Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudbandalagsins, líklegur sigurvegari í ísrael ENDANLEG úrslit ísra- elsku kosninganna munu ekki liggja fyrir fyrr en í fyrsta lagi síðdegis í dag, þegar rúmlega 150 þúsund utankjörstaðaatkvæði hafa verið talin. Reynslan er hins vegar sú að hægrimenn séu í meirihluta meðal þeirra sem greiða atkvæði utan kjörstaðar, en það eru fyrst og fremst hermenn, auk t.d. stjórnar- erindreka, fanga og sjúklinga. Það virðist því allöruggt að Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudbanda- lagsins, verði sigurvegari kosning- anna. í fyrsta skipti í sögu landsins var kosið beint um embætti forsæt- isráðherra og hafði Netanyahu hlot- ið 50,3% atkvæða þegar öll atkvæði önnur en utankjörstaðatkvæði höfðu verið talin. Shimon Peres, forsætisráðherra og leiðtogi Verka- mannaflokksins, hlaut 49,6% at- kvæða. Ekkert er hins vegar öruggt fyrr en síðasta atkvæðið hefur ver- ið talið þar sem að einungis um tuttugu þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Peres hefur enn ekki viðurkennt ósigur né Netanyahu lýst yfir sigri og segjast báðir ætla bíða með yfir- lýsingar þar til að endanlegar tölur séu komnar fram. Peres skipaði öðrum ráðherrum í stjórn sinni að gera slíkt hið sama á ríkisstjómar- fundi í gær. „Hann virtist afslapp- aður og í góðu skapi. Hann hefur þegar þurft að fara í gegnum mik- ið á ævinni,“ sagði Nissim Zvilli, framkvæmdastjóri Verkamanna- flokksins, að loknum ríkisstjómar- fundinum. Fimmti ósigurinn Þetta er í fímmta skipti, sem hinn 72 ára Peres bíður lægri hlut í kosn- ingum, en áður hafði hann tapað árin 1977, 1981, 1984 og 1988. Hann gegndi embætti forsætis- ráðherra á árunum 1984-1986 í samsteypustjórn með Likud og tók aftur við embættinu í nóvember í fyrra er Yitzhak Rabin forsætisráð- herra var myrtur af hægrisinnuðum gyðingi er vildi mótmæla friðarsam- komulaginu við Palestínumenn. Morðið á Rabin setti mikinn svip á kosningabaráttunna og í gær mátti sjá skilti á götum borga í ísrael þar sem á stóð: „Morðinginn sigraði". Ekkja Rabins, Leah, var einnig ómyrk í máli er hún tjáði sig um úrslitin í ísraelska sjónvarpinu. Sagðist hún helst vilja pakka niður föggum sínum og yfírgefa landið. Peres, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt Rabin og Yasser Ara- fat, ieiðtoga Palestínumanna, lagði í kosningabaráttunni áherslu á mik- ilvægi áframhaldandi friðarvið- ræðna við Palestinumenn og arab- ískar nágrannaþjóðir Ísraela. Hermdarverk Hamas breyttu stöðunni Skoðanakannanir eftir morðið á Rabin voru Verkamannaflokknum mjög í hag en eftir því sem nær dró kosningunum minnkaði bilið milii flokkanna. Eftir að 59 ísraelar féllu í fjórum sprengjutilræðum Hamas, samtaka öfgasinnaðra Pal- estínumanna, í mars og febrúar hrundi fylgi Peresar. Netanyahu hamraði á því að sýna yrði meiri hörku í garð araba og kjósendur fóru að hafa efasemdir um ágæti frekari tilslakana í garð Palestínumanna. Að mati margra ísraela er Peres ekki nógu harður stjórnmálamaður og treysta þeir honum ekki til að sýna óvinum Isra- els fyllstu hörku. Virtust umdeildar hemaðaraðgerðir ísraelshers í Suð- ur-Líbanon í síðasta mánuði ekki hafa nein áhrif á kjósendur. Vestræn ríki studdu hins vegar dyggilega við