fallast á þessa niðurstöðu. Halldór dregur sig til baka Þeim skilaboðum var komið á framfæri við Halldór Björnsson inn á fund sem Dagsbrúnarmenn héldu í hliðarherbergi að Hervar hefði fall- ist á samkomulag um uppstillingu og lýsti Halldór því þá strax yfir að hann félli frá framboði til 1. varafor- seta. Innan Dagsbrúar munu margir hafa litið svo á að á bak við Hervar væri mun veikari hópur forsetaefna en á bak við Grétar, auk þess sem margir alþýðubandalagsmenn innan hreyfingarinnar voru ófúsir til að kjósa alþýðuflokksmanninn Hervar í embætti forseta ASÍ. Kjörnefnd gekk þessu næst frá tillögu sinni um Grétar Þorsteinsson sem forseta, Hervar sem 1. varafor- seta og Ingibjörgu 2. varaforseta. Skv. heimildum mínum mun Ingi- björg þó hafa verið treg til að taka embætti 2. varaforseta að sér en látið til leiðast. Fresta þurfti kjörinu meðan geng- ið var frá umdeildum lagabreyting- um á skipulagi ASÍ og fram yfir hádegisverðarhlé. Mikillar óánægju gætti meðal margra þingfulltrúa vegna þessarar niðurstöðu og töldu óforsvaranlegt að forsetakjöri yrði lýst án kosninga. Fóru þá nokkrir verkalýðsleiðtogar úr röðum VMSI og Sjómannasambandsins þess á leit við Éirík Stefánsson, Verkalýðs- og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarðar, að hann byði sig fram gegn Grétari. Fjórir Sjómannasambandsmenn frá Isafirði og Reykjavík báru tillöguna upp, Sigurður R. Ólafsson, Skjöldur Þorgrímsson, Erling R. Guðmunds- son og Birgir Björgvinsson. Niðurstaða kosninganna varð sú að Grétar hlaut 76,6% atkvæða en framboð Eiríks fékk 23,4% stuðning, sem var 'talið lýsandi fyrir þá óánægju, sem áberandi var á þing- inu. Tillaga kjömefndar um kjör Hervars og Ingibjargar var hins veg- ar samþykkt með lófataki þingfull- trúa. Var það mál margra viðmæl- enda að fulltrúar VMSÍ hefðu beðið alvarlegan ósigur í forystukjörinu. Verkamannasambandið hugðist styrkja mjög stöðu sína í forystu ASÍ á þinginu í kjölfar deilna um niðurstöðu launanefndar á seinasta ári en ekki var eining í þeirra röðum þegar til þingsins kom og höfðu sum- ir þeirra á orði að „þröng klíka“ al- þýðubandalagsmanna og sjálfstæðis- manna úr röðum samtaka iðnaðar- manna og VR hefðu notfært sér það, snúið bökum saman og tryggt áframhaldandi tök sín á forystu Al- þýðusambandsins. Krafist verður um- talsverðra kjarabóta Morgunblaðið/Kristinn GRÉTAR Þorsteinsson og Hervar Gunnarsson takast í hendur að kosningum loknum. EG MUN reyna að gera mitt besta í þeim vandasömu og erfiðu verkefnum sem blasa við okkur í framhaldi af jessu þingi. En því aðeins náum við árangri að við tökum öll þátt í því og sameinumst um að vinna þessi verk. Ég undirstrika að ég leyfi mér að treysta því að við stöndum saman að lessum verkefnum," sagði Grétar Þorsteinsson eftir að hann hafði verið kjörinn forseti Alþýðusambands Is- lands. „Ég óttast að þessar breytingar á vinnulöggjöfinni verði samþykktar og iað verður verkefni okkar á næstu dögum og vikum hvernig við bregð- umst við. Við lítum á það nánast sem stríðsyfirlýsingu ef þetta gengur eftir og það mun setja strik í reikninginn við gerð kjarasamninga um næstu áramót. Ég tel að það séu sóknarfæri í kjaramálum fyrir íslenskt launafólk. Eg held að það sé alveg ljóst að verka- lýðshreyfingin mun ganga eftir um- talsverðum kjarabótum í næstu kjara- samningum." Grétar sagði of fljótt að segja fyrir um hvað samið yrði til langs tíma í næstu samningum. Hugmyndir hefðu komið fram um langtímasamninga, en einnig um samninga til skemmri tíma. Stefna ASÍ í þessu efni yrði mótuð með haustinu. „Ég tel að hvort tveggja komi til álita. Það fer hins vegar mikið eftir aðstæðum og við- brögðum okkar viðsemjenda hver nið- urstaðan verður." Grétar sagðist hafa ástæðu til að ætla að góð samstaða hefði skapast um nýkjöma forystu ASÍ. Hann vildi ekkert tjá sig um framboð Eiríks Stef- ánssonar. Sannfærður um að ákvörðun mín var rétt „Verkalýðshreyfingin þarf helst á því að halda að standa saman,“ segir Hervar Gunnarsson, sem kjörinn var 1. varaforseti ASÍ, um þá ákvörðun sína að draga framboð sitt til forseta til baka. Hann sagði að einnig hefði ráðið nokkru áhyggjur yfir því að