Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hín pólitíska gleymska HEILIR og sælir Norðlendingar. Það er orðið æði langt síðan ég hef látið frá mér heyra og þess sakna kannski fáir. Ein ástaðan fyrir þessari bið er sú að ég vissi að ég gæti ekki haldið mér saman hvað ráðherrann Pál Pétursson varðar, og um leið var ég hræddur um að ég mundi móðga vini mína fram- sóknarmenn. Ég er nefnilega einn fárra manna sem alltaf hef hælt Páli ef ég hef talað við framsóknar- menn. En svo bregðast krosstré sem önnur tré, og nú er svo komið að meira að segja ég get ekki hælt honum lengur. Hver hefði trú- að því að hann yrði einn helsti stuðningsmaður Vilhjálms Egils- sonar í baráttu hans við að draga tennurnar úr Verkalýðshreyfing- unni, eða að hugmyndafræði frænda hans Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar yrði sú hugljómun í augum Páls Péturssonar að hann legðist kylliflatur fyrir henni. Hver hefði trúað því að af ásjónu hans gamla fjanda, kolkrabbans, stafaði allt í einu slíkur dýðarljómi, að hann væri tilbúinn til að gleyma öllu sem hann hefur áður sagt um hann. Er valdið svona? Gera menn allt til að geta hangið í einum vesælum ráðherrastól? Getur ráðherravald breitt innri manni eins mans á einni nóttu? Eða var hann svona áður, án þess að menn vissu? Eða var ég sá eini sem ekki vissi það? Ég vona ekki, því þá hafa vinir mínir í Framsóknarflokknum á Norðurlandi vestra verið á slæmum villi- götum. V erkalýðshreyfing- in hefur verið sá horn- steinn sem allt okkar velferðarkerfi _ hefur byggst upp á. Á sama hátt og Stétt- arsamband bænda hefur verið það bjarg sem íslenskt bændasamfélag hefur getað stutt sig við, í marg- ítrekaðri viðleitni fijálshyggjuafl- anna til að rífa þessi samtök niður. Islenskt nútímasamfélag er ungt. Það eni innan við eitt hundrað ár síðan íslendingar til sveita og víða við sjávarsíðuna bjuggu í moldar- kofum. Og það er svipaður tími síð- an verkalýður og bændur fóru að byggja upp félagasamtök til' að gæta hagsmuna sinna. Eitt hundrað Eyjólfur R. Eyjólfsson HAPPDRÆTTI Vinningaskrá 4. útdráttur 30. maí 1996. Mitsubishi Lancer GLX Kr. 1.450.000 Kr. 2.900.000 (tvöfaldur) 3940 17401 41382 64958 72652 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 193 4385 19829 78618 Kr. 50.000 Ferðavinningar 2744 7251 12002 19149 46622 68485 6743 10361 16651 26413 61393 79549 Húsbúnaðarvinningar 65 9829 20128 30510 39403 45240 54278 65680 190 10047 20235 30681 39423 45683 54894 65881 684 10095 21142 30986 39516 45684 55094 66090 758 10456 21325 31092 39585 45697 55118 66116 1081 11967 21385 31340 40329 46133 55219 66158 1820 12102 21403 31495 41067 46284 56899 66440 2065 12125 21776 31717 41122 46551 57333 67170 2098 12154 22030 32507 41476 46850 57558 68057 2414 12187 22055 32842 41561 46938 57860 68726 2545 12301 22531 32959 41679 47432 58153 70207 2753 12469 22537 33135 41723 48322 58220 70346 2963 13114 22869 33173 41876 49048 58757 70458 3130 13276 23164 33290 41953 49601 59427 70754 3198 13394 23940 33919 42027 49697 59682 71064 3228 14532 24034 33975 42130 49844 60104 71341 3551 15298 24773 33981 42434 49956 60184 71816 3903 16068 24890 34101 42937 49995 60477 72712 3936 16145 16153 25257 34421 43061 50233 60492 72832 4056 25271 34497 43086 50247 60906 72960 4180 16312 25343 34939 43105 50319 60913 72964 4744 16660 25366 35180 43462 51188 61371 74299 5411 16805 27476 35250 43506 51665 61454 74954 5735 17936 28353 35412 43553 52035 61851 75012 6745 18094 28663 35783 43792 52292 62321 75451 7556 18269 28761 36502 44304 53165 63013 76186 8349 18844 29113 37304 44355 53270 63680 76821 8896 18871 29150 37963 44540 53798 63907 77008 8984 18967 29263 38015 44693 54034 64144 77203 9235 19125 29462 38780 44829 54203 65456 9572 19766 30125 38801 44947 54227 65631 Heimasíða DAS: http://www.itn.is/das Tölvupóstfang: das@itn.is ár er ekki langur tími í lífi einnar þjóðar. í yfir 800 ár átti 5-10% þjóðarinnar allt land á Islandi, og við þurfum ekki að vera lengi að velta því fyrir okkur hverjir það voru sem fylltu þennan hóp. Enn í dag er talið að 14 