Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Jón Baldvin Hannesson ráðinn for-
stöðumaður skólaþjónustu Eyþings
Otrúlegar margir
hlutir sem
þarf að leysa
JÓN BALDVIN Hannesson, skóla-
stjóri Síðuskóla, hefur verið ráðinn
forstöðumaður skólaþjónustu Ey-
þings. „Ég er þegar byrjaður að
vinna í alls kyns málum og veitir
ekki af. Það eru ótrúlega margir hlut-
ir sem þarf að leysa, t.d. áður en
hægt verður að ganga frá ráðningu
starfsfólks. Segja má að flest þurfi
að vinna frá grunni og hefst upp-
byggingin m.a. á því að koma starf-
seminni undir þak og koma fyrir
þeim búnaði sem til þarf,“ segir Jón
Baldvin.
Alls 9 stöðugildi í upphafi
Hann segir að ekki sé gert ráð
fyrir að margir starfsmenn Fræðslu-
skrifstofunnar komi yfir til skóla:
þjónustunnar, en þó einhverjir. í
stofnsamningi er gert ráð fyrir að
alls verði 9 stöðugildi við skólaþjón-
ustuna og segir Jón Baldvin að það
sé ákveðin skerðning frá því sem
verið hefur í starfsemi Fræðsluskrif-
stofunnar. „Einnig á að vera vinna
í gangi á Húsavík og hér út með
firði, sem á líka eftir að útfæra nán-
ar. Ef á að viðhalda sama þjónustu-
stigi og Fræðsluskrifstofan veitir
þarf að endurskoða Tjölda stöðugilda,
enda er greinilega farið af stað með
niðurskurði.“
Skólaþjónusta Eyþings tekur
formlega við starfsemi Fræðsluskrif-
stofunnar þann 1. ágúst nk. um leið
og sveitarfélögin yfirtaka_ rekstur
grunnskólans af ríkinu. Áætlaður
rektrarkostnaður skólaþjónustunnar
frá 1. ágúst til áramóta er tæpar 12
milljónir króna, en rekstrarkostnaður
næsta árs er áætlaður tæpar 33
milljónir króna. Stofnkostnaður og
kostnaður vegna flutninga á árinu
er áætlaður 3-4 milljónir króna.
Starfsemin í Glerárgötu
Þessa dagana er verið að ganga
frá samningi við Akureyrarbæ um
að skólaþjónustan fái inni á neðstu
hæð á Glerárgötu 26, þar sem menn-
ingar- og félagssvið bæjarins hefur
nýlega komið sér fyrir.
Jón Baldvin Hannesson er 42 ára,
giftur Margréti Ríkarðsdóttur, for-
stöðumanni dagþjónustu fatlaðra.
Hann á þijú böm af fyrra hjóna-
bandi og Margrét á tvær dætur. Jón
Baldvin er með B.E.d. kennarapróf
og lauk mastersnámi við Cambridge-
háskóla á Englandi er snýr að skóla-
stjórnun og skólaþróun.
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
FYRSTA skemmtiferðaskip
sumarsins kom til Akureyrar í
gær, er breska skipið Victoria
sigldi inn á Pollinn um hádegis-
bilið. Með skipinu komu um 650
farþegar og fóru flestir þeirra
með langferðabílum í skoðun-
arferð austur fyrir Akureyri.
Skipið kom frá Þrándheimi í
Noregi og hélt áleiðis til Reykja-
víkur um kvöldmatarleytið í
gær. Victoria er engin smá-
smíði, alls 28.900 tonn og rétt
rúmir 200 metrar að Jengd.
Skipið ristir 8,6 metra og gat
þess vegna ekki lagst að
bryggju.
Þetta fyrsta skemmtiferða-
skip sumarsins er óvenju
snemma á ferðinni, að sögn
Gunnars Arasonar, yfirhafnar-
varðar. Fyrsta heimsóknin hefur
yfirleitt verið í fyrstu viku júní-
mánaðar. Alls hafa verið boðað-
ar komur 38 skemmtiferðaskipa
til Akureyrar í sumar, 9 í júní,
19 í júlí, 8 í ágúst og 1 í septem-
ber. Stærsta skipið sem kemur
til Akureyrar í sumar er Royal
Princess en það siglir inn Eyja-
fjörðinn 9. ágúst. Skipið er rúm-
lega 44 þúsund tonn að stærð
og 230 metrar að lengd.
Morgunblaðið/Kristján
STEFÁN afhendir Ingibjörgu Pálmadóttur bolinn.
Heilbrigðis-
ráðherra
fær bol
INGIBJÖRG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra fékk í gær af-
hentan bol sem nú er hafin sala
á til styrktar sundlaugarbygg-
ingu við Kristnesspítala. Það var
Stefán Yngvarsson, yfirlæknir í
Kristnesi, sem afhenti heilbrigð-
isráðherra bolinn og sagði Ingi-
björg að hann ætti eftir að koma
að góðum notum, en hún fer út
að hlaupa á hveijum morgni.
