Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 49
FRÉTTIR
Samstarf Evrópu séð frá
ungverskum sjónarhóli
DR. FERENC Somogyi, ráðuneytis-
stjóri ungverska utanríkisráðuneyt-
isins, flytur erindi á sameiginlegum
hádegisverðarfundi Samtaka um
vestræna samvinnu (SVS) og Varð-
bergs í Skála á Hótel Sögu, laugar-
daginn l.júní nk. kl. 12. Þettaverð-
ur lokafundur starfsársins 1995-
1996, en alls hafa verið haldnir 7
fundir og ein alþjóðleg ráðstefna.
Í fréttatilkynningu segir: „Mikil
umræða fer nú fram um það hvort
Atlantshafsbandalagið eigi að stíga
örlagaríkt skref og stækka í austur
með því að veita ýmsum ríkjum
l Mið- og Austur-Evrópu formlega
aðild að NATO. Rússar eru þessu
1 afar andvígir en ríki eins og Ung-
vetjaland telja að öryggi sínu verði
alls ekki borgið nema með fullri
aðild að bandalaginu. Umrædd ríki
eru jafnframt þeirrar skoðunar að
því verði aðeins hægt að skjóta
sterkum stoðum undir lýðræðisþró-
unina sem þar nú ríkir, að þau fái
einnig fulia aðild að ESB.
Dr. Ferenc Somogyi mun fjalla
i um mikilvægi þess að Ungverjar
og grannar þeirra fái sem allra fyrst
I fulla aðild. Hann mun gera grein
fyrir stöðu utanríkis- og öryggis-
mála landsins með tilliti til þróunar
innanríkis- og öryggismála í Rúss-
landi og örra breytinga í ríkjum
NATO og ESB. Þetta er málefni
sem á fullt erindi til okkar sem vilj-
um fylgjast með málefnum NATO
og framþróun í Evrópu.“
Dr. Somogyi er fæddur árið 1945
í Hartkirchen í Ungveijalandi. Hann
lauk hagfræðiprófi frá Búdapesthá-
skóla árið 1968, prófi í stjórnmála-
fræði 1977 og doktorsprófi árið
1979. Somogyi gekk í ungversku
utanríkisþjónustuna 1968 og var
m.a. aðstoðarfastafulltrúi Ungveija
hjá SÞ í New York í 4 ár. Frá 1984
til 1989 vart hann yfirmaður deildar
utanríkisráðuneytisins í Búdapest
sem fer með samskipti við alþjóða-
stofnanir. Hann var ráðuneytisstjóri
árið 1989 en lét af því starfi 1991.
Somogyi gerðist stjórnarformaður
Exportgarancia Rt. 1992 og yfir-
maður enskudeildar Budapest Col-
lege for Foreign Trade á sama tíma.
Hann tók á ný við starfi ráðuneytis-
stjóra 1994. Somogyi er kvæntur
og á eitt barn.
Fundurinn er opinn félagsmönn-
um SVS og Varðbergs auk áhuga-
fólks um erlend málefni og þróun
öryggis- og stjórnmála í Evrópu og
öllum öðrum sem hafa áhuga á sam-
bandi íslands og Ungverjalands.
Dr. Ferenc Somogyi
auglýsingar
FRÆÐASETR1Ð
ISANDGERÐl
Ferð um æðarvarp
Helgina 1. og 2. júní býðst gest-
um Setursins að fara í heimsókn
í stórkostlegt æðarvarp i landi
Norðurkotsbræðra og njóta leið-
sagnar þeirra um varpið.
Lagt veröur af stað frá Fræða-
setrinu klukkan 15.00 báða
dagana.
FERÐAFELAG
% ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SÍMI 568-2533
Laugardagur2.júní
Reykjavegur 3. áfangi
Skála - Mælifell - Djúpavatn
Nú er komið að þriðja áfanga í
þessari geysivinsælu raðgöngu
um Reykjaveginn sem Ferðafé-
lagið og Útivist standa að sam-
eiginlega. Brottför kl. 10.30 frá
BSI að sunnanverðu, Mörkinni
6, Kópavogshálsi, kirkjug. Hafn-
arf. og Sjóminjasafninu Hafnarf.
í Grindavík er farið frá grunn-
skólanum kl. 11.30. Sérleyfisþíl-
ar Keflavíkur verða með sæta-
feröir úr Keflavik en Vestfjarðar-
leið sér um allan annan akstur.
