Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 41 | Sérstaka kveðju færð þú frá litla . drengnum sem kvaddi þig svo inni- lega kvöldið sem þú hélst á braut. Kristjana, Ólafur Arnar, Heiðrún og Björn litli. MINNINGAR Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, nú þegar þú ert farinn til annarra heimkynna, minnumst w við þín með ljúfsárum söknuði og | biðjum algóðan guð að geyma þig og ömmu, sem við vitum að hefur tekið vel á móti þér. Minningar um ykkur munum við varðveita um ókomin ár. Guð blessi þig. Ólafur Þór og Aron Björn. Á fyrsta ári lýðveldisins flutti ég til Skagastrandar. Síðan hefur margt breyst í þjóðlífi okkar. En manndómurinn breytir ekki sínum góðu gildum. Einn af mínum fyrstu og bestu vinum hér á Ströndinni - Ólafur Guðlaugsson - hefur nú stigið yfir landamæri þessa lífs og þess næsta. Hann fór létt með það líkt og allt sem hann gerði. Lagni og öryggi einkenndu öll hans störf. Okkar samstarf entist meðan hann bjó hér á Skagaströnd. 35 ár er langur tími af starfsævinni. Líkar skoðanir okkar á stjórn- málum voru undirstaða okkar kynna, sem samstarf okkar byggð- ist á. Vináttan þróaðist eftir því sem tíminn leið og meira reyndi á sam- starfíð. Jafnaðarstefnan og öll þau mál sem henni tengdust voru okkar áhugamál. Ólafur var harður bar- áttumaður en hlédrægur að öðru leyti. Hafði meiri málefnametnað en persónulegan. í Verkalýðsfélagi Skagastrandar gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf- um um langt árabil. Hann var einn af stofnendum Alþýðuflokksfélags Skagastrandar og átti sæti í stjórn þess samfellt í 28 ár, 1950-1978. Hann var einn af stofnendum Spari- sjóðs Skagastrandar og átti sæti í stjórn hans um árabil. Hann var baráttumaður sem naut sín best þegar á móti blés og mest á reyndi. Olafur hafði örugga og afgerandi framkomu sem aflaði honum trausts og álits bæði samherja og annarra. Um hann lék ferskur blær hreinskilni og drengskapar. Ólafur var lánsmaður í einkalífi sínu. Kona hans Jóninna Hafsteins- dóttir var mjög dugleg og lífsglöð kona sem öllum vildi gott gera. Hún skapaði þeim gott heimili og honum frístundir til að sinna sínum áhuga- málum. Hún lést fyrir nokkrum árum. Bömin þeirra tvö, Laufey og Ari, bera bæði svipmót þeirra í flestu. Traust fólk sem reyndist þeim vel þegar þau þurftu þess með hin síðustu ár. Að lokum vil ég þakka Ólafi sam- starf og vináttu sem engir skuggar féllu á. Það er mikið lán að kynnast góðu og traustu fólki á lífsleiðinni. Eg veit að gamlir félagar á Skaga- strönd eru nú vin að kveðja. Bömum hans og öðmm aðstandendum sendi ég hlýjar samúðarkveðjur. Björgvin Brynjólfsson. Langafi okkar var alltaf kallaður Óli. í minningu okkar er hann einn besti maður sem við höfum nokkum tíma þekkt. Okkur þótti mjög vænt um hann. Við tókum það mjög nærri okkur þegar hann dó. Það var mjög skrýt- ið þegar við heyrðum þetta. Raunar bar þetta svo brátt að, að við emm varla búin að átta okkur ennþá. Það er eins og hann hafi bara skroppið í ferðalag og komi ekki aftur. Kannski skiljum við þetta aldrei almennilega. Ókkur fannst einna erfiðast að kyngja því að hann væri farinn og að við fengjum aldr- ei aftur að sjá hann, en hugsunin um'að hann væri nú á unaðslegum stað læknaði raunar mestan hluta sorgarinnar. Allir elskuðu hann. Honum líður ömgglega mjög vel þar sem hann er núna. Líklega mun betur en hér á jörðunni. Guð geymi langafa okkar. Friðbjörn Orri og Laufey Rún. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í sam- ræmi við gífurlega hækkun á dag- blaðapappír um allan heim á und- anfömum missemm. Dagblöð víða um lönd hafa bmgðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fyölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblað- ið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og al- mennum aðsendum greinum. Rit- stjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skiln- ing enda er um hófsama tak- mörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. { mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slög. LAUFEYSVAVA BRANDSDÓTTIR + Laufey Svava Brandsdóttir fæddist í Reykjavík 16. sept- ember 1908. Hún lést 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. maí. Laufey Svava Brandsdóttir hefur kvatt okkur og fengið hvíldina eftir erfið veikindi sem hún hefur átt við að stríða síðastliðin þrjú ár. Þessi kraftmikla kona, sem stóð alla tíð á eigin fótum af miklum dugnaði, „missti fótanna“ við erfítt mjaðma- brot. Var þá eins og kjarkurinn brysti einnig að hluta. En þrátt fyrir legu og einangrun fýlgdist hún vel með og naut þess að fá heimsóknir á hjúkrunardeild Hrafnistu þar sem hún hefur dvalið síðustu rúm tvö ár. Laufey Svava og Anna Margrét móðir mín voru vinkonur frá unga aldri, og var Laufey náinn heimilis- vinur bæði á æskuheimili mínu og mínu eigin heimili. Ekki var ég hár í loftinu er ég kom í heimsóknir á Birkimelinn til Laufeyjar og Jóhönnu móður hennar, sem ég í þá daga kallaði ömmu Jóu. Laufey hélt heim- ili með móður sinni meðan hún lifði og bjó lengst af í eigin íbúð í Birki- melnum, í fjölbýlishúsi er reist var af byggingarfélagi símamanna. En Laufey Svava starfaði lengi hjá Landsímanum í Reykjavík og var í starfi þar fram yfir sjötugt. Alla tíð rækti Laufey Svava vel tengsl við sína nánustu, þá sérstak- lega við böm og bamaböm Margrétar . systur sinnar, en ekki síður móður minnar og höfum við Guðrún systir mín og okkar börn notið þess. Löng- um og alveg meðan kraftar entust stóð Laufey Svava fyrir fjölmennum boðum á nýársdag, þar sem fjöldi gesta fyllti litlu íbúðina á Birkimeln- um og stöðugt stækkandi hópur bama var leystur út með sælgætispokum. Þessara samkvæma naut Laufey Svava alveg sérstaklega og skilja þau ábyggilega eftir ljúfar bamsminning- ar í hugum fleiri en mín. Með þessum fáu orðum vil ég fyrir mína hönd og minna kveðja trausta konu og vin. ; Kristinn Karlsson. Einkavæðing er ekki einkamál fárra útvalinna :s£i2s==2s=s=s- tíTeinstakra að'da Amennu ^ viikn sanu^rr . , -vVc: settum ^§£=2======= ráRogSarokeppn gS&SSB VomauU^v^da. nfl‘l-l-11^™ Wsingat Ul fjbUniW1 »8 voi» '■W'»s'ng . .jdfiBOgW** st66u emtovæR'ng Aavæ6ingn stoi “fy mdancfnd stol P FramVvætndanota j6marinn«. ?'rirt*tí»ntsei einksvtntt'nS315''Bingn, þar sem 8«in'C' { írslu„„i skal jt áfotttta unt brcytmg AASSSDÍ . rtgl„aWaoW6bcti Verklugsrcglur tim utboiS á rrtösreksiri og sóio ;i lilufabréfmn i nkiseign. iryggja öllum landsinrtnniiin jafníin rctt og jafiil lækifærí tíl þúf fiöku. Reglurnar heimífa hnmurk á hlulafjárkaiipum hvers artila. Þá vcifa reglurmir hcimikl til að hafna fífboöi frá aðiluin séu likindi til þcss uð það dragi lir vírkri sáinkeppni eða skaði afi innuarciniiia. Jafn réttur - þitt tækifæri Kynmu þér rcfl þinu við kaup á hlutabréfum í cigu ríkisins og úlljoð a rikisrckstri. og venlbréfafyrirfa/kjíim. FRAMKVÆMDANEFND UM EINKAVÆÐINGU FJOLBRAUTASKOLINN VIO ARMULA Innrítun í sumarskóla verður frá kl. 9.00-15.00 og 18.00-20.00 eftirtalda daga: Fimmtudaginn 23. maí, föstudaginn 24. maí, þriðjudaginn 28. maí. Kennsla hefst 31. maí. Sími 581 4022. _____i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.