Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 1
80 SÍÐUR B/C 115. TBL. 84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Langþráðum sigri fagnað JUVENTUS frá Ítalíu fagnaði Evrópumeistaratitli meistaraliða í knattspyrnu í gærkvöldi eftir að hafa unnið Ajax frá Hollandi 4:2 í vítakeppni, en staðan var 1:1 að loknum framlengdum úr- slitaleik í Róm. Juve endurtók þar með leikinn frá 1985 en gleð- in var allt önnur og meiri í gær eins og sjá má á fyrirliðanum Gianluca Vialli með bikarinn og samherjum hans. ■ Juventus/Cl Líkur á að tyrkneskir heittrúarmúslimar komist til áhrifa Vilja að ríkissljóm Yilmaz fari frá Ankara. Reuter. TANSU Ciller, fyrrverandi forsæt- isráðherra Tyrklands og leiðtogi annars stjórnarflokksins, Sann- leiksstígsins, réðst í gær harkalega á Mesut Yilmaz forsætisráðherra og sagði hann gersamlega óhæfan leiðtoga. Nauðsynlegt væri að mynda þegar í stað meirihlutastjórn í landinu. „Við þökkum henni og óskum henni til hamingju,“ sagði leiðtogi Velferðarflokks heittrúar- múslima, Necmettin Erbakan, bros- andi er hann frétti um árásir Ciller. Erbakan spáði því á þriðjudag að innan tíu daga yrði hann kominn í ríkisstjórn og gagnrýndi stjórn Yilmaz harkalega fyrir að gera samning við ísraela um samstarf í varnarmálum. Hann minnti á árásir ísraela á Líbanon nýverið og sagði að atkvæði greidd Yilmaz eða Ciller væru „atkvæði í þágu gyðinga ... Píslarvottar og dýrlingar munu refsa slíku fólki". Ciller vingast við múslima Tveir ráðherrar úr flokki Ciller sögðu af sér í gær til að þrýsta á Yilmaz um afsögn. Erbakan hefur hvatt Yilmaz til að segja af sér vegna deilna sem upp hafa komið um lögmæti atkvæðagreiðslu á þingi um traust á stjórnina er hún tók við. Flokkur Erbakans hlaut mest fylgi, 21%, í þingkosningunum í desember en áhrifamönnum í við- skiptalífi landsins tókst með herkj- um að fá Ciller og Yilmaz, sem bæði eru hægrisinnaðir markaðs- hyggjumenn, til að mynda stjórn. Minnihlutastjórnin hefur síðustu vikurnar verið mjög völt í sessi, einkum vegna deilna um meinta spillingu í valdatíð Ciller. Velferðarflokkurinn fékk fyrir nokkru samþykkta tillögu um opin- bera rannsókn á fjárreiðum Ciller og margir liðsmenn Ættjarðar- flokks Yilmaz greiddu tillögunni atkvæði. Erbakan náði þannig því markmiði sínu að kljúfa stjórnina en Ciller og Yilmaz hafa lengi eldað grátt silfur. Þingmenn Ciller og Erbakans frestuðu í gær með sam- eiginlegu átaki tillögum um rann- sókn vegna gagnkvæmra spillingar- ákæra og þykir þetta benda til að Ciller sé nú staðráðin í reyna að notfæra sér Velferðarflokkinn í baráttu sinni gegn Yilmaz. Flestir íbúar Tyrklands eru músl- imar en islam er ekki ríkistrú. Heit- trúarmenn hafa ekki haft veruleg áhrif í stjórnmálum fyrr en nú í rúmlega sjö áratuga sögu lýðveldis- ins. Kommúnistar ítreka ásakanir um kosningasvindl Falsanir tryggi endurkjör Jeltsíns Moskvu. Reuter. KOMMÚNISTAR ítrekuðu í gær ásakanir um að rússnesk stjómvöld hygðust falsa úrslit forsetakosningn- anna sem fram eiga að fara í júní, til að tryggja endurkjör Borísar Jelts- íns. Viktor Íljúkhín, formaður örygg- isnefndar rússneska þingsins, fullyrti þetta á blaðamannafundi sem hann hélt ásamt frambjóðanda kommún- ista, Gennadíj Zjúganov. Þá sagði Iljúkhín að skoðanakannanir sem sýndu fram á meira fylgi við Jeltsín en Zjúganov, væru falsaðar. „Eg tel að úrslit kosninganna verði einfaldiega fölsuð. Ég tel að forsetinn verði ekki kjörinn, hann verði út- nefndur. Jeltsín verður lýstur forseti þó að Gennadij Zjúganov sigri,“ sagði Iljúkhín í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kommúnistar