kosningar hefðu getað leitt tii átaka og óánægju sem erfítt hefði orðið að yfirstíga. „Ég hef alla tíð sagt að það séu verkefnin sem skipta mestu máli og fyrir margt löngu var sagt, samein- aðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Þegar lausn liggur fyrir þurfa menn að taka afstöðu til þess hvort þeir sætta sig við hana og meta stöð- una út frá því,“ sagði hann. Hervar sagðist telja að ef komið hefði til kosninga um forsetaframboð hans hefðu Verkamannasambands- menn líklega stutt stutt hann. „Að vísu er ég jafnframt þeirrar skoðunar að það hafí ekki verið óskipt og það hafði áhrif á mig þegar ég þurfti að taka þessa ákvörðun á mjög skömm- um tíma. Ég er sannfærður um að sú ákvörðun mín var rétt,“ sagði Her- var. Styður Grétar eindregið Eiríkur Stefánsson sagði að sá stuðningur sem hann hefði fengið í forsetakjörinu hefði verið miklu meiri en hann hefði átt von á. Hann sagði að með framboði sínu hefði hann viljað gefa þeim sem voru óánægðir með þau vinnubrögð sem lágu að baki uppstill- ingu kjörnefndar færi á að koma óánægjunni til skila. „Ég vil segja um Grétar Þorsteins- son að ég held að þar fari maður sem er búinn þeim kostum sem þessi hreyf- ing þarf á að halda. Grétar býr yfir einstökum mannkostum og ég stend heilshugar á bak við hann í því sem framundan er.“ Eiríkur sagði að oft heyrðist það sjónarmið að forseti ASÍ mætti ekki koma úr hópi iðnaðarmanna eða ein- hveijum öðrum hópi. Hann sagðist vera sannfærður um að nýr forseti ASÍ passaði að gæta hagsmuna allra félagsmanna jafnt. „Við erum á miklum tímamótum. Ef við töpum orrustunni við ríkis- stjórnina tel ég að stríðið sé tapað. Ég tel að það sé ekki hægt fyrir okk- ur að bíða með að taka á þessu máli fram að næstu áramótum og fara að versla með það þá. Ég skora á ný- kjörna forystu að taka þetta mál föst- um tökum sem fyrst. Ef við bíðum með það þá verður svo erfitt að ná upp samstöðu um aðgerðir. Við mun- um það frá átökunum í vetur.“ Góð samstaða um forystuna „Ég lýsti því yfir strax á fyrsta fundi kjörnefndar að ég sæktist ekki eftir endurkjöri til forseta ASÍ,“ sagði Benedikt Davíðsson, fráfarandi forseti ASÍ. „Ég hef lagt áherslu á að skapa samstöðu um að vinna að þeim verk- efnum sem framundan væru og sam- stöðu í stóru samböndunum um for- ystuvalið. Það er ekkert launungarmál að ég vildi að það yrði gert með þeim hætti að Verkamannasambandið, verslunarsambandið og iðnaðar- mannasamböndin ynnu þetta saman. Ég hef sagt að ég myndi styðja þann sem þau kæmust að sameiginlegri nið- urstöðu um. Samstaða skapaðist í kjörnefnd um eina tillögu og ég styð hana eindregið." Benedikt sagðist telja að samstaðan um kjörið núna væri meiri en á síð- asta þingi, en þá klofnaði kjörnefnd. Benedikt sagðist telja að ASÍ hefði tekist á síðustu fjórum árum að vinna vel úr erfíðri stöðu. „Við höfum verið að ganga í gegnum mikið erfíðleika- tímabil efnahagslega og atvinnulega án þess að verða fyrir stóráföllum. Eins og kemur fram í þeim skýrslum, sem lagðar hafa verið fram á þinginu um kjaramálin á síðustu fjórum árum, höf- um við ekki í annan tíma staðið uppi eftir eitt kjörtímabil með ávinning fýrir fólk í sama mæli og nú. Þetta hefur tekist að mínu mati vegna þess að meginhluta tímabilsins tókst mjög breið samstaða um stefnuna. Það var ekki fyrr en á síðustu mánuðum sem sam- staðan rofnaði og það gerðist vegna aðgerða sem að okkur beindust." Benedikt sagðist telja að framundan væru sóknarfæri fyrir launafólk til betri lífskjara. Eina sem gæti komið í veg fyrir að sóknarfærin nýttust væru ákvarðanir stjórnvalda um lögþvinganir á samskiptareglum á vinnumarkaði. Sótt að verkalýðshreyfingunni „Framundan er það verkefni að gera nýja kjarsamninga. Hvort sem Alþýðusambandið kemur beint að því eða ekki þá snertir þetta okkur. Við erum hins vegar núna í slag við ríkis- stjómina og honum er engan vegin lokið. Hann stendur sem hæst. Það er að okkur sótt úr öllum áttum og við eigum harða baráttu eftir,“ sagði Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, 2. varafor- seti _ASÍ. „Ég er að vona að Alþingi segi ekkj eins og Páll Pétursson, það verður bara að hafa það þó að þið séuð á móti okkur. Þetta er einstakt andsvar við mótmælum 65 þúsund manna hreyfingar. Við munum beijast gegn þessu með öllum ráðum. Menn þurfa líka að átta sig á að það er sótt að okkur á fleiri sviðum, en þama birtist afstaðan til verkalýðshreyfíngarinnar með skýmm hætti. Það er höfuðverk- efni forystu ASí að mæta þessu.