Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 16
■
16 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
VIÐSKIPTI
Heildanvelta
í verslunangneinum
janúar til febrúar 1995 og 1996
(í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan_.feb jan.-feb.
Heildsöludreifing áfengis
1995
1996
Veltu-
breyting
1.331,1 1.312,0 f-1,4%
Heildsölu- og smásöludreifing
á bensíni og olíum 3.138,3 3.579,5
Byggingavöruverslun 1.398,3 1.402,1
Sala á bílum og bílavörum 1.847,4 2.689,5
Önnur heildverslun 11.850,8 13.488,0
Heildverslun samtals: 19.565,8 22.471,1
Fiskverslun 131,0 143,8
Kjöt- og nýlenduvöruverslun,
mjóikur- og brauðsala 4.314,2 4.363,5
Sala tóbaks, sælgætis
og gosdrykkja 1.132,6 1.244,0
Blómaverslun 177,4 199,2
Sala vefnaðar- og fatavöru 786,7 842,8
Skófatnaður 103,8 105,3
p Bækur og ritföng 492,6 550,4
■| Lyf og hjúkrunarvara 644,5 724,1
| Búsáhöld, heimilis-
itæki, húsgögn 1.229,9 1.427,2
't úr, skartgripir, Ijós-
myndavörur, sjóntæki 148,3 151,3
| Snyrti- og hreinlætisvörur 77,4 88,2
1 Önnur sérverslun, s.s. sportvörur,
í leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 514,8 562,8
9,7%
‘9,8%
7,1%
! Blönduð verslun
4.006,3 4.205,1
J9,3%
5,0%
Smásöluverslun samtals: 13.759,4 14.607,7 . .. 6,2%
SAMTALS: 33.325,2 37.078,8 11(3%
Stóraukin velta í verslun
Hlutabréf
í Vinnslu-
stöðinni
rjúka upp
Mikil viðskipti með
hlutabréf íslands-
banka
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku
nokkum kipp á Verðbréfaþingi
íslands í gær. Heildarviðskipti
dagsins námu rúmum 45 milljón-
um króna, en mest urðu viðskiptin
með hlutabréf í íslandsbanka og
Hampiðjunni. Þá urðu nokkrar
hækkanir á gengi hlutabréfa í ein-
stökum fyrirtækjum, t.d. í
Vinnslustöðinni. Þingvísitala
hlutabréfa hækkaði um 0,58% í
gær og hefur þá hækkað um
32,35% frá áramótum.
Skörp viðbrögð við
afkomufréttum
Fyrirtæki dagsins var án efa
Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj-
um. Hlutabréf í fyrirtækinu ruku
upp í gærmorgun eftir að fyrir-
tækið kynnti rekstraráætlun þessa
árs, þar sem gert er ráð fyrir 500
milljóna króna hagnaði, auk þess
sem ljóst varð að núverandi hlut-
hafar höfðu klárað hlutafjárútboð
fyrirtækisins í forkaupsrétti. Hafði
gengi bréfanna hækkað í 1,85 við
lokun, eða um tæp 16%.
Hlutabréf íslandsbanka
áberandi
Mikil viðskipti áttu sér stað með
hlutabréf í íslandsbanka eins og
fyrr segir. Alls skiptu hlutabréf
að söluvirði rösklega 11 milljónir
króna um hendur í gær en gengi
bréfanna breyttist lítið, endaði í
1,62 sem er á svipuðu reiki og í
síðustu viðskiptum þar á undan.
Talsverð viðskipti urðu einnig
með hlutabréf í Hampiðjunni og
hafði gengi þeirra hækkað í 4,15
undir lok dags eða um rúmlega 1%.
Þá hækkuðu hlutabréf í Skinnaiðn-
aði á Akureyri í 5,0 og hefur gengi
bréfanna hækkað um tæp 9% síð-
ustu tvo daga. Hlutabréf í Marel
hækkuðu einnig lítillega og komst
gengi þeirra í 10,0 í gær.
VELTA í verslunargreinum jókst
um 11,3% fyrstu tvo mánuði þessa
árs samanborið við sama tímabil í
fyrra. Mesta aukningin varð í heild-
verslun eða 14,8% en velta í smá-
söluverslun jókst um 6,2% á milli
ára, eins og sjá má í meðfylgjandi
töflu. Þessi aukning kemur ofan á
mikla aukningu á síðasta ári, en
þá jókst samanlögð velta í verslun-
argreinum um 9,8%.
Samanlögð velta í smásölu og
heildsölu fyrstu tvo mánuði ársins
nam röskum 37 milljörðum króna.
un varð mest aukning í sölu bif-
reiða og heildsölu og smásöludreif-
ingu á bensíni og olíum. í smásölu-
verslun varð mikil aukning í sölu
búsáhalda og heimilistækja, snyrti-
og hreinlætisvara og sölu lyfja og
hjúkrunarvara.
