Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sumardagskrá Árbæjarsafns er að hefjast HEYSKAPUR við Árbæ að hefjast í fyrrasumar. Börnum gert sérstak- lega hátt undír höfði BÖRNUM verður gert sérstaklega hátt undir höfði í sumardagskrá Árbæjarsafnsins að þessu sinni. Sumardagskráin hefst óvenju snemma eða annan hvítasunnudag. í henni kennir ýmissa grasa, t.d. verður boðið upp á fjórar sögu- göngur í Reykjavík, tónleika og 5'ölbreyttar sýningar. Margrét Hallgríms- dóttir, borgarminjavörð- ur, sagði að gefíð hefði góða raun að fara með böm í gamla leiki í fyrra- sumar. „Við ætlum því að halda áfram á sömu braut í sumar. Sérstakir leikjadagar verða á laug- ardögum. Dagamir hefj- ast á því að teymt verður undir bömunum. Síðan verður þeim sýnd leik- fangasýning safnsins og farið í gamla leiki við Læknisbústaðinn. Á eftir er svo efnt til fjölskyldur- atleiks um safnið,“ sagði Margrét og tók fram að eins og áður yrði góð leið- sögn um safnið. „Við verðum með unga leiðsögumenn í safninu og eldri borgarar í sex hlutastörfum hafa verið fengnir til að sýna gamalt handverk. Ég nefni í því sambandi spuna, netagerð og roðskógerð. Með því móti viljum við styrkja tengsl safnsins við fort- íðina.“ Lögreglusýning og sögugöngur Svokölluð Lögreglusýning verður opnuð í prófessorsbústað- inum frá Kleppi opnunardaginn kl. 14. Á sýningunni eru t.a.m. búningar og tæki tengd löggæslu Reykjavikur með áherslu á fyrri tíma. Af öðrum nýjungum nefndi Margrét að rekstraraðilar Skóla- brúar hefðu tekið við rekstri Dill- onshúss og yrði sérstök áhersla lögð á heimilislegan mat með sögulegu ívafi. Nýr bæklingur um Árbæjarsafn hefur verið gefinn út og ítarleg leiðsögubók á fjórum tungumálum. Enn meiri áhersla verður Iögð á svokallaðar sögugöngur Ar- bæjarsafns. „Við höfum orðið vör við að áhugi á fornleifum í Reykjavíkurborg hefur aukist mikið og á síðasta ári var gefin út hjá Árbæjarsafni skrá yfir fornleifar í Reykjavík. í tengslum við hana var komið upp skiltum við fornleifar í borginni og hefur töluvert verið um að fólk óski eftir frekari upplýsingum um til- tekna staði,“ sagði Margrét og bætti við að í framhaldi af því hefði verið ákveðið að leggja meiri áherslu á sögugöngurnar. í þeim verður farið um Öskju- hlíð, Laugarnes, Laug- ardal og Viðey. Sérfróð- ir leiðsögumenn frá safninu fara fyrir göngumönnum. Nú er að hefjast lokaáfangi í endurbygg- ingu Lækjargötu 4 í Árbæjarsafni. Stefnt er að því að húsið verði vígt á 40 ára afmælisári safnsins á næsta ári. Til stendur að í húsinu verði stórsýning á sögu Reykjavíkur aldamóta- árið 2000. Margrét minnir á að húsið bæti ekki aðeins sýningarað- stöðu Árbæjarsafns heldur einnig aðstöðu til safnkennslu o.fl. Safnarúta Ekið verður með ferðamenn á milli safna í Reykjavík í sérstakri safnarútu í sumar. Ein stoppu- stöðin verður við Árbæjarsafn og verður sérstök leiðsögn um safnið fyrir hópa úr safnarútunni. Að- gangur er ókeypis fyrir börn und- ir 16 ára aldri og eldri borgara í safnið. — LEGGIR og skeljar voru vinsæl leikföng hér áður fyrr. Viðamikil kynning á yfir- færslu grunnskólans Á VEGUM sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasam- taka sveitarfélaganna er að hefjast viðamikil kynning á yfirfærslu alls grunnskólakostnaðarins frá ríki til sveitarfélaga. Haldnar verða tveggja daga kynningar og nám- skeið á sjö stöðum. Kynningin byrjar á opnum kynn- ingarfundi að kvöldi. Að sögn Sig- uijóns Péturssonar, starfsmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, eru fundimar ekki síst hugsaðir fyrir skólanefndir, kennara og skólastjóra, auk sveitarstjómar- manna. Farið verður yfír alla þætti þessa verkefnis. Fulltrúar fjármála- ráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa framsögu og svara fyrirspumum fundarmanna. Síðan halda fulltrúar fjármála- ráðuneytisins hálfs annars dags námskeið fyrir þá starfsmenn sveit- arfélaganna sem fá það hlutverk að reikna út laun kennara. Fyrsta kynningin er fyrir höfuð- borgarsvæðið. Hefst hún 29. maí og verður í Kirkjulundi í Garðabæ. Kynningin verður einnig á Akur- eyri, Sauðárkróki, ísafirði, Egils- stöðum, Selfossi og í Borgamesi. Lýkur síðustu kynningunni 22. júní. Markaðsfulltrúi Kópavogs Markmíðið að gera góð- an bæ betri Sigurður Björnsson Sigurður Björnsson rekstrarfræðingur frá Ólafsfírði hefur verið ráðinn