Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 59

Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 59 VCKLEMMON WALTER MAITH-M ANN MARCRET SORHIA LOREN Sýnd kl. 5 og 7. (SLENSKT TAL. ÍJr/sinn Baddi Blað allra landsmanna! kjarni málsins! SAMUiO SAMBiO SAMBtO Mögnuö rómantísk gamanmynd meö vinsælustu leikkonunni í dag. Hann er kjaftfor þjófur með lögregluna á haelunum. Hún er ástfangin og þráir „eðlilegt" líf. Aöalhlutverk: Sandra Bullock ( While You Were Slepping, The Net, Speed) og Denis Leary (Operation Dumbo Drop, Hostile Hostiges). Leikstjóri: Bill Bennett. HERRA GLATAÐUR! SIGOURNEY WEAVER HOLLY MUNTER COPYCAT jíií sll.' 1IJ íll Helm- ingur horfínn ►SYLVI Anita Gamst, 33 ára kona í Þrándheimi í Noregi, geisl- ar af hamingju þessa dagana. Ástæðan er einstæður árangur í megrun, en hún hefur lést um 101 kiló á 11 mánuðum. Eftir mikla baráttu hefur hún náð sér niður í 99 kíló. „Ég hafði prófað alla megrunarkúra sem hugsast gátu, en nálin á baðvoginni var sífellt á uppleið. Þetta var nýög erfitt tímabil, bæði líkamlega og and- lega,“ segir Sylvi. „I maí í fyrra ákvað ég að reyna Cambridge-kúrinn — eina kúrinn sem ég átti eftir. Ég var mjög svartsýn fyrirfram, eftir að hafa margoft orðið fyrir vonbrigðum. En í þetta skiptið bar kúrinn árangur! Fyrir þremur vikum sýndi vogin 99 kíló. Á 11 mánuðum hafði ég lést um helming." FYRIR 11 mánuðum vó Sylvi heil 200 kíló. Nú vegur hún aðeins 99 kíló. I framtíð, nútíð og fortíð KVIKMYNPIR Iláskóla bíó 12 APAR „12 MONKEYS" ★ ★ ★ V2 Leikstjóri: Terry Gilliam. Handrit: David og Janet Peoples, byggt lauslega á frönsku stuttmyndinni „La Jetée“. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Madeleine Stowe, Brad Pitt, Christopher Plummer. Paramount. 1995. BRUCE Willis er fangi einhvern tíma í framtíðinni sem sendur er til nútímans þ.e. 1996 (fyrst er hann sendur til 1990, svo í fyrri heims- styijöldina; tímaflakksvélarnar eru ekki mjög nákvæmar) til að koma í veg fyrir að banvænn vírus nái að breiðast út og drepa 99 prósent mannkyns. Þeir sem lifðu af hörm- ungarnar hafa hrakist af yfirborði jarðar ofan í myrkar neðanjarðar- kompur og komið sér upp tímavél í þeirri von að breyta fortíðinni. Eina vísbendingin sem Willis hefur að fara eftir er léleg upptaka af símtali sem rekur ósköpin tii einhverskonar skæruliðasamtaka er kalla sig Her hinna 12 apa. Willis er auðvitað send- ur beint inn á geðveikrahæli í nútím- anum þegar hann segist koma úr framtíðinni en í næstu tilraun lætur hann ekki ná sér og upphefst æsi- spennandi eltingarleikur upp á líf og dauða í framtíð, nútíð og fortíð. Breski leikstjórinn Terry Gilliam („Brazil") sameinar í 12 öpum fram- tíðartrylli, vísindaskáldskap og tíma- flakksmynd sem á ekki sína líka. Hann hefur sýnt það með fyrri mynd- um sínum að hann er mesti sjón- hverfingamaður hvíta tjaldsins og einn frumlegasti leikstjóri kvikmynd- anna. 12 apar draga fram alla hans bestu eiginleika sem sögumanns hins óvænta og furðulega. Gilliam, sem einu sinni gerði hina ævintýralegu tímaflakksmynd „Time Bandits“, veit að tími er allt sem þarf til að setja þig í vafa, búa til flókið sam- spil fortíðar og framtíðar og töfi^ fram óvæntar uppákomur. Það, sem þú upplifir í 12 öpum, getur vel ver- ið blekkingin ein, órar geðsjúklings eða jafnvel draumur barns. Eða það getur verið kaldur raunveruleikinn. Kannski er til framtíð og nútíðin er fortíð og á einhvern furðulegan hátt fortíðin einasta nútíðin. Á þessu má kannski sjá að 12 apar er talsvert vitsmunalegri tryllir en við eigum að venjast. Hún er allt að því ljóðræn úttekt á tímaflakki með sterkum umhverfisvemdarboð- skap. Handritið, sem er eftir David og Janet Peoples, er frábærlega upp- byggt en það er gert eftir forskrift frönsku stuttmyndarinnar„La Jetée" frá 1962. Gilliam fyllir með því mynd sína tímagátum og tekst að halda áhorfandanum jafnt sem persónum sínum í algerri óvissu fram á það síðasta um leið og hann filmar spenn- andi eltingarleik Bruce Willis í kapp við klukkuna. Hugmyndaríki Gilliam eru engin takmörk sett og hann hef- ur einstaklega gott auga fyrir skemmtilegu bíói. Framtíð hans er sannarlega af öðrum heimi, afleiðing taumlausrar vísindahyggju og nútím- inn vistfræðileg tímasprengja. Meira að segja Bruce Willis fer allt í einu að leika af áður óþekktu innsæi í þessu umhverfi og gefur einkar fínstillta lýsingu á ráðvilltum manni, sem týndur er bæði í tíma og rúmi. Madeleine Stowe er fín í hlutverki geðlæknis hans, sem lengst af veit ekki hveiju hún á að trúa, og Brad Pitt lætur ekkert aftra sér i túlkun á geðsjúklingi. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.