fjöl- skyldur eigi ísland. Og ef menn halda að það- sé eitthvað grín, ættu þeir að rýna í hag- skýrslur og skoða hveijar skuldir heimil- anna eru, hvað menn eiga raunverlega mikið í þeim steinkumböldum sem þeir búa í. Og um leið mætti íhuga hveij- ir eigi allt það fjármagn sem liggur í öllum þessum byggingum sem menn búa í án þess að eiga þær. Ef menn huga að sögu Verka- lýðshreyfingarinnar. Þá segir m.a. í Sögu Hafnarfjarðar. - En þá er vitnað til þess tíma er Verka- mannafélagið Hlíf var stofnað 1907 - : Um þetta leyti voru hagsmuna- mál hafnfirsks verkalýðs í algerum ólestri. Vinnutíminn var óákveðinn og nánast ótakmarkaður. Vinna hófst kl. 6 að morgni, og var unn- ið sleitulaust, meðan verkið entist. Þá þekktist ekki, að kallað væri til matar eða í kaffi. Konur og börn urðu að færa verkafólkinu matinn á vinnustað. Mörg dæmi voru þess, að unnið væri samfleytt í 36 tíma, t.d. við afgreiðslu skipa. Enga hvíld var að fá og engan ákveðinn tíma til matar. Menn gleyptu matinn, þar sem þeir stóðu, í skipum, í flæð- armálinu eða undir húshlið, hvernig sem viðraði. Sama kaup var greitt, hvort heldur unnið var að nóttu til eða degi, og lengi vel fékkst kaup- ið ekki greitt í peningum, heldur varð verkafólk að taka það út í vörum. Þótt kjör verkamanna væru bágborin, vor þó kjör verkakvenna enn verri. Þær urðu að strita baki brotnu við sömu vinnu og karl- menn, salt og kolaburð o.fl., en fyrir mun lægra kaup, 12*/2 eyri á Er nokkur bóndi, eða verkamaður, spyr Eyj- ólfur R. Eyjólfsson, ánægður með kjör sín? tímann, meðan karlmenn fengu 20 aura. Tilvitnun líkur. Stofnun Verkalýðsfélaga var ekki tekin út með sældinni. Hörð viðbrögð atvinnurekenda og þjóna þeirra í landsstjón, sýndi að þeim var ekkert um þau gefíð. Þegar t.d. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði auglýsti kauptaxta 1916, sem fól í sér verulega kaup- hækkun, en félagið varð að hafa þann hátt á, vegna þess að atvinnu- rekendur neituðu að semja við fé- lagið, þá sendi einn atvinnurekand- inn Douglas Bookless, félaginu símskeyti og kvaðst ekki geta við- urkennt Verkalýðsfélög, þar eð þau yllu í öllum löndum tortímingu og afvegaleiddu verkalýðinn. Ég hef útaf fyrir sig alla tíð getað skilið afstöðu fijálshyggju- aflanna, þau eru í eðli sínu afl íhaldssömustu fjáraflamannanna, sem hafa í þjónustu sinni hátt laun- aða menn bæði utan þings og inn- an. Og höfum við á Norðurlandi vestra ekki verið eftirbátar annarra með að lyfta undir þá. Þó þau hafi ekki hér á landi gengið svo langt að myrða menn og pynta, þá eru mýmörg dæmi að þau leiki þann leik víða um lönd. En það er nánast útilokað að ég geti skilið menn, sem hafa gefið sig út fyrir að vera boðberar Sam- vinnuhreyfingarinnar, og hafa setið á Alþingi í hennar nafni árum sam- an, að slíkir menn skuli leyfa sér að moka flórinn fyrir hana á jafn óskammfeilinn hátt og félagsmála- ráðherra hefur gert á undanförnum vikum. Barátta verkalýðshreyfing- arinnar fyrir réttindum launafólks, fyrir tryggingum, orlofi, styttri vin- nutíma, atvinnuleysisbótum, og fjölmörgu öðru, svo sem vökulög- unum á togurum, en það var al- gengt að sjómenn yrðu að standa svo sólarhringum skipti, jafnvel þar til þeir hnigu niður þar sem þeir stóðu við störf. Þessi -barátta sem hefur staðið yfír áratugum saman, hefur ekki aðeins verið launafólki til góðs, heldur hafa allir lands- menn notið góðs af henni. En hún hefur kostað miklar fórnir, og óþarflega oft langvarandi verkföll. En manni hefur oft fundist að at- vinnurekendur tefji samninga til þess eins, að geta sýnt fram á að það tapi allir á verkföllum. En það liggur ljóst fyrir að það fer enginn í verkfall nema allt annað bregðist. Verkföil eru neyðarréttur. Vinnumálalöggjöfin var sett á sínum tíma til þess að auðvelda samskipti atvinnurekenda og launafólks. Vissulega var hún um- deild á sínum tíma, þar sem sumir töldu að hún tryggði ekki réttindi launafólks nægjanlega. Einkum er það Félagsdómur, sem mönnum finnst oft á tíðum að sé notaður af ríkisvaldi og atvinnurekendum gegn launafólki. En þó hún væri umdeild á þeim tíma, hefur