Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 37 AÐSENPAR GREIMAR „Iþróttir og listir án tóbaks“ ÁRLEGA beinir alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) augum fólks um allan heim að viðfangsefnum sem tengjast „tóbaki eða heilsu". Til þess er valinn þessi sérstaki dagur, 31. maí, sem Alþjóðaheilbrigðis- þingið hefur lýst alþjóðlegan tób- aksvarnadag. Markmiðið með því að halda slíkan dag er að hvetja stórnvöld, byggðarlög, hópa og ein- staklinga til að opna augun fyrir þeim vandamálum sem tóbaksnotk- un fylgja, sérstaklega hjá ungu fólki, og til að beita viðeigandi ráð- um til að vinna gegn þessu skað- lega atferli, jafnframt notar WHO þennan dag til að skora á hvern þann sem notar tóbak að láta af þeim vana. Á þessu ári er alþjóðlegi tóbaks- varnadagurinn helgaður viðfangs- Boðskapur Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar í tilefni af alþjóðlegum tóbaksvarnadegi, 31. maí 1996 efninu „íþróttir og listir án tóbaks“. í því felst einstætt tækifæri til að fylkja íþróttafólki, listamönnum og fjölmiðlamönnum, svo og öllum al- menningi, um það markmið WHO að stuðla að mótun samfélags og mannlífs þar sem ekki sé lengur viðtekið sem eðlilegt að fólk neyti tóbaks. Að alþjóðlega tóbaksvarnadegin- um 1996 standa, ásamt WHO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) og Alþjóða- ólympíunefndin. Hvor tveggja þessi samtök hafa fagnað því frumkvæði WHO að taka listir og íþróttir sam- eiginlega fyrir í sambandi við tób- aksvarnir. Að benda á íþróttamenn og listamenn sem fyrirmyndir að „reyklausum" og þar með heilnæm- um lífsstíl getur verið áhrifarík leið til að koma á framfæri við allan almenning, og þá sér í lagi æskulýð- inn, boðskap okkar um „tóbak eða heilsu". Það fer líka saman við hugsjónir ólympíuhreyfingarinnar um heilbrigði og umhverfisvernd. Þessi sömu samtök styðja skiln- ing WHO á „íþróttum fyrir alla“, er felur í sér rétt hvers manns til að leggja stund á íþróttir og hreyf- ingu til að efla allar hliðar hreysti sinnar og vellíðunar. Dr. H. Nakaj- ima, aðalframkvæmdastjóri WHÖ, hefur komist svo að orði: „Reglu- bundin hreyfing er nauðsynleg fyrir góða heilsu, enda bægir hún frá margs kyns kvillum sálar og lík- ama. En tóbaksnotkun getur bæði spillt líkamlegri hæfni og heil- brigði. Afleiðingar tóbaksnotkunar eru ekki til að spauga með. Áætlað er að af þeim, sem reykja sígarett- ur frá unglingsárum til æviloka, muni helmingur deyja úr sjúkdóm- um sem tengjast tóbaki. Og þótt ekki sé um reykingar að ræða, er öll önnur tóbaksnautn mjög var- hugaverð.“ Það gerir sig ekki sjálft að fá fólk til að leggja eyrun við boðskap um betri heilsu og fylgja honum í framkvæmd. Með því að standa fyrir tóbakslausum íþrótta- og menningarviðburðum má stuðla að því að þessi boðskapur, með áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og út- breiða heilbrigði, fái jákvæða ímynd. Reynslan hefur sýnt að boð- skapur hefur þá fyrst áhrif að hon- um sé miðlað við réttar aðstæður pg til móttækilegra viðtakenda. íþróttir og afþreying geta mótað hinar æskilegustu aðstæður til að miðla til almennings boðskap okkar um heilbrigði. Þessu hafa tóbaksfyrirtækin gert sér fulla grein fyrir, enda hafa þau leitast við að móta sér og afurðum sínum jákvæða ímynd með því að kosta einstaklinga og viðburði á sviði íþrótta og menningar. í mörg- um löndum hafa þessi fyrirtæki nýtt sér til fulls afreksmenn og ein- staklingsfýrirmyndir meðal íþrótta- og listamanna og þannig fengið fólk til að tengja í huga sér íþróttir og listir við sígarettureykingar. Til stofnana á sviði íþótta og lista, svo og þeirra sem standa fyr- ir afþreyingarviðburðum, ætti að miðla staðreyndum um viðfangsefn- ið „tóbak eða heilsa“. Þessa aðila þarf að vekja til vitundar um að rangt sé að tengja mikils metin við- fangsefni þeirra við vörur sem spilla heilsu og leiða fólk að óþörfu í dauð- ann fyrir aldur fram. Þegar stofn- anir og samtök á sviði íþrótta og lista gera sér ljóst að tóbak á enga samleið með gildum þeirra og við- horfum, geta þau orðið ómetanlegir bandamenn og tekið upp virka bar- áttu fyrir lífsstíl án tóbaks. vandaður vindþéttur þægilegur vatnsvarinn, útöndunar- efnið ENTRANT G II 15% afsláttur af útivistarfatnaði frá VANGO ®LA©1F®IN Eyjaslóð 7 Reykjavík S.SII 2200 Þar sem ferðalagið byrjar - kjarni raálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.