Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Athugasemd við grein- ina „Til varnar Flateyri“ LAUGARDAGINN 4. maí síð- astliðinn skrifaði Önundur Ás- geirsson frá Sólbakka grein í Morgunblaðið þar sem hann gagn- rýnir tillögu að varnargörðum gegn snjóflóðum fyrir Flateyri. Tillagan var unnin af Norsku jarð- tæknistofnunni (NGI) og Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) og greint var frá henni í Murgunblaðinu og öðrum fjölmiðl- um fyrir nokkru. I greininni kemur fram að Önundur telur varnargarð- ana „með öllu ónothæfa“ og „óafs- akanleg og ástæðulaus umhverfís- spjöll“. Önundur telur einnig að umsögn um tíðni snjóflóða á Flat- eyri, sem fram kemur í skýrslu NGI og VST um garðana, sé „frá- hrindandi og ótrúverðug“ og að teikningar af legu garðanna í skýrslunni séu „rangar og sérstak- lega villandi". Hann heldur því fram að snjóflóð muni skella á fyrirhuguðum görðum með um eða yfir 70° horni og bendir réttilega á að leiðigarðar, sem mynda svo hátt hom við fióðstefnuna, séu í raun þvergarðar og gagnslausir við þessar aðstæður. Að lokum telur hann að „auðvelt" sé að byggja 5-6 sinnum ódýrari garða „sem myndu koma algjörlega í veg fyrir tjón á allri byggð á Flateyri“. Mat Önundar á ástreymishorni snjóflóða á leiðigarðinn undir Skollahvilft byggist á misskilningi. Hornið getur virst allstórt þegar horft er á hlíðina undir ákveðnu sjónarhorni neðan af eyrinni og þegar skoðaðar eru ljósmyndir sem teknar eru af eyrinni úr lofti. Kort af eyrinni og hlíðinni ofan hennar sýna hins vegar að hornið er um 20° eins og gert er ráð fýrir í skýrslu NGI og VST. Fallast má á þá skoðun Önundar Mat Önundar á ástreymishorni snjó- flóða á leiðigarðinn undir Skollahvilft er, að mati Tómasar Jó- hannessonar, á mis- skilningi byggt. að sú tíðni flóða á Flateyri, sem nefnd er í skýrslu NGI og VST, sé fráhrindandi. Allmargir sér- fræðingar, bæði innlendir og er- lendir, hafa reynt að meta tíðnina á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Niðurstaða þeirra er á þá leið að svipuð flóð og það sem féll síðast- liðið haust séu vissulega sjaldgæf, en þó megi gera ráð fyrir að slík flóð geti fallið að meðaltali einu sinni á hveijum eitt hundrað til tvö hundruð árum þegar til langs tíma er litið. Trúverðugleika þessa mats má vissulega draga í efa en ég held að ekki sé völ á öðru betra. Tillaga Önundar felur í sér tvo leiðigarða undir Skollahvilft og einn leiðigarð undir Innra-Bæjar- gili. Garðarnir fyrir neðan Skolla- hvilft eiga að leiða flóð í sjó fram í svokallaðri Bót og koma í veg fyrir að þau valdi tjóni á byggð- inni á eyrinni eða á Sólbakka innan eyrarinnar. Staðsetning ytri garðs- ins undir Skollahvilft er á margan hátt freistandi og var athuguð sér- staklega þegar kannaðir voru val- kostir fyrir staðsetningu leiðigarð- anna. Horfið var frá henni vegna þess að hraði snjóflóðsins er meiri svo ofarlega í hlíðinni en þegar neðar dregur. Garður á þessum stað þyrfti því að vera hærri en ef hann er staðsettur þar sem til- lögur NGI og VST gera ráð fyrir. Hér má nefna að ummerki eftir flóðið haustið 1995 mældust í u.þ.b. 30 m hæð yfir gilbotninum þar sem flóðið streymdi út úr gil- inu neðan Skollahvilftar. Á þessum stað er gilið mjög þröngt og er þykkt snjóflóða þar því mun meiri en neðar í hlíðinni þar sem flóðin ná að breiða úr sér. Vandséð er að hægt sé að gera ráð fyrir lægri görðum á þeim stað, sem Önundur mælir með neðan gilsins, en sem svarar mældri hæð flóðsins 1995 í gilkjaftinum ef garðurinn á að veita viðunandi öryggi. Aðstæður til garðhleðslunnar þetta ofarlega í hlíðinni eru einnig mun erfiðari (landhalli u.þ.b. 25q), en þar sem NGI og VST leggja til að garður- inn verði staðsettur (landhalli u.þ.b. 15q). Að teknu tilliti til þess- ara atriða er ólíklegt að garðurinn sem Önundur leggur til verði margfalt ódýrari en tillaga NGI og VST, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að Önundur miðar við að annar jafnlangur garður verði byggður innan gilsins. Varðandi innri garðinn sem Önundur leggur til undir Skolla- hvilft er óráðlegt að þrengja að snjóflóði með leiðigörðum beggja vegna farvegar flóðsins. Leiðigarð- ar eru notaðir til þess að breyta stefnu snjóflóða og beina þeim frá byggð. Mikilvægt er að tryggja að nægt pláss sé flóðmegin garðsins til þess að flóðið mæti ekki fyrir- stöðu þegar stefna þess breytist. Mjög varhugavert er að beina flóð- inu inn í þröngan stokk sem kemur í veg fyrir að flóðið geti breitt úr sér til hliðanna. Hér kemur einnig til hætta á því að flóð, sem stöðv- ast hafa á görðunum, dragi úr virkri hæð þeirra gagnvart flóðum sem falla síðar sama vetur. Þessi hætta er mun meiri í tillögu Ön- undar en í tillögu NGI og VST vegna þess hversu mjög tillaga Önundar þrengir að flóðunum. Hér verður ekki, plássins vegna, farið nánar út í útskýringar á til- lögum NGI og VST eða tillögur Önundar ræddar frekar. Veður- stofa Islands hefur fylgst náið með eeCoope ...núá íslandi! Gallabuxur kr. 5490,- ásamt belti kr. 1990.^eaoa eða bol kr. 249&j-fgga áaðeins: hönnun garðanna og að auki leitað til erlendra sérfræðinga í Kanada og Sviss til þess að afla upplýsinga um hönnunarforsendur leiðigarða, til samanburðar við þær forsendur sem NGI og VST lögðu til að notaðar yrðu. Á fundum með heimamönnum og mörgum öðrum aðiium um snjóflóðavarnir á Flat- eyri hafa komið fram ýmsar spurn- ingar um öryggi garðanna og for- sendur þeirra. Á Veðurstofunni hefur verið aflað frekari upplýs- inga í framhaldi af nokkrum spurn- inganna í því augnamiði að sem best vitneskja liggi fyrir um þessi atriði áður en af byggingu garð- anna verður. Við Islendingar höfum litla reynslu af hönnun og byggingu snjóflóðavarnarvirkja. Því var leit- að aðstoðar norskra sérfræðinga við það að ákvarða hæð og stað- setningu leiðigarðanna við Flat- eyri, en allmikil reynsla er af hönn- un snjóflóðavarnarvirkja í Noregi. Einnig var leitað upplýsinga ann- ars staðar að, til samanburðar, eins og nefnt var hér að ofan. Þrátt fyrir þetta er full ástæða til þess að ræða og kynna varnargarðatil- lögurnar vel og skýra forsendur þeirra fyrir öllum málsaðilum. Sjálfsagt og eðlilegt er að haga orðavali í umræðum um þetta mál í samræmi við það hversu mikið er í húfi að vel takist til og í ljósi þess hversu margir eiga um sárt að binda eftir snjóflóðin hér á landi á síðastliðnu ári. Fyrir hönd snjóflóðavarna Veðurstofu íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. ÞAK-OG VEGGKLÆÐNINGAR COMFORT LC08 Stærðir26 -44/ lengdir 30-36, úrval lita og þvotta. ISVAL-BORGA Erlr. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.