hún reynst vel í öllum meginatriðum. Og ef félagsmálaráðherra heldur að þessi aðför gegn henni fari í gegn mótmælalaust, þá er hann á algjörum villigötum. Hann má eiga það víst, að þessi gjörningur hans á eftir að skapa mikinn óróa á vinnumarkaðinum. Og það er ekki helst það sem við þurfum á að halda. Það eru allir á móti þessum gjörningi félagsmálaráðherra nema atvinnurekendur, sem sjá komna upp óskstöðu sína gegn verkalýðs- hreyfingunni. Jafnvel þingmenn stjórnarinnar forðast að mæla hon- um bót. Nema þá helst Vilhjálmur Egilsson, enda er hann í vinnunni sinni hjá Verslunarráði. Ég veit að ráðherrann lét gera skoðanakönnun fyrir sig varðandi þá skerðingu á starfsemi verkalýðs- félaga sem fyrir Alþingi liggur. En mér er spurn. Hvaða launþegi eða bóndi, sem spurður yrði í dag, um það hvort hann væri ánægður með kjör sín, mundi svara því játandi? Ég er hræddur um að þeir yrðu fáir. Kannski reiðir félagsmálaráð- herra sig á orð foringjans Davíðs Oddssonar,þegar hann sagði: Hún er mikil hin pólitíska gleymska. Höfundur er eftirlaunaþegi. Ættarnöfn og íslensk hugsun NOKKRAR umræð- ur hafa orðið um ís- lénsk mannanöfn á síðum Morgunblaðsins undanfarnar vikur. Kveikjan að umræð- unni er nýtt lagafrum- varp á Alþingi um mannanöfn. Satt að segja er erfitt að sitja ógrátandi undir þeim hugmyndum sem op- inberast í frumvarpinu og því ekki að undra, að margir unnendur íslenskunnar og ís- lenskrar hugsunar, Gísli G. hafa orðið til þess að Auðunsson andmæla því. Það sem mig langar að ræða í örfáum orðum eru ættarnöfnin. Ég vil byrja á því að þakka Elínu Pálmadóttur sérstaklega fyrir hug- vekju hennar um ættarnöfn (Hé- góminn erfist) í „Gárum“ í Mbl. sunnudaginn 19. maí, svo og Helgu Bachmann fyrir andsvar hennar (Erfist hégóminn?) í Mbl. fimmtu- daginn 24. maí. Islensk tunga og bókmenntir eru okkar dýrasti arfur og skipa okkur sess sem sérstakri þjóð meðal þjóð- anna. Islenskar bókmenntir og varðveisla tungunnar eru eina umtalsverða framlag okkar til heimsmenningarinn- ar. Ef við glötum tungunni glötum við um leið því sem skilur okkur frá öðrum þjóð- um, því sem gerir okk- ur einstök. Annað afar sterkt sérkenni menningar okkar er nafnahefðin, þ.e. að sérhver ein- staklingur kennir sig við föður sinn eða móður, í stað þess a.ð nota ættarnöfn. Ég þekki ekki, hvort samskonar nafnahefð fyrirfinnst í öðrum menningarsamfélög- um, en þau samfélög eru a.m.k. ekki nálæg og ekki þekkt í okkar vestræna . menningarheimi. Ég dvaldist í nokkur ár í Kanada, þar sem fjölmargar þjóðir hafa numið land. Aldrei rakst ég á sömu nafna- hefð og hjá okkur Islendingum og satt að segja gerði ég mér þá fyrst grein fyrir hversu einstakur þessi menningararfur okkar er. Þessi nafnahefð okkar er meira en einskonar siðvenja. ,Hún ristir miklu dýpra. Hún er hluti af sterkri sjálfsvitund okkar. Hver Islending- ur er einstakur, kennir sig ekki við einhveija klíku eða „clan“ í Ef við glötum tungunni, segir Gísli G. Auðuns- son, glötum við því sem skilur okkur frá öðrum þjóðum. formi ættarnafns, er metinn af eig- in verðleikum og afrekum. Á ekki að lyfta sér á stall eða þola niður- lægingu vegna ættarnafns. Hér gildir einu hvort ættanafnið er ís- lenskt eða útlent. Hugsunin að baki ættarnafninu er ekki íslensk, það er útlensk hugsun. Nú þekki ég fjölda fólks með ættarnöfn og veit að þau eru þeim kær. Ýmsi'r hafa sagt mér að þeir haldi ættarnöfnunum til heiðurs föður, afa eða annarra lengra genginna ára. Þetta skil ég vel, en vil um leið biðja þá að íhuga að með þessu móti hafa þeir tamið sér útlenska hugsun. Ég tel að við heiðrum ekki minningu forfeðra okkar á þennan hátt. Eða hvernig má það verða forfeðrum okkar til heiðurs, að vega með þessum hætti að einum dýrasta menningararfi okkar? Óafvitandi hafa þeir sem tóku upp ættarnöfn á sínum tíma tekið upp útlenskan sið, útlenska hugsun. Þeir hafa ekki ígrundað hvað okkar gamla nafnahefð er sterkt sérkenni íslenskrar menn,- ingar og hugsunar. Nú vitum við betur. Stöndum vörð um menning- ararfinn. Höfundur cr læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.