Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
SKIPVERJAR á Danska Pétri landa ýsunni í Eyjum.
Ysuskot við Ej/jar
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Uthlutun síldarkvóta tíl
tólf togara sem staðfest
hafa umsóknir sínar
Skip dmJMrn Tonn
Þerney RE 1.022
Gnúpur GK 718
Ólafur Jónsson GK 612
Venus HF 682
Örvar HU 544
Barði NK 512
Eyvindur Vopni NS 504
Hrafn Sveinbjamarson GK 494
Stakfell ÞH 486
Páfl Pálsson ÍS 458
Hoffell SU 444
Ljósafell SU 406
cL-Ja»» SAMTALS: 6.782
6.782 tonn
af síld á tólf
togara
ALLS hafa 6.782 þúsundum
tonnum af síld úr norsk-
íslenska síldarstofninum verið
úthlutað á þá tólf togara, sem
sóttu um síldveiðileyfi fyrir 26.
apríl og staðfestu fyrir 21. maí,
eins og reglur sjávarútvegs-
ráðuneytisins gerðu ráð fyrir.
Alls sóttu útgerðir nítján tog-
ara um leyfi til síldveiða þegar
þau voru auglýst, en umsóknir
sjö togara voru ekki staðfestar.
Af þeim 190 þúsum tonnum,
sem komu í hlut íslendinga,
voru átta þúsund tonn tekin frá
fyrir togarana og hefur þeim
nú verið deilt niður skv. rúm-
tölu togaranna, en þeim 1.218
tonnum sem eftir standa af tog-
arahlutanum, verður deilt niður
á nótaskipin, skv. upplýsingum
frá Fiskistofu, en þau eru alls
56 talsins. Togaramir, sem
fengið hafa úthlutun, þurfa að
hefja síldveiðar fyrir 21. júní.
Hæst sildaraflamark kom í
hlut Þemeyjar RE, eins af
togurum Granda hf., sem sótti
um sildveiðileyfi á sinum tíma
fyrir þijá af togumm sínum,
en staðfesti umsókn aðeins fyr-
ir einn. Þemey fær að veiða
1.022 tonn af síld, en sá er
næstur kemur, Gnúpur GK, fær
að veiða 718 tonn. Minnst kem-
ur í hlut Ljósafells SU, alls 406
tonn.
TROLL- og snurvoðabátar lentu í
ýsuskoti eftir að hólf vestan við
Eyjar, Álseyjarbleyðan, var opnað
um miðjan mánuð. Ágætis afli var
fyrst eftir opnunina en heldur hefur
dregið úr aflanum.
Jóel Andersen, skipstjóri á
Danska Pétri VE, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að þeir
hefðu lent í ágætis afla. Verið að
fá upp í sjö tonn í holi þegar best
Morgunblaðið. Ósló.
ÁSTANDIÐ í fiskvinnslunni í Finn-
mörk er mjög alvarlegt, mörg fyrir-
tæki gjaldþrota eða í greiðslustöðv-
un, og því hefur það vakið mikla
athygli í Noregi, að íslenska sjávar-
útvegsfyrirtækið ÚA, Útgerðarfé-
lag Akureyringa, er farið að kaupa
fisk á þessum slóðum.
Vegna þessara fiskkaupa ÚA
varpaði norska fréttastofan NTB
fram þeirri spumingu í fyrradag
hvort Islendingar væru einfaldlega
slyngari í viðskiptum en Norðmenn.
lét en nú væri farið að draga úr
aflanum. Þeir hafi þó fengið tveggja
tonna hol í gærmorgun. Danski
Pétur landaði í Eyjum á sunnudags-
kvöld 65 körum, rúmum 30 tonnum,
og síðan landaði hann aftur á
þriðjudag 30 kömm, um 15 tonnum.
Jóel sagði að ýsan hefði verið falleg
en þetta hefði verið á litlu svæði
og því fljótt að þurrkast upp þar
sem þó nokkrir bátar vom á bleyð-
unni og allir að fá góðan afla.
