Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORARINN ÞORARINSSON „Nóg er hvað þú ert ljótur, en ^þú þarft nú ekki að vera leiðinlegur líka“, sagði gefandinn, þegar hann rétti mér forkunnarfagra kassa- myndavél í leðurtösku, þar sem ég pjakkur stóð albúinn á leið í sveit- ina. „Vertu nú svolítið mannboruleg- ur og skemmtilegur, taktu myndir af fólkinu í sveitinni, fallegu hestun- um, hundunum, kúnum og fénu.“ Eg lét ekki segja mér þetta tvisv- ar og þetta mikla undratæki, með aðeins einum takka, úti eða inni, varð mér ómældur gleðigjafí alveg fram undir fermingu, þegar ég sá fyrst svokallaða „reflex“, mynda- ' Sjfel. Fékk ég þá þvílíka minnimátt- arkennd fyrir minni dyggu kassa- myndavél, að ég kom henni fyrir á svo góðum stað að ég hef ekki séð hana síðan. Eftir nám varð svo eitt mitt fyrsta verk að kaupa notaða „reflex", vél og hefur hún og ætt- ingjar hennar fylgt mér síðan. A Alþýðublaðinu þótti þetta framtak mitt líka þjóðráð, því allir voru sam- mála um það að mikið af myndum ætti að vera í málgagninu, þótt af tæknilegum ástæðum enginn þekktist af mynd í blaðinu á þessum tímum. Benedikt Gröndal, ritstjóri Al- _ þýðublaðsins, var svo vinsæll og skemmtilegur, að einn ritstjóra Tímans, Indriði G. Þorsteinsson, sá ástæðu til þess að koma daglega í Alþýðuhúsið í síðdegiskaffi. Af Indriða bjarmaði jafnan af skag- firskri ættjarðarást og hesta- mennsku. Lagði ég því snemma leið mína í Edduhúsið með myndir af hestamótum. Gafst mér um leið tækifæri að kynnast nokkrum þeirra öðlinga, sem ritstýrðu Tímanum, störfuðu á ^ ntstjórn og við ljósmyndir, m.a. sjálfum stjórnmálaritstjóranum Þórami Þórarinssyni. Mér var þetta sérstakur heiður, vegna þess að ég tók blaðamennsku mína alvarlega og vissi gerla hvaða orðspor fór af manninum. Tíminn skipaði líka sér- stakan sess í sveitinni, þar sem hann kom tveggja nátta gamall með mjólkurbílnum, ásamt Islend- ingi og ísafold á tyllidögum. Þórarinn var hrífandi persónu- leiki, einstaklega hlýr í framkomu og traustur. Helga dóttir hans var bekkjarsystir mín í MR og Sigurður tengdasonur hans vinur minn. Þór- arinn var úr Ólafsvík eins og kona mín og reyndar náskyldur tengda- __pióður minni úr Fróðárhreppnum. Þórarinn vék oft orði að þeim Snæ- fellingum og ég fann hvað héraðið lifði sterkt í honum. Þótt alþjóða- mál hafi verið viðfángsefni hans lengst af og hann líklega skrifað meira um þau en nokkur annar, þá var stutt í hjarta breiðfirska sjó- mannsins eða bóndans í fögrum dal og alþýðunnar um allt Island. Þórarinn hvatti mig mjög með hestamyndirnar í Tímanum, taldi það gott efni. Innti líka eftir gangi mála á forsetaskrifstofunni, þar sem frænka hans vann. Ekki gleymdi hann heldur Alþýðuflokkn- um, enda forystumaður Framsókn- arflokksins og þingmaður. Hann > hafði mikla kímnigáfu, en fágun persónuleikans var slík, að minnti mig oft á það besta hjá helstu lands- feðrum okkar. Hugsjón hans var eldur jafnaðar og samvinnu, borin uppi af óbilandi trú á þjóðina og hlutverk hennar í veröldinni. Ég þakka velgjörðarmanni mín- um vináttuna, og votta eiginkonu, börnum, fjöldskyldu og vinum mína dýpstu samúð. Drengskapur og ættjarðarást Þórarins hvíli nú í náð- arfaðmi Drottins. , Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Kveðja frá Blaðamanna- félagi Islands Blaðamannafélag Islands kveður í dag Þórarin Þóarinsson fyrrv. blaðamann og ritstjóra. Þórarinn hóf ungur störf við blaðamennsku og það starfssvið var honum alla íið kært þótt hann ætti eftir að koma víða við á sínum starfsferli, bæði í