leggja fram ásakanir um að kosningamar fari ekki heiðar- lega fram. Stjórnin segi af sér Aðstoðarmaður Jeltsíns, Alexander Kotenkov, lýsti því yfir í gær að rúss- neska stjómin ætti að segja af sér eftir forsetakosningar, svo að nýkjör- inn forseti gæti skipað nýjan forsætis- ráðherra. Þetta er í samræmi við lög sem dúman samþykkti í gær en þau kveða á um að ríkisstjórnin segi af sér við forsetaskipti. Ekki er ljóst hvort lögin eigi við ef forseti er endur- kjörinn. Kommúnistinn Júrí Masljúkov, for- maður efnahagsnefndar dúmunnar, kynnti í gær helstu atriðin í efnahags- stefnu kommúnista næstu íjórtán Reuter ANDSTÆÐINGUR kommúnista með skopmynd af Gennadíj Zjúg- anov, þar sem hann er sýndur í líki skurðlæknis, vopnuðum hamri og sigð. „Guð forði okkur frá þessu“ stendur á spjaldinu. árin. Þar er krafist lægra hráefnis- verðs og aðgerða til þess að vemda innanlandsframleiðslu, þar sem koma þurfi í veg fyrir frekari samdrátt í framleiðslu. I áætluninni er ekki gert ráð fyrir að rússneski markaðurinn verði opnaður fyrir erlendri sam- keppni fyrr sem eftir 2004. Zjúganov hefur ekki enn kynnt efnahagsstefnu sína og er ekki ljóst hvort að hún verður samhljóða þessari stefnuyfír- lýsingu. Pólitísk stórsókn vegna kúariðu- deilunnar Bretar bjóða ESB birginn London. Reuter. BRETAR hófu í gær stórsókn til að kynna samstarfsþjóðum sínum í Evrópusambandinu (ESB) þá ákvörðun sína að neita að taka þátt í ákvarðanatökum sambandsins fyrr en lausn hefur fundist á kúariðudeil- unni. Neyðarnefnd undir forystu Johns Majors forsætisráðherra hef- ur verið sett á laggirnar til að sam- ræma aðgerðir stjórnarinnar, sem gætu haft veruleg áhrif á starfsemi ESB. Sendiherrum Breta í öllum aðild- arríkjum ESB hefur verið falið að útskýra þegar í stað ástæður þess að þolinmæði Breta þraut og á næstu vikum munu breskir ráðherrar ferð- ast um Evrópu til að eiga viðræður við starfsbræður sína. Útflutningsbann á breskar naut- gripaafurðir hefur verið í gildi um tveggja mánaða skeið. Malcolm Rif- kind utanríkisráðherra sagði Breta krefjast þess að samin yrði skýr áætlun um hvernig aflétta mætti banninu að öllu leyti. Varaði utanríkisráðherrann við því að leiðtogafundur ESB í Flórens í lok júní gæti farið út um þúfur ef ekki yrði þá búið að leysa deiluna. í gær komu Bretar i veg fyrir að evrópskur sáttmáli um gjaldþrot yrði samþykktur en til þess þurfti sam- hljóða samþykki ESB-rikja að koma til. Vísaði aðstoðarsendiherra Breta í Brussel til ákvörðunar stjórnarinnar frá því á þriðjudag og neitaði að undirrita sáttmálann. ■ Stríð á hendur ESB/24 Landsfundur þrátt fyrir handtökur Tókýó, Rangjoon. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Burma, Ohn Gyaw, vísaði í gær á bug öllum fréttum um að stjórnvöld í Rangoon hefðu látið handtaka um 90 liðsmenn lýðræðisafla í landinu. Þjóðarhreyf- ing lýðræðisins (NLD), samtök frið- arverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hyggst halda fyrsta landsfund sinn um næstu helgi frá því að hreyf- ingin vann yfirburðasigur í fijálsum kosningum 1990. Um 300 fulltrúar NLD eiga að sitja fundinn en flestir hinna hand- teknu munu vera úr röðum hreyfing- arinnar. Þrátt fyrir þetta er Suu Kyi staðráðin í að halda fundinn. Fréttirnar af handtökunum bárust aðeins nokkrum klukkustundum eftir að japanska Kyodo-fréttastofan skýrði frá því að sendiherra Japans í Burma ynni að því að koma á við- ræðum Suu Kyi og fulltrúa stjórn- valda í Rangoon. Væri ætlunin að eyða þar með hindrunum í vegi fjár- hagsaðstoðar og fjárfestinga Japana í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.