Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 121. TBL. 84.ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín eykur for- skot sitt Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti birt- ir í dag stefnuskrá sína, sem nær fram til aldamóta. Samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var í gær, hefur forsetinn töluvert forskot á aðal- keppinaut sinn í forsetakosningun- um í júní, kommúnistann Gennadíj Zjúganov, en samkvæmt henni nýtur Jeltsín fylgis 34% en Zjúganov 22%. Þeir sem að könnuninni stóðu vara þó við því að dregnar séu of afger- andi ályktanir af henni. Jeltsín hefur fylgt stífri fundadag- skrá síðustu daga en athygli vakti í gær að hann mætti ekki á fyrirhug- aðan kosningafund í gærmorgun í héraðinu Basjkortostan. Talsmenn hans neituðu því hins vegar að for- setinn væri veikur og í gær átti hann fund með námsmönnum, þar sem hann lék á als oddi. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- uninni hefur Jeltsín aukið forskot sitt á Zjúganov, en sambærileg könnun frá því í síðustu viku sýndi 29% fylgi við Jeltsín en 24% við Zjúg- anov. Leiðtogar á Vesturlöndum áhyggjufullir vegna úrslita ísraelsku kosninganna Vona að signr Netanyahus bindi ekki enda á friðinn Hvorki Peres né Netayahu hafa viljað tjá sig um úrslitin fyrr en þau Iiggja fyrir, en búist var við því að það yrði í dag. Þá hafa stjórnmála- leiðtogar verið varkárir í ummælum sínum um úrslitin. Leyna vonbrigðum sínum Jerúsalem, París. Reuter. STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR á Vesturlöndum sögðu að hægja myndi á friðarumleitunum í Mið- Austurlöndum í kjölfar úrslitanna í kosningununum í ísrael. Allt bendir til þess að Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-bandalagsins, hafi unnið nauman sigur í kosningum til forsætisráðherra. Vona leiðtog- arnir þó að sigur hans verði ekki til að binda endi á frið. í gærkvöldi voru um 150.000 utankjörstaða- atkvæði ótalin en stjórnmálaskýr- endur sögðu að kraftaverk þyrfti til að tryggja Shimon Peres forsæt- isráðherra sigur. Er öll atkvæði, að frátöldum utankjörstaðaatkvæðum, höfðu verið talin, hafði Netanyahu hlotið 50,3% en Peres 49,6% og munaði aðeins tæpum 22.000 at- kvæðum. Bæði Likud-bandalagið og Verkamannaflokkurinn töpuðu nokkru fylgi í kosningum til þings- ins. Yasser Arafat, forseti þings Pal- estínumanna, tjáði sig ekki opinber- lega um úrslitin en sagt var að hann væri fullur vonbrigða vegna þeirra. Verðfall varð á mörkuðum er ljóst þótti að Netanyahu hefði unnið nauman sigur, í Tel Aviv féll gengi hlutabréfa um 5%. í stjórn með heittrúuðum? í kosningunum til þingsins fékk Verkamannaflokkurinn 34 þingsæti af 120, hafði áður 44, og Likud fékk 31 þingsæti en hafði áður 40. Ljóst er að stjórnarmyndun reynist ekki létt verk en fréttaskýrendur telja að Netanyahu eigi helst kost á að mynda stjórn með þremur flokkum heittrúarmanna, ásamt nýjum flokki innflytjenda. Fjórir ísraelskir hermenn létu líf- ið í sprengjuárás í Suður-Líbanon í gærmorgun. Lýstu öfgasamtökin Hizbollah ábyrgðinni á hendur sér. Sprengjan sprakk á sama tíma og talning atkvæða stóð yfir í ísrael en í yfirlýsingu samtakanna var þó ekki minnst á kosningarnar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem hafði ítrekað gefið í skyn stuðning sinn við Peres, sagði í gær að kosningarnar hefðu reynst „erf- iðar“. Hann myndi bíða þar til end- anleg úrsiit lægju fyrir og