stjórnmálum og við almenn ritstörf. Það var árið 1933 sem Þórarinn hóf blaðamannsferil sinn á Nýja dagblaðinu sem þá var að hefja göngu sína. Fyrir voru þá aðeins þijú dagblöð í landinu: Vísir, Morg- unblaðið og Alþýðublaðið. Þótt ung- ur væri að árum lét Þórarinn fljótt að sér kveða í hópi blaðamanna og tók virkan þátt í endurreisn Blaða- mannafélagsins haustið 1934, en félagið hafði þá legið í dvala um nokkurt skeið. Með honum í því að endurvekja félagið voru helstu blaðamenn landsins á þeim tíma, þeir Ámi Óla, Jón Kjartansson og Þórunn Hafstein öll á Morgunblað- inu, Svavar Hjaltested á Fálknaum, Axel Thorsteinsson á Vísi og Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson á Alþýðu- blaðinu. Þórarinn tók virkan þátt í starfi Blaðamannafélagsins meðan það var að festa sig í sessi fram eftir fimmta áratugnum. Hann hélt alla tíð mikla tryggð við starf sitt og félagið og var fljótt kominn í hóp reyndustu blaðamanna landsins og sat á ritstjómarstóli Tímans um áratugaskeið. í rúman aldarfjórðung hefur Þór- arinn notið þess heiðurs að vera með lengstan starfsaldur blaða- manna hérlendis og vera handhafi blaðamannaskírteinis númer eitt. Blaðamannafélag íslands þakkar samstarfið á liðnum áratugum um leið og fjölskyldu og ættingjum em færðar hugheilar samúðarkveðjur. Þórarinn Þórarinsson var fæddur í Ólafsvík 19. september 1914. Fað- ir hans, Þórarinn Þórðarson sjómað- ur, drukknaði áður en hann fædd- ist. Móðir hans var Kristjana Magn- úsdóttir og gerðist hún ráðskona eftir fæðingu Þórarins hjá Bjarna Sigurðssyni í Kötluholti í Fróðár- hreppi. Bjarni var ekkjumaður með mörg börn og ólst Þórarinn upp með þeim systkinum. Afar kært var með Kristjönu og Þórarni, en hann var einkabam hennar. Hún mun hafa hlúð að uppvexti hans á allan þann hátt sem unnt var. Kristjana var greind kona og mun hún hafa tekið mikinn þátt í og glaðst yfir velgengni sonarins. Samband þeirra mæðgina var sterkt alla tíð og mun hann hafa sinnt móður sinni vel. Þórarinn ólst ekki upp við ríkidæmi en hafði í heimanfylgju hugsjónir samhjálpar og samvinnu og hyggindi til að þoka hugsjónunum áleiðis. Þórarinn fór í Samvinnuskólann 17 ára gamall og lauk prófi þaðan 1933. Vetumir í Samvinnuskólan- um mörkuðu upphafið að lífsstarfi hans. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá stýrði Samvinnuskólanum, kom auga á hinar óvenjulegu gáfur og hæfileika þessa unglings og sá hví- líkur liðsmaður hann yrði þeirri stjórnmálastefnu sem báðir aðhyllt- ust. Það mun hafa verið fyrir til- verknað Jónasar sem Þórarinn, strax að loknu prófi, gerðist blaða- maður á Tímanum. Hann var síðan meira en hálfa öld í fremstu röð íslenskra blaðamanna og handhafi blaðamannaskírteinis nr. 1. Þórar- inn var einnig blaðamaður á Nýja dagblaðinu og 1936-1938 var hann ritstjóri þess. 1938 var Nýja dag- blaðið sameinað Tímanum og Þór- arinn ráðinn ritstjóri Tímans og gegndi því starfi í 46 ár. Þórarinn skrifaði alla tíð mikið í Tímann einkum um stjórnmál en einnig um erlend málefni og menn- ingarmál. Safn blaðagreina eftir Þórarin var gefíð út í bókinni „Svo varstu búinn til bardaga". Stjórnmálabar- átta blaðamannsins nægði ekki Þórarni. Hann var fyrsti formaður Sambands ungra framsóknar- manna 1938-1944 við góðan orðs- tír. 1959 var hann kjörinn þingmað- ur Reykvíkinga og sat á Alþingi til 1978. Þórarinn var mikill áhrifamaður á Alþingi. 1971-1978 var hann for- maður þingflokks framsóknar- manna. Þá átti hann sæti í utanrík- ismálanefnd allan þingtíma sinn og var formaður hennar 1971-1978. Þórarinn barst ekki mikið á í þingsölum, hógvær og yfirlætislaus. Styrkur hans lá í skýrri hugsun og mikilli lagni við að leiða saman sjón- armið manna og ná þeirri niður- stöðu sem hann vildi. Þetta gerði hann að einum mesta áhrifamanni þingsins. Þar við bættist að með stjómmálaskrifum sínum hafði hann mjög mikil áhrif í þjóðlífínu. Hann var öflugur í sókn og snilling- ur í vörn þegar hann beitti penna sínum. Af einstökum baráttumálum Þórarins vil ég nefna útfærslu land- helginnar. Með skrifum sínum vakti hann menn og fylgdi málinu eftir til sigurs sem formaður þingflokks og utanríkismálanefndar. Þórarinn skrifaði sögu Fram- sóknarflokksins og kom hún út í þremur bindum og nær fram til 1978. Þetta er mjög mikilvægt rit fyrir þá sem vilja kynna sér ís- lenska stjórnmálasögu tuttugustu aldar. Þórarinn hafði lengst af því tíma- bili er sagan spannar verið sjálfur þátttakandi í baráttunni og oftast í fremstu röð. Þó tekst honum eins og Sturlu Þórðarsyni í íslendingabók að segja söguna af hófsemd og oft- ast með hlutleysi fræðimannsins. Þórarinn giftist Ragnheiði Þorm- ar 1943, hinni ágætustu konu og lifír hún mann sinn. Þeim varð þriggja barna auðið, Helgu, Þórar- ins og Ragnheiðar Hrefnu. Nú þegar Þórarinn er allur sjáum við á bak merkum og áhrifamiklum stjómmálaforingja sem mörgu góðu fékk áorkað á langri starfsævi. Eljusemi hans og þrautseigja var einstök meðan kraftar entust. Við framsóknarmenn eigum þessum fallna foringa mikla skuld að gjalda. Hann var alla tíð hugsjónum sínum trúr. Páll Pétursson. Sérhver einstaklingur í þjóðfé- laginu skilur eftir sig spor. Áf eðli- legum ástæðum verða sporin mis- jafnlega áberandi, en allir geta ver- ið sammála um það að Þórarinn Þórarinsson markaði dýpri spor í sögu íslensku þjóðarinnar en al- mennt gerist. Hann steig ekki alltaf þungt til jarðar, en með þrotlausu starfi sem markaðist af hógværð og rökhyggju hefur hann haft meiri áhrif en flestir aðrir á 80 ára sögu Framsóknarflokksins. Hann naut mikils trausts alla tíð innan Fram- sóknarflokksins enda var hann þingmaður, ritstjóri, formaður þing- flokksins og formaður utanríkis- málanefndar Alþingis og rækti öll þessi störf með miklum sóma. Þór- arinn var ritstjóri Tímans í yfir 50 ár og sem slíkur var hann þekktur á flestum heimilum landsins. Hann talaði ávallt fyrir sáttum og sanngirni og hógværð hans í orði og æði aflaði honum margra stuðnings- og velvildarmanna um allt þjóðfélagið án tillits til flokka og óvini átti hann enga. Þórarinn skrifaði sögu Fram- sóknarflokksins frá stofnun hans og fram til ársins 1976, sem er mikið verk og vandað og ómetanleg söguleg heimild um stjórnmál aldar- innar. Verkið er skrifað af manni, sem var oftast í miðri þeirri at- burðarás, sem hann lýsir af sann- girni og drenglyndi um samstarfs- menn og andstæðinga í stjórnmál- um. Hann var sjálfur mikilvægur hluti af þessari sögu, sem hann skrifaði, enda ferill hans í íslenskum stjórnmálum svo langur og farsæll að varla eru nokkur dæmi slíks. Ég kynntist Þórami Þórarinssyni fýrst eins og margur annar í gegnum skrif hans í Tímann. Leiðarar hans og önnur pólitísk skrif báru vitni um mikið hyggjuvit og víðtæka þekkingu á stjórnmálum, jafnt inn- anlands sem utan. Þeir sem lásu það sem Þórarinn skrifaði hlutu því að verða fyrir áhrifum. Síðar átti ég því láni að fagna að starfa með Þórami alllengi á Alþingi og undir leiðsögn hans. Hann var góður stjómandi þingflokks Framsóknar- manna og lagði mál mjög vel upp og átti auðvelt með að finna kjama máls og fínna