Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tveir möguleikar til atvinnu Vinnuvélanámskeið Nýja ökuskólans, kvöld- og helgarnámskeið, hefst mánudaginn 3. júní kl. 18.00. Námskeiðið, sem er bæði bóklegt og verklegt, gefur réttindi til töku prófs á allar gerðir vinnuvéla. Upplýsingar og skráning alla helgina í síma 588 4500. Námskeið í landmælingum hefst í kvöid ki. 20.00. Námskeiðið tekur á grunnatriðum í hæðarmælingum og er 12 st. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum verktaka. Bæði námskeiðin eru haldin í et-húsinu, Klettagörðum 11, Sundahöfn. Nýi ökuskólinn, Klettagörðum 11 Sími 588 4500 og 568 1580. hefur ýmislegt girnilegt á prjónunum! Okkur er heiður og áncegja að kynna nýjan matreiðslumeistara í Sjanghæ, Ho Fei Cheung. Hann er ættaður frá Hong Kong og hefur undanfarin 20 ár starfað á ýmsum kínverskum veitingahúsum í Amsterdam. Ho er sérfræðingur í kantónska eldhúsinu, sem þykir ein allra besta hefðin í kínverskri matargerðarlist. Gestir Sjanghæ fá nú að kynnast kræsingunum frá Kanton. Nýir réttir Kryddjurtasúpa Kínversk grœnmetissúpa Stórar rækjur með ferskum tómötum Fiskur með chilisósu Pönnusteiktur kjúklingur Peking Pönnusteikt lambakjöt með sesam Léttsteikt tofu með grœnmeti Monsju pok Kanton charsiew Kanton-önd Tilboð fyrir 2 eða fleiri Kanton-rœkjur Nautakjöt með svörtum baunum Monsju pok Gaos kjúklingur Grænmetissúpa og salatréttir Verið velkotnin kínverska veitingahúsið á Islandi Laugavegi 28b Sími 551 651 3 - 552 3535 - Fax 562 4762 MINNINGAR ÁRNI JÓSEPSSON + Árni Jósepsson fæddist í Sand- vík á Austfjörðum 13. janúar 1919. Hann andaðist 22. maí síðastliðinn á Elliheimilinu Grund. Foreldrar hans voru Jósep Halldórsson og Sigurbjörg Hall- dórsdóttir. Eftirlif- andi eiginkona Arna er Guðrún Jónsdóttir. Börn Arna eru: 1) Björn Sævar. Sonur hans er Arnar og fósturdóttir Björk. 2) Anna Bára, maki Jónas Þór. Þeirra börn Katrín og Elsa. 3) Aðalbjörn Snorri, maki Jóhanna Sverrisdóttir. Sonur þeirra Ein- ar Finnur. 4) Arni Viðar, maki Auður Oddgeirsdóttir. Börn þeirra Pétur, Anna og Arnrún. Útför Árna fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Árni Jósepsson er látinn. Andlát hans bar hægt að, hann settist í stól framan við sjónvarp og beið eftir fréttum. Skömmu síðar tóku viðstaddir eftir því að hann hafði sigið nokkuð á aðra hliðina og þegar að var gáð kom í ljós að hann var allur. Árni fæddist í Sandvík á Aust- fjörðum og ólst upp fyrir austan. Óft sagði hann stoltur frá því þeg- ar hann fór í sinn fyrsta róður aðeins átta ára gamall, en ferðirn- ar á sjóinn urðu óteljandi áður en hann hætti sjómennsku. Hann lærði vélstjórn, en sá stundum um eldamennskuna ef enginn kokkur fannst. Sjómannslíf Árna var áreiðanlega ekkert ósvipað ann- arra ungra manna þessara tíma - endalaus vinna. Lífið var vinna, annars varð því ekki lifað. Hann sigldi um hættusvæði Atlantshafs- ins á stríðsárunum en upp úr lokum þeirra kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, og kvæntist hann henni árið 1947. Árið 1954 flytja þau suður til Keflavíkur þar sem Árni vann eitt ár en svo var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Þar réð Árni sig í vinnu hjá Pólum hf. og vann hann þar þangað til hann stofnaði eigið fyrirtæki, Rafgeymaþjónustuna hf. Hann fann húsnæði við Reykjavíkurhöfn og undi þar vel hag sínum þar til hann hætti störf- um. Við höfnina komst hann aftur í nána snertingu við sjómennsk- una og oft gleymdi hann sér á tali við trillukarla eða aðra sjó- menn. Hann hellti upp á og þeir sátu og sögðu sögur. En svo kom að öll þessi vinna, allt þetta strit fór að segja til sín og heilsa Árna tók að bila. Síðustu árin tók hann á öllu sem hann átti til að geta sinnt starfi sínu, oft í raun og veru fársjúkur. Loks kom að starfslokum og fyrirtækið var selt. Hann kvaddi síðasta vinnustað sinn með trega og var hvergi hann sjátfur eftir það. Maður er sá mannsverk vinnur. Mannkostir Árna voru miklir. Ég kynntist honum í eldhúsinu í Ljósheimum 16 kvöld nokkurt fyrir tæpum aldarfjórðungi. Ungur og ákafur sóttist ég eftir ástum einkadótt- ur hans og bjóst eins við því að hann léti hana ekki af hendi fyrirvaralaust. En handtak hans var hlýtt og þétt og brosið ósvikið. Upp frá þessari stundu leið mér alltaf vel í návist hans. Vinnusamari mann hef ég ekki þekkt og held sá sé vandfundinn. Vinnudagur Árna var alltaf langur og oft kom það fyrir að ekki sást hann mikið heimafyrir um helgar eða jafnvel á hátíðisdögum vegna þess að geymi vantaði í bát eða bíl. Árni sagði ekki nei ef til hans var leit- að. Hann fann alltaf stund til að rétta hjálparhönd. Vinnan við raf- geyma er ekki þrifalegt starf, en aldrei mátti merkja á Árna hvert starf hans var þegar hann settist upp í bíl sinn að loknum vinnu- degi og ók heim. Hann gerði kröf- ur til sjálfs síns og sinna nánustu um snyrtimennsku. Sóðaskap þoldi hann illa. Heima í Ljósheimum undi Árni sér best þegar börn hans komu í heimsókn með urmul barnabarna á öllum aldri. Þar var oft hama- gangur í öskjunni og hávaði tals- verður. Ungbörn heimtuðu pelana með sínu lagi, eldri börn þeyttust upp um sófa og undir borð í ærsla- fullum leikjum og táningar smelltu nýjustu plötunni sinni á fóninn til að heyra. Ef allt fór fram eftir settum reglum lét Árni allt afskiptalaust, en ef þær voru brotnar kallaði hann upp nafn hins brotlega einu sinni og sá seki bætti ráð sitt. Þannig virðingu báru ungir sem aldnir fyrir þess- um sómamanni. Þrátt fyrir mikla vinnu gafst Árna tóm til frístunda og las þá mikið. Hann átti orðið ágætt bóka- safn og ósjaldan kom maður að honum í sófanum við lestur. Hann virtist lesa allt milli himins og jarðar en þó tók ég eftir sérstökum áhuga hans á öllu er varðaði Aust- firði og fólki sem þar hafði búið. Hann hélt alltaf tryggð við æsku- stöðvarnar þótt heimsóknirnar þangað væru ekki margar. Hugur hans leitaði þangað iðulega og vel mátti merkja nokkurt stolt í rödd hans er hann gat uppruna síns. En ekki les Árni lengur í sófan- um heima í Ljósheimum en kannski hittir hann nú eitthvað af því sómafólki sem hann kynnt- ist af bókum og hafði búið í Sand- víkinni eða einhverjum fjarðanna fyrir austan, fólk sem löngu var farið þann veg sem Árni nú gekk. Ég votta Guðrúnu, eftirlifandi konu hans, mína dýpstu samúð, svo og börnum hans, barnabörn- um, systkinum og öðrum aðstand- endum öllum. Jónas Þór. 4 « , ■ « « Á... « I Æ v- i í ga i í i i ( ( ( I ( i i i i i i i 1 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.