Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 27
LISTIR
INGER Sitter „Ragnarök" (1995) Akryl og olía á striga. 200x366 sm.
Úthverft
innsæi
MYNPLIST
Haf narborg
MÁLVERK-KJÓLAR/
SKÚLPTÚRAR
Inger Sitter. Ive Hagen. Opið alla
daga frá 13-18. TU 27. maí.
Aðgangur ókeypis.
ÞEGAR frumþættirnir sem lista-
maðurinn leitast við að nálgast í
kjarna þess sem hann sér og upplif-
ir, kristallast í úthverft næmi og
hugsæi á hinn sýnilega efnisheim og
fyrirferðina allt um kring. Sem felur
jafnframt í sér litina á milli hand-
anna og dúkinn fyrir framan hann,
er komið það sem menn skilgreina
sem „expressjón", - blossa ósjálfráðs
tilfinningaflæðis. Og þegar afbrigði
tjáningarinnar er fullkomlega sér-
tækt er komið að rót þess sem menn
nefna abstrakt - expressjónisma.
Norska listakonan Inger Sitter (f.
1929) er mjög gott dæmi um inn-
hverfa svörun og viðbrögð við hinu
sýnilega, einnig tónrænar lifanir og
hughrif, sem í senn eru sprottnar frá
náttúrunni og kosmískri smíð henn-
ar, hinu smæsta til hins stærsta og
loks manngerðra tónsmíða.
Listakonan lenti í hringiðu ein-
strengnislegrar norskrar listapólitík-
ur og hún bar lengi í bijósti blendn-
ar tilfinningar til ættlandsins, eins
og hinn mikli forveri hennar, einn
af upphafsmönnum innhverfa út-
sæisins Edvard Munch.
Líkt og gerðist hjá Munch fann
list Sitter um síðir sinn rétta sam-
hljóm í upprunanum og norsku lands-
lagi, þótt í hennar tilviki mótuðust
lifanirnar öllu meira af beinum hug-
hrifum. Hún fetaði í spor margra
framsækinna listamanna tímanna
sem létu hrífast af strangflatalist
sjötta áratugarins, einnig vann hún
að gerð umhverfisverka, og grafík í
bland. Ennfremur var ekki laust við
að popplistin hefði áhrif á listakon-
una, því á tímabili vann hún í klippi-
myndum undir áhrifum frá Rausc-
henberg. Alþjóðlegir straumar víxl-
uðust þannig í athöfnum hennar, á
seinni árum er það svo rýmið á mynd-
fletinum ásamt tónrænum hrynjandi
sem hefur tekið hug hennar allan
og má vera að hún sé loks komin í
heila höfn. Um leið hefur hún eftir
aldarfjórðungs búsetu erlendis tekið
ættland sitt á sátt, hefur búið og
starfað í Osló frá 1992.
Myndverkin sem valin hafa verið
á sýninguna í Hafnarborg, eru að
þremur undanskildum öll gerð eftir
heimkomu hennar. Tvö þeirra eru í
sterkum gulum litum, en hið þriðja,
„Grátt ljós“ (3), sem er frá 1987
mótast af voldugri grátónaheild og
er líkast sem það persónugeri for-
móður allra seinni tíma verka henn-
ar. Málverkið er eitt af þeim sem
höfðar mest til mín eftir endurteknar
skoðanir ásamt myndunum „Stór-
brotið" (10, „Svart ljós“ (11) og
„Mahler" (13).
Þá ber að nefna steinþrykkin 14
í kaffistofunni, sem hafa yfir sér
mun léttara yfirbragð, en bera þess
þó vott að listakonan hefur ekki
sökkt sér tiltakanlega niður í þessa
sérstöku listgrein, í öllu falli ekki
miðað við málverkin og hinn ríka
grátónaheim í þeim. Þetta er sterk
og áhrifamikil sýning hinnar nafn-
kunnu norsku listakonu, sem gott
var að fá og mikið erindi á til okk-
ar, því list Inger Sitter, viðhorf og
ferill á sitthvað skylt með íslenzkum
abstraktlistamönnum, sem sótt hafa
á svipuð mið. Þeim hefur fundist
þeir allt annað en öruggir þegar þeir
stóðu með báða fætur á jörðinni, eins
og Willem de Koonig sagði eitt sinn
um sjálfan sig.