MORGUNBLAÐIÐ
Styttist í samkeppni í rekstri GSM-símkerfa
Rekstrarleyfi boð-
in úi síðar á árinu
FYRIRSJÁANLEGT er að leyfi til
reksturs GSM-símakerfa í sam-
keppni við Póst og síma verði boðin
út síðar á þessu ári, en nokkrar
umsóknir liggja nú fyrir í samgöngu-
ráðuneytinu um leyfi til slíks rekst-
urs, m.a. frá Nat hf. og Nýja ís-
lenska símafélaginu hf.
Að sögn Sigurgeirs Sigurgeirs-
sonar, deildarstjóra í samgöngu-
ráðuneytinu, er vinnu við að móta
stefnu stjórnvalda í þessu máli þó
ekki endanlega lokið. Hann segir
t.a.m. óljóst hvort Pósti og síma
yrði gert að taka þátt í útboðinu eða
ekki. Það hafi tíðkast víða erlendis
að opinberu símafyrirtækin hafi
þurft að taka þátt í slíkum útboðum.
Rekstrarleyfi þeirra hafi engu að
síður verið tryggð en þau hafi þá
þurft að greiða fyrir leyfin á eftir.
Þá sé einnig óljóst hvernig gildistíma
leyfanna verði háttað.
Sigurður G. Guðjónsson, stjórn-
arformaður Nýja íslenska símafé-
lagsins hf., sem er dótturfyrirtæki
Islenska útvarpsfélagsins hf., segir
að fyrirtækið hafí lagt inn umsókn
til samgönguráðuneytisins fyrir um
ári síðan. Hins vegar hafi það feng-
ið þau svör þaðan að ekki yrði hægt
að afgreiða þessa umsókn strax.
Umsóknin liggi hins vegar áfram
inni í ráðuneytinu.
„Núna á þessari stundu erum við
að afla okkur upplýsinga og gera
rekstraráætlanir og fjárfestingar-
áætlanir og annað því um líkt. Hins
vegar renna menn alltaf tiltölulega
blint í sjóinn á meðan óvíst er hvað
stjórnvöld gera.“
Sjónvarpsrekstur og rekstur
símkerfa að renna saman
Sigurður segir að kostnaður við
uppsetningu þessa kerfis liggi á bil-
inu 0,5-2 milljarðar króna, eftir því
hversu mikilli útbreiðslu sóst sé eft-
ir. Hann segir hins vegar að slíkar
tölur séu alltaf háðar miklum breyt-
ingum enda sé tækniþróunin í tækja-
búnaði afar ör.
Hann segir að með stofnun þessa
fyrirtækis sé íslenska útvarpsfélagið
ekki einungis að hugsa um símaþjón-
ustu. „Við sjáum að síma- og sjón-
varpsfyrirtæki erlendis eru alltaf að
renna meira og meira saman til þess
að vera viðbúin því þegar miðlun
upplýsinga verður kannski miklu
gagnvirkari er í dag.
Þegar komið er yfir í tækni á
borð við „pay-per-view“, sem er
fyrsta skrefið í áttina að því að fólk
fari að ráða dagskránni sjálft, þá
er það orðið svipað að reka síma-
kerfi og að reka framtíðarsjónvarps-
stöð,“ segir Sigurður.
ESB hafnar fyrir-
ætlunum Visa
BrUssel. Reuter.
STJÓRN Evrópusambandsins mun
ekki samþykkja þá fyrirætlun Visa
International að banna bönkum í
viðskiptum við fyrirtækið í Evrópu
að bjóða önnur greiðslukort.
Karel Van Miert, samkeppnis-
stjóri ESB, lagði á það áherzlu á
blaðamannafundi að hér væri ekki
aðeins um ábendingu að ræða heldur
kröftuga grundvallaryfírlýsingu til
stjórnar Visa um að engin líkindi
væru til þess að fyrirætlunin næði
fram að ganga.
Búizt er við að á stjórnarfundi
Visa í júní verði fjallað um uppkast
að samþykkt um að öllum bönkum
í tengslum við Visa í Evrópu verði
bannað að bjóða upp á önnur
greiðslukort en frá Visa.
Svipaðar reglur eru þegar í gildi
í Bandaríkjunum, þar sem keppi-
nautar Visa hafa leitað til dómstóla.
Fyrirætlun Visa hefur verið til
umræðu síðan síðla árs 1995 og er
talin svar við ákvörðun American
Express um að markaðsfæra kort
sín um bankakerfið en ekki beint til
neytenda.
American Express, Diners Club
og Dean Witter Discover & Comp-
any, dótturfyrirtæki Sears Roebuck
& Co, hafa kvartað við fram-
kvæmdastjórn ESB um fyrirætlun
Visa.
