Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÖRNIN á leikskólanum á Flateyri voru hin ánægð- ustu með heimsókn færeysku lögmannshjónanna, Edmund Joensen og Edfríð Joensen. Þijú þeirra stilltu sér upp til myndatöku, þau Linda Björg, Guð- bjartur og Bergrós Gígja. í Súðavík var færeyska lögmanninum tekið með kostum og kynjum eins og annars staðar. Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri grunn- skólans, og Steinunn Einarsdóttir, leikskólastjóri, tóku á móti gestunum við skólabygginguna, en þar samein- ast grunnskólinn og nýi leikskólinn í einu húsi. Sal- Morgunblaðið/Sverrir björg Ólafsdóttir færði gestunum málað veggjabrot úr gamla leikskólanum og Sólveig tvíburasystir henn- ar færði frú Edfríði Joensen blómvönd. Tvær yngri Súðavíkurstelpur, Ragnhildur og Anna Elísa, fylgd- ust með og veifuðu færeyskum fánum. Edmund Joensen lögmaður Færeyja í heimsókn til Flateyrar og Súðavíkur Óblíð náttúruöflin stæla íbúana og auka þeim kraft Lögmaður Færeyja og fylgdarlið fór í heimsókn til Vestfjarða í gær. Ragnhildur Sverrisdóttir fór með til Flateyrar og Súðavíkur, þar sem færeysku gestunum var fagnað innilega, en frændur í Færeyjum styrktu íbúa þorpanna með rausnarlegum peningagjöfum eftir að snjóflóð féllu þar á síðasta ári. EDMUND Joensen lögmadur, Sámal Pétur í Grund, samgönguráðherra, Halldór Blöndal og Baldur Bjarnason í Vigur við gömlu mylluna í Vigur. EDMUND Joensen, lögmaður Færeyja, lýsti yfir mikilli aðdáun sinni á dug og kjarki Flat- eyringa og Súðvíkinga, þegar hann heimsótti þorpin tvö í gær. Hann sagði að óblíð náttúru- öflin, sem valdið hefðu svo miklum hörmung- um, stæltu einnig íbúana og ykju þeim kraft, svo þeir bitu á jaxl og gæfust aldrei upp. Lögmaður Færeyinga kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, Edfríð og fylgdarliði, sem meðal annars innihélt samögnugráðherra Færeyja, Sámal Pétur í Grund. I gærmorgun hélt lögmaðurinn til Vestfjarða í fylgd Hall- dórs Blöndal, samgönguráðherra og frú Krist- ínar Eymundsdóttur. Tilefni farar hans þang- að var sú vinsemd og stórhugur sem Færey- ingar sýndu íbúum Súðavíkur og Flateyrar eftir að snjóflóðin dundu þar yfir í janúar og október á síðasta ári. Kristján Jóhansson sveitarstjóri og Magnea Guðmundsdóttir oddviti tóku á móti færeysku gestunum á Flateyri. Þar var leikskóli bæjar- ins heimsóttur, en hann hefur verið í bráða- birgðahúsnæði frá því að snjóflóðið féll. Það lenti upp á gamla leikskólanum, sem nú telst hættusvæði og verða 27 milljónir króna, sem Færeyingar gáfu Flateyringum eftir hörm- ungamar, notaðar til að byggja upp nýjan skóla. Hann verður tekinn í notkun í septem- ber nk. Kristján sveitarstjóri sagði að vinátta Færeyinga hefði verði Flateyringum mjög mikilvæg. „Færeyingar höfðu áður reynst Súðvíkingum vel og vinarþel þeirra, þegar hörmungamar dundu yfír, var ómetanlegt. Þá hefði sveitarfélagið ekki ráðið við að byggja nýjan og öruggan leikskóla án þeirra hjálpar," sagði Kristján. Gestir gengu um svæðið, þar sem snjóflóð- ið féll og nú eru aðeins grunnar húsa eða hálfhrundir veggir til vitnis um byggðina sem þar var. Ný hús verða ekki byggð þar, held- ur ætla Flateyringar að hafa þar minningar- reit. 70% byggðar á Flateyri telst nú hættu- svæði, en þegar sjást merki þess að Flateyr- ingar þétti byggðina neðar á eyrinni og fjöl- skyldur, sem fóru burt eftir flóðið, em farnar að snúa heim á ný. Til að byija með búa þær í sumarhúsum, en uppbyggingin er hafín. Mætti ég fá stein? Eftir að færeysku gestirnir höfðu verið leystir út með gjöfum á Flateyri var ekið yfir á ísfjörð og þaðan siglt út í Vigur, þar sem óðalsbóndinn Baldur Bjarnason og frú Sigríð- ur Salvarsdóttir veittu gestum beina. Edmund Joensen skoðaði þar einu myllu landins, sem síðast var malað í árið 1917 en Vigurbændur hafa haldið við. Höfðu gestir á orði að ekki væri að undra að ábúendur í Vigur hefðu fengið umhverifsverðlaun Ferðamálaráðs á síðasta ári. Þegar Vigur var kvödd velti færeyski lög- maðurinn því fyrir sér hvort ekki væri óhætt að taka með einn stein úr fjömborðinu, því hann vildi gjarnan nota hann sem fót undir lítinn, íslenskan borðfána. Hann var því leyst- ur út með steininum, enda töldu