Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vor í rjóðri Vopnafirði - Það er búsældarlegt um að lítast á Fremra-Nýpi í Vopnafirði þar sem þau búa hjón- in Hólmfríður Kristmannsdóttir og Guðmundur Wium Stefánsson. Þau hófu trjárækt á jörðinni fyrir fjórtán árum og hefur jörðin tekið ótrúlegum stakkaskiptum á þessum tíma. Þau hjónin rækta bæði sumarblóm og grænmeti þrátt fyrir að enginn jarðhiti sé þar. Afraksturinn selja þau allt frá Vopnafirði til Raufarhafnar. I skógarrjóðri fyrir ofan bæinn var yndislegt um að litast í góð- viðrinu um daginn og trén orðin ótrúlega stælt og hávaxin. I greni- trjánum höfðu þrestir séð kjör- lendi til hreiðurgerðar og voru hreiðrin listilega unnin með alls- kyns hnútum og slaufum í kring. Á Fremri-Nýpi má svo augljós- lega sjá hveiju maðurinn getur áorkað i sátt við móður náttúru, örlítilli útsjónarsemi og alúð. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir HÓLMFRÍÐUR Kristmannsdóttir í skógarijóðri fyrir ofan bæinn Fremra-Nýpi. Á innfelldu myndinni sést að hreiðurgerð er mikil í grenitrjánum í skógarrjóðrinu. KÓR Húsavíkurkirkju söng. Morgunblaðið/silii Kirkjudagur aldraðra á Húsavík Húsavík - Kirkjudagur aldraðra var hátíðlega haldinn á Húsavík á uppstigningardag með messu í Húsavíkurkirkju kl. 14. Sókn- arpresturinn, Sighvatur Karisson, predikaði og þjónaði fyrir altari en Kór aldraðra annaðist allan söng með undirleik organista kórs- ins, Bjargar Friðriksdóttir. Að lokinni messu bauð sókn- arnefndin öilum kirkjugestum til kaffidrykkju að Hótel Húsavík og sat eldra fólkið þar lengi við skraf og söng. Á síðastliðnum vetri tók Bene- dikt Helgason við stjórn kórsins, en frá upphafi hafði hinn gamalk- unni söngstjóri Sigurður Sigur- jónsson stjórnað honum, en lét nú af stjórn, enda orðinn 82 ára gam- all þó ekki hafi mátt sjá það af söngstjórn hans. Snj ótroðaradeil- an í Fljótum leyst TRAUSTI Sveinsson, bóndi á Bjam- argili í Fljótum, festi kaup á snjótroð- ara í vetur og voru deilur uppi um það hvort peningamir, sem notaðir voru í kaupin, hefðu verið eign Ung- mennafélags Fljótamanna eða skíða- deildarinnar. Eftir fund með for- svarsmönnum Ungmennafélags ís- lands hefur málið verið leyst með endurreisn Skíðafélags Fljótamanna, sem tekur við troðaranum og sér um að fjármagna það sem á vantar í sambandi við kaupin. Trausti Sveinsson, sem er einn 24 stofnenda Skíðafélags Fljótamanna, sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af kaupunum á troðaranum sem kostaði níu milljónir króna, því Skíða- félag Fljótamanna væri búið að gera þjónustusamning við Vegagerð ríkis- ins og Langjökul hf. um afnot af Morgunblaðið/Ámi Helgason Næturvakt í Stykkishólmi Stykkishólmi - Nýtt fyrirtæki, sem heitir Vaktþjónustan Vöku- staur, hefur hafið starfsemi sína hér í Stykkishólmi. Stofnandi fyrirtækisins er Hrafnkell Alex- andersson og er tilgangurinn að bjóða næturvöktun í Stykkis- hólmi. Hrafnkell tekur að sér að vakta byggingar og aðrar eigur fyrii’tækja, báta í höfninni og eins hús ef eigendur fara burtu til lengri eða skemmri dvalar. Hann mun vera á ferðinni um bæinn allar nætur jafnt um helg- ar sem virka daga og er það mikið öryggi fyrir bæjarbúa að vita til þess að bærinn sé vaktað- ur og fylgst með mannaferðum á þessum tíma sólarhrings. troðaranum næstu tvö árin. „Ég tel að fjármögnun og rekstur troðarans sé trygg næstu þijú árin,“ sagði Trausti. Troðarinn verður notaður á Lang- jökli í sumar til að flytja ferðamenn upp á jökulinn á vegum Langjökuls hf. Á vetuma mun Vegagerðin gera tiiraun til að nota troðarann við að halda leiðinni opinni yfir Lágheiði með því að troða slóð fyrir fjórhjóla- drifs bíla, en það styttir Ieiðina frá Ólafsfirði til Siglufjarðar um 230 km. Trausti sagði að troðarakaupin væru þýðingarmikill þáttur í upp- byggingu hans á fyrirhuguðu skíða- svæði í Fljótunum. Hann sagði að til stæði að breyta útihúsunum á Bjamargili í gistirými fyrir almenna ferðaþjónustu og segist geta tekið á móti 40 til 50 gestum innan tíðar. Ferðaþjón- ustubraut viðME Egilsstöðum - Ferðaþjónustubraut Menntaskólans á Egilsstöðum og Ferðamálafélagið Forskot stóðu fyrir fundi nýlega um ferðamál. Þar kynntu nemendur og kennarar ferðaþjónustubrautarinnar námið og þau verkefni sem unnin hafa verið í vetur en þetta er fyrsti kennsluveturinn. Námið er nýjung á landsvísu og er starfsnám sem unnið er í sam- vinnu við fyrirtæki og fer að hluta fram á vinnustað. Um er að ræða 2ja ára sjálfstætt nám, sem einnig má taka sem hliðargrein til stúd- entsprófs. í kynningu Sigurborgar Kr. Hannesdóttur á námsbrautinni kom fram að ein önn af fjórum fer fram við Hússtjórnarskólann á Hallorms- stað og starfsnám er skipulagt í samvinnu við Hótel Valaskjálf og Ferðaskrifstofu íslands, sem rekur Eddu hótelin. Menntaskólinn á Egilsstöðum fékk svokallaðan „Comenius" styrk vegna verkefnis „Menningararfleifð í ferðaþjónustu í dreifbýli". Verk- efnið var unnið i samvinnu við skóla í Skotlandi og Finnlandi en ME hafði umsjón með því. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir HÓPURINN í blíðskaparveðri snemma á sunnudagsmorgni. Norðlenskar konur þinga Þórshöfn - Samband norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn í blíð- skaparveðri hér á Þórshöfn. Þessi árlegi fundur er haldinn hjá kvenfé- lagasamböndunum til skiptis og að þessu sinni var hann haldinn í boði kvenfélagasambands N-Þingeyjar- sýslu í félagsheimilinu Þórsveri en gestgjafar voru Kvenfélagið Hvöt í Þórshafnarhreppi og Kvenfélag Þistilijarðar. Samband Norðlenskra kvenna, SNK, var stofnað árið 1914 og var Halldóra Bjarnadóttir aðalhvata- maður að stofnun þess og formaður um langt árabil. Víða var komið við á þessum aðalfundi ýmis mál- efni rædd. Meðal gesta á fundinum var Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahúss Húsavík- ur og flutti hann athyglisvert erindi um stöðu sjúkrahúsa á landsbyggð- inni. Um það spunnust líflegar umræður og samgöngumál voru þar ofarlega á baugi því bættar sam- göngur eru forsendur fyrir sam- starfi heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni. Einnig var fyrirlestur um um- hverfisvernd og var það flutt af Þorkeli Björnssyni, heilbrigðisfull- trúa á Húsavík. Kvenfélögin um landið allt hafa ávallt látið sig um- hverfismál miklu varða og hafa konurnar unnið merkt starf í gegn- um tíðina. Á vegum kvenfélaga- sambandsins í N-Þing. er í vinnslu bæklingur um umhverfisvernd sem verður sendur inn á hvert heimili þegar honum er lokið. Hugað að stöðu heimilanna Menningar- og líknarstörf af ýmsu tagi skipa stóran sess í starfi kvenfélaganna - og ekki síst það að huga að stöðu heimilanna - máttarstólpum þjóðfélagsins. Þar liggja ræturnar og standa ber vörð um að áhrif þess fari ekki þverr- andi í þjóðfélagi þar sem allt er breytingum undirorpið. Kvenfélagasamböndin hafa einn- ig gengist fyrir kynningu á íslenska þjóðbúningnum og farið í nokkra skóla í þjóðbúningi þar sem hann var sýndur og kynntur en framlag Kvenfélagasambands N-Þing. var að gefa myndbönd um íslenska þjóðbúninginn í alla grunnskóla í héraðinu. Leirbrennslu- ofn gefinn í Hulduhlíð Eskifirði - Kvenfélagið Döggin á Eskifirði gaf nýlega félagsstarfi aldraðra í Hulduhlíð leirbrennslu- ofn sem einnig nýtist til félags- starfs aldraðra á Eskifirði. Við að fá þennan leirbrennslu- ofn eykst íjölbreytni í starfinu sem er mjög mikið fyrir. T.d. er kennd- ur japanskur útsaumur, sem ekki er víða, og voru margar mjög fal- legar myndir á sýningu sem hald- in var í tilefni gjafarinnar. Kvenfélagið Döggin hefur gefið ýmsar góðar gjafir til Hulduhlíðar. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Á MYNDINNI eru f.v.: Jónína Guðnadóttir, Hulda Hannibalsdótt- ir og Karólína Kristinsdóttir frá Kvenfélaginu Dögg og Ragnar Björnsson, Aðalbjörg Guðmunsdóttir og Jónína Karlsdóttir frá félagi aldraðra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.