ný ríkis- stjórn hefði verið mynduð, áður en að ákvörðun yrði tekin um næstu skref. „Stefna okkar er hin sama og áður,“ sagði forsetinn og banda- rískur embættismaður sagði að yfir- Reuter völd myndu vinna með hvaða ísra- elskri stjórn sem væri. Lamberto Dini, utanríkisráðherra Ítalíu, sem er í forsæti Evrópusam- bandsins, sagði að ynni Netanyahu, myndi það að öllum líkindum þýða að nú hægði á friðarferlinu í Mið- Austurlöndum. Ríkisstjórnir ann- arra Evrópuríkja reyndu að leyna vonbrigðum sínum, í von um að Netanyahu kynni að feta í fótspor fyrirrennara síns, Menachem Begin, leiðtoga Likud-bandalagsins, sem samdi frið við Egypta. • • OSE ósátt við þingkosningar í Albaníu Kosnmgar verði endurteknar Vin, Tirana. Rcuter. ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hvatti albönsk stjórnvöld í gær til þess að íhuga að endurtaka hluta þingkosning- anna sem fram fóru um síðustu helgi, til að stefna ekki lýðræðis- legum stöðugleika í hættu. í yfir- lýsingu stofnunarinnar segir að hún byggi þessa hvatningu á mati eftirlitsmanna hennar sem fylgd- ust með kosningunum. Albönsk yfirvöld segja Lýðræðisflokk Sali Berisha, forseta landsins, hafa unnið stórsigur í kosningunum, hlotið um tvo þriðju hluta at- kvæða. í skýrslu eftirlitsmanna ÖSE er ekki gengið svo langt að fordæma kosningarnar, heldur látið nægja að segja að þær hafi ekki uppfyllt lagaleg skilyrði. Síðari umferð kosninganna er eftir en eftirlits- menn OSE munu ekki fylgjast með henni vegna óánægju með fram- kvæmdina á þeirri fyrri. Albanir beittir þvingunum? Ráðamenn á Vesturlöndum og vestrænir stjórnarerindrekar hafa lýst áhyggjum vegna niðurstöðu kosninganna og hafa engir vald- hafar sent Berisha hamingjuóskir með kosningasigurinn. Hyggst Evrópusambandið fara ofan í saumana á framkvæmdinni. Vest- rænn stjórnarerindreki, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að framkvæmd kosninganna gæti orðið til þess Albönum yrði jafnvel vísað úr ÖSE og úr Evrópuráðinu, til að reyna að þvinga stjórnvöld til viðræðna við stjórnarandstöð- una. jg. f~6Ó3a/ /jn * é 1— ' MIKILL föguuður ríkti á meðal stuðningsmanna Likud-bandlagsins er Ijóst þótti að Netanyahu, leiðtogi flokksins, hefði borið signrorð af Shimon Peres í kosningum til embættis forsætisráðherra. Annað var uppi á teningunum hjá fylgismönnum Peresar en fjölmargir söfn- uðust saman við gröf Yitzhak Rabins, forsætisráðherra sem myrtur var í nóvember sl. „Morðinginn hefur sigrað" sást á mörgum skiltum en á því sem unga konan heldur á, stendur: „Far vel friður. Okkur þykir það leitt, Yitzhak. Heil kynslóð kveður friðinn." Suður-Afríka Sigur Þjóðar- flokksins Höfðaborg. Reuter. ÞJ ÓÐ ARFLOKKUR F. W. de Klerks sigraði örugglega í sveitar- stjórnarkosningum, sem haldnar voru í Vestur-Höfðahéraði í Suður- Afríku á miðvikudag og má þakka það stuðningi fólks af blönduðum kynþætti og indverskum uppruna, sem flokkurinn útskúfaði á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þetta fólk er 60% íbúa í héraðinu. Þegar talið hafði verið í sex hér- aðshlutum af sjö hafði Þjóðarflokk- urinn 60% fylgi og Afríska þjóðar- ráðið (ANC), flokkur Nelsons Mandelas, forseta landsins, 33%. Einnig voru haldnar borgar- stjórnarkosningar í Höfðaborg á miðvikudag, en í gær höfðu aðeins borist úrslit úr einni undirstjórn borgarinnar af sex og fékk Þjóðar- flokkurinn þar 26 sæti af 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.