Morgunblaðið - 31.05.1996, Síða 54

Morgunblaðið - 31.05.1996, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF • FORSETAKJOR Forsetinn er fulltrúi þjóðarínnar - ekki slj órnmálaflokkanna Frá Gísla Sigurðssyni: NÚ ÞEGAR líður að forsetakosn- ingum og margnefndir frambjóð- endur keppast við að tilkynna þátt- töku eða forföll í slagnum þyrlast upp vangaveltur um hvers konar forseta þjóðin vilji kjósa sér. Og þá bregður svo undarlega við að menn tala líkt og í vændum séu kosning- ar til Alþingis. Rætt er um að hinir ólíku hagsmunahópar þurfi að finna sinn frambjóðanda; konur þurfa að hafa kvenréttindakonu í kjöri, vinstri menn verða að geta kosið traustan liðsmann sinnar hreyfing- ar, borgaralegir íhaldsmenn leita dauðaleit að flekkiausum manni á góðum aldri og hafa nú fundið hann og fortíðarsinnar reyna að rifja upp hvemig fyrri kosningar unnust - og leita að frambjóðendum sem era líkastir þeim sem hafa unnið áður. Fólk virðist gleyma því að forsét- inn þarf að vera forseti allrar þjóð- arinnar, ekki bara sjálfstæðis- manna, kvennalistakvenna, fiskút- flytjenda, allaballa, landsbyggðar- innar, Reykvíkinga, Evrópusinna eða herstöðvaandstæðinga. Heldur allra. Allra íslendinga, nær og fjær. Við þurfum að geta sameinast um forsetann, bæði hér heima og á al- þjóðavettvangi. Forsetinn þarf að getað talað máli réttlætisins og fólksins í landinu, hvemig sem póli- tískir vindar blása. Þess vegna er ákaflega óheppilegt að til embættis- ins veljist maður sem hefur fyrst og fremst barist fyrir' hagsmunum stjórnmálaflokka eðá ákveðinna þjóðfélagshópa. Verið með einum og á móti hinum. Slíkur maður verð- ur ekki trúverðugur þegar hann leggur skyndilega niður vopnin og vill verða forseti allrar þjóðarinnar. Og breytir þá engu þó að stjórn- málamaðurinn Ásgeir Ásgeirsson hafi áður gegnt embættinu farsæl- lega. Vinsældir hans helguðust ein- mitt af því að hannchóf sig yfir flokkshagsmuni og naut hylli al- mennings - en ekki stjórnmálafor- ingja, sem ætluðu öðrum manni embættið. Sá forseti sem við kjósum verður að standa traustum fótum í menn- ingu og sögu þjóðarinnar. Hann þarf að hafa aflað sér fjölþættrar lífsreynslu hér heima, og hafa al- þjóðlega yfirsýn og þekkingu á framandi menningarsvæðum. Hann þarf að vera umburðarlyndur, for- dómalaus og réttsýnn en þó hiklaus í skoðunum gegn yfirgangi, vald- níðslu og ranglæti. Hann þarf að vera óumdeilt sameiningartákn þjóðarinnar inn á við um leið og hann leiðir okkur áfram til farsælla samskipta við aðrar þjóðir. En hann þarf umfram allt ekki að vera óska- kandidat stjórnmálaforingjanna í landinu. Guðrún Pétursdóttir hefur alla burði til að geta sinnt þessu emb- ætti með miklum sóma svo eftir verði tekið hvar sem hún fer. Hún sameinar fólk af ólíkum stéttum, alls staðar að af landinu, og vinnur hvarvetna hug og hjarta allra þeirra sem hún starfar með. Hún er fulltrúi ferskra þjóðfélagsvið- horfa, án þess að vera bundin starfi stjórnmálaflokka, og með henni fáum við nýtt afl til forystu. Hún stendur fyrir þá upplýstu sókn til framtíðar sem við okkur blasir. Og í þeirri sókn verðum við öll að geta fylkt okkur að baki forsetan- um; ekki bara í þeim básum sem stjórnmálin marka okkur heldur utan þeirra - „þar sem víðsýnið skín“. GÍSLI SIGURÐSSON, íslenskufræðingur. Opið bréf til Bryndísar Schram Frá Sverri Ólafssyni: -^ELSKU vinkona. Þegar ég opnaði Moggann í morgun (24. maí), blasti við mér eilítið greinarkom frá þér. Þar sem ég er einlægur aðdáandi þinn og hef alltaf haft gaman af skrifum þínum og frísklegum skoðunum, varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa grein. Þannig er mál með vexti, að ég hef undanfarin misseri unnið sem stuðningsmaður við framboð vinar míns Ólafs Ragn- ars til embættis forseta. Frá upphafi hefur dagskipunin frá Ólafí Ragnari til okkar hinna verið sú sama. Við tökum ekki þátt í skítkasti og ómálefnalegu kjaft- æði, á hveiju sem gengur. Nú veit iég ekki hversu mikið af greinum um forsetakosningarnar þú hefur lesið, en ef svo er, þá sérðu líka að oft hefði verið ærin ástæða fyrir Ólaf Ragnar og hans stuðningsfólk að svara skætingi og dylgjum óvandaðra ofstækismanna ýmissa fylkinga. Á stundum hefur verið ákaflega ódrengilega vegið að Ólafi og ekki minni menn en Davíð Odds- son og Jón Baldvin hafa verið þátt- takendur í þeim hanaslag. Við höf- um þó látið ógert að svara slíkum málflutningi og munum áfram hafa þá stefnu að heyja okkar kosninga- baráttu á heiðarlegum og málefna- legum nótum. Ég skrifaði nýlega að gefnu tilefni opið bréf til rit- stjórnar Morgunblaðsins, þar sem ég einmitt hvatti Morgunblaðið og aðra fjölmiðla til þess að ljá ekki órökstuddum kjaftagangi og níði pláss á síðum sínum. Viðbröjgðin voru okkur stuðningsmönnum Olafs Ragnars veruleg vonbrigði, þar sem það var heldur eins og skítkastið ykist til muna við þessa áskorun. Við sem að framboði Ólafs Ragnars höfum unnið, göngum ekki að því gruflandi, að ðlafur myndi aldrei leggja blessun sína yfir óheiðarleg vinnubrögð. Það sama gildir um okkur hin. Fullyrðing þín um annað er því óverðskuldað högg sem er vel undir beltisstað. Ég vona kæra vinkona, að nú þegar þið Jón hafið ákveðið að gefa ekki kost á ykkur í forseta- kosningarnar, þá gangið þið frá málinu með reisn eins og ykkar er von og vísa, í stað þess að agnúast út í þá sem ekkert hafa til saka unnið. Með bestu kveðju. SVERRIR ÓLAFSSON, myndlistarmaður, Kirkjuvegi llb, Hafnarfirði. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Filma fannst FYRIR u.þ.b. þremur árum fannