Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 25 ERLENT Míkhaíl Gorbatsjov um stækkun NATO Vesturlönd svíkia ffefin loforð Bonn. Reuter. MlKHAÍL S. Gorbatsjov, síðasti Sov- étleiðtoginn, segir að ríki Vestur- landa hafi svikið gefin loforð með yfirlýsingum um að stækka beri Atl- antshafsbandalagið, NATO, til aust- urs. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta hefti þýska vikurits- ins Stern en blaðið kemur út í dag, fimmtudag. Gorbatsjov, sem nú er í framboði í forsetakosningunum í Rússlandi, segir að loforð um að NATO yrði ekki stækkað til austurs hafi verið gefið er sameining Þýskalands var til umræðu. „Þessi yfirlýsing var gefin. Síðan liðu Sovétríkin undir lok, Rússar ráfuðu um og máttu sín lítils og samningsaðilar okkar á Vest- urlöndum vildu ekki kannast við að gert hefði verið heiðursmannasam- komulag í þessa veru. Þetta lýsir mikilii skammsýni" segir Gorbatsjov í viðtalinu. Segja engin loforð hafa verið gefin Vestrænir embættismenn hafa jafnan neitað því að gefið hafi verið loforð um að landamærum NATO yrði ekki breytt er samið var við Sovétríkin um sameiningu Þýska- lands og aðild þess að NATO. Gorb- atsjov barðist upphaflega gegn því að austurhluti Þýskalands yrði gerð- ur að landsvæði er heyrði undir NATO og sætti hann miklum þrýst- ingi af hálfu ráðamanna innan Rauða hersins. Svo fór að lokum að Sovét- leiðtoginn gaf eftir enda lágu þá fyrir yfirlýsingar ráðamanna á Vest- urlöndum í þá veru að aðild hins nýja Þýskalands að varnarbandalag- inu yrði ekki ógnun við öryggishags- muni Rússa. í viðtalinu lýsir Gorbatsjov því ekki hvers eðlis þær öryggistrygg- ingar voru, sem hann taldi sig hafa fengið fram í viðræðum þessum. Fyrir liggur af hálfu NATO yfir- lýsing þess efnis að einungis sé spurning um tíma hvenær nokkur fyrrum Varsjárbandalagsríki, Tékk- neska lýðveldið, Pólland og Ung- verjaland, fái aðild að bandalaginu. Hugsanlegt er talið að formleg ákvörðun um aðild þessara ríkja verði tekin á leiðtogafundi NATO í desem- ber í ár. Gorbatsjov segir í viðtalinu að harma beri þá ofuráherslu sem Bandaríkjamenn leggi á stækkun NATO og varar við hugsanlegum viðbrögðum ráðamanna í Moskvu. Lætur hann að því liggja að gildandi afvopnunarsáttmálar verði hugsan- lega endurskoðaðir einhliða af þess- um sökum. Svipaðar hótanir hafa efnislega borist frá rússneskum her- foringjum á síðustu mánuðum. Mandela í Þýskalandi NELSON Mandela, forseti Suð- ur-Afríku, ávarpaði í gær þing Þýskalands í Bonn, þar sem hann er í opinberri heimsókn. Notaði hann tækifærið til að hvetja til þess að Suður-Afríku yrði veitt aðstoð í líkingu við Marshall- áætlunina, til að ýta undir efna- hagsumbætur. Vísaði hann til mikilvægis áætlunarinnar fyrir uppbyggingu Vestur-Þýskalands í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Mandela er fimmti þjóðhöfð- inginn sem ávarpar þýska þingið. Áður hafa Bandaríkjaforsetarnir Richard Nixon og Ronald Reag- an, Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og Ezer Weizman, forseti ísraels, stigið í ræðustól þess. Á myndinni er Mandela ásamt Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Reuter Tsjetsjenar fella 40 Rússa Moskvu. Reuter. FJÖRUTÍU rússneskir hermenn féllu í gær þegar tsjetsjenskir skær- uliðar gerðu árás á varnarlínur þeirra skammt frá þorpinu Bamut í Tsjetsjníju, að því er fréttastofan Interfax hafði eftir heimildarmanni í rússneska hernum. „Samkvæmt fyrstu gögnum eiga sveitir hersins nú í hörðum bardög- um . . . og hafa misst 40 hermenn frá því í morgun," sagði í frétt Inter- fax. „Það er ógerningur að gera sér grein fyrir mannfalli í röðum bar- dagamanna [Tsjetsjena], sem hafa veitt harða mótspyrnu.“ Rússar segja að um þúsund skær- uliðar hafi komið sér fyrir í Bamut og hafa þeir meðal annars á sínu valdi eldflaugageymslu frá Sovét- tímanum, sem er það rammgerð að hún þolir kjarnorkuárásir. Rússneski herinn hefur verið að reyna að kveða niður sjálfstæðisbar- áttu Tsjetsjena frá 1994 og hrekja skæruliða frá Bamút síðan í fyrra. V\il- ÁA S* m-A 9- II. S f ÍliU ilf jffSwlrl Urval af trjám, runnum og sumarblómum Selja kr. 990 hnausplanta 125 til 150 sm. Lerki í 2 I. potti. Kr. 440 Einnig: Gróðurmold, kurl, blómapottar, áburður, plöntulyf, upplýsingarit, verkfæri o.fl. plöntusalan í Fossvogi Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala). Opið kl. 8 -19. Helgar kl. 9 -17. Sími 5641777 Sumarblóm pr. stk. kr. 38 Garðsláttuvélar □ Reykjavík: Armúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Aður: 295 kr. turtle wax Aöur: 450 kr. Aöur: 485 kr. Áöur: 330 kr. VIDARKOL PARTY 3 kg. turtie meira en bensín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.