Tvennt varðandi framkvæmdina á
ég bágt með að skilja, hið fyrra af
hverju ferill listakonunnar Inger Sitt-
er er ekki kynntur á skilvirkari hátt
með því að hún er með öllu óþekkt
hér á landi. Á ég við með sýnishorni
frá fyrri tímabilum, en það hefði
gert sýninguna mun áhugaverðari
fyrir hinn almenna skoðanda. Hitt
var hið furðulega val á hérlendum
frummælendum á málþingi um ab-
straktlist á staðnum, en þeir eru
ekki sérstaklega þekktir fyrir að lyfta
undir málverkið í dag. Þetta mun
annars hafa verið athyglisverður
gjörningur og fór vel fram en áhug-
inn var eðlilega minni en skyldi. Það
má vera skiljanlegt, því af nógu var
að taka um listamenn sem mun
meira eru inni í þróun abstraktmál-
verksins á tímabilinu og þá einkum
á Norðurlöndum. Málþingin í Gerðu-
bergi undanfarið hafa einmitt sýnt
fram á það hve val frummælenda
og spyrla er mikilvægt, enda hafa
þau troðfyllt salinn og menn jafnvel
orðið frá að hverfa.
Að öðru leyti er allt í sómanum
með framkvæmdina, og ber að þakka
öllum er hér lögðu hönd að með
miklum virktum.
Ive Hagen - Sverrissal
Listrýnirinn viðurkennir strax að
hann þekkir afar lítið til listakonunn-
ar Ive Hagen, sem fyllt hefur Sverris-
sal af textílverkum og nokkrum
skúlptúrum. Eiginlega þekkir hann
jafn lítið til verka hennar og hann
er vel kunnur list Inger Sitter, bæði
frá samsýningum með verkum henn-
ar, og svo greinum sem hann hefur
lesið um hana ásamt viðtölum í
norskum dagblöðum.
Ive Hagen mun þó vera mjög vel
þekkt í sínu heimalandi, miðað við
allar þær sýningar sem hún hefur
tekið þátt í heima sem erlendis á
einungis tíu ára tímabili, og svo hef-
ur hún hlotið ýmsa eftirsótta styrki
m.a. norrænan styrk til dvalar í
Hafnarborg 1993.
Miðað við námsferil hennar
1975-85 mun hún vera á fertugs-
aldri svo hér er um kornunga list-
IVE Hagen „Hversdagskjóll"
Dyramottur og snærishnútar.
spíru að ræða. Verkin bera það einn-
ig með sér því hún vinnur í einu
þema sem hún endurtekur í sífellu,
sem er mjög algengt um fólk sem
útskrifast úr listaskólum er svo er
komið. Þetta er eins konar sníða-
þema, en manni dettur strax í hug
kjólasnið er inn í salinn er komið.
Það kemur líka fram í sýningar-
skrá, að hugmyndin er sótt í kjóla,
í senn einfalda sem stásslega.
Þrátt fyrir hinn einhæfa útgangs-
punkt er hér um mjög mikla fjöl-
breytni að ræða í sjálfri útfærslunni
og jafnframt kemur fram að lista-
konan er gædd mjög ríkri efnis-
kennd. Þannig eru sum verkanna í
sterkum litum, en aðrir nær litlausir
og hér var rýnirinn helst með á nót-
unum sbr. „Hvítur kjóll“, Límút-
saumur í Bútasaum og málning (12)
, og „Kjóll“ Málmbútar og málning
(13). Þessi tvö verk eru einhvern
veginn jarðbundnari og upprunalegri
hinum sem eru meira í ætt við hreina
textíla, þótt hin „maleríska" æð skíni
í gegn og einmitt í verkunum tveim
þótt nær litlaus séu.