tillögur til lausnar í erfíðum úrlausnarmálum. Mér er sérstaklega minnisstætt hvemig Þórarinn hélt á umræðum um land- helgismálið, en hann hafði gífurleg- an áhuga á því og var sá maður, sem hvað mest mótaði stefnu Fram- sóknarflokksins í því máli. Ráðherr- ar flokksins leituðu til hans um ráð og hann leiðbeindi þeim í mörgum vandasömum deilumálum. Hann lagði sérstaka rækt við að leiðbeina mér þegar ég steig mín fyrstu skref í stjómmálum, sem ef til vill ein- kenndist af því að hann sjálfur hóf afskipti af þjóðmálum þegar hann var mjög ungur að áram og hafði því mikið að gefa okkur, sem yngri voram. Þórarinn Þórarinsson var fyrsti formaður Sambands ungra Fram- sóknarmanna og þá spurði hann m.a. þeirrar spurningar: „Af hveiju stafar sundurlyndi?" Hann svaraði: „Það á rætur sínar í því að menn kunna ekki að vinna saman. Þeir meta eiginn hag svo mikils að þeir geta ekki tekið réttlátt tillit til ann- arra og af því rísa deilurnar." Þórar- inn gerði sér grein fyrir því að sund- urlyndið er versti andstæðingur allra þjóða og hann vann að því alla tíð að vinna gegn því. Hann hafði ekki eiginn hag í huga og tók ekki sérstakt tillit til sjálfs sín. Sem ungur maður hóf hann baráttu fyr- ir aukinni samvinnu og samheldni. Framsóknarflokkurinn á Þórarni Þórarinssyni meira að þakka en flestum öðrum, sem í flokknum hafa starfað. Hann hafði meiri áhrif á stefnu flokksins en menn gera sér almennt grein fyrir og hugsjón- ir hans munu lifa áfram. Um leið og ég þakka af heilum hug hans gifturíka framlag votta ég Ragnheiði konu hans innilega samúð okkar Siguijónu og við biðj- um Guð að styrkja hana þegar hún nú kveður mann sinn, sem hún hefur stutt í gegnum þykkt og þunnt á langri og erilsamri ævi. Halldór Ásgrímsson. Með Þórarni Þórarinssyni er genginn einn reyndasti stjórnmála- maður þessarar aldar, einn umtal- aðasti ritstjóri okkar tíma og einn trúasti hugsjónamaður Framsókn- arflokksins, ekki aðeins í Reykjavík heldur á landinu öllu. Þórarinn var einn þeirra manna sem, með þrot- lausu starfí og óbilandi áhuga og trú á hugsjónina, hafði hvað mest áhrif á þá stefnu sem Framsóknar- flokkurinn aðhyllist og hefur unnið að í áranna rás. Hann þekkti innviði flokksins og uppbyggingu betur en flestir aðrir og átti gott samstarf við forystumenn hans hveiju sinni. Hann ólst upp í flokknum undir handarjaðri Jónasar frá Hriflu og var einn af hans helstu stuðnings- mönnum. Engu að síður var hollust- an við heildina honum svo mikilvæg að þegar leiðir flokksins og Jónasar skildu, árið 1946, hélt Þórarinn tryggð við flokkinn og ritstýrði Tím- anum af stökum sóma í þeim krappa dansi sem stjómmálabaráttan var í þá tíð. Þórarinn var einn af áhrifamönn- um Framsóknarflokksins í áratugi. Hann tók við starfi ritstjóra Tímans árið 1938, aðeins 24 ára gamall, og ritstýrði blaðinu til ársins 1984, eða í 46 ár. Hann varð formaður Sambands ungra framsóknar- manna sama ár og hann tók við ritstjórastarfinu á Tímanum og gegndi því embætti í sex ár. Þá átti hann, í gegnum tíðina, sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum fyr- ir hönd flokksins. Hann var hógvær og lítillátur fyrir eigin hönd en rök- semdafærsla fyrir stefnumálum stjórnmálaflokksins, sem hann helgaði ævistarfið, var honum eins og í blóð borin og fáir stóðust hon- um snúning í kappræðum á þeim vettvangi. Árið 1959, ríflega tuttugu árum eftir að Þórarinn tók við ritstjóra- starfinu á Tímanum, tók hann for- ystusæti á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík vegna Alþingiskosn- inga. í tæp tuttugu ár var hann farsæll þingmaður Reykvíkinga en Framsóknarflokkurinn fékk tvo menn kjörna á þing í Reykjavík mestanpart þeirra nítján ára sem Þórarinn var oddviti flokksins. Á þessum áram urðu trúlega einna mestar þjóðfélagslegar sviptingar sem íslendingar hafa gengið gegn- um og það kom ekki síst fram í borginni. Hún óx og þandist út, umbjóðendunum fjölgaði með undraverðum hætti, nútíminn hélt ótrauður innreið sína og stjórnmála- menn þurftu þá, ekki síður en nú, að hafa sig alla við til að fylgjast með breyttum aðstæðum, vera í takt við tímann. Þetta tókst Þórarni með ágætum, án þess þó að missa tengslin við þær rætur sem hann hafði vaxið af. Með Þórarni Þórarinssyni hverf- ur af sjónarsviðinu sterkur stjórn- málamaður, blaðamaður og rit- stjóri. Fyrir okkur Reykvíkinga er nú horfinn einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í höfuðborg- inni, eftir velheppnað, óeigingjamt og árangursríkt starf í áratugi. Um leið og hann er kvaddur í þessum heimi af þakklátum samferðar- mönnum er ég þess fullviss að falln- ir foringjar og aðrir félagar hans hafa tekið á móti honum þar sem við endum öll. Starfa minna vegna verð ég fjarverandi þegar Þórarinn verður jarðsunginn og verð því að láta þessar línur mínar verða loka- kveðju til Þórarins, - Framsóknar- menn í Reykjavík og á landinu öllu eiga honum margt að þakka. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þórarinn Þórarinsson átti ásamt Einari Ágústssyni mestan þátt í því að rífa upp fylgi Framsóknarflokks- ins í Reykjavík á sjöunda áratugn- um. Það var ekki heiglum hent, enda harður áróður gegn framsókn- armönnum í Reykjavík í þá daga. Þórarinn kunni hins vegar öðrum fremur þá list að benda á sameigin- lega hagsmuni þéttbýlisbúa og landsbyggðarmanna til að draga úr gagnkvæmri tortryggni þeirra. Þannig öðlaðist hann traust langt út fyrir kjördæmi sitt Reykjavík, sem hann þjónaði dyggilega í tæpa tvo áratugi. Þórarinn Þórarinsson naut mikils trausts framsóknarmanna í Reykja- vík og eignaðist fjölda stuðnings- manna. Var með ólíkindum hversu vel hann ræktaði samband sitt við kjósendur sína, þrátt fyrir erilsöm störf á Alþingi, þar sem hann gegndi stöðu þingflokksformanns ásamt því að vera stjórnmálaritstjóri Tímans. Það var mér ómetanlegt sem ung- um manni að fá tækifæri til að njóta handleiðslu Þórarins á áram mínum sem blaðamaður á Tímanum. Hann kunni þá list að skilja kjamann frá hisminu og var jafnan fljótur að átta sig á aðalatriðum hvers máls. Þórar- inn var ekki öfgamaður og taldi að Framsóknarflokkurinn gæti unnið ýmist til hægri og vinstri. En engin launung var þó, að hann taldi, að Framsóknarflokkurinn ætti frekar að vinna með félagshyggjuflokkun- um svonefndu, ef þess væri kostur. Það átti ekki fyrir Þórarni að liggja að verða ráðherra. Hann sótt- ist heldur ekki eftir því. Sem stjórn- málaritstjóri Tímans og þingflokks- formaður hafði hann jafnmikil áhrif og ráðherra. Hann barst aldrei á og vann sín verk meira í kyrrþey. Það var hans stíll. Þórarinn átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Þó gat hann fylgst með fréttum og í samtölum, sem ég átti við hann spurði hann margs úr stjórnmálabaráttunni. Að leiðarlokum þakka ég og ij'öl- skylda mín Þórarni samfylgdina um leið og við vottum Ragnheiði konu hans og fjölskyldu samúð á skilnað- arstundu. Blessuð sé minning Þórarins Þór- arinssonar. Alfreð Þorsteinsson. • Flcirí minningargreinar um Þórarin Þórnrinsson bíön birting- ar og munu hirtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.