bakið á Peres og fyrir til- stilli JBills Clintons, for- seta Bandaríkjanna, var haldin sérstök ráðstefna um hryðjuverk í Kaíró í Egypta- landi í mars. Var því haldið fram á sínum tíma að fyrst og fremst hefði verið boðað til ráðstefnunnar til að bæta stöðu Peresar. eftir kosningarnar benda ummæli áhrifamanna í Likud til að óttinn um að kosningaúrslitin hafi áhrif á friðarferlið sé á rökum reistur. Rafael Eitan, sem var yfirmaður hersins er ísraelsher réðst inn í Líbanon árið 1982, lýsti þannig yfir því í gær að hann teldi rétt að semja um öll ákvæði Óslóar-sam- komulagsins upp á nýtt. Þá sagði Sharon, sem talið er öruggt að fái mikilvægt ráðherraembætti í næstu stjórn, að í kosningunum hefðu Israelar greitt atkvæði gegn tak- markaðri sjálfstjórn Palestínu- manna og bætti því við að Arafat væri „hryðjuverkamaður“. Arafat hefur sjálfur ekki tjáð sig um úrslit kosninganna en nánir samstarfsmenn hans segja hann „áhyggjufullan“. Hanan Ashrawi, er var talsmaður Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) í friðarvið- ræðunum 1991-1993, sagðist eftir sem áður vera sannfærð um að Palestínumenn myndu öðlast sitt eigið ríki og að Jerúsalem yrði höf- uðborg þess. Sigur Netanyahus myndi ekki binda enda á friðarvið- ræðurnar. „Það eru ákveðnar stað- reyndir til staðar sem ekki er hægt að útiloka eða eyða. Helmingur ísraelsku þjóðarinnar er nú í stjórn- arandstöðu og það verður ekki auð- velt að skrumskæla eða grafa und- an friðarsamkomulaginu,“ sagði Ashrawi. Danny Naveh, aðstoðarmaður Netanyahus, reyndi einnig að slá á áhyggjur manna í gær og sagðist hann vera „staðráðinn" í að beita sér fyrir því að koma á friði, friði með öryggi, við Palestínumenn og aðrar arabaþjóðir. Stóru flokkarnir töpuðu fylgi Ef svo fer sem horfir að Netanya- hu verði næsti forsætisráðherra, gæti stjórnarmyndunin hins vegar reynst erfið. Jafnt Verkamanna- flokkurinn sem Likudbandalagið töpuðu fylgi í þingkosningunum, sem haldnar voru samhliða forsæt- isráðherrakosningunni, en ýmsir smáflokkar bættu við sig fylgi eða komust inn á þingið, Knesset, í fyrsta skipti. Ekki síst juku flokkar heittrúaðra gyðinga fylgi sitt. Þriðj- ungur nýkjörinna þingmanna hefur ekki setið áður á þingi. Verkamannaflokkurinn fékk 34 þingsæti af 120, hafði áður 44, og Likud fékk 31 þingsæti en hafði áður 40. Töldu fréttaskýrendur að Netanyahu ætti helst kost á að mynda stjórn með þremur flokkum heittrúarmanna, Shah-flokknum, Torah-flokknum og Þjóðlega trúar- flokknum ásamt nýjum flokki inn- flytjenda frá fyrrverandi Sovétríkj- unum, sem fyrrum andófsmaðurinn Natan Sharansky veitir forystu. Ákvörðunin um að láta kjósa beint um embætti forsætisráðherra var tekin í þeirri von að auðveldara yrði að mynda stjórn í landinu. Margir telja að þetta kerfi muni hins vegar litlu breyta. Stóru flokk- arnir væru enn háðir smáflokkum og skipting ráðherraembætta í sam- steypustjórnum myndi vafalaust fara eftir vægi flokkanna í Kness- et. Þar sem að Likud hefur ekki helming þeirra þingsæta er þarf til að mynda starfhæfan meirihluta er því alls ekki víst að flokkurinn muni fá meirihluta ráðherraemb- ætta í ríkisstjórn. Það sama á við um Verkamannaflokkinn, mistakist Netanyahu að mynda stjórn eða utankjörstaðaatkvæði breyta úrslit- unum. Peres gæti eflaust reitt sig á átján atkvæði þriggja vinstri- flokka (Meretz, Hadash og Mada) en yrði einnig að leita til flokka miðju- eða heittrúarmanna. --------- Staða forsætisráð- „Þriðjungur herra í næstu ríkisstjórn ekkiáðurá verður því væntanlega binai" enn veikari en knn kefur ** a verið í fyrri stjórnum. Utankjörstaðaatkvæðin gætu vissulega breytt einhverju og telja ísraelskir kosningasérfræðing- ar að flokkar heittrúarmanna og araba muni tapa fylgi en aðrir bæta við sig. Hinn öruggi Netanyahu NETANYAHU hélt ró sinni á kosningavöku Likud-bandalagsins þrátt fyrir að fyrstu spár bentu til að hann hefði beðið ósigur. Margir stuðningsmanna flokksins grétu er tölurnar birtust en Netany- ahu gekk sallarólegur og öruggur upp í ræðustól og sagði: „Það er enn of snemmt að spá. Nóttin er löng. Við verðum að sýna þolinmæði." Örugg framkoma hans er einmitt talin hafa skipt miklu máli í kosningabaráttunni og heillað kjósendur er óttuðust um öryggi sitt eftir sprengjutilræðin í febr- úar og mars. Stj óraarmyndun gæti reynst erfið Benjamin Netanyahu er talinn nær öruggur með sigur í ísraelsku kosningunum. Þótt einungis tuttugu þúsund atkvæði skilji að hann og Shimon Peres er talið ólíklegt að talning utankjörstaðaatkvæða, sem hefst í dag, breyti úrslitunum. Það gæti hins vegar reynst Netanyahu erfitt að mynda næstu stjóm. STUÐNINGSMENN Shah-flokksins, sem er flokkur heittrúaðra gyðinga, hömpuðu leiðtoga sínum Aryeh Deri rabbina, er Ijóst var að flokkurinn hefði aukið fylgi sitt úr sex þingsætum í tíu. Enn á eftir að telja 150 þúsund utan- kjörstaðaatkvæði hermanna, sjúklinga, fanga og stjórnarerindreka. Talning þeirra hefst t dag. Kosningar um forsætisráðherra BENJAMIN NETANYAHU 50,6% SHIMON PERES 49,3% Þingsæti (bráðabirgðatölur) Verkamannaflokkur 34 Likudbandalag 31 I „Stuðningur við smá- flokka" Síðustu dagana fyrir kosningar var Peres enn með naumt forskot á Netanyahu og fyrstu spár á mið- vikudagskvöld bentu til að hann myndi sigra. Eftir því sem leið á talninguna varð hins vegar ljóst að það var Netanyahu, 46 ára gamall fyrrum yfir- ““ maður í sérsveitum hers- ins, er hafði hlotið fleiri atkvæði. Ef einungis eru tekin atkvæði gyðinga hlaut Netanyahu 55,5% en Peres 45,5%. Flestir ísraelskir Pa- lestínumenn kusu hins vegar Peres og varð því naumara á mununum. Netanyaliu hefur lýst því yfir að hann muni virða friðarsamninga við Paiestínumenn og Jórdana en eftir sem áður er ljóst að ýmis markmið hans kunna að raska framkvæmd þeirra. Hann hyggst til dæmis ekki taka upp viðræður um framtíð Jerú- salem og ætlar að stöðva brottflutn- ing hersveita frá hemumdu svæð- unum á Vesturbakkanum og Gaza. Ekki er heldur talið útilokað að hann muni beita sér fyrir því að landnám gyðinga á hernumdu svæðunum hefjist á ný, en einn ötulasti talsmaður landnámsstefn- unnar, Ariel Sharon, er meðal helstu stuðningsmanna Netanya- hus. Þá gæti sigur Netanya- hus einnig valdið því að snurða hlaupi á þráðinn í friðarviðræðunum við Sýrlendinga þar sem að hann hefur útilokað að stöðu Gólan-hæða, er hernumdar voru í sexdagastríðinu árið 1967, verði breytt. Þótt að Netanyahu hafi sjálfur ekki gefið út neinar yfirlýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.