Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 45 VIGLUNDUR ARNLJÓTSSON + Víglundur Arn- ljótsson fæddist í Hjaltabakkakoti í Svartárdal 18. maí 1916. Hann lést á heimili sínu á átta- tíu ára afmælis- daginn sinn 18. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Arnljótur Jónsson og Jó- hanna Jóhannes- dóttir. Víglundur var yngstur af fimm systkinum sem öll eru látin. 14. nóvember 1942 giftist Víg- lundur Hermínu Marinósdótt- ur og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 14 börn sem eru: Jóhann (látinn), Sigurður, Jón- ína, Jóhanna, Helga, óskírður drengur (látiun), Jónfríður, Ingimar, Guðrún (látin), Gunn- hildur (látin), Smári, Bjarni (látinn), Ragnheiður og Sóley. Barnabörnin eru 38 og barna- barnabörnin 23. Útför Víglundar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Með nokkrum orðum vil ég kveðja tengdaföður minn. Eins og flestir af hans kynslóð hóf hann ungur að vinna við hin ýmsu störf sem til féllu. Á sumrum vann hann ýmist við vegavinnu eða almenn sveitastörf, fór til sjós eða á vetrar- vertíðir á Suðurlandi, m.a. til Vest- mannaeyja eða í síldina á Siglu- firði. Þar var hann eftirsóttur til beykisstarfa vegna handlagni sinn- ar og dugnaðar, og segja má að hann á sínum unglingsárum hafi kynnst athafna- og mannlífinu eins og Jaað gerðist á þeim tíma. Á Siglufirði kynntist hann ungri og glæsilegri konu, Hermínu Marínósdóttur, ættaðri úr Fljótum. Felldu þau hugi saman og 14. nóv- ember 1942 stíga þau það gæfu- spor að bindast í heilögu hjóna- bandi. Hófu þau búskap á Hólum í Fljótum og þar fæddust þeim hjónum fimm fyrstu barna sinna. Þau flytja úr Fljótum ásamt börn- um sínum til Akureyrar árið 1944, þar sem Víglundur stundaði al- menn verkamannastörf, m.a. fjölda ára í tunnuverksmiðjunni og í slát- urhúsinu ásamt töluverðum bú- rekstri, og segir það sig sjálft að Víglundur hafi ekki alltaf haft margar frístundir aflögu. Hann var mikill hestamaður og hafði yndi af að umgangast hross og átti margan góðan gæðinginn. Og þó frístundir væru ekki oft margar notaði hann þær oftast til útreiða ásamt vinum sínum og samtíðar- mönnum. Hann var að eðlisfari afskaplega léttur í lund og glað- lyndur og sá yfirleitt björtu hlið- arnar á öllum málum og ávallt var stutt í ertandi hláturinn. Hann var örlátur og gjafmildur og mátti aldrei aumt sjá og leið ekki vel gæti hann ekki umbunað ef á þurfti að halda. Á Akureyri fæddust þeim hjónum níu börn, þannig að þeim varð fjórtán barna auðið. Það segir sig því sjálft að oft hefur vinnudag- urinn verið langur hjá þeim hjónum til að fæða og klæða þennan föngulega barnahóp. Víglúndur var ein- staklega barngóður og sýndi börnum ávallt mikla þolinmæði, enda hændust þau að hon- um, því oft var stutt í glettnina og smá- stríðni, en miðlaði um leið til þeirra þeim lærdómi sem hann hafði dregið af meðlæti og mótlæti á langri lífsleið. Víglundur var af samferðafólki sínu hvers manns hugljúfi og aldrei heyrði ég hann tala illa um aðra. Og nú þeg- ar Víglundur tengdafaðir minn er horfinn yfir móðuna miklu er margs að minnast. Hann var fríður maður og bar aldurinn með reisn. Hann átti ánægjulegt ævikvöid ásamt eiginkonu sinni, sem nú sér á eftir ástkærum eiginmanni og góðum vini eftir liðlega 50 ára sambúð. Það var gaman að koma í heimsókn til þeirra hjóna og finna þá hlýju og umhyggju sem þau báru hvort til annars og barna sinna og barnabarna, og oft og tíðum sátu þau og spiluðu á sín spil ýmist tvö ein eða ásamt börn- um eða barnabörnum, sem að sýndu afa og ömmu mikla hlýju og umhyggju. Að endingu sendi ég eiginkonu, börnum, tengdabörnum, barna- börnum, barnabamabörnum og öðrum ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig sendi ég sérstakar þakk- ir til starfsfólks heimahjúkrunar á Akureyri fyrir sérstaka umönnun. Stefán Runólfsson. Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Við vitum að þú varst búinn að vera veikur lengi en alltaf varstu jafn glaður og hress í bragði þegar þú heyrðir í okkur eða sást. Við hefð- um viljað vera meira með þér síð- ustu árin og við hugsum til þín með söknuði og trega. Elsku amma, Guð blessi þig. Við vitum að það er sárt að sjá á eftir afa, en hann mun alltaf vera hjá þer. Ásta, Laufey, Sigurlás og Daði. Elsku pabbi, nú ertu horfinn á braut, bak við móðuna miklu. Ekki hefðum við trúað því þegar við systkinin ákváðum að allur systk- inahópurinn skyldi mæta í afmælið þitt og samgleðjast þér og mömmu. Það var eins og þú hefðir beðið eftir því að við værum öll saman- komin því þá gastu kvatt okkur eins og þér var einum lagið með bros á vör og blik í augum. Enda þótt þú hafir ekki getað talað mik- Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. ags. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677 L,,./ v-;;'-; kaiivn oismv ið við okkur þá skildum við þig svo ósköp vel. Ekki var sjúdómslegan þín löng, enda varstu ekki þekktur fyrir neitt vol né væl. Við minnumst svo margs frá þér, hvað það var gott að koma til pabba og láta hann hugga sig, ef eitthvað bjátaði á og alltaf sá hann björtu hliðarnar á tilverunni. Aldrei heyrðum við pabba hall- mæla nokkrum manni. Hann þoldi illa ósætti og var manna fyrstur til að stilla til friðar. Hann var hvers manns hugljúfi og vinamarg- ur, og ekki má gleyma hans aðal- vinum, en það voru dýrin og þá sérstaklega hestarnir, sem voru honum svo hugleiknir. Við munum svo vel eftir því þegar pabbi fór í útreiðartúra. Hann átti svo marga gæðinga, og voru þeir hver öðrum glæsilegri og margir útreiðartúr- arnir voru ansi sögulegir, þar á meðal niður kirkjutröppurnar og pabbi bankaði ekkert á dyr þegar hann var á hestbaki, hann lét hest- inn gera það og fór á honum inn eins og honum var einum lagið. En allt tekur enda. Pabbi var lífsglaður maður og vinur vina sinna. Hann var ánægður með sitt og hann var auðugur af fjölskyldu sinni. Hann eignaðist fjórtán börn með henni mömmu og oft hafa verið skin og skúrir í lífi þeirra, en hann hélt vel utan um okkur og betri pabba hefðum við ekki getað eignast. Elsku mamma, við vitum að það er sárt að sjá á eftir pabba, sem var búinn að vera með þér í fimm- tíu og fjögur ár og ganga í gegnum ýmislegt sem aðrir hefðu ekki ráð- ið við, en einhvern veginn tókst þetta allt. Við kveðjum þig með söknuði í hjarta og biðjum algóðan guð að geyma þig. Við vitum að það verð- ur tekið vel á móti þér. Systkinin. Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst alltaf svo góður við mig og Karen Ýri, það var alveg sama hvað við báðum þig um, alltaf varst þú tilbúinn að hlusta á okkur og sitja hjá okkur og halda í höndina á okkur þegar við vorum að horfa á barnatímann í sjónvarpinu. Við elskum þig, kæri afi, og munum aldrei gleyma þér. Einnig ætlum við að passa ömmu fyrir þig og sofa oft í holunni þinni. Leiddu mína litlu hendi, ljúfí Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Þínar Sirrý Huld og Karen Ýr. Mér er ljúft að setjast niður og skrifa nokkrar línur til minningar um Víglund Arnljótsson. Þó kynni okkar yrðu ekki löng þá voru þau mér mikils virði, aldr- ei fór ég svo frá þessum elskulegu hjónum Hermínu og Víglundi að ég hefði ekki öðlast meiri gleði og fróðleik en þegar ég kom. Samheldnin og væntumþykjan sem ríkti á milli þeirra var svo eftirtektarverð, og aldrei hefur reynt eins mikið á samheldnina eins og þegar sorgin knúði dyra hjá þeim, því þau hafa séð á eftir fimm barna sinna og einu barna- barni yfir móðuna miklu og efast ég ekki um að þau hafa nú tekið á móti pabba og afa með útbreidd- an faðminn. Elsku Hermína mín, ég sendi þér og öllum þínum stóra hópi mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan guð að geyma ykkur öll. Ég veit að ég skrifa fyrir hönd fjöl- skyldunnar þegar ég þakka innilega hjúkrunarfræðingunum sem önnuð- ust Víglund í veikindum hans. Vil ég bera þeim bestu kveðjur og þakklæti. Aðalbjörg Garðarsdóttir. Elsku afi. Nú þegar þú ert horf- inn á braut þá rifjast upp fyrir okkur margar góðar minningar. Frá þeim tíma sem við bjuggum á Akureyri. Öll þau skipti sem þú og amma komuð út i Tungusíðu í heimsókn til okkar og bara til þess eins að vera hjá okkur. Við munum varðveita þessar minningar eins og gull og við vitum að þú ert kominn í góðar hendur. Og elsku amma, við elskum þig öll. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Helena Ósk, Birgitta fris og Jóhann Freyr. GUÐMUNDUR GUÐRÖÐARSON + Guðmundur Guðröðarson var fæddur á Seyð- isfirði 31. desem- ber 1933. Hann lést í Bolungarvík 8. maí síðastliðinn. Foreldrar Guð- mundar voru Guð- röður Jónsson og Guðrún Guðmunds- dóttir. Guðmundur átti einn hálfbróð- ur, Gunnar Guð- röðarson, og sjö al- systkini. Þau eru Anna Nína, Sigur- jón, Jón Marteinn, María Sig- ríður, Hjalti, Hálfdán og Guð- björg Guðný. Þá átti Guðmund- ur uppeldisbróður, Braga Hall- dórsson. Útför Guðmundar Guðröðar- sonar var gerð frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði 20. maí. Hann Gummi Guðröðar sveit- ungi minn og vinur er horfinn af sjónarsviðinu langt um aldur fram, hann lést á heimili sínu þann 8. maí síðastliðinn. Það fór um mig ónotaleg tilfinning þegar mér voru sagðar þessar fréttir enda stutt milli stórra högga. Gummi ólst upp í Kálfavík í Ögurhreppi þannig að við vorum sveitungar öll okkar bestu ár. Ég kynntist honum fyrst sem barnung- um dreng, þegar ég vann á hans æskuheimili. Þetta var barnmörg fjölskylda og ég var fenginn til að H Styrktarfélag krabbamelnssjúkra barna Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna fást hjá félaginu, sími 588 7555. Ennfremur í Garösapóteki, sími 568 0990, Reykjavíkurapóteki, sími 551 1760 og Blómaríkinu á Akranesi, sími 431 2822. hjálpa til með barna- hópinn þegar móðir hans lá á sæng að eiga yngstu drengina sína. Ég vissi vel að Gummi bar alltaf hlýjan hug til mín fyrir þá hjálp sem ég reyndi að veita móður hans. Enda held ég að slík gæðasál sm hann var sé vandfund- in. Hann var hlédræg- ur og hógvær en hann gat líka glaðst í góðra vina hópi og gat þá verið bráðfyndinn og hrókur alls fagnaðar. Hann kunni vel að meta falleg ljóð og hann hafði yndi af góðum bók- um. Gummi var vel gefinn. Alltaf líkti hann mér við Höllu og Heið- arbýlið eftir Jón Trausta og hann sagði það á sinn sérstaka hátt. Það sem mér fannst einkenna Gumma mest var að hann mátti ekkert aumt sjá, þannig var hann strax sem barn, en það var með hann eins og fleiri sem eru tilfinninga- næmir og viðkvæmir að hann átti erfitt með að þola óréttlætið og hörkuna sem þessi veröld er barma- full af, en hann fékk sinn kvóta af því öllu saman og vel það. Eftir að ég missti börnin mín sýndi hann svo ekki varð um villst hve sárt hann fann til með mér þá fór hann að hringja í mig og rabba um daginn og veginn og nokkrar vídeóspólur sendi hann mér með þýskri músík sem okkur fannst báðum gaman að. Hann gerði sér vel grein fyrir hvernig mér leið og þetta var hans aðferð til að milda sárin. Síðastliðið sumar heimsótti hann mig hér að Laugabóli og eins og venjulega sagði hann: Ragna mín, þú munt alltaf minna mig á Höllu og Heiðarbýlið. Mér fannst alltaf vænt um að hann skyldi líkja mér við Höllu svo ég held að ég taki mig einhverntíma til og lesi þessa bók. Ég veit líka að hann tók alltaf minn málstað þegar honum fannst að mér vegið. Honum fannst mjög vænt um sín skyldmenni og vildi hag þeirra sem mestan og bestan. Ég veit að móðir hans, hún Gunna min blessunin, mun sakna Gumma síns og það munum við öll gera sem kynntumst honum. Gummi átti oft erfiðar stundir, það vissum við vel sem hann þekkt- um, en hann bar þær raunir mest með sjálfum sér. Hann stundaði vinnu bæði til sjós og lands og öll störf leysti hann af hendi af skyldu- ' rækni og trúmennsku, það var hon- um í blóð borið. Nú hin síðari ár átti hann heima í Bolungarvík þar sem hann keypti sér hús fyrir nokkrum árum. Gummi átti alltaf fallega bíla sem hann var stoltur af, enda fór hann vel með allt sem hann eignaðist. Hann vann sig sjálfur upp, það var ekki hlaðið undir hann á lífsleiðinni. Baráttan hörð framan af og í vissum skiln- ingi alla ævi. Það var hörð barátta hjá mörgum hér í hrepp á hans uppvaxtarárum, ekkert rafmagn, ekkert vegasamband og enginn sími. Það var sem sé annaðhvort að duga eða drepast. Það mótar . líka manninn en hversu hollt það er skal látið ósagt. Ég bið Gunna vini minum guðs blessunar og þakka honum samfylgdina. Að kofa og konungshöllum þú kemur einn á ferð Þú grætur yfir ötlum og allra syndir berð þú veist er veikir kalla á vin að leiða sig þú sérð og elskar alla þó allir svíki þig. (R.A.) Ég sendi aldraðri móður Guð- mundar þær hlýjustu kveðjur sem ég á til og bið Guð að styrkja hana. Óllum öðrum vinum og vanda- mönnum hans sendi ég dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi Guð leggja líkn með þraut. Ragna Aðalsteins, Laugabóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.