Fiskurinn, sem ÚA kaupir, er ann-
ars ísaður og búinn til flutnings af
fyrirtæki í Berlevág og síðan tekur
við fimm daga sigling til Akureyrar
þar sem hann er flakaður.
Jón Þórðarson, stjórnarformaður
ÚA, segir í viðtali við norska blaðið
Fiskaren, að verðið fyrir fiskinn sé
samkvæmt opinbemm verðákvörð-
unum í Noregi og hann telur, að
það sé mjög svipað því, sem gerist
á íslandi og er þá búinn að taka inn
í kostnað við flutninginn.
ÚA í fiskkaupum
í Finnmörku
Humarafli í meðallagi
Hornafírði. Morgunblaðið.
HUMARVERTIÐ virðist fara
sæmilega af stað þetta árið og em
bátamir að koma með 1,5 til 3,5
tonn eftir því hvort dregin eru eitt
eða tvö troll. Gunnar Ásgeirsson
skipstjóri á Þinganesi SF 25 sagði
í samtali við fréttaritara, að þessi
byijun væri í meðallagi góð, en
þeir hafa tekið forskot á humar-
veiðarnar tvö síðustu ár með til-
raunatogum fyrir Hafrannsókna-
stofnun.
„Þrátt fyrir lakari veiði á vertíð-
inni í fyrra kom tilraunatúrinn
betur út þá en nú. Það virðist
hlaupa á einhveijum dögum hve-
nær skilyrði breytast til að veiðin
aukist þó að gegnumsneitt séu
skilyrðin best frá miðjum maí til
miðs júní, en upp úr því fer að
koma fískur í dýpin og humarinn
heldur meira til í holunni. Þau
svæði, sem taka við sókninni eftir
að þessum tíma líkur, eins og
Meðallandsbugt sem tekur við
bæði flotanum héðan og af vestur-
svæðinu, virðast hafa orðið illa
úti,“ sagði Gunnar.
Ekki bjartsýnn
Aðspurður um horfurnar á vert-
íðinni, kvaðst Gunnar ekki bjart-
sýnn. „Á öðrum degi eftir að veið-
in byijaði var mjög gott veður og
skilyrði til veiða öll hin bestu og
þokkalegur afli. Á þriðja degi kald-
aði lítillega og þá datt veiðin strax
niður sem bendir til að ekki sé
mikill styrkur í veiðunum í ár.“
OECD vill hlé á
aðildarviðræðum
París. Reuter.
RÁÐHERRAR aðildarríkja Efna-
hags- og þróunarsamvinnustofnun-
arinnar (OECD) hvöttu í gær til
þess að ekki yrðu tekin inn fleiri
aðildarlönd um hríð. Rússar sóttu
á mánudag um aðild að OECD en
ráðherrarnir beindu orðum sínum
þó ekki sérstaklega að þeim.
Á síðustu tveimur árum hefur
þremur löndum, Mexíkó, Tékk-
neska lýðveldinu og Ungveijalandi,
verið veitt aðild og búist er við að
Pólland, Suður-Kórea og Slóvakía
fylgi fljótlega í kjölfarið. Að sögn
Peters Costello, fjármálaráðherra
Austurríkis, nær fjöldi aðildarland-
anna líklega þremur tugum fyrir
árslok en nú eru 27 lönd í OECD.
„Við teljum mikilvægt að OECD
taki sér hlé og gefi sér tíma til að
bregðast við áður en farið verður
út í frekari aðildarviðræður en þær
sem nú standa yfir,“ sagði Costello
á árlegum ráðherrafundi stofnunar-
innar í París í gær. Undir þessi orð
tóku aðrir ráðherrar, ítalski við-
skiptaráðherrann Augusto Fantozzi
kvað of mörg aðildarlönd myndu
óhjákvæmilega draga úr starfs-
hæfni stofnunarinnar.
í máli ráðherranna kom fram að
þeir telja nú mikilvægast að OECD
velti fyrir sér hlutverki sínu í heimi
þar sem mikilvægi ríkja utan stofn-
unarinnar, aðallega Asíuríkja, auk-
ist sífellt.
