Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 64
Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Mem£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bandarískir áhættufjárfestar leggja 680 milljónir kr. í rannsóknir hér á landi 100 manna fyrirtæki á sviði erfðafræðirannsókna NÝTT íslenskt fyrirtæki, deCODE genetics, er að hefja starfsemi á sviði rannsókna í mannerfða- fræði hér á landi. Bandarískir fjárfestar hafa lagt 10 milljónir dollara, eða um 680 milljónir króna, í fyrirtækið og á það að duga til rekst- urs næstu tvö árin. Reiknað er með að eftir tvö ár verði um 100 starfsmenn hjá deCODE ge- netics, margir þeirra hámenntaðir vísinda- og tæknimenn. Gæti þetta því orðið stærsti vinnu- staður sinnar tegundar hér á landi. Dr. Kári Stefánsson prófessor í Harvard er einn stofnenda fyrirtækisins. Hann sagði í sam- ^ji við Morgunblaðið í gær að fyrirtækið muni /yggja starfsemi sína á því að leita að stökk- breytingum í erfðavísum sem valda ýmsum al- gengum sjúkdómum. ísland þykir einkar hentugt land til slíkra rannsókna, bæði hvað varðar erfða- stofn landsmanna og sögu þjóðarinnar. Niður- stöður þessara rannsókna gagnast meðal annars lyfjaiðnaðinum og eru þegar hafnar viðræður við átta stór og fjársterk lyljafyrirtæki um sam- vinnu. Erlendir aðilar hafa leitað eftir því að hag- nýta sérstöðu íslands til álíka rannsókna, en með stofnun deCODE genetics er ætlunin að byggja rannsóknaraðstöðuna upp hér á landi í stað þess að flytja efniviðinn utan. Aðstaða fyrir íslenska vísindamenn Að sögn Kára er ætlun stofnenda fyrirtækis- ins að skapa hér háþróaða aðstöðu fyrir íslenska vísindamenn til að vinna að mannerfðafræðileg- um rannsóknum. íslenskir læknar muni eiga þess kost að koma til deCODE genetics og vinna þar að rannsóknum. Ejárstyrkur fyrirtækisins og fullkomið rannsóknarumhverfi mun stuðla að því að rannsóknirnar geti gengið hratt fyrir sig. Fyrirtækið mun öðlast rétt til að selja rann- sóknarniðurstöðurnar en vísindamennirnir sitja að hinum vísindalega heiðri. Skili rannsóknir hagnýtum niðurstöðum geta lyfjafýrirtækin hagnast verulega á þeim og er það forsenda þess að þau eru reiðubúin að leggja töluvert fjármagn undir. Að sögn Kára byggist fyrirtækið þannig á samvinnu atvinnulífsins og vísindaheimsins; velgengni þess sem vísindafyr- irtækis sé alfarið háð velgengni þess í viðskipt- um. ■ Nýtt íslenskt/33 ^ Morgunblaðið/RAX Úti á sjó- mannadag VEGNA sjómannadagsins á sunnudag eiga flest íslensk fiski- skip að vera komin til hafnar um hádegi á laugardag. Mörg skip eru hins vegar á úthafsveiðum um þessar mundir. Myndin var tekin í Grindavíkurhöfn. MR slitið í 150. skipti 172 STÚDENTAR brautskráð- ust frá Menntaskólanum í Reykjavík í gær, en 150 ár eru liðin siðan skólinn fluttist til Reykjavíkur. Skólanum voru afhentar stórgjafir við athöfn- ina í Laugardalshöll í gær, þar á meðal húseignin Þingholts- stræti 18, en hún er gefin í minningu Elísabetar Sveins- dóttur sem lést fyrr í þessum mánuði. Ragnheiður Torfadótt- ir rektor brautskráði stúdenta í fyrsta skipti í gær, en hún tók við embættinu í haust sem leið. Elsti stúdent landsins, Þor- steinn Jóhannesson, fyrrum prófastur, var viðstaddur at- höfnina en nú eru liðin 76 ár síðan hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík. ■ Færðar góðar gjafir/32 Leiðinda- veður um helgina GERT er ráð fyrir að það kólni um helgina og fer hitastigið á sunnudag jafnvel niður í 1-3 stig norðanlands. Haraldur Eiríksson veður- fræðingur sagði í gær að spá- in gerði ráð fyrir allhvassri og jafnvel hvassri norðaustan- og norðanátt, rigningu um allt austanvert landið, suðvestan- og vestanlands yrði bjart framan af degi en svo þykkn- aði upp. Hiti verður 5-12 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. A morgun, laugardag, sagði Haraldur að útlit væri fyrir allhvassa eða hvassa norðan- átt um allt land með rigningu og jafnvel slyddu um landið norðanvert en syðra yrði sennilega úrkomulítið. Hiti yrði á bilinu 3 til 9 stig, kald- ast norðanlands. Á sunnudag gengur veðrið smám saman niður með hæg- ari norðvestlægri átt. Morgunblaðið/Kristinn Vextir enn á niðurleið VEXTIR héldu áfram að lækka á verðbréfamarkaði í gær. Ávöxtun- arkrafa 20 ára spariskírteina lækkaði niður í 5,20% og hefur hún aldrei verið lægri. Ávöxtunar- krafa húsbréfa tók einnig að lækka og var hún lægst 5,52% í gær. Hins vegar er óljóst með vaxtaþróunina hjá bönkum og sparisjóðum, en á morgun er vaxtabreytingadagur. Vextir verðbréfa til lengri tíma hafa lækkað verulega frá því í byijun þessarar viku. Ávöxtunar- krafa 20 ára spariskírteina hefur nú lækkað um 0,38% frá því á þriðjudag en eins og fram hefur komið eru þessar lækkanir m.a. raktar til skiptiútboðs Lánasýslu ríkisins sem framundan er vegna 17,3 milljarða innlausnar ríkis- sjóðs á spariskírteinum frá 1986. ■ Ekkert lát/16 Leyfi fyrir endurvarpi sjónvarps tekin af Sýn, Stöð 2 og Stöð 3 Bíórásin fær vilyrði fyrir þremur rásum ÚTVARPSRÉTTARNEFND ákvað á fundi sínum í fyrradag að veita Bíórásinni hf., fyrirtæki sem er að mestu í eigu sömu aðila og Stöð 3, vilyrði fyrir þremur leyfum til endur- varps á dagskrám þriggja erlendra sjónvarpsstöðva til þriggja ára. Jafnframt ákvað nefndin að aftur- kalla eitt leyfi af hverri hinna þriggja sjónvarpsstöðva, Stöðvar 2, Stöðvar 3 og Sýnar. Nefndin fjall- aði einnig á fundi sínum um ósk íslenska sjónvarpsins hf. um endur- upptöku á ákvörðun nefndarinnar um afturköllun bráðabirgðaleyfa til Stöðvar 3 og var henni synjað. Nefndin tók fjórar rásir til endur- úthlutunar í apríl sl. og veitti Sýn hf. vilyrði fyrir bráðabirgðaleyfum til endurvarps. Samtímis var Is- lenska sjónvarpið, sem rekur Stöð 3, og íslenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöð 2, hvort um sig svipt tveimur bráðabirgðaleyfum. íslenska sjónvarpið hf. mótmælti þessari ákvörðun útvarpsréttar- nefndar á þeirri forsendu að Stöð 2 og Sýn væru í eigu sömu aðila, mótmælti styttingu á gildistíma bráðabirgðaleyfa, fór fram á að aft- urköllun á vilyrðum fyrir bráða- birgðaleyfum sem Stöð 3 voru veitt í ágúst á síðasta ári yrði endurskoð- uð og jafnframt að úthlutun á vilyrð- um fyrir bráðabirgðaleyfum til Sýn- ar yrði stöðvuð. Utvarpsréttarnefnd taldi sig ekki hafa forsendur til að synja umsókn Sýnar um leyfí til endurvarps, enda væri um sjálfstæðan lögaðila að ræða, þótt mikil eigendatengsl væru milli fyrirtækisins og Islenska út- varpsfélagsins hf. Tveimur dögum eftir endurút- hlutunina, eða 19. apríl var stofnað nýtt fyrirtæki, Bíórásin hf., og sótti það samdægurs um útvarpsleyfi til útvarpsréttarnefndar. Sótt var um sex örbylgjurásir til að endurvarpa erlendu sjónvarpsefni, fjórar til lengri tíma og tvær til bráðabirgða. Fær tvö leyfi á Akureyrarsvæðinu í bréfi útvarpsréttarnefndar frá í gær sagði að Bíórásin fengi vilyrði fyrir þremur leyfum „til að endur- varpa viðstöðulaust óbreyttum og óstyttum heildardagskrám þriggja erlendra sjónvarpsstöðva á þjón- ustusvæði sem nær um allt land að undanskildu Akureyri og nágrenni, þar sem yður er veitt vilyrði fyrir 2 leyfum til endurvarps," segir í bréf- inu. Gunnar Hansson, stjórnarfor- maður íslenska sjónvarpsins hf., sagðist í gær hefði kosið að niður- staðan hefði orðið með öðru móti. „Á hinn bóginn hefur félagið notað tímann frá því þetta mál kom upp til að finna aðrar leiðir til að tryggja áskrifendum þær tækninýjungar sem upphaflega var stefnt að. Við teljum að þrátt fýrir þessa niður- stöðu útvarpsréttarnefndar munum við ná þessum markmiðum," sagði Gunnar. Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, lýsti í gær furðu sinni á vinnubrögðum útvarpsréttamefnd- ar og sagðist ekki skilja hvernig nefndarmenn ætluðu mönnum að stunda viðskipti við þær aðstæður sem nefndin skapaði þeim. ■ Forsvarsmönnum átti/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.