Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I FRÉTTIR ísland í 13. sæti i Eurovision: Gæti hugsað mér' __að keppa aftur/ USS, þetta var enginn vandi, herrar mínir, það vildi enginn þetta númer. Laxveiði hefst í Norðurá og Þverá í Borgarfirði í fyrramálið Lax byrj- aður að ganga af krafti LAXVEIÐIVERTÍÐIN hefst í Norðurá og Þverá í Borgarfirði í fyrramálið og eftir hádegið hefst veiðiskapur í Laxá á Ásum í Húnaþingi. Horfur á góðum göngum eru góðar að mati fiski- fræðinga og veiðimenn hafa séð laxa i mörgum ám síðustu daga. Er mál manna að hagstætt ár- ferði í vor valdi því að meira er af laxi svo snemma vertíðar en venjulegt er. í gærdag var Norðurá t.d. 8 gráður neðan við Laxfoss og stjórnarmenn úr Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, sem eru á staðnum að búa sig undir veiðar, segja ástand ár- innar vera líkt og í júlíbyrjun. Þetta lofar svo sannarlega góðu. Friðrik Þ. Stefánsson, for- maður SVFR, sagði í samtali við Morgunblaðið á bökkum Norð- urár, að mikill lax væri genginn í ána, sjálfur hefði hann séð marga fiska á Brotinu og Eyr- inni og bæði hann og fleiri hefðu að auki séð laxa stökkva á svokölluðum Bryggjum og í Munaðarnesi. „Þetta lofar svo sannarlega góðu. Það er ekki langt í að áin nái því hitastigi að laxinn renni af stað og fari stigann í Laxfossi. Hann verður farinn að dreifa sér um alla á fyrr en varir,“ bætti Friðrik við. Sáu þá marga laxa í Kvíslafossi „Það er langt síðan við sáum fyrstu laxana í Laxá í Kjós og nú koma inn fiskar á hverju AXEL Jóhannsson veiðivörður við Laxá í Kjós telur laxana í Kvíslafossi sunnanverðum. Morgunblaðið/gg FRIÐRIK Þ. Stefánsson, formaður SVFR, og Jón G. Baldvinsson, fyrrver- andi formaður, mæla hitastig Norðurár. flóði,“ sagði Karl Björnsson, leiðsögu- maður við Laxá, en veiði hefst í ánni 8. júní. Axel Jóhanns- son veiðivörður og fleiri skoðuðu ána eftir síðdegisflóðið í gær og sáu þá marga laxa í Kvísla- fossi o g einnig voru fiskar í fossinum að norðanverðu, í Höklunum, undir brúnni og í Laxfossi að sunnanverðu. Athygli vakti að all- margir þessara laxa voru smálaxar, en þeir byija varla að sjást í ánum fyrr en síðla í júní í venju- legu árferði. Veiðimenn hafa víða séð þann silfr- aða á þessu milda vori, í Laxá á Ásum, Laxá í Aðaldal, Blöndu, Víðidalsá, Langá, Þverá, Ell- iðaánum, auk Lax- ár í Kjós og Norð- urár. Operan Galdra-Loftur frumsýnd Astríðufull tónlist Garðar Cortes GARÐAR Cortes mun hinn 1. júní nk. stjórna heims- frumsýningu á nýrri óperu eftir Jón Ásgeirsson, Galdra-Lofti, í Islensku óperunni. Þessi ópera er byggð á samnefndu leik- verki eftir Jóhann Sig- uijónsson en einnig eru nokkur ljóð hans felld inn í óperuna. Jón Ásgeirsson á hluta af textanum og leikgerðin er hans verk. Hvernig tónlist er þetta? — Tónlistin er í raun- inni mjög einlæg og hrein- skilin mynd af Jóni Ás- geirssyni og öllum hans tónlistarferli frá upphafi. Hann er sjálfum sér mjög trúr í því að hann skrifar góðar laglínur, fer hvergi út í framúrstefnu, enda hefur hann aldrei duflað við framúrstefnu i tónsmíðum. Það er mikill íslenskur undirtónn í verkinu öllu. Tónlistin er mjög ástríðuþrungin, dramatísk og krafturinn er nærri yfirþyrmandi á stundum. En á milli eru svo fallegar og hugljúfar laglínur að í rauninni situr maður eftir með sömu áhrif og þegar hæst lætur. Hann málar textann og atburða- rásina mjög vel með þeirri hljóð- færaskipan er óperan saman- stendur af, sem er í rauninni full- skipuð hljómsveit án básúnu og túbu. Er þetta erfítt verk í flutningi? — Eg mundi ekki segja að þetta væri flókin músik. Kostur- inn við nútímaóperu er sá að hægt er að ráðgast við tónkskáld- ið beint og fá að vita t.d.hvað það meinar með þessu og/eða hinu. Á hinn bóginn þarf maður þá að þola