Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rúnar Rúnarsson fallhlífastökkskennari lenti í slysi með farþega sl. fimmtudag
Guðsmildi að
við erum á lífi
„ÉG kem seint til með að skilja hvernig
þetta gat komið fyrir mig eftir að hafa kennt
fjölda nemenda hvernig ætti að bregðast við
í svona aðstæðum.“ Þetta segir Rúnar Rún-
arsson, kennari í fallhlífarstökki og næst-
reyndasti fallhlífarstökkvari landsins, sem
liggur brotinn á báðum fótum á Borgar-
spítalanum eftir að hafa meiðst í stökki
ásamt farþega síðastliðið fimmtudagskvöld.
Rúnar segir óumdeilanlegt að mistök hans
eftir að aðalfallhlíf bilaði hafi valdið slysinu
en í frásögn hans kemur fram að með að-
gerðum sínum hafi honum tekist að draga
úr þeim skaða sem stefndi í. Farþegi Rún-
ars, Ragnhildur Sigurðardóttir, liggur mikið
slösuð á sjúkrahúsinu. Hún gekkst þar und-
ir aðgerð í gær.
Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við
Rúnar á Borgarspítalanum. Hann væntir
þess að útskrifast þaðan í dag en framundan
er endurhæfmg og sjúkraþjálfun. Læknar
segja að hann geti stigið að nýju í fæturna
í júlímánuði.
Rúnar er 33 ára gamall, hefur verið í
fallhlífarstökki frá árinu 1984 og á um 2.000
stökk að baki, þar af rúmlega hundrað klakk-
laus stökk með farþega. Rúnar bjó um
þriggja ára skeið í Bandaríkjunum og hafði
þá m.a. atvinnu í kringum fallhlífarstökk.
Um aðdraganda slyssins á fimmtudags-
kvöld segir Rúnar að Fallhlífarklúbbur
Reykjavíkur hafi um nokkurt skeið boðið
fólki að stökkva sem farþegar í fallhlífum.
„Við gerum þetta til þess að kynna sportið
fyrir fólki og höfum fengið nýtt fólk í okkar
hóp_ á þennan hátt.“
Á fimmtudag segir Rúnar að Ragnhildur
Sigurðardóttir og vinkona hennar hafi haft
samband við sig og óskað eftir að fá að
stökkva sem farþegar. Vegna skýjafars
hætti Rúnar við að stökkva um daginn en
mælti sér mót við vinkonurnar á Reykjavík-
urflugvelli klukkan átta um kvöldið.
„Ég fór fyrst með vinkonu hennar og það
gekk allt að óskum. Um hálftíuleytið fór ég
svo með Ragnhildi. Við stukkum úr 10 þús-
und feta hæð. Ég opnaði aðalfallhlífina í
gegnum fimm þúsund fetin. Það kom í ljós
að hún hafði ekki náð að opnast eðlilega.
Ein lína lá yfir fallhlífina, sem gerði að verk-
um að hún flaug ekki eðlilega heldur lenti
í „spinni". Það á ekki að vera neitt tiltöku-
mál, maður losar sig við hana og opnar svo
varafailhlíf. Af einhverjum ástæðum, sem
ég hef ekki enn þann dag í dag getað út-
skýrt fyrir sjálfum mér og kem kannski aldr-
ei til með að skilja, tók ég í vitlaust hand-
fang og opnaði varafallhlífína áður en ég
var búinn að losa aðalfallhlífina."
Þetta var einhver meinloka
„Ég var ekki í neinni panikk þegar þetta
gerðist — þetta var einhver meinloka. Ég
taldi mig vera að gera rétt og gerði mér
ekki grein fyrir mistökunum fyrr en ég sá
varafallhlífína koma út líka. Þá losaði ég
aðalfallhlífina um leið. Ef ég hefði verið
heppinn þá hefði þetta átt að heppnast, því
við ákveðnar aðstæður er þessi aðferð not-
uð. En þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi
að aðal- og varafallhlífin flækist saman. Það
var það sem gerðist."
Rúnar og Ragnhildur voru í um 4.000
feta hæð, um 1.300 metra hæð, þegar vara-
fallhlífin opnaðist. „Hún opnaðist í gegnum
línu á aðalfallhlífínni og það varnaði því að
hún næði að opnast almennilega."