“ Ingibjörg sagðist telja að góð sam- staða hefði tekist um kjör nýrrar for- ystu ASÍ. Grétar hefði fengið góða kosningu sem forseti ASÍ. Þurfa að vinna heimavinnuna betur „Þama mætast þessi þijú sambönd sem ég tel að eigi að stýra Alþýðusam- bandinu. Það var sátt um þessa menn,“ segir Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, sem kveðst vera ánægður með niðurstöðu forsetakjörsins,- Halldór sagðist hafa verið inn í myndinni um tíma til 1. varaforseta, „og var nánast búinn að fallast á þá niðurstöðu en svo þegar lá á borðinu að Hervar drægi sitt framboð til for- seta til baka, þá dró ég mig til baka,“ sagði Halldór. Hann sagðist einkum hafa óttasí að framboð Hervars leiddi til þess að þijú stærstu landssamböndin næðu ekki saman um forsetaembættin. Aðspurður um áhrif niðurstöðunnar á stöðu VMSÍ sagði Halldór: „Ég held að þetta sýni okkur að við þurfum að vinna betur að þeim málefnum sem við ætlum að koma fram. Eitt sam- band getur ekki valtað yfir önnur sambönd í Alþýðusambandinu. Menn þurfa að vinna heimavinnuna sína betur,“ segir Halldór. Styð kjörna forystu „Það var ákvörðun Hervars að sætt- ast á þessa lendingu þegar málin höfðu þróast. Ég styð Hervar í öllum hans ákvörðunum í þessu máli. Eirks og ég hef sagt treysti ég Hervari manna best til að veita ASÍ forystu, en niðurstaðan er þessi og ég styð þá forystu sem kjörin hefur verið," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands íslands. Fyrir þingið var lögð mikil áhersla á það af hálfu Verkamannasambands- ins að næsti forseti ASI kæmi úr röð- um ófaglærðs verkafólks. Björn Grét- ar sagðist telja að fulltrúar Verka- mannasambandsins á þingi ASÍ hefðu staðið við bakið á Hervari eins og hægt var. VMSÍ væri hins vegar stórt samband með mörgum félögum og því væri eðlilegt að skoðanir manna á kjöri nýrrar forystu ASÍ væru að einhveiju leyti mismunandi. Þingið hefði tekið lýðræðislega ákvörðun sem menn myndu standa saman um. Tillaga um aðildarkönn- un felld FULLTRÚAR á þingi ASÍ felldu tillögu um að skora á ríkisstjórn íslands að hefja athugun á kostum og göllum aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. 129 studdu tillöguna en 184 voru henni and- vígir. Hafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifirði, flutti tillögu á þinginu um að skora á ríkisstjórnina að undirbúa aðildarumsókn að ESB og að hún yrði lögð fram á þessu ári. Ekki var samstaða um tillög- una í nefnd. Meirihluti nefndar- innar lagði þá fram nýja tillögu. í tillögunni segir: „38. þing Al- þýðusambands íslands skorar á ríkisstjórn íslands að hefja athug- un á kostum og göllum aðildarum- sóknar að Evrópusambandinu, þannig að hægt verði að leggja mat á málið út frá íslenskum hags- munum. Þing ASI hvetur ríkis- stjórnina til þess að tryggja að aðilar vinnumarkaðarins komi að undirbúningsvinnunni." Ekki reyndist stuðningur við tillöguna. Tillaga um skattbreyt- ingar felld UMDEILD tillaga miðstjórnar ASÍ um fyrirkomulag skatt- greiðslna til sambandsins, sem gerði ráð fyrir að teknar verði upp hlutfallsgreiðslur í stað höfðatöluskatts, var felld á þing- inu í gær eftir miklar umræður á þingi ASI. Samþykkt var að kjörnefnd geri tillögu um skipan nefndar til að skoða núverandi fyrirkomulag skattgreiðslna. Einnig var felld tillaga fjár- hags-, laga og skipulagsnefndar um að framboð til forseta ASÍ skuli liggja fyrir eigi síðar en 14 dögum fyrir reglulegt sambands- þing. Þá var tillögu miðstjórnar um að einstökum aðildarfélögum sem eiga beina aðild að ASÍ verði skyH að finna sér landssamband fyrir árið 2000 breytt á þinginu í gær og samþykkt að aðild þeirra að ASÍ skuli vera óbreytt. Stefnt skuli hins vegar að því að þau félög sem hafa beina aðild að ASÍ fái aðild að landssamböndum eftir því sem við verði komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.