Á sýningunni eru einnig fjórar
sjálfsmyndir, sem eru útfærðar sem
skúlptúrar, og í stað þess að taka
andlit sitt til meðferðar, hefur hún
mótað sjálfan bolinn. Hér gengur hún
einnig út frá fjölbreytni í efnislegri
fyrirferð og þannig notar hún birki-
börk í hinni fyrstu, mexíkanskan
börk, bast og bómullarþræði í þeirri
næstu, gifs og málningu í hinni þriðju
og loks vírnet spýtur og málningu í
hinni ijórðu sem er sýnu ferskust.
Þetta lýsir vel hinu fjölþætta efn-
isferli í verkum listakonunnar og allt
er þetta gert af mikilli natni og inn-
lifun, þó kemst hún ekki hjá því í
sumum tilfellum að um full skreyti-
kennda áferð er að ræða. Þá nutu
myndirnar í ganginum „Minningar
frá Islandi" sem hún nefnir ljós-
myndakollage, sín naumast.
Sýning Ivu Hagen er styrkt af
norska menningarmálaráðuneytinu
og mjög trúlega einnig Inger Sitter.
Er það til mikillar fyrirmyndar, þar
sem alltof lítið er af því að jafn
merkir fulltrúar norrænnar listar
gisti landið, og jafnfram að slíkar
sýningar fari héðan til Norðurlanda.
Bragi Ásgeirsson
Nýjar bækur
Spegill
undir fjög-
ur augu
• MÁL og menning hefur
sent frá sér ljóðabókina
Spegill undir fjögur augu
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
(1951-
1995). Jó-
hanna lést
af slysför-
um 8. maí
1995 og lét
eftir sig
fullbúið
handrit að
þeim
Íjóðabálki
sem nú er
kominn á bók. Soffía Auður
Birgisdóttir bókmennta-
fræðingur fylgir bókinni úr
hlaði m.a. með eftirfarandi
orðum: „Spegill undir fjögur
augu er margslunginn ljóða-
bálkur sem hefur tungumál-
ið sjálft að aðalviðfangsefni,
mái skáldskaparins sem fest
er á blað með hinu „svarta
sæði Satúrnusar", blekinu.
Textinn býr yfir ísmeygileg-
um húmor og íroníu en
burðarás bálksins er sterkur
ljóðrænn strengur."
Spegill undir fjögur augu
er 41 bls., unnin í G-Ben.
Eddu prentstofu hf. Ólöf
Birna Garðarsdóttir hann-
aði útlit bókarinnar og
kápu. Verð til félagsmanna
í Ljóðaklúbbi Máls ogmenn-
ingar 1.100 kr. Almennt
verð 1.890 kr.
Krossferillinn
í Skálholts-
kapellunni
SÝNINGIN Krossferillinn
stendur nú yfir í kapellunni
Skálholti. Þar sýnir Anna G.
Torfadóttir Krossferilsmynd-
irnar 14 sem sýndar voru í
Stöðlakoti um páskana.
Fjórtán krossferilsmyndir í
einni samræmdri myndröð eru
með elstu viðfangsefnum
evrópskra listamanna. Anna
sýnir nú útfærslu sína á þessu
sígilda verkefni, unna í dúk-
ristu. í dúkristunum notar hún
ýmis hefðbundin tákn kristinnar
kirkju. Auk þess beitir hún
formum og táknum víkingaald-
ar og keltneskrar menningar.
Sýningin er opin alla virka
daga til 17. júní.
Brauðostur kg/stk.
LÆKKUN
593 kr.
kílóið.
VERÐ ÁÐUR:
kílóið.
ÞU SPARAR
149 kr.
■ á hvert kíló.
OSTA OG
SMJÖRSALAN SF