Verð 1.000 kr. og fritt fyrir 15
ára og yngri með fullorönum.
Allir velkomnir. Alls tóku tæp-
lega 600 manns þátt í fyrstu
tveimur áföngum raðgöngunnar.
Ferðafélag íslands.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnudagur 2. júní kl. 13.30
Göngudagur Ferða-
félagsins í Elliðaárdal
Þessi 18. Göngudagur Ferðafé-
lagsins verður helgaður hinu fjöl-
breytta og skemmtilega útivist-
arsvæði, Elliðaárdalnum. Mæt-
ing er við félagsheimili Ferða-
félagsins í Mörkinni 6 og farið
þaðan kl. 13.30 með rútum upp
að Árbæjarlaug og gengið til
baka. Þátttakendur geta einnig
komið inn í gönguna að viid.
Áning verður um miðja göngu-
leið og boðið upp á léttar veiting-
ar, m.a. nýjung frá MS (ferska
súkkulaðimjólk). Göngunni lýkur
um kl. 16.00 við Mörkina 6.
Sparisjóöur Reykjavíkur og ná-
grennis er að þessu sinni í sam-
vinnu við Ferðafélagið um
göngudaginn, en árið 1995 lét
sparisjóðurinn koma fyrir skilt-
um í dalnum til fróðleiks fyrir þá,
sem vilja njóta þeirrar friðsældar
og fegurðar sem Elliðaárdalur-
inn býður upp á. Þetta er auð-
veld ganga, tilvalin fyrir alla fjöl-
skylduna og þátttökugjald er
ekkert. Notið þetta tækifæri til
að kynnast Ferðafélaginu.
Ferðafélag (slands.
Supplex
með Lycra
Bii.xin\brjó''tíiiuiida ar og boiir
Hvítt og svart!
LAUGAVEGI OG KRINGLUNNI
Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333
Pique
Range
RAÐAUGi YSINGAR
i
I
KIPULAG R í
K I S I N S
Frá Kvennaskólanum
í Reykjavík
Tekið verður á móti umsóknum nýnema
í skólanum á Fríkirkjuvegi 9 dagana 3. og
4. júní frá kl. 8-18.
Einnig verður sameiginleg innritun fyrir alla
framhaldsskólana í Reykjavík í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð þessa sömu daga.
KENNSLA
Leiklistarstúdíó Eddu
Björgvins og Gísla Rúnars
Unglinganámskeið, örfá sæti laus.
Fullorðinsnámskeið, tvö sæti laus.
Hringið strax í síma 588 2545, 581 2535
eða 551 9060.
Snjóflóðavarnir á Flateyri
I Mat á umhverfisáhrifum
-frumathugun
I
I
Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif-
um byggingar snjóflóðavarnavirkja á Flateyri.
Tilllaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar
liggur frammi til kynningar frá 31. maí til 8.
júlí 1996 á Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166,
í Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3,
Reykjavík og á skrifstofu Flateyrarhrepps.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
8. júlí 1996 til Skipulags ríkisins, Laugavegi
166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nán-
ari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins.
i
Skólameistari.
Byggðakjarni að Holti
íOnundarfirði
Deiliskipulag
Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4 í skipulags-
reglugerð nr. 318/1985 er hér með lýst eftir
athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi
1. áfanga byggðakjarna að Holti í Önundar-
firði. Skipulagssvæðið liggur sunnan Val-
þjófsdalsvegar og austan heimreiðar að
Holti. Skipulagstillagan er til sýnis í Grunn-
skólanum í Holti, í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði
og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166,
Reykjavík, á skristofutíma frá 30. maí til 30.
júní. Athugasemdum skal skila skriflega í
stjórnsýsluhúsið á ísafirði fyrir 1. júlí 1996.
Hreppsnefnd Mosvallahrepps.
Kjör forseta íslands
29. júní 1996
Ráðuneytið vekur hér með athygli á nokkrum
atriðum (tímasetningum) er varða undirbún-
ing og framkvæmd kjörs forseta íslands
29. júní 1996.
1. Kjörskrár skulu gerðar miðað við skráð
lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúa-
skrá þjóðskrár laugardaginn 8. júní.
2. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrárfram,
almenningi til sýnis, eigi síðar en miðviku-
daginn 19. júní.
3. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi
vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburð-
ar skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar
en kl. 12 á hádegi laugardaginn 22. júní.
Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram
fyrr en laugardaginn 8. júní.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
29. maí 1996.
ARGUS & ÖRKIN / SÍA DS036