Vigurbúar nóg af gijótinu. A Súðavík mættu gestum sveitarstjórinn Ágúst Kr. Björnsson, Sigríður Hrönn Elías- dóttir, formaður sveitarstjórnar og Heiðar Guðbrandsson, fulltrúi minnihluta í sveitar- stjórn. Um leið og lögmaður steig á land innti hann heimamenn eftir því hvort lífið í þorpunum gengi sinn vanagang að nýju og fékk þau svör að hjól atvinnulífsins snemst af fullum krafti og ekki væri minni kraftur í uppbyggingunni. Agúst Kr. Björnsson sagði að Súðvíkingar gleymdu seint vinarhug og hjartahlýju Fær- eyinga eftir að snjóflóðið féll á þorpið í jan- úar í fyrra og það hefði verið þeim mikil hvatning. „Við ákváðum að byggja leikskóla fyrir söfnunarféð frá Færeyjum, en gamli leikskólinn eyðilagðist í flóðinu. Að tilstuðlan Færeyinga varð leiksólinn þannig fyrsta verk- efnið við endurbygigngu Súðavíkur,“ sagði Ágúst. Börn í Súðavík, sem veifuðu færeysk- um fánum ákaft, færðu lögmanninum að gjöf veggjarbrot úr gamla leikskólanum, sem á hafði verið máluð mynd af Súðavík. Gestir skoðuðu nýja skólann og hlýddu á stuttan leikþátt grunnskólabarna. Að lokinni heimsókn í Frosta hf. héldu gestirnir og fylgdarlið til ísafjarðar og brögð- uðu dálítinn hákarl og harðfisk hjá Óskari Friðbjörnssyni sem frægur er fyrir fískverkun sína. Færeyski lögmaðurinn sagði hákarlinn hið mesta hnossgæti og minnti nærstadda á að Færeyingar borðuðu t.d. hvalspik, svo þeim kæmi fátt á óvart í matarsiðum. Afar þakklátur Að heimsókn lokinni sagði Edmund Joens- en að hann væri afar þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að koma í þessa heimsókn og móttökurnar hefðu verið frábærar. „Vina- bönd íslendinga og Færeyinga hafa verið styrkt enn frekar og samvinna okkar einnig. Við höfum löngum átt góða samvinnu á sviði sjávarútvegsmála og má þar nefna að við höfum sameinast í kröfum okkar um fiskveið- ikvóta. I samgöngumálum er samtarf þjóð- anna einnig með ágætum, bæði hvað varðar farþegaflug og fragtflutninga íslenskra skipa sem koma reglulega við í Færeyjum. Ég hef notið gestrisni og vináttu í heimsókn minni, hvar sem ég hef komið. Þá vináttu vil ég styrkja enn frekar og viðhalda." Halldór Blöndal, samgönguráðherra, tók undir orð Edmunds Joensens um vináttu þjóð- anna. Hann sagði Flateyringa, Súðvíkinga og þjóðina alla hafa fundið skýrt frændsemi þjóðanna þegar Færeyingar brugðust við og studdu rausnarlega við íbúa þorpanna. „Það var mér sönn ánægja að ferðast með færeysk- um frændum okkar um þessar slóðir, þar sem þeir eru miklir aufúsugestir,“ sagði Halldór Blöndal. Tillaga kjörnefndar um miðstjórn ASÍ samþykkt TILLAGA kjörnefndar í kjöri til miðstjómar var samþykkt á þingi ASÍ í gær. Tillögur komu fram um fímm menn til viðbótar við tillögu kjörnefndar, en þeir voru allir nokk- uð langt frá því að ná kjöri. Niðurstaða í miðstjómarkjöri var þessi: Guðrún Kr. Óladóttir, Starfs- mannafélaginu Sókn, 98,3% at- kvæða, Björn Snæbjörnsson, Verkalýðsfélaginu Einingu, 96,4%, Hansína Á. Stefánsdóttir, Verslun- armannafélagi Árnessýslu, 96,2%, Björn Grétar Sveinsson, Verka- mannasambandi Islands, 95,8% Guðmundur Þ. Jónsson, Iðju, 94,9%, Ragna Bergmann, Verkakvennafé- laginu Framsókn, 94,3%, Halldór Björnsson, Dagsbrún, 93,3%, Guð- mundur Gunnarsson, Rafiðnaðar- sambandi Islands, 92,6%, Sævar Gunnarsson, Sjómannasambandi íslands, 91,3%, Kristján Gunnars- son, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, 90,5%, Örn Friðriksson Félagi járniðnaðarmanna, 90,1%, Sigurður Ingvarsson, Árvakri á Eskifirði, 89,7%, Karítas Pálsdóttir Verkalýðsfélaginu Baldri, 89,2% Valdimar Guðmannsson, Verka- lýðsfélagi A-Húnavetninga, 89,1%, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, VR, 79,5%, Þórður Ólafsson, Verkalýðs- og sjómannafélaginu Boðanum, 76,5%, Sólveig Haraldsdóttir, V erslunarmannafélagi Hafnar- fjarðar, 76,2%, Pétur A. Maack, VR, 73,4%. Þeir sem ekki náðu kjöri voru Signý Jóhannesdóttir, Vöku á Siglufirði, 66,5%, Sigurður T. Sig- urðsson, Hlíf, 36,3%, Eiríkur Stef- ánsson, Verkalýðs- og sjómanna- félagi Fáskrúðsfjarðar, 34,9%, Sævar Gestsson, Sjómannafélagi Isafjarðar, 31,3%, og Birgir Björg- vinsson, Sjómannafélagi Reykja- víkur, 23,7%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.