Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Gigtarsjúkdómar íslenskar rannsóknir - Hvers vegna? Kristján Steinsson 31. MAI - 3. júní er haldið í Reykjavík alþjóðlegt þing um gigtsjúkdóma. Þar munu fjölmargir heimskunnir vísinda- menn halda fyrirlestra auk þess sem kynntar verða niðurstöður ís- lenskra rannsókna á sviði gigtsjúkdóma. Þingdagana verður ís- land í brennidepli þess- arar fræðigreinar. Gigt er samheiti fyrir þá sjúkdóma er einkennum valda frá stoðkerfi líkamans.. Fólk á öllum aldri fær gigt og hér á landi eru þessir sjúkdómar með- al algengustu ástæðna heimsókna til lækna. Flestir gigtsjúkdómar eru í eðli sínu langæir (krónískir). Einkenni þeirra eru fjölbreytileg og misjafnlega alverleg allt’ frá því að vera væg yfir í það að vera lífs- hættuleg. Algengustu einkenni gigtar eru stirðleiki, verkir og bólga í liðum, vöðvum , sinum og sinafestum. I mörgum tilfellum eru sjúkdómseinkennin staðbundin en í öðrum útbreiddari. Þannig geta sumir gigtsjúkdómar t.d. ikt- sýki, rauðir úlfar og gigtaræða- bólgur, haft í för með.sér einkenni frá flestum liffærakerfum. Gigtarsjúkdómar valda þannig ómældri þjáningu og skapa auk þess alvarlegan fjárhagsvanda fyrir þjóðfélagið í heild. í „Lands- áætlun um gigtarvarnir“, sem unnin var á vegum Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins á síð- asta ári, kemur fram að u.þ.b. 20% íslenskra öryrkja eru það vegna gigtar og útgjöld hins opinbera vegna gigtarsjúkdóma eru áætluð 7-8 milljarðar árlega. Bandarískir arðsemisútreikningar hafa leitt í ljós að það borgar sig best, næst á eftir því að fyrirbyggja slys með notkun bílbelta og bifhjólahjálma, að lækna gigt. Hver króna sem lögð er til gigtlækninga skilar sér fertugfalt til baka. Því er þjóð- hagslega nauðsynlegt að veita auknu fé til þessa málaflokks. Þótt gigtsjúkdómar séu mjög algengir er fræðigreinin tiltölulega ung. Viðhlítandi skýring hefur ekki enn fundist á orsökum margra gigtsjúkdóma, en forsenda framfara í lækningum þessara sjúkdóma er aukin þekking á or- sökum þeirra. Flestar kenningar er ijalla um orsakir þessara sjúk- dóma ganga út á það að um sam- verkandi þætti sé að ræða - með- fædda erfðaþætti og ytri þætti. Þannig eru náin tengsl ákveðinna erfðamarka og ýmissa gigtsjúk- dóma þekkt og rannsóknir hér á landi hafa sýnt að sumir gigtsjúk- dómar eru ættlægir. Á síðustu árum hefur orðið mjög ör þróun og mikilvægar uppgötv- anir í grunnrannsóknum hafa leitt til framfara í gigtlækningum. Þetta hefur tekist með stuðningi hins opinbera og einkaaðila um allan heim. Þessir aðilar hafa horft til arðsemisútreikninga og áttað sig á því að fé, sem varið er til slíkra rannsókna, er vel varið. Hér á landi hefur rannsóknafé hins vegar verið af skornum skammti enn sem komið er, enda þótt gigt- sjúkdómar séu síst sjaldgæfari hér en í nágrannalöndunum. Spyija má hvort íslendingar eigi almennt að stunda grunnrann- sóknir í læknisfræði, þar með á sviði gigtsjúkdóma. Er ekki eðli- legra að láta milljónaþjóðir með velbúnar stofnanir sjá alfarið um slíkar rann- sóknir, sem við getum síðan notið góðs af; hirt molana af borðum þeirra? Svarið er einfalt. í fyrsta lagi má ekki gleyma því að rann- sóknarvinna er nauð- synleg til þess að við- halda alþjóðastaðli í greininni og tryggja að nauðsynleg færni sé ávallt fyrir hendi til umönnunar sjúklinga. í öðru lagi hefur ísland ákveðna sér- stöðu. Sérstaða okkar felst í smæð þjóðarinnar, nálægð og náinni samvinnu vissra sérgreina læknis- fræðinnar, sem oft einangrast á stórum stofnunum erlendis. Slík 26th Scandinavian Congress OfRheumatology Stuðningur hins opin- bera og einkaaðila um allan heim, segir Krist- ján Steinsson, hefur leitt til þess að ör þróun hefur átt sér stað í gigtarlækningum. samvinna gefur möguleika á því að sjá vandamálin frá fleiri sjónar- hornum. ísland er sniðið fyrir rannsóknir á sviði faraldsfræði og erfðafræði gigtsjúkdóma. Sér- staða íslands á þessu sviði á al- þjóðlegum mælikvarða er slík að okkur ber skylda til að leggja okk- ar af mörkum í slíkum rannsókn- um í samvinnu við erlendar há- skólastofnanir. Greining erfða- þátta kann að skipta sköpum varð- andi framfarir í lækningu þessara sjúkdóma. Sama gildir um rann- sóknir á sviði ónæmisfræði, en í flestum alvarlegustu gigtsjúkdóm- unum er truflun á starfi ónæmis- kerfisins. Síðasta áratug hefur verið unn- ið að ýmsum séríslenskum verk- efnum á sviði gigtsjúkdóma. M.a. liggja fyrir talsvert miklar upplýs- ingar um faraldsfræði, en einnig hefur verið unnið að rannsóknum á erfðaþáttum gigtar i íslenskum fjölskyldum svo og að rannsóknum FLorr FÚ'T A Fínk i/m i 'a WSSA KMkkA ENGíABÖRNÍN Bankastræti 10 • Sími 552 2201 á breytileika og galla í ónæmis- kerfinu. Rannsóknir þessar hafa leitt til breyttrar áherslu í með- ferð/meðferðarnýjungum, sem hlotið hafa alþjóðaviðurkenningu. í framhaldi af því hafa erlendir vísindamenn leitað eftir samvinnu og nú þegar er unnið að allmörgum verkefnum í samvinnu við erlendar stofnanir. Þegar hér er komið sögu veldur hins vegar skortur á fjár- magni og aðsöðu því að við getum ekki beitt okkur sem skyldi og fjöldi verkefna bíða úrvinnslu. Nauðsynlegt er að þáttur grunnrannsókna verði efldur hér á landi og hlúð að þeim vaxtar- broddum, sem þegar eru fyrir hendi. Slíkt er til hagsbóta fyrir sjúklinga og þjóðhagslega hag- kvæmt. Til að tryggja betur framgang rannsókna á sviði gigtsjúkdóma hefur verið unnið að stofnun sér- stakrar rannsóknastofu, sem mun skapa vísindamönnum aðstöðu til og nýta þær séríslensku aðstæður, sem áður er lýst. Ef vel tekst til mun slík rannsóknastofa gerbreyta stöðu þessara mála og gera okkur kleift að fullvinna þá rannsókna- þætti, sem okkur ber að sinna. Samvinna við erlendar háskóla- stofnanir verður mikilvægur þáttur í starfi rannsóknastofunnar. Tekist hefur samvinna milli Landspitalans, Háskóla íslands og Gigtarfélags íslands um slíka starfsemi. Rannsóknastofa í gigt- sjúkdómum verður til húsa á Land- spítala. Ýmsir aðilar hafa lagt verkefninu lið og skal þar sérstak- lega minnst á þátt Lionshreyfing- arinnar. Vonast er til þess að rann- sóknastofan taki til starfa síðar á þessu ári og vænst er stuðnings opinberra aðila við þetta mikil- væga verkefni. Höfundur eryfirlæknir á Gigtarskor Landspítala. Nissan Sunny SLX Sedan '95, græns ans., 5 g., ek. 12 þ. km., rafm. í rúöum, hiti í sætum o.fl. V. 1.250 þús. mm Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Toyota Hilux D.Cap SR 5 m/húsi '93, stein- grár, 5 g., ek. 57 þ. km., 33" dekk, álfelgur o.fl. V. 1.950 þús. Toyota Corolla XL Sedan '92, vínrauöur, 5 g., ek. aöeins 34 þ. km. Bein sala. V. 870 þús. Toyota Corolla 4x4 GTi Touring '91, grár, 5 g., ek. 91 þ.km. rafm. í rúöum, álfelgur o.fl. V. 1.130 þús. Renault 19 RT 1.8 '94, sjálfsk., ek. 36 þ. km., rafm. í rúöum, álfelgur, fjarst. læsing ar o.fl. V. 1.220 þús. Sérstakur bíll. Ford Crown Victoria Limited '89, leöurklæddur m/öllu. Hlaöinn aukahlutum. Tilboösverö 990 þús. MMC Lancer GLX hlaöbakur '91, sjálfsk., ek. 86 þ:km., rafm. í rúöum o.fl. V. 780 þús. Tilboö 650 þús. Grand Cherokee V-6 Limited '94, rauöur, sjálfsk., ek. aöeins 27 þ. km., leöurinnr., rafm. í öllu, ABS, þjófavörn o.fl. V. 3.790 þús. Toyota Corolla DX '87, 3ja dyra, ek. 145 þ. km., mikiö yfirfarinn, sóllúga, 2 dekkja gangar. V. 340 þús. V.W. Golf CL (nýja útlitiö) '92, hvítur, 3ja dyra, 5 g., ek. 110 þ. km. V. 720 þús. Tilboösv. 590 þús. Toyota Landcruiser stuttur '86, steingr ár, 5 g., ek. 15 þ. km. á vél. Gott eintak. V. 850 þús. MMC Pajero stuttur bensín '89, ek. aö eins 54 þ. km., steingrár, 5 g. V. 960 þús. Nissan Patrol GR langur '94, diesel, turbo, steingrár, 31" dekk, rafd. rúöur o.fl. Ek. 98 þ. km. V. 3.280 þús. Opel Astra 1.4i '96, 4ra dyra, ek. 3 þ. km., rauður, sjálfsk. V. 1.350 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 Turbo diesel '88, Grásans., 8 manna, ek. 114 þ.km. V. 960 þús. MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g., ek. 90 þ. km., rafm. í rúöum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.430 þús. Volvo 760 GLE '90, blár, sjálfsk., ek. 115 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í ölu, ABS o.fl. V. 1.490 þús. Hyundai Pony GLSi Sedan '93, blár, 5 g., ek. aöeins 27 þ. km. V. 770 þús. Ford Ranger V-6 4x4 PUP '91, blár, 5 g., ek. 85 þ. km., álfelgur o.fl. Tilboösverö 870 þús. Subaru Justy J-10 4x4 '85, 5 dyra, nýskoö aöur. v. 195 þ. Cherokee Limited 4.0 L '90, svartur, sjálfsk., ek. 93 þ. km., leöurklæddur o.fl. Tilboösverö 1.790 þús. Cherokee Pioneer 4.0 L '87, 5 dyra, sjálfsk., ek. aöeins 64 þ. km., óvenju gott eintak. V. 1.190 þús. MMC Pajero langur (bensín) '88, 5 g., ek. 109 þ. km., mikiö endurn., nýryövarinn o.fl. Toppeintak. V. 1.150 þús. MMC Pajero V-6 langur '93, sjálfsk., ek. 39 þ. km., sóllúga o.fl. V. 3 millj. Toyota Corolla XLi '94, 3ja dyra, hvítur, ek. 39 þ. km., 5 g. V. 990 þús. Grand Cherokee V-8 Limited '93, græns ans., sjálfsk., ek. aöeins 42 þ. km., rafm. í öllu, leöurinnr. o.fl. V. 3.350 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan '92, sjálfsk., ek. aöeins 54 þ. km„ rafm. í rúöum, spoil er, 2 dekkjagangar o.fl. V. 930 þús. Grand Cherokee Ltd. Orvis V-8 '95, sjálfsk., ek. aöeins 3 þ. km., leöurklæddur m/öllu. V. 4.450 þús. Subaru Legacy 1.8 station '91,5 g„ ek. 79 þ. km., rafm. í rúöum o.fl. V. 1.150 þús. Sk. ód. Isuzu Sport Cap 2.4 (bensín) '91, grás ans, 5 g., ek. 69 þ.km., álfelgur, veltigrind o.fl. V. 1.100 þús. MMC Pajero V-6 langur '91,5 g„ ek. 75 þ. km„ góöur jeppi. V. 1.890 þús. Grand Cherokee 4.0 L Sport '93, sjálfsk., ek. 26 þ. mílur. Toppeintak. V. 2,9 millj. Fjörug bílaviðskipti! Vantar nýlega bíla á sýningarsvæðið. ISLENSKI FJARSJOÐURINN H F. AÐALFUNDUR Verður haldinn fbstudaginn 14. júní 1996, kl. 16:15 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings 1995. 3. Ákvöróun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Ákvörðun um hvernig farið skuli með hagnað/tap félagsins á liðnu reikningsári. 5. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 6. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, ef borist hafa. 7. Kosning stjórnar félagsins skv. 21. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 28. grein samþykkta. 9. Önnurmál. Reykjavík, 31. maí 1996 Stjórn Íslenska ijársjóðsins hf. m LANDSBREF HF. ’.it./6^. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, ADILI AÐ VERDBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.