Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bretar segja Evrópusam- bandínu stríð á hendur John Major, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að láta sverfa tii stáls gagnvart Evr- ópusambandinu þangað til lausn fínnst á kúariðudeilunni. Bretar geta með ýmsum hætti truflað starf ESB og jafnvel lamað það á einstökum sviðum. sammála því að sparka í ESB án þess þó að láta Evrópusamvinnuna hiynja með öllu. Að lokum var fallist á tillögu er lögð hafði verið fram í greinar- gerð frá David Davis, aðstoðarráð- herra í utanríkisráðuneytinu, þar sem færð eru rök fyrir því að eina færa leiðin sé að reyna að flýta lagalegri meðferð málsins fyrir Evrópudómstólnum á sama tíma og reynt verði að ná athygli sam- að dylja eigin „getuleysi" í málinu og sögðu þingmenn hans hugsan- legt að íhaldsmenn væru með þessu að undirbúa þingkosningar í haust er myndu snúast um þetta mál. Major átti í gær samtal við Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar, sem emb- ættismenn sögðu hafa verið vin- samlegt. A næstu dögum munu breskir erindrekar reyna að út- fyrr en að búið er að leysa nauta- kjötsdeiluna. Samkomulag verður einnig að vera um styrki til vísinda og sam- göngumannvirkja að ekki sé minnst á skattamál. Dragist deilan á langinn gætu Bretar komið í veg fyrir aðild nýrra ríkja eða endur- skipulagningu byggðastefnu sam- bandsins. Pirra og trufla Á fjölmörgum sviðum eru ákvarðanir teknar með meirihluta atkvæða eða auknum meirihluta, þar sem þarf 61 atkvæði af 87 til að ákvörðun nái fram að ganga. Þar geta Bretar ekki beitt neitun- arvaldi, svigrúm þeirra til að pirra samstarfsþjóðir sínar og trufla starfsemi sambandsins er eftir sem áður verulegt. Þeir geta beitt málþófi á fundum og hefur Major hótað því að taka upp kúariðumálið á öllum ESB- Reuter BRESKAR kýr á beit í Lankashire. Samstarfsþjóðir Breta krefjast þess að mun fleiri nautgripum verði slátrað til að koma í veg fyrir kúariðu en Bretar geta sætt sig við. SAMBAND Breta og Evrópusam- bandsins hefur verið stormasamt um langt skeið. Það stefnir hins vegar allt í harðasta áreksturinn frá upphafí í kjölfar yfírlýsingar Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, í þinginu á þriðjudag þar sem hann lýsti því yfír að Bret- ar myndu ekki taka þátt í ákvörð- unum á vettvangi ESB þar til lausn fyndist á kúariðumálinu. Bresk stjómvöld komu í gær í veg fyrir samþykkt sáttmála um gjaldþrot, er nýlega náðist samkomulag um. Bretar eru æfir vegna þeirrar ákvörðunar sérfræðinganefndar sambandsins að neita að slaka á útflutningsbanni á breskar naut- gripaafurðir, sem hefur verið í gildi frá því í byijun apríl. Ákvörðunin var tekin í Brussel á mánudag. Ljóst var fyrir fundinn að Þjóðverjar og Austurríkismenn væru andvígir öllum tilslökunum og sökuðu Þjóðveijar Breta á mánudag um að beijast af meiri krafti gegn útflutningsbanninu en gegn kúariðu. Þá tóku Spánveijar ákvörðun um að snúast gegn Bret- um. Þeir hafa lengi verið gramir Bretum fyrir að setja 30 ára inn- flutningsbann á spænskar svína- afurðir vegna svínapestar. Bann- inu var nýlega aflétt og vildu Spán- veijar ekki að aðrar þjóðir slyppu með auðveldari hætti en þeir sjálf- ir. Þegar Portúgalir og Benelux- ríkin snerust einnig gegn tilslökun- um var ljóst að Bretar höfðu orðið undir. Þolinmæðina þraut yfir morgunverði Heimildir herma að það hafí verið morguninn eftir, við morgun- verðarborðið, sem Major tók ákvörðun um að sýna ESB fyllstu hörku á móti. Þolinmæði hans þraut endanlega þegar hann fékk í hendumar dagblöð með fyrir- sögnum á borð við „Bretar niður- lægðir“ og „Smánarlegt". Þótt að hann hafí staðið við hlið Helmuts Kohls Þýskalandskansl- ara fyrir fímm árum og heitið því að koma Bretum í innsta kjarna Evrópu var orðið ljóst að allt stefndi í mestu átök Breta við ESB frá því að þeir gerðust aðilar að sambandinu fyrir 23 árum. Major gerði sér grein fyrir að gífurleg reiði blundaði í þingmönnum íhaldsflokksins og ekki yrði hjá því að komist að láta sverfa til stáls. Símafundur klukkan átta Klukkan átta um morguninn höfðu embættismenn komið á símafundi með Douglas Hogg landbúnaðarráðherra, sem var f Brussel, og Malcolm Rifkind utanrík- isráðherra, sem Strassborg. Major reidd- ist enn meir er Hogg tjáði honum að sum ríki hefðu fallið frá loforðum um stuðning við Breta þegar að atkvæðagreiðslu kom. Rifkind gerði grein fyrir þeim kostum er Bretar stæðu frammi fyrir en varaði við því að grípa til aðgerða er gætu talist „ólöglegar" s.s. að greiða ekki framlög til Evr- ópusambandsins. Aðstoðarmenn Rifkinds sögðu hann hafa verið starfsþjóðanna með því að neita samvinnu. Stuðningur frá Clarke Áður en Major greindi þinginu frá ákvörðun sinni fékk hann stuðning frá Kenneth Clarke fjár- málaráðherra, helsta Evrópusinna stjómarinnar, og hafnaði tillögu Leons Brittans, fulltrúa Breta í framkvæmdastjóminni, og Step- hens Walls, sendiherra Breta í Brussel, um að bíða með aðgerðir. Yfirlýsing Majors í þinginu síð- degis var einmitt á þeim nótum berlega í ljós áhyggjur af því að Evrópuandstæðingar myndu nota málið til að reyna að koma Bret- landi úr Evrópusambandinu. Undirbúningur fyrir kosningar? Verkamannaflokkurinn sakaði hins vegar stjórnina um að reyna skýra afstöðu Breta fyrir sam- starfsríkjum þeirra í sambandinu. Margir kostir Bretar geta truflað starfsemi ESB á fjölmörgum sviðum. Auð- veldast er að valda usla á þeim 68 sviðum þar sem samhljóða ákvarð- ana aðildarríkjanna er krafíst, s.s. varðandi fyrmefndan gjaldþrota- sáttmála. Þannig gætu Bretar lam- að sameiginlega utanríkis- og vam- arstefnu sambandsins. Ekki verður til dæmis hægt að fordæma mann- réttindabrot í öðrum ríkjum eða taka ákvörðun um að senda eftir- litsmenn til að fylgjast með kosningunum . í Rússlandi nema með samhljóða ákvörðun. Bretar geta einnig stöðvað alla samvinnu á sviði dómsmála, s.s. áform um að samþykkja stefnu- skrá fyrir hina nýju Evrópulög- reglu, Europol, í næsta mánuði. Ekki er heldur hægt að gera neinar breytingar á Maastricht- samkomulaginu nema með sam- þykki Breta. Vikulegir fundir emb- ættismanna og mánaðaflegir fund- ir ráðherra vegna ríkjaráðstefn- unnar verða því árangurslausir fundum, jafnvel þeim sem ekki er hægt að tengja við landbúnaðar- málið með ríku ímyndunarafli. Bret- ar