Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkurhöfn tekur í notkun nýjan dráttarbát Fjórði Magni og með meiri toggetu REYKJAVÍKURHÖFN tók til notkunar nýjan dráttarbát í gær og segir Hannes Valdi- marsson hafnarstjóri að bátur- inn auki á öryggi. Nýi dráttar- báturinn heitir Magni og er sá fjórði með því nafni sem þjónar hafnaryfirvöldum. Nýi Magni er smíðaður í Hollandi, hjá Damen skipasmíðastöðinni, líkt og dráttarbátarnir Haki og Jöt- unn. Kostnaður við Magna verður 76 milljónir þegar allt er talið að sögn Hannesar en tilboð Damen var upp á 72 milljónir. Magni er 80 tonn, 19,5 metra langur og 6 metra breiður, og hefur 17 tonna togkraft. Til samanburðar má geta þess að Haki og Jötunn hafa tíu tonna togkraft. Fyrsti Magni var keyptur fyr- ir Reykjavíkurhöfn árið 1928, notaður frá Þýskalandi. Sá næsti var smíðaður í Stálsmiðj- unni árið 1955 og var fyrsta stálskip sem smíðað hefur verið á íslandi að Hannesar sögn. Þriðji Magni var keyptur notað- ur af Damen árið 1987, ásamt Haka, og heitir nú Jötunn. Eru þeir 15 og 16 ára gamlir. Hannes segir skip hafa farið stækkandi undanfarin ár og á þá við olíuskip, skemmtiferða- skip og gámaflutningaskip, og því sé þörf á meira afli til þess að geta sinnt þeim og gætt fyllsta öryggis um leið. Sagfe. TEKIÐ var á móti nýjum Magna í Reykjavíkurhöfn í gær. A * Utvarpsréttarnefnd synjar ósk Islenska sjónvarpsins um endurupptöku Forsvarsmönnum áttu að vera skilyrðin ljós EFTIR endurúthlutun útvarps- réttamefndar á leyfum til endur- varps sjónvarpsefnis í apríl sl. þegar Sýn hf. voru veitt fjögur leyfi sem tekin voru af Stöð 2 og Stöð 3, tvö leyfi af hvorri stöð, lagði íslenska sjónvarpið hf., sem rekur Stöð 3, fram bréfleg mótmæli. Mótmælt var styttingu gildistíma bráðabirgða- leyfa úr 12 mánuðum í 6, óskað var eftir endurupptöku þeirrar ákvörð- unar nefndarinnar að afturkalla vil- yrði fyrir tveimur bráðabirgðaleyf- um sem íslenska sjónvarpinu hf. voru veitt 25. ágúst sl. og þess kraf- ist að úthlutun á vilyrðum fyrir bráðabirgðaleyfum til Sýnar hf. yrði stöðvuð í Ijósi ákvæða samkeppni- slaga. Utvarpsréttamefnd fjallaði á fundi sínum í fyrradag um erindi íslenska sjónvarpsins hf. en tók ein- vörðungu afstöðu til kröfu þess um endurupptöku þeirrar ákvörðunar nefndarinnar að afturkalla vilyrði fyrir _ tveimur bráðabirgðaleyfum sem Islenska sjónvarpinu hf. voru veitt 25. ágúst sl. Utvarpsréttar- nefnd telur að forsvarsmönnum ís- lenska sjónvarpsins hf. hafi átt að vera fullljóst hversu margar ör- bylgjurásir væru til ráðstöfunar fyr- ir sjónvarp og að nefndin leitaðist við í störfum sínum að gæta jafn- ræðis milli leyfishafa, varðandi nýt- ingu örbylgjusviðsins og sporna gegn því að leyfi til endurvarps safn- ist á hendur fárra aðila. Þá segir að forráðamönnum íslenska sjón- varpsins hafi átt að vera ljóst að „samþykktir nefndarinnar um vil- PALL Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun útvarpsréttamefndar, sem hún tók á fundi sínum í fyrradag, að afturkalla annað tveggja leyfa, sem Sýn voru veitt til endurvarps sjón- va'rpsefnis, aðeins mánuði eftir að þau voru veitt. „Það tók nefndina 6 mánuði, frá því Sýn sendi 'inn umsókn um 5 ör- bylgjurásir, að afgreiða til hennar 4 og það eftir að við höfðum svarað löngum og ítarlegum spumingalista frá nefndinni um alls kyns atriði sem vörðuðu rekstur Sýnar. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir fóru Stöðvar 3- menn með Morgunblaðið í fararbroddi með hrópum og hótunum að mót- mæla henni. Útvarpsréttamefnd leggur þá niður skottið og tekur aðra rásina til baka af Sýn. Athygli vekur að það tók nefndina ekki nema mán- yrði vegna bráðabirgðateyfa og/eða útgefin bráðabirgðaleyfi væru háð því afdráttarlausa skilyrði af hálfu nefndarinnar að þau yrðu afturköll- uð, teldi nefndin það nauðsynlegt uð að afturkalla það sem hún tók sér sex mánuði til að ígrunda. Mér er lífsins ómögulegt að skilja röksemdafærsluna að baki þessari ákvörðun. í bréfi nefndarinnar eru engin rök færð fyrir henni, aðeins útlistun á því að nefndin telji sig hafa rétt til að gera þetta, sem enginn hafði efast um. Ég skil ekki að nefnd- in skuli bera svona litla virðingu fyrir sjálfri sér og þeim ákvörðunum sem hún tekur,“ sagði Páll. Sýn búin að taka á sig skuldbindingar Páll sagði að Sýn hlyti að Iáta kanna hvort þessi framgangsmáti stæðist iög. „Það er mánuður síðan ég fór að vinna á grundvelli þeirrar ákvörðunar sem nefndin tók þá. Sam- kvæmt því hafði ég sex mánuði til að sýna fram á samninga við erlend- til þess að tryggja svo sem verða mætti jafnræði milli umsækjenda um endurvarpsleyfi," segir í bréfinu. Niðurstaðan er því sú að ósk um endurupptöku er hafnað. ar sjónvarpsstöðvar til þess að nota þessar tilteknu rásir. Að þeim samn- ingum hefur verið unnið og hefur sjónvarpsstöðin þegar tekið á sig skuldbindingar á grundvelli mánaðar- gamallar niðurstöðu. Ég skil ekki hvemig nefndin ætlar mönnum að stunda viðskipti á þessu sviði með þessum vinnubrögðum, þ.e. að veita og afturkalla vilyrði með mánaðar millibili," sagði Páll. Hann sagðist ekki vita með hvaða hætti við þessu yrði brugðist, hann ætti eftir að ráðfæra sig við lögmenn þar um. Ekki tókst að ná tali af Jóni Ólafs- syni, stjómarformanni íslenska út- varpsfélagsins, í gærkvöldi til að fá viðbrögð hans við ákvörðun útvarps- réttarnefndar um afturköllun á leyfi Stöðvar 2 til endurvarps sjónvarps- efnis. Páll Magnússon um niðurstöðu útvarpsréttarnefndar Oskiljanleg vinnubrög’ð Samtök norrænna gigtarlækna 50 ára 650 sér- fræðingar á ráðstefnu UM sexhundruð og fimmtíu innlend- ir og erlendir læknar og vísinda- menn sækja ráðstefnu um gigt á vegum samtakanna Scandinavian Society for Rheumatology í Há- skólabíói 31. maí til 3. júní nk. Ymsir vísindamenn í fremstu röð í heiminum koma og halda fyrirlestra á ráðstefnunni. Yfir 50.000 íslend- ingar þjást af gigt og nemur árleg- ur kostnaður vegna sjúkdórrisins um 10 milljörðum, samkvæmt upplýs- ingum í frétt um ráðstefnuna. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forséti ís- lands, ávarpar ráðstefnuna og Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra, flytur ræðu. Ráðstefnan er haldin á 50 ára afmæli samtakanna, 40 ára afmæli Scandinavian Journal of Rheumato- logy og 20 ára afmæli Gigtarfélags íslands. Jón Þorsteinsson skrifar kafla um gigt og gigtarlækningar á íslandi allt frá landnámi í afmælis- rit samtakanna. Meðal fyrirlesara er Stephen Malawista frá Yale í Bandaríkjun- um. Malavwista er heimskunnur fyrir rannsóknir og uppgötvun Lyme-sjúkdómsins. Annar virtur fyrirlesari er Ingvar Bjarnason í London. Hann hefur rannsakað tengsl gigtar við meltingarsjúk- dóma. Island gegni lykilhlutverki Eric Lander, einn kunnasti erfða- fræðingur heims, heldur fyrirlestur við opnun ráðstefnunnar í dag. Lander talar m.a. um mikilvægi ís- lands vegna einstakra aðstæðna í glímunni við að ráða erfðaráðgátuna um gigtarsjúkdóma. Hann spáir því að landið gegni lykilhlutverki í ráðn- ingu þessarar gátu. Af öðrum vísindamönnum má nefna Jóhannes Björnsson, prófess- or og yfirlækni á meinafræðideild Mayo Clinic í Bandaríkjunum, Gerði Gröndal, Karlinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, og Kristján Erlendsson frá íslandi. Mats Brittberg, frá Svíþjóð, C.M. Menkes frá Frakklandi, og Helgi Jónsson á Landspítalanum hafa rannsakað slitgigt. Helgi heldur fyr- irlestur um rannsóknir á gigt og kemur fram með ný sjónarmið. Kaisa Granfors frá Finnlandi hef- ur unnið brautryðjendastarf á sam- hengi bakteríusýkinga og liðagigtar og Ami Geirsson, vinnur að rann- sóknum á herslismeini í samvinnu við vísindamenn í Lundi. Marta Al- arcon-Riaquelme og Lars Klareskog eru virtir sænskir sérfræðingar. Kristján Steinsson, forseti Scand- inavian Society for Rheumatology og yfirlæknir gigtarskorar á Land- spítalanum, fjallar um Rannsóknar- stofnun í gigtarsjúkdómum. Nýtt verkefni hefst á Alþjóðlega tóbaksvarnadeginum sem er í dag Hvatt til íþrótta og lista án tóbaks Helgi Ólafs- son efstur HELGI Ólafsson vann Benedikt Jónasson í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands í gær. Magnús Öm Úlfarsson vann Hannes Hlífar Stef- ánsson, Jón Viktor Gunnarsson vann Torfa Leósson og Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson gerðu jafntefli. Skákir Sævars Bjamasonar og Þrastar Þórhallssonar, Jóns Garð- ars Viðarssonar og Helga Áss Grét- arssonar iauk báðum með jafntefli. Helgi Ólafsson er efstur með 6V2 vinning, í 2.-4. sæti eru Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann Hjartar- son og Margeir Pétursson með 5‘/2 vinning. Níunda umferð verður tefld í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ kl. 17 í dag. ALÞJÓÐLEGI tóbaksvarnadagur- inn er í dag. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin velur ákveðið verkefni á hveiju ári til að vinna í baráttunni gegn tóbaksneyslu og er í ár unnið undir yfirskriftinni Iþróttir og listir án tóbaks. Halldóra Bjarnadóttir, formaður tóbaksvarnanefndar, segir að þeir sem starfi að tóbaksvörnum hér- lendis hafi alltaf litið svo á að á þessum degi byrji nýtt verkefni. Nú sé það að tóbaki verði úthýst í allri íþróttastarfsemi og öllum listviðburðum. Hún segir að tób- aksneysla í tengslum við íþróttir sé kannski ekki svo mikið vanda- mál hérlendis á sama hátt og sums staðar erlendis þar sem tóbak sé markaðssett á íþróttaviðburðum. Hér sé fremur um að ræða stefnu- leysi og það sem á vanti sé að móta skriflega stefnu í tóbaksvörn- um. Halldóra segir að í dag fái tób- aksvarnanefnd Ellert Schram, for- seta íþróttasambands íslands, Þóri Jónsson, formann Ungmennafélags Islands, Júlíus Hafstein, formann Ólympíunefndar, og Önnu Björgu Aradóttur, fulltrúa frá Heilsuefl- ingu á fund til sín til að ræða hvern- ig þessu verkefni verði ýtt úr vör. Markmiðið sé að öll íþróttafélög setji sér ákveðna stefnu í tóbaks- málum og að tóbaksnotkun verði útrýmt á íþróttasvæðum. Halldóra segir að við íslendingar búum það vel að reykingar séu ekki leyfðar á opinberum stöðum og því sé þegar búið að útrýma þeim af mörgum listviðburðum. Frekari aðgerðir verði ákveðnar í samvinnu við samtök listamanna en það sé ekki búið að ákveða fundi með þeim. Eitt markmiða sem Hall- dóra nefnir á þessu sviði eru reyk- laus leikhús. Nú liggur tóbaksvarnafrumvarp fyrir Alþingi og á það eftir að fara í gegnum þriðju og síðustu um- ræðu. Halldóra segist ánægð með frumvarpið og að um það ríki sátt. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að ekki megi seljatóbak unglingum yngri en 18 ára og fjárveitingar til tóbaksvarna verði auknar. Hall- dóra segir að til þeirra séu nú ætluð 0,2% af brúttósölu á tóbaki en sa.mkvæmt frumvarpinu verði hlutfallið hækkað í 0,7%. Hún seg- ir að það muni gera það að verkum að hægt verði að fara að vinna á sama hátt og gert sé í flestum lönd- um. Hún segir það þó allt velta á því að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi og ánægjulegast yrði að sjálfsögðu ef það yrði gert að lögum á alþjóðlega tóbaksvarna- deginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.