markaðsfull- trúi Kópavogsbæjar. Er þetta nýtt starf hjá at- vinnumálanefnd bæjarins og tók Sigurður til starfa í byijun mánaðarins. „Meginverkefni mitt verður að vinna að þróun atvinnulífsins í bænum, meðal annars með kynn- ingu á nýjum atvinnu- svæðum sem verið er að byggja og stuðla þannig að eflingu atvinnurekstr- arins í bæjarfélaginu og reyna að auka á fjöl- breytnina. Einnig að kynna Kópavog og það sem hann hefur upp á að bjóða. Ég mun reyna að veita atvinnulífinu þá þjónustu sem fært er. Ekki er ætlast til að ég verði með beina rekstrarráðgjöf við fyrirtæki heldur fremur að hjálpa minni fyrirtækjum við að rata um völundarhús sjóða og stofnana. Yta þeim af stað með minniháttar ráðgjöf," segir Sig- urður. Hvaða möguleika sérð þú helsta í Kópavogi? Hvað hefur þú til að selja? „Hjarta höfuðborgarsvæðisins er í Kópavogi, og stutt að sækja alla hluti. Kópavogur er 17.500 manna samfélag sem er umlukt 100 þúsund manna byggð. Það segir sig sjálft að hér á þessu svæði eru gríðarlega miklir mögu- leikar fyrir atvinnureksturinn, einkum vegna staðsetningarinnar og þess mannfjölda sem svo stutt er í á alla vegu. Hótel- og matvælaskólinn er að taka til starfa í Kópavogi. Þeim skóla tengjast ýmsir möguleikar, eins og sjá mátti á nýafstaðinni matvælasýningu í Smáranum. Mörg leiðandi fyrirtæki í lokaúr- vinnslu matvæla starfa í Kópavogi og þann þátt vil ég sjá vaxa. Hér er líka lítil höfn, sú besta frá náttúrunnar hendi á suðvest- urhorni landsins í hvaða veðri sem er. Við höfnina eiga að rísa sér- hæfð fyrirtæki í matvælaúr- vinnslu. Það verður nóg að gera.“ Hver verða fyrstu verkin? „Starfíð er í mótun þessar fyrstu vikur. Fyrstu verkefnin verða að kynna nýju atvinnu- svæðin í Kópavogsdalnum, setja okkur í samband við fyrirtæki og efna til samstarfs við þá bygg- ingaraðila sem eru að vinna í Kópavogsdal. Þar er fyrirhuguð fjölbreytileg starfsemi og mögu- leikarnir nánast óþrjótandi." Á að breyta Kópavogi úr svefnbæ í aIvörubæ? „Kópavogur hefur lengi verið alvörubær. Ég geri mér grein fyr- ir því að þetta orð hef- ur legið á, af einhveij- um ástæðum, en að mínu mati með röngu, því hér er mikil og fjöl- breytt atvinnustarf- semi. í Kópavogi eru til dæmis starfandi hátt í eitt þúsund fyrir- tæki, stór og smá.“ Litið hefur verið á höfuðborgar- svæðið sem eitt atvinnusvæði. Hvaða þörf er á að kynna Kópa- vog sérstaklega? ►Sigurður Björnsson markaðs- fulltrúi Kópavogser 46 ára gamall, fæddur í Ólafsfirði 20. janúar 1950. Hann lærði húsa- smíði og fékk meistararéttindi í iðninni. Síðan lá leiðin í undir- búnings- og raungreinadeildir Tækniskóla Islands og Löreglu- skóla ríkisins. Sigurður stund- aði nám í markaðsfræði við Norges Eksportskole árið 1988 og fékk þjálfun í útflutnings- vinnu. Loks nam hann rekstrar- fræði við Háskólann á Akureyri og lauk náminu þar vorið 1995. Starfsferillinn er nokkuð í sam- ræmi við námið. Sigurður vann við smíðar og síðar sem verk- taki með eigin rekstur. Hann var um skeið lögreglumaður og hefur einnig unnið við fram- kvæmdaeftirlit á vegum opin- berra aðila, við matvælarann- sóknir og vöruþróun. Sigurður hefur tekið þátt í félagsmálum, sat meðal annars í bæjarsljórn Ólafsfjarðar tvö kjörtímabil. Kona Sigurðar er Margrét Sig- urgeirsdóttir og eiga þau þijú börn. „Hér er um að ræða nýtt þjón- ustuframboð sem sveitarfélög eru að taka upp í vaxandi mæli. Reykjanesbær hefur sett á fót atvinnuþróunarskrifstofu og Reykjavíkurborg stofnað Aflvaka hf. í svipuðum tilgangi. Erlendis er raunin sú að borgir keppa um atvinnufyrirtæki og íbúa, jafnvel er keppni í þessa veru milli borgarhluta í erlendum stórborgum. Heilbrigð samkeppni hjálpar stjórnendum til þess að vanda sig og átta sig á nýjum viðhorfum. Markmiðið er að gera góðan bæ betri.“ Hvað kemur til að þú tekur þig upp og flytur suður, eftir að hafa búið mestan hluta ævi þinnar í Ólafsfírði? „Ég hef raunar búið hér á höf- uðborgarsvæðið tvisvar áður, samtals í átta ár. En til að svara spum- ingunni vil ég segja að þetta er bara ein af þeim beygjum sem ég tek í lífinu, ég hef verið dálítið gjarn á að taka beygjur, prófa eitthvað nýtt. Ég hugsa að ég sé haldinn svolítilli ævintýraþrá. Ég hef gaman af því að reyna eitt- hvað nýtt og helst að spreyta mig Hef gaman af því að reyna eitthvað nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.