Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Námskeið í sænskum þjóðlögum DAGANA 2.-6. júní verður haldið námskeið í sænskum þjóðlögum fyrir jafnt unga sem aldna fiðlu- nemendur og fiðluleikara í Tónlist- arskólanum í Grafarvogi. Námskeiðið er þrískipt; fyrir bytjendur, fyrir þá sem hafa spilað lítillega þjóðlög áður og fyrir þá sem lengra eru komnir. Kennari verður Margaretha Mattsson frá Orsa í Svíþjóð. Skrán- ingarfrestur er til 31. maí. Fimmtudaginn 6. júní kl. 17 verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem allir þátttakendur munu koma fram. KATRÍN Friðriks er næturmálari og kafari og notar sterka liti „LITBLINDA“ er næstum ársgömul mynd sem lýsir verkum Katrínar vel Kornung í popp- list í París —» — Húbert Nói sýnir ný olíu- málverk HÚBERT Nói opnar sýningu á nýj- um olíumálverkum í Gallerí Sævars Karls á laugardag. Húbert Nói er fæddur 1961. Hann stundaði líffræðinám við Há- skóla íslands árin 1981-1982, þá sótti hann námskeið í Myndlista- skóla Reykjavíkur árin 1982-1983 og hóf síðan nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands til ársins 1987. Á sýningunni eru málverk unnin úr olíu á striga, öll frá þessu ári. Húbert Nói hefur tekið þátt í sam- sýningum og þetta er 12. einkasýn- ing hans og önnur sýning hans í gallerí Sævars Karls. París. Morgnnblaðið. UNG íslensk listakona sýnir nú í París á sögufrægum slóðum við Place des Vosges. Katrín Friðriks kallar hún sig og litríkar olíu- myndir í anda popplistar bera vitni aðdáun hennar á Erró, Andy Warhol og Roy Lichtenstein, í þeirri röð sem hún nefnir þá. „Eg vil hafa líf í myndunum og segja sögu án þess að enda hana alveg. Þeir sem horfa sjá um það,“ segir Katrín. Hún hefur samning til næstu missera við sýningarsalinn, sem er númer 4 við torgið. Katrín er 21 árs og hefur á hreinu þekkt viðhorf listamanna til einsemdar, forgangsraðar hlut- anna og fólksins, sem þrátt fyrir allt þarf til hvatningar. Katrín málar allavega ekki í lokuðu her- bergi, hún segist taka á móti vin- um og kunningjum daginn út og inn, „stúdíóið mitt er eins og mannmargt og svolítið ruglings- legt heimili," segir hún, „ég kæm- ist ekki langt án áhuga fólks á myndunum mínum og vináttu sem á til að spretta upp úr því. En myndlistin gengur fyrir og nóttin er góður vinnutími. Ég mála aðallega þá - ef ég hef ekki farið í matarboð sem stendur vel og lengi eða út á Iífið.“ Það til- heyrir kannski þegar maður er ungur og listhneigður og víst er að ekki vantar staði í París. Katr- ín segist kunna lífinu þar frábær- lega, allt hafi gengið svo vel og nú voni hún bara að „henni takist að halda hjörtum fólks“. Katrín gekk í listaháskóla í Stuttgart og lauk honum fyrir tveimur árum. Þá hélt hún til Parísar og komst í kynni við fólk sem bauð henni að sýna á nætur- stöðum, ef svo má segja, um diskó- tekið Niel’s i fyrravor, við opnun nútímalegs glæsibars, Barfly, í fyrrasumar og á þekktum dans- stað, Les Bains Douches, í byijun þessa árs. Katrín segist varla hafa munað hvað hún hét á opnun sýn- ingarinanr á Barfly, gríðarmargt fólk hafi komið og þetta sé í bili hennar uppáhaldssýning. „Auðvit- að er ég hissa," segir hún, „hvað allt gengur vel og svona rosalega hratt. En ég er líka mjög ánægð, ég fer að heimsækja myndirnar mínar hjá fólki sem hefur keypt og býður mér að sjá, Frakkar eru n\jög hlýir þannig.“ Helst vill Katrín ekki sjá of mikið af samtímalist, kannski, við- urkennir hún, af hræðslu við áhrif, og eldri myndlist vekur heldur ekki brennandi áhuga í bili þótt hún blandi abstrakt og klassik í eigin myndir. Hins vegar á nútími og hönnun hug hennar allan, handgerðar slæður eftir hana koma á markað í Frakklandi og Sviss í haust og verða ef til vill seldar í fríhöfninni í Leifsstöð. Annars er uppáhaldið köfun í heit- ari sjó en evrópskum, kannski út af sterkum litum fiska og kóralla, neðansjávar popplist. „SJÓARimm SÍKÁTI" er í essinu sínu í dag LEIÐIM LIGGUR í GRIIUDAVÍK, BLÁA LÓIUIÐ OG SELTJÖRIU £ b&cfr, fö$tuda<%mu maí '96 Kl. 10:00 og kl. 14:00 Skemmtisigling og sjóstöng Hámark 10 manns í hverri ferð Kl. 14:00 - 22:00 Sýningar í menningarmiðstöð og skóla opnar alla dagana Kl. 13:00 Knattspyrnuvöllur UMFG - Keflavík, A og B 3. flokkur kvenna Kl. 14:00 Fyrirtækjakynningar Stakkavík, saltfiskverkun - Húsatóftir, saltfiskverkun Fiskanes, humarvinnsla - Gullvík, söltun á grásleppuhrognum - Þorbjörn, netavinna og trolluppsefning Brunnar hf. fyrirtæki í stáliðnaði fyrir sjávarútveginn Krosshús, nótagerð og trollvinna Hitaveita Suðurnesja orkuverið opið Útsýnisflug með þyrlu Skemmtisigling og sjóstöng: Gönguferð Markaðstorgið opið við Fiskmarkaðshúsið Bíla- og viðlegusýning við íþróttahúsið Hestaleiga og hestvagnaferð við Slökkvistöðina Sundlaugin opin - Bláa lónið opið Silungsveiði í Seltjörn - Húsatóftagolfvöllur opinn Leiktæki fyrir börnin á skólalóð Kl. 16:00 Félagsheimilið Festi Tískusýning fyrir börn, kaffiveitingar og tónlist Kl. 16:00 - 22:00 Félagsheimilið Festi Götukörfumót, fjórir aldurshópar Kl. 17:00 Menningarmiðstöð ( Kvennó) Jasstónleikar Jasstríós Ólafs Gauks, Róberts Þórhallssonar og Guðmundar Steingrímssonar ásamt söngkonunni Önnu Mjöll Ólafsdóttur Kl 19:00 Veitingahúsið við Bláa lón Jasstónleikarnir endurteknir Kl. 20:00 Selatangar, gönguferð undir leiðsögn Hauks Guðjónssonar, rúta fer frá verslunarmiðstöðinni og sækir fólkið að göngu lokinni Kl. 20:30 Grindavíkurkirkja Karlakór Keflavíkur heldur tónleika Kl. 21:00 Félagsheimilið Festi Unglingadansleikur 14 til 18 ára Hljómsveitirnar Kuml og No Mercy spila Tískusýning fyrir unglinga Kl. 23:30 Verslunarmiðstöð Miðnæturganga á Þorbjörn Varðeldur og söngur, ef veður leyfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.