Aðspurður segir Rúnar að Ragnhildur,
sem aldrei áður hafði stokkið í fallhlíf, hafi
fljótlega gert sér grein fyrir að eitthvað
óeðlilegt væri að gerast. „Hún spurði hvort
eitthvað væri að og ég sagði: já, en ég ætla
að reyna að redda þessu. Siðan heyrði hún
að ég sagði: Guð minn góður.“
Rúnar segist hreinlega ekki hafa trúað
því að þetta væri að koma fyrir sig. „Ég
var kominn í ansi slæma aðstöðu og var að
líta eftir því hvar við myndum lenda og á
hvaða hraða við værum,“ segir Rúnar en
fallhlífin snerist til jarðar í stórum hring,
„víðu spinni" á máli fallhlífastökkvara.
„Þegar neðar dró sá ég að við myndum
lenda á svæði þar sem var malbik og gras-
blettur og reyndi að stýra okkur inn á gras-
ið. En það er ekki hægt að stýra þegar svona
er komið. Síðasta spölinn náðu fallhlífarnar
að fljúga hver frá annarri og taka stefnu
beint niður.“
Rúnar segir að síðustu augnablikin hafí
hann notað til að undirbúa neyðarlendingu
til að dreifa högginu eins og hægt er. Ragn-
hildur var spennt við hann og í sömu hæð
frá jörðu og hann. „Hún var óundirbúin og
örugglega skelfingu lostin og það var ég
náttúrulega líka. En ég hafði nóg að gera
og var á fullu við að reyna að gera eitthvað
til að reyna að taka fallið af sem best.“
Hugur minn fyrst og fremst hjá þeim
„Ég held að það sé mikil guðsnáð að við
erum bæði á lífí og með heilan hrygg eftir
að hafa komið beint niður á malbik á 50-60
kílómetra hraða á klukkustund. Það er það
sem stendur upp úr að mínu mati. Það er
engum öðrum en Drottni almáttugum fyrir
að þakka.“
Rúnar brotnaði á báðum fótum í lending-
unni eins og fyrr sagði en Ragnhildur meidd-
ist mun meira; hlaut mikil og alvarleg bein-
brot. Hún kom af gjörgæslu í fyrradag á
almenna deild en gekkst undir aðgerð að
nýju í gær vegna meiðsla á handlegg. Rúnar
segist hafa rætt við Ragnhildi og foreldra
hennar.
„Hugur minn er náttúrulega fyrst og
fremst hjá þeim. Það hafa verið góð og skiln-
ingsrík samskipti milli okkar. Við vitum öll
að mistök eru jú mannleg en það er alltaf
erfitt að sætta sig við dýr mistök.“
Verð-
lækkun á
grænmeti
HEILDSÖLUVERÐ á gúrkum og
tómötum lækkaði talsvert í gær-
morgun vegna mikils framboðs og
er gúrkuverðið _nú í lágmarki, að
sögn Kolbeins Ágústssonar, sölu-
stjóra hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna. Heildsöluverð á gúrkum
lækkaði í 159 krónur kílóið úr 200
krónum, og kílóið af tómötum
lækkaði úr 398 krónum í 269 krón-
ur.
Kolbeinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að hagstætt veður
undanfamar vikur væri ástæða
þess að framboð á gúrkum og tóm-
ötum væri nú mikið og mikil sam-
keppni á markaðnum. Hann sagði
vel horfa með útiræktað grænmeti
og sagðist eiga von á að kínakál
kæmi á markað um 20 maí, eða
viku fyrr en venjulega.
----♦ ♦ ♦---
Flauta sem
gleypt get-
ur börn
LÖGREGLAN í Reykjavík hafði
afskipti af nokkrum börnum nú í
vikunni, þar sem þau voru að leika
sér að príla í risavaxinni dómara-
flautu, sem komið var fyrir á horni
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar til að minna á landsleik
íslands og Makedóníu í knatt-
spyrnu.
Ástæða þess að lögreglan skipti
sér af leik barnanna var sú, að
talið var að þau gætu farið sér
að voða. Flautan risavaxna væri
þeirrar náttúru, að ef börn féllu
ofan í hana kæmust þau ekki upp
úr henni aftur. Flautan gæti því
gleypt börn, en flestir hefðu að
óreyndu fremur talið að börn gætu
gleypt flautu.
Börnin hlýddu tiltali lögregl-
unnar og héldu til síns heima.
Morgunblaðið/Ásdls
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir fylgdist með þegar Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags
íslands, aðstoðaði frú Mary Robinson við að gróðurselja tré í Vinaskógi.
*
Opinberri heimsókn Irlandsforseta lokið
ÞRIGGJA daga opinberri heim-
sókn frú Mary Robinson, forseta
írlands, og hr. NichoIas Robinson,
eiginmanns hennar, til Islands
lauk í gær. í gærmorgun fóru
gestirnir ásamt frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, forseta Islands, með
þyrlum Landhelgisgæslunnar að
Gullfossi og Geysi og þaðan til
Þingvalla, en heimsókninni hing-
að til lands lauk með hádeg-
isverði í Höfða í boði Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgar-
sljóra.
Forsetarnir ásamt föruneyti
komu með þyrlum Landhelgis-
gæslunnar að Gullfossi klukkan
rúmlega níu í gærmorgun, og
þaðan var haldið að Geysi og síð-
an lent við útsýnisskífuna ofan
Almannagjár kl. 10.30. Eftir að
hafa skoðað útsýnið fylgdi Sig-
urður Lindai prófessor forsetun-
um og föruneyti niður Almanna-
gjá og að Þingvallabænum og
greindi hann gestunum frá sögu
staðarins og því sem fyrir augu
bar á leiðinni. Gengið hafði á með
rigningarskúrum um morguninn
en á meðan gestunum var sýnd
Þingvallakirkja létti til og þegar
Morgunblaðið/Kári
FRÚ Mary Robinson, forseti
Irlands, og frú Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti íslands,
þurftu á regnhlífum að halda
þegar Gullfoss var skoðaður í
rigningarsudda í gærmorgun.
komið var úr kirkjunni fylgdi frú
Vigdís gestum sínum í sólskininu
að Flosagjá og Nikulásargjá.
Þaðan var svo haldið að Vina-
skógi þar sem Hulda Valtýsdótt-
ir, formaður Skógræktarfélags
íslands, og Sveinbjörn Dagfinns-
son, varaformaður félagsins,
tóku á móti forsetunum og föru-
neyti.
Frú Mary Robinson og Nichol-
as eiginmaður hennar gróður-
settu hvort sitt tréð í Vinaskógi
og greindi Hulda þeim frá tilurð
skógarins og skógræktarátakinu
hér á landi. Frú Mary Robinson
sagði framtakið nýstárlegt og
gat þess að á Irlandi væri mikill
áhugi á að endurheimta það
skóglendi sem orðið hefði að
víkja af mannavöldum. Sagðist
hún hafa hug á að koma hingað
til lands síðar og sjá hvernig
trénu sem hún plantaði hefði
vegnað.
Að trjáplöntuninni í Vinaskógi
lokinni var haldið til Reykjavíkur
þar sem Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri bauð til há-
degisverðar í Höfða til heiðurs
forseta írlands og eiginmanni
hennar. Var það lokapunkturinn
á heimsókn frú Mary Robinson
til Islands, en hún og föruneyti
hennar héldu með einkaflugvél
frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis
heim til Irlands kl. 15 í gær.
15 milljóna króna
lottóvinningur
Ungur at-
hafnamaður
datt í lukku-
pottinn
UNGUR athafnamaður skilaði inn
Víkingalottómiða að verðmæti 15
milljónir króna í gær.
Ungi maðurinn var ásamt Norð-
manni og Svía með allar sex aðaltöl-
urnar réttar í útdrætti í Víkinga-
lottói sl. miðvikudag. Hann skilaði
miðanum inn til íslenskrar getspár
í gær. Bolli Valgarðsson, markaðs-
fulltrúi íslenskrar getspár, segir að
maðurinn hafi ekki verið farinn að
trúa því að hann hefði unnið þegar
hann kom með miðann. Eftir að
hann hefði fengið staðfestingu fyrir
vinningnum hefði hann nánast
hoppað hæð sína í loft upp. Maður-
inn er fjölskyldmaður með eigin
rekstur og koma peningarnir sér
óneitanlega vel við uppbyggingu
fyrirtækisins, t.d. vegna húsnæðis-
og tækjakaupa. Hann keypti mið-
ann á Selfossi.
-----»■♦ ♦----
1.100 síðna
símaskrá í
190.000 ein-
tökum
NÝ símaskrá Pósts og síma í einu
bindi tekur gildi á föstudaginn. Hún
er samtals rúmlega 1.100 blaðsíður
að stærð. Skráin er prentuð í
190.000 eintökum og geta þeir sem
vilja fengið tvær bækur.
Símaskrá í tveimur bindum er
skipt á milli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðis og einnig er hægt að
fá bókina með hörðum spjöldum líkt
og hin fyrri ár.
í skránni er 15 blaösiðna kort
af höfuðborgarsvæðinu og 6 blað-
síðna listi yfir götuheiti þar sem
vísað er í kortið. Símaskráin er að
öðru leyti hefðbundin, samkvæmt
upplýsingum frá Pósti og síma.