Verðir laganna hafa hendur í hári
mafíuforingja á Sikiley
„Venjuleg Qöl-
skylda sem lifði
hefðbundnu lífi“
Róm. The Daily Telegraph.
GLÆPAFORINGINN ítalski,
Giovanni Brusca, var að horfa á
heimildarmynd um manninn sem
hann er sakaður um að hafa
myrt er hann var handtekinn í
fylgsni sínu á mánudag. Lögregl-
an á Ítalíu undirbjó handtöku
hans vandlega og mikil vinna
hafði verið lögð í að hafa upp á
Brusca, arftaka mafíuforingjans
illræmda Salvatore „Toto“ Riina.
Brusca var að horfa á mynd
sem nýverið var gerð um ævi og
störf Giovanne Falcone dómara
en hann lést ásamt konu sinni og
þremur lífvörðum í sprengjut-
ilræði árið 1992. Falcone hafði
haft með höndum rannsókn á
málum mafíuforingja og þótti
hafa gengið sérlega vasklega
fram á þeim vettvangi. Mafían
ákvað því að myrða hann og var
500 kílóa sprengju beitt í því
skyni.
Sakaður um mörg tilræði
Að sögn yfirvalda stöðvuðu lög-
reglumennirnir bifreið sína fyrir
utan heimili Falcone til að votta
honum virðingu sína er þeir höfðu
handtekið Brusca.
Brusca er einnig sakaður um
margvísleg örihur tilræði og
grimmdarverk. Talið er að hann
hafi skipulagt tilræði í Róm,
Mílanó og Flórens á árinu 1993
en í þeim biðu tíu manns bana.
Rino Monaco, yfirmaður
Servizio Centrale Operativa, einn-
ar þriggja deilda lögreglunnar
sem vann að máli Brusca sagði
að mafíuforinginn hefði að öllu
jöfnu látið lítið fyrir sér fara og
af þeim sökum hefði hann m.a.
komist hjá handtöku svo lengi.
„Þetta var afspyrnu venjuleg fjöl-
skylda, sem lifði mjög svo hefð-
bundnu lífi,“ sagði Monaco.
í húsinu þar sem Brusca hélt
til var að finna smábíl en engin
skotvopn voru geymd þar. Hins
vegar fundust þar dýr og vönduð
föt, tæpar 2,5 milljónir króna í
reiðufé og mjög dýrir skartgripir.
Hleranir og eftirför
Lögreglan komst á snoðir um
ferðir Brusca með símhlerunum.
Síðar tókst að hafa upp á honum
þar sem hann hélt til í San Leone
hverfinu í Agriento á Sikiley þar
Reuter
GIOVANNI Brusca
skömmu eftir handtökuna.
sem millistéttarfjölskyldur eyða
gjaman sumarleyfi sínu.
Húsið fundu verðir laganna er
óeinkennisklæddir lögreglumenn
eltu vinkonu Brusca og mágkonu
úr verslun einni. Létt vélhjól með
ónýtan hljóðkút var sent framhjá
húsinu og þegar skellirnir heyrð-
ust í símanum, sem Bmsca var
að tala í og lögreglan hafði hler-
að, vissu fulltrúar réttvísinnnar
að rétti maðurinn var fundinn og
að hann var óviðbúinn. Hundruð
sérsveitarmanna stukku út úr
sendibílum sem lagt hafði verið í
nágrenni við fylgsni mafíuforingj-
ans og umkringdu þeir húsið. Að
sögn lögreglu var fjölskyldan að
horfa á heimildarmyndina um
Falcone dómara á Rás 5. Fólkið
veitti enga mótspymu. Brusca
rétti hendurnar upp yfir höfuð án
þess að segja orð og var leiddur
Út.
Lögreglan 4 Ítalíu telur sig
hafa unnið mikinn sigur og merk-
an með handtöku Giovanni Brusca
en óvíst er hvenær réttarhöld hefj-
ast í máli haris.