það að kraftmiklir menn eins og Jón Ásgeirsson gíni yfír hljóm- sveitargryfjunni og stynji þungan og hrópi upp yfir sig ef ekki fer allt eins og hann vili eða að eitt- hvað sé ekki í lagi. En það er lít- ill „prís“ að greiða fyrir þau for- réttindi fá að heyra af tónskálds- ins vörum hvernig það hafi hugs- að sér hitt og/eða þetta. Sam- starfið við Jón hefur verið einstak- lega gott. Hvernig er háttað samstarfi hljómsveitarstjóra og leikstjóra við svona óperuflutning? — Hlutverk hljómsveitarstjór- ans er að glæða lífi þær nótur sem tónskáldið hefur skráð sem sitt hugverk í kringum tiltekna sögu. Þess vegna er samstarfið milli tónskáldsins og hljómsveitarstjór- ans nánast í upphafi æfingatíma- bilsins. Á hinn bóginn er á sama tíma jafn náið samstarf með leik- stjóra og leiksviðs-, búninga- og ljósahönnuðuðum. Þegar þeirra samkrulli um söguna, tímasetningu og gerð er lokið og farið er að vinna að sýningunni sjálfri þá kemur til náin samvinna milli leikstjórans og hljóm- sveitarstjórans. Leikstjórinn og búningahönnuðurinn voru fyrstu fastráðnu listamenn við íslensku óperuna, en við réðum þau Hall- dór E. Laxness og Huldu Kristínu Magnúsdóttur til þess að taka að sér allar sýningar síðasta árs. Tekist hefur einstaklega vel til og við vonumst til þess að geta haldið þeirri stefnu að ráða leik- stjóra og einn eða fleiri hönnuði til eins árs í senn í framtíðinni. Leikmyndahönnuður sýning- arinnar er Axel Hallkell og ljósa- hönnuður er David Walters. Þessi „kvartett" sem íslenska óperan hefur til þess að koma sýningunni ►Garðar Cortes er fæddur 24. september 1940 í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Hlíðardalsskóla, fór að því búnu til guðfræðináms í Newbold College í Englandi. Þar hóf hann söngnám og hélt áfram alhliða tónlistarnámi við Wat- ford School of Mucik og lauk þaðan prófi. Að því loknu tók hann Licentia og associate gráður sem kennari og sóló- söngvari frá Royale Academi of Mucik í London. Garðar hef- ur starfað að tónlistarmálum síðan hann kom heim árið 1969. Nú er hann óperustjóri Islensku óperunnar og skólastjóri Söng- skólans í Reykjavík. Hann er kvæntur Krystinu Cortes píanó- leikara og eiga þau þrjú börn, eina dóttur til á Garðar. á svið er einstaklega samstilltur og hæfileikaríkur. Þegar starfi „kvartettsins" lýkur að morgni frumsýningardags tekur Kristín S. Kristjánsdóttir við sýningar- stjóm. Fjallar óperan um tortímingu Lofts eins og leikritið? — Já, hún gerir það, en Jón hefur betrumbætt söguna og leik- gerðin er að mínu viti skynsamari og skýrari heldur en upphaflega sagan. Sagan fjallar um Loft, metnaðarfullan ofurhuga og leit hans að almætti — öllu valdi og allri þekkingu. Til þess að fá þessa þekkingu þarf hann' að komast yfir bókina Rauðskinnu. Það vill svo til að bókin er til í raun og vem. Hún var þó aldrei nein „al- mættisviskubók" heldur einfald- lega jarðabók, þar sem eignir kirkjunnar og ábúendur jarða voru skráð en Gottskálk biskup hinn grimmi gekk hart eftir eigum kirkjunnar og fékk þess vegna viðurnefn- ið. Loftur svífst einsk- is til þess að ná markmiði sínu og fórnar til þess öllum þeim nánustu sem hann á. Þeir verða að peðum sem skipt er út í þessu örlagatafli sem hann teflir til þess að nálgast bókina. Þetta er saga af metnað- arfullum manni sem kmkkar í það óþekkta til þess að öðlast mátt og völd en tapar leiknuni á hálum brautum mannshugans, verður viti sínu fjær og því nær sem dregur takmarkinu og deyr við snertingu almættisins. Siðfræði sögunnar er í raun að maðurinn á ekki að seilast í það sem honum er hulið heldur vera ánægður með tilveruna eins og hún er. Þetta er dæmigerð saga um mann sem gengur of langt. Saga um mann sem gengurof langt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.