Ekkert lát á vaxtalækkunum
*
Ovíst um vaxtaþróunina hjá
bönkum og sparísjóðum
EKKERT lát varð á vaxtalækkunum
á peningamarkaði í gær. Ávöxtunar-
krafa 20 ára spariskírteina hélt
áfram að lækka og endaði í 5,20%
og hefur hún aldrei verið lægri.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa tók einnig
að lækka talsvert í gær og var kaup-
krafa verðbréfafyrirtækjanna komin
niður í 5,52% þar sem hún var lægst,
en var hæst í 5,7% í byrjun vikunn-
ar. Enn er óvíst hvort þessar miklu
lækkanir á peningamarkaði munu
leiða til vaxtalækkana hjá bönkum
og sparisjóðum en ákvörðunar um
það er að vænta í dag.
Ávöxtunarkrafa 20 ára spariskír-
teina hefur lækkað um 0,38% það
sem af er þessari viku og umtals-
verðar lækkanir hafa orðið á öðrum
langtímaverðbréfum. Þannig hafa
10 ára spariskírteini lækkað um
0,16%, kaupkrafa húsbréfa um 0,13-
0,18% og þá vekur það einnig at-
hygli að ávöxtunarkrafa 3ja ára rík-
isbréfa hefur lækkað um 0,28% frá
því á þriðjudag. Þróunina má sjá
glögglega í töflunni hér til hliðar.
Þessar vaxtalækkanir hafa verið
raktar til skiptiútboðs Lánasýslu rík-
isins í næsta mánuði, en það er hald-
ið í tengslum við 17,3 milljarða inn-
lausn ríkissjóðs á þremur flokkum
spariskírteina frá 1986. Eins og
fram hefur komið verður uppistaðan
úr þeim bréfum sem boðin verða í
útboðinu með 3ja til 5 ára binditíma
og hefur það aukið mjög á spurn
eftir spariskírteinum til lengri tíma
vegna væntanlegs skorts á þeim.
Sverrir Sverrisson, hagfræðingur
hjá Ráðgjöf og efnahagsspám segir
að enn ætti að vera svigrúm til frek-
ari vaxtalækkana á langtímaendan-
um, enda sé ljóst að talsverður skort-
ur muni verða á langtímaverðbréfum
á næstunni. Hann bendir hins vegar
á að yfirleitt hafi myndast nokkur
kauptregða hjá stofnanafjárfestum
þegar ávöxtunarkrafan færi að nálg-
ast 5,30-5,35%. Hins vegar sé ljóst
að sú tregða hljóti að bresta eftir
því sem tengslin á milli íslenskra og
erlendra fjármagnsmarkaða aukist,
enda sé vaxtamunur enn mjög mik-
ill þar á milli.
Bankarnir í óvenjulegri stöðu
Næsti vaxtabreytingadagur hjá
bönkum og sparisjóðum er á morgun
og verða væntanlega teknar um það
ákvarðanir hvort bankarnir muni
lækka vexti í kjölfar þessara miklu
vaxtalækkana á peningamarkaði
undanfarna daga. Ekki Iá fyrir í gær
hvort sú yrði raunin.
Hins vegar sagði einn viðmæl-
enda Morgunblaðsins innan banka-
kerfisins að bankarnir stæðu
frammi fyrir nokkuð óvenjulegri
stöðu nú. Ávöxtunarkrafa lengri
spariskírteina væri á hraðri niður-
leið þar sem horfur væru á miklum
skorti á þeim bréfum. Hins vegar
væru horfur á því að talsvert of-
framboð verði á 5 ára spariskírtein-
um í skiptiútboðinu, sem gæti leitt
til þess að ávöxtunarkrafa þeirra
muni hækka. Bankar og sparisjóðir
miði einmitt innlánsvexti sína mikið
við 5 ára spariskírteini og því gæti
hækkun þeirra sett þá í nokkuð
erfiða stöðu.
Hlutafjár- !
útboði Síld-
arvinnsl-
unimr lokið
HLUTAFJ ÁRÚTBOÐI Síldar-
vinnslunnar á Neskaupsstað er lok-
ið og seldust hlutabréfin upp á for-
kaupsréttartímabilinu. Alls var boð-
ið út hlutafé að nafnvirði 48 milljón-
ir króna og var sölugengið 5,3.
Heildarsöluverðmæti hlutabréfanna
var því rúmar 254 milljónir króna.
Eftirspurn hluthafa eftir bréfum
var raunar talsvert umfram fram-
boð því þeir óskuðu eftir því að
kaupa hlutabréf að nafnvirði 140
milljónir króna, eða nær þrefalt það
sem var til sölu, að því er fram
kemur í frétt frá Síldarvinnslunni
og Kaupþingi, sem var umsjónarað-
ili útboðsins.
Tilgangur þessa útboðs var að
fjármagna fjárfestingar á vegum
Síldarvinnslunnar, en nú standa
yfir umfangsmiklar endurbætur á
loðnuverksmiðju fyrirtækisins og
er heildarkostnaður áætlaður um
450 milljónir króna. Hægt hefði
verið að fjármagna þær fram-
kvæmdir að fullu með nýju hlutafé
miðað við eftirspurn núverandi hlut-
hafa.