geta jafnframt krafíst þess að farið sé í einu og öllu eftir vinnu- reglum. Þannig eiga öll skjöl að liggja fyrir á hinum ellefu opinberu tungumálum ESB fyrir ráðherra- ráðsfundi. Það gerist aldrei í raun en Bretar gætu farið að krefjast þess. Þá gætu þeir neitað að sam- þykkja smámál umræðulaust. Þótt Bretar beiti öllum þessum ráðum geta þeir ekki lamað starf- semi Evrópusambandsins. Þeir geta hins vegar tafið verulega fyrir framgangi mála og farið óendanlega í taugamar á samstarfsþjóðunum. Aðferðir af þessu tagi hafa áður reynst árang- ursríkar. Frakkar knúðu árið 1994 í gegn að byggð yrði dýr og að margra mati óþörf bygging fyrir Evrópuþingið í Strassborg með því að hóta því að sniðganga Evrópukosningar. Þá var komið mjög mikið til móts við kröf- ur Spánveija í sjávarútvegsmálum er þeir hótuðu að beita neitunar- valdi gegn aðild Svía, Finna og Austurríkismanna. •Byggl á The Daily Telegraph. og var henni ákaft fagnað af stuðn- ingsmönnum íhalds- flokksins. Þykir ljóst að „Brittan taldi jafnt Evrópusinnar sem var í skynsamlegt Evrópuandstæðingar að bíða“ innan flokksins standa ——— með forsætisráðherran- um í málinu. Sumir íhaldsmenn létu hins vegar óopin- „Gæti tafið ríkjaráð- stefnu" Verkfalli lýkur í Noregi 10 DAGA verkfalli norskra vélaverkfræðinga lauk með nýju launasamkomulagi í gær, en atvinnurekendur lýstu yfir áhyggjum af því að vinnu- stöðvunin hefði verið dýrkeypt og gæti svipt útflutningsat- vinnuvegi trausti. Loka þurfti flestum skipa- smíðastöðvum vegna verk- fallsins, sem einnig kom í veg fyrir að bílapartar bærust til framleiðenda í Evrópu og hafði áhrif á olíuframleiðslu. Þjóðverjar rétta Jackson sáttarhönd ÞÝSKA stjómin rétti skemmti- kraftinum Michael Jackson sátt- arhönd í gær og samþykkti fmmvarp til breytingar skattalaga, sem popp- goðið gerði að ástæðu til að aflýsa tónleikaferð um Þýska- land. Ollum erlendum listamönn- um, sem koma fram í Þýska- landi, ber að gieiða 25% skatt af tekjum sínum og má ekki draga frá kostnað, sem nemur tugum milljóna í skrautsýning- um Jacksons. Samkvæmt nýja frumvarpinu munu erlendir listamenn framvegis geta talið fram líkt og þýskir eða greitt fjórðungsskattinn. Mikils fjölda enn saknað eftir ferjuslys MÖRG hundmð manns af tanzanísku feijunni, sem hvolfdi á þriðjudag á Viktoríu- vatn}, var enn saknað í gær. Feijan mátti taka 433 far- þega. Ríkisútvarpið í Tanzaníu sagði að rúmlega 500 manns hefðu farist, en farþegi sem bjargaðist sagði að 900 til 1.000 manns hefðu verið um borð. Sagt var að 120 manns hefðu bjargast. Norski Mið- flokkurinn tapar fylgi NORSKI Miðflokkurinn hefur nú 32 menn á þingi, en fengi aðeins 14 menn kjöma ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið VG og norska útvarpið létu gera. Leiðtogar flokksins segja þetta ekki munu hafa áhrif á stefnu hans. Fótboltahelja ráðherra GIANNI Rivera, fyrrverandi knattspymustjarna, tók á þriðjudag við embætti aðstoð- amtanríkisráðherra í nýrri rík- isstjórn á Ítalíu. Rivera lék 60 landsleiki á 21 árs ferli og var valinn knattspyrnumaður Evrópu 1969. Hann var kjörinn á þing 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.