Ekki spillti það ánægju ráðherr-
ans að bolurinn er fagurgrænn
að Iit.
Lionshreyfingin hefur lagt mál-
efninu lið og hafa fjölmargir
klúbbar Iátið fé af hendi rakna
til byggingar sundlaugarinnar,
en ágóða af sölu bolanna verður
varið til hennar.
Minjasafnið
Fjöldi við-
burða og sýn-
ingaí sumar
SUMAROPNUN Minjasafnsins á
Akureyri hefst næstkomandi
laugardag, 1. júní, en þá verður
opið alla daga frá kl. 11 til 17 fram
til 15. september. í safninu eru
varðveittir munir og ljósmyndir sem
tengjast lifnaðarháttum fyrri tíma
á Akureyri og við Eyjafjörð. Þær
sýningar sem nú eru í safninu eru
Akureyri í ljósmyndum, Sitt af
hvoru tagi, Kirkjugripir úr Eyja-
firði, Prentverk á Akureyri og Hér
stóð bær. Einnig eru til sýnis textíl-
ar, útskurðargripir, þjóðbúningar
og kvenskart, borðbúnaður og búsá-
höld frá fyrri tímum. Garðurinn við
Minjasafnið er fyrsta tijáræktarstöð
landsins en þar hófst ræktun árið
1899. Þar stendur timburkirkja frá
Svalbarði við Eyjaflörð, reist 1846
og gefst gestum færi á að skoða
hana á þeim tíma sem safnið er
opið. Ýmsir viðburðir verða á veg-
um safnsins í sumar, gönguferðir
um Innbæ og Oddeyri, söngvökur
í kirkjunni, Jónsmessuvaka, starfs-
dagur í Laufási og kynning á fom-
leifaskráningu í Eyjafirði.
Heilsuhlaup á
Grenivík og
í Grímsey
HEILSUHLAUP Krabbameinsfé-
lagsins verður á Grenivík sunnu-
daginn 2. júní og hefst það kl. 13
við kaupfélagsplanið með upphitun
en hlaupið sjálft hefst klukkustund
síðar. Á mánudag verður heilsu-
hlaup í Grímsey, upphitun hefst kl.
17 en hlaupið sjálft klukkustund
síðar. Allur ferðamáti er leyfílegur,
hlaup, ganga, hjólreiðar, línuskaut-
ar, hjólabretti eða hvað sem er en
markmiðið er að öll fjölskyldan
hreyfi sig saman. Þátttökugjald er
250 krónur og verðlaunapeningur
innifalinn. Heilsuhlaup verður á
Akureyri og Olafsfírði 8. júní næst-
komandi og á Dalvík verður hlaup-
ið síðar í sumar.
A fmœlissýning
Sýnum 4 íbúðirvið Huldugil 1-31
frá kl. 10-17 laugardag 1. júníog
sunnudag 2. júní, einnig laugardag
8. júnf og sunnudag 9. júní.
Ath.: Hægt er að skoða íbúðirnar á
öðrum tfma eftir samkomulagi.
Á kynningunní á morgun, laugar-
dag, verða sýnd listaverk eftir
Guðmund Ármann listmálara, vörur
frá byggingavörudeild KEA, innréttingar frá Trésmiðjunni Berki, húsgögn frá Öndvegi,
heimilistæki frá AEG, skilti frá gullsmfðastofunni Skarti, og innréttingar frá Eli ehf.
Þá verða písur frá Ding Dong kynntar og boðið upp á ávaxtasafann Frissa fríska — og
jafnvel sitthvað fleira.
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI SVEINS HEIÐARS
Skrifstofa Skipagötu 16, opið frá kl. 13-17, sími 461 2366 og 852 7066.
Heimasími 462 1589.
Verslun
með „flís“-
fatnað
SAUMASTOFAN HAB á Árskógs-
strönd hefur fært úr kvíarnar en
í vikunni var opnuð á Akureyri
verslunin Alaska á Strandgötu 25.
Verslunarrekstur á vegnm
saumastofunnar er þó ekki alveg
nýr af nálinni því síðasta sumar
sá verslunin ásamt fleirum um
rekstur verslunarinnar Gilitrutt í
Kaupvangsstræti og einnig er
verslun í húsnæði saumastofunn-
ar á Melbrún 2 á Árskógsströnd
en þar er opið daglega kl. 8-12
og 13-17.
Áhersla er lögð á margs konar
„flís“-fatnað sem er vinsæll, en
slíkur fatnaður þykir hlýr, mjúk-
ur og léttur. Framleiddar eru
ýmsar gerðir af jökkum, peysum,
buxum, húfum en nýjasta fram-
Morgunblaðið/Kristján
leiðsla saumastofunnar eru
hestaábreiður og hettur undir
hjálma.
Yerslunin Alaska verður opin
alla virka daga kl. 13-18 og á laug-
ardögum kl. 11-14.