Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LUDVIG
HJÖRLEIFSSON
+ Jóhann Ludvig
Ingi Hjörleifs-
son fæddist í
Reykjavík 29. mars
1928. Hann lést á
Landspítalanum
24. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Hólmfríður
Daníelsdóttir hús-
freyja í Reykjavík,
f. 4.9. 1886, d. 4.8.
1969, og Hjörleifur
Jónsson verkamað-
ur í Reykjavík, f.
17.8.1885, d. 10.11.
1934. Bernskuheimili Ludvigs
var á Vesturgötu 16b í Reykja-
vík og þar ólst hann upp til
fullorðinsára. Alsystkini hans
eru: Ámundi, f. 7.10. 1914, d.
20.12. 1945 af slysförum,
slökkviliðsmaður í Reykjavík;
Dagný Eygló, f. 16.2. 1916, d.
31.10. 1976, húsfreyja í
Reykjavík og víðar; Jón Krist-
inn, f. 3.5. 1917, d. 1935; Jóna
Guðríður, f. 11.6.1910, d. 1989,
húsfreyja í Reykjavík; Rósa
Halldóra, f. 9.10. 1920, hús-
freyja á Miðjanesi í Reykhóla-
sveit; Þórey Petra, f. 7.2.1925,
d. 1973, húsfreyja í Reykjavík.
Systkini samfeðra eru: Krist-
björg, f. 1907, dó á
fyrsta ári; Júlía, f.
15.7. 1908, d. 1994,
húsfreyja í Kaup-
mannahöfn; Jó-
hann Kristinn, f.
d. 1.8.
1975, útfararstjóri
Fossvogskirkju;
Haraldur, f. 5.5.
1910, d. 18.1. 1913.
Ludvig kvæntist
Þórunni Þorleifs-
dóttur, f. 24.3.
1934, d. 16.6. 1992,
húsfreyju í Reykja-
vík. Barn þeirra er Þorleifur
Smári, f. 8.9. 1962, ferðaráð-
gjafi í Reykjavík. Ludvig vann
ýmsa verkamannavinnu og
vann mörg ár á knattborðs-
stofunni á Vesturgötunni.
Hann var sjómaður á síldveið-
um, við sementsafgreiðslu við
gömlu Reykjavíkurhöfnina,
um tveggja ára skeið smyijari
á síldarflutningarskipinu Haf-
erninum. Frá 1968 vann hann
hjá steypustöðinni B.M. Vallá
eða þar til hann hætti störfum
vegna hjartasjúkdóms 1994.
Utför Ludvigs fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Móðurbróðir minn Ludvig er lát-
inn. Mín fyrsta minning um Lúlla,
en undir því nafni held ég að flest-
ir hafi þekkt hann, er frá því að
hann var í sveit hjá foreldrum mín-
um á Laugalandi í Reykhólasveit.
Lúlli var tápmikill og stríðinn, en
það sá ég alltaf á brosi móður
minnar, hve vænt henni þótti um
þennan ærslafulla bróður sinn og
ég er líka vi_ss um, að það var
gagnkvæmt. Ég hef sjálfsagt sett
upp skeifu á stundum, fimm ára
patti. Lúlli var sex árum eldri en
ég-
Lúlli var yngstur sinna systkina,
fæddur í Merkisteini við Vestur-
götu í Reykjavík. Hann ólst upp í
gamla Gröndalshúsinu á Vestur-
götu 16b, en það hús höfðu Hjör-
leifur afi og Ámundi móðurbróðir
minn ráðist í að kaupa. Þegar Lúlli
var sex ára lést faðir hans aðeins
49 ára. Amma varð því að beijast
áfram með Lillu og Lúlla, en hin
systkin önnur en Rósa, sem var
austur í Öræfum, voru komin af
barnsaldri. Ámundi var þó stoð
móður sinnar, en það var farið að
styttast í það, að hann stofnaði
sitt eigið heimili. Vorið 1940 bregða
foreldrar mínir búi og flytjast til
Reykjavíkur í vesturenda efri hæð-
ar hjá ömmu, en hún bjó í austur-
endanum með Lúlla, Lillu og stund-
um fleiri af börnum sínum. í þessu
umhverfi átti ég eftir að fylgjast
með Lúlla, sem varð þá hetjumynd
æsku minnar.
Því varð ekki á móti mælt, að
það var líf og fjör, þar sem Lúlli
var. Eitt sinn varð ég vitni að því,
Húsib og garburinn
Sunnudagsblaöi Morgunblaðsins, 9. júní nk., fylgir blaðauki sem
heitir Húsib og garburinn. í blaðaukanum verður ýmis fróðleikur
fyrir áhugamenn um garðrækt, fjallað um umönnun garðsins, trjá-,
blóma- og matjurtarækt og garðskreytingar. Einnig verða upplýsingar
fyrir þá, sem vilja byrja að rækta garðinn sinn, fjallað um viðhald húsa,
sumarbústaða o.m.fl.
Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum bla&auka, er
bent á a& teki& er vi& auglýsingapöntunum til kl. 12.00
mánudaginn 3. júní.
Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen,
sölufulltrúar í augiýsingadeild, veita allar nánari
upplýsingar í síma 569 1171 e&a meb símbréfi 569 1110.
- kjarni málsins!
að Lúlli var að tuskast við eldri og
stærri strák og hafði hann fljótlega
undir. En rétt í því birtist amma
með teppabankarann og bankar af
miklum móð ofan á bardagasam-
lokuna. Þetta fannst mér ekki sem
best, þar sem Lúlli var efra lagið
af samlokunni. En teppabankarinn
átti eftir að koma aftur við sögu,
því eitt sinn sé ég Lúlla koma þjót-
andi út á stigaskörina og amma á
eftir, sem kippir handfljót teppa-
bankaranum af naglanum, sem
hann hékk á og lét síðan dynja á
Lúlla, sem skaust skellihlæjandi
niður brattan stigann, en amma
stóð hlæjandi eftir á skörinni með
teppabankarann. Hvað gat hún líka
annað gert eigandi slíkan yndisleg-
an órabelg?
Ég ætla ekki í takmarkaðri
minningargrein að rifja upp, hvað
þeir voru að bralla Lúlli og hans
góðu vinir Lolli, Gauji, Ronni og
Oli litli stóri, sem voru þekktir um
Vesturbæinn, sem hefur löngum
verið fjörugt hérað. En tíminn líður
og æskan er að baki.
Mismikil alvara fer að taka við.
Öll systkinin byijuðu snemma að
létta undir með heimilinu og fara
að vinna strax og geta var til.
Ámundi byijaði ungur að vinna hjá
VBK. Lúlli var þar enginn eftirbát-
ur og vann margs konar vinnu til
sjós og lands. En það voru líka lífs-
ins lystisemdir í boði og ungum
manni í blóma lífsins fannst gaman
að vera til. Lúlli vann um tíma hjá
Pétri Snæland. Þar vann á sama
tíma ung stúika frá Bíldudal, Þór-
unn Þorleifsdóttir. Ég kannaðist
við Tótu, en svo var hún venjulega
kölluð. Ég held að fólk hafi haft
það á tilfinningunni, að Tóta hag-
aði gjörðum sínum eftir réttum og
virðingarverðum reglum. Hvort
fólk hafi haft trú á því, að sam-
band Tótu og Lúlla ætti framtíð
fyrir sér skal ósagt látið. En það
var enginn efi hjá hjónaleysunum.
Tóta var lífssól Lúlla. Með mildi
sinni og ást beindi hún huga hans
inn á heillabrautir og það var bjart
framundan. Þau gengu í hjónaband
30. desember 1960. Einkasonur
þeirra Þorleifur Smári, fæddist 8.
september 1962.
Ég mun ekki rekja svo grannt
starfsferil Lúlla, en vil þó minnast
veru hans á síldar- og olíuflutn-
ingaskipinu Haferninum frá Siglu-
firði, þar sem við vorum samskipa.
Tóta sigldi með Lúlla um tíma til
útlanda. Síðar á ævinni gerðu þau
dálítið af því að ferðast erlendis
og nutu þess að eiga minningar frá
þessum ferðum. En lífið á líka sín-
ar döpru ásýndir. Á áttunda ára-
tugnum fékk Lúlli hjartaáfall. Þá
varð að haga lífi og vinnu í sam-
ræmi við það sem heilsan leyfði.
Lúlli vann þá hjá Steypustöðinni
B.M. Vallá, góðu fyrirtæki með
góðum vinnufélögum. Ég geri ráð
fyrir því, að frændi hafi ekki verið
sáttur við það að þurfa að slaka
dálítið á klónni, þar sem geð stóð
til annars og ég held að stundum
hafi hann gleymt sér viljandi eða
óviljandi við dagleg verk.
Tóta og Lúlli höfðu búið sér fal-
legt heimili í Hraunbænum í.
Reykjavík. Tóta vann líka utan
heimilis. Það var alltaf kátt í koti
okkar hjóna, þegar Tóta og Lúlli
komu í heimsókn. Bæði voru þau
snjöll við að halda uppi fjörugum
samræðum og ekki var það síðra,
þegar við komum í heimsókn til
þeirra. Tóta bakaði he'imsins bestu
kökur og staðfesta manns glataðist
gagnvart slfku sælgæti.
Ekki var ein báran stök, því
Tóta fékk illvígan sjúkdóm, sem
gaf engin grið. Hún andaðist 16.
júní 1992. Sárt var nú Lúlli leikinn
eftir makamissi.
Sumarið 1993 komu fyrrverandi
skipveijar af Haferninum ásamt
skylduliði saman á Siglufirði. Varð
þar fagnaðarfundur, sem sést best
á myndbandi, sem tekið var upp á
á þeirri samkomu. Þar tróð upp
margt af fólki, þar á meðal Lúlli,
og sagði og rifjaði upp atburði frá
Hafarnartímanum. Þetta var frá-
bær hópur og vellukkaðir endur-
fundir. I byijun apríl sl. fékk Lúlli
alvarlegt hjartaáfall og var þá
ákveðið að skipta um æðar við
hjartað.
Aðgerðin tókst vel og eftir áætl-
un, en nokkrum dögum seinna
þurfti að skera vegna annars kvilla.
Þessi aðgerð tókst miður og fór
nú að halla undan fæti hjá minni
æskuhetju og lífskveikurinn kuln-
aði út kvöldið 24. maí sl.
Auðvitað erum við alltaf ósátt
við að skiljast við ættingja og vini,
sem er þó um stundarsakir, því það
er mín trú að nú leiðist Tóta og
Lúlli um lendur eilífðarinnar og líta
ef til vill mildum augum til okkar
hinna, sem erum hérna megin móð-
unnar miklu.
Að endingu vil ég votta Smára
kærum frænda mínum, Rósu móð-
ursystur minni og hennar fjöl-
skyldu, Hildu systur Tótu og henn-
ar fjölskyldu og öðrum aðstandend-
um mína dýpstu samúð.
Guðmundur Arason.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum, elskulegs mágs
míns sem látinn er eftir erfiða sjúk-
dómslegu.
Af mörgu er að taka enda kynn-
in orðin löng, nær fjórir áratugir
síðan Tóta systir mín kynnti hann
fyrir mér sem unnusta sinn. Það
tók Lúlla, eins og hann var jafnan
kallaður í daglegu tali, ekki langan
tíma að aðlagast fjölskyldu minni
enda alltaf hressandi blær sem
fylgdi honum. Þau ungu hjónin
hófu búskap og árið 1962 fæddist
þeim sonurinn Smári sem varð þeim
mikill sólargeisli. Um þetta leyti
flyt ég í sveit og Lúlli fer í sigling-
ar, þá dvelur Tóta systir mikið hjá
mér með drenginn þeirra, en mikil
var ávallt eftirvæntingin þegar von
var á Lúlla í land hjá konu hans
og syninum unga. Þau komu þá
gjarnan öll saman í heimsókn í
sveitina og hafði Lúlli þá alltaf eitt-
hvað fallegt að færa stelpunum
mínum erlendis frá eins og dætur
mínar muna svo vel eftir. Ekki
minnkaði samgangurinn milli heim-
ilanna eftir að Lúlli hætti sjó-
mennsku, verkin eru mörg í sveit-
inni og var Lúlli mágur ætíð tiltæk-
ur til aðstoðar og gott til hans að
leita sem við Bjartmar kunnum
honum bestu þakkir fyrir. Einnig
áttu dætur mínar þrjár ætíð sitt
annað heimili í Hraunbænum hjá
þeim hjónum. En lífið er ekki alltaf
dans á rósum, fyrir rúmum tuttugu
árum veiktist Lúlli af kransæða-
sjúkdómi sem hefti mjög þrek hans
en hann komst til þeirrar heilsu
að geta unnið hálfan daginn, hon-
um reyndist þó erfitt að geta ekki
beitt sér að fullu, svo duglegum
manni. Stærsta áfallið varð svo
þegar hann missti konu sína fyrir
aldur fram árið 1992 en Smári
sonur hans reyndist honum stoð
og stytta. Lúlli var hafsjór fróðleiks
um staðhætti jafnt innanlands sem
utan enda höfðu þau hjónin mikla
ánægju af að ferðast og hélt Lúlli
því áfram eftir fráfall konu sinnar,
hann var vinamargur maður og
eignaðist góða ferðafélaga. Okkar
vinskapur hélst óbreyttur þótt syst-
ir mín væri fallin frá og ófáar eru
teskeiðarnar í safninum mínu sem
Lúlli færði mér frá ferðum sínum
erlendis.
í aprílmánuði gekkst Lúlli undir
erfiða hjartaaðgerð sem reyndist
honum ofraun. Við fjölskyldan
þökkum þér fyrir allt og biðjum
Guð að blessa þig og minningu
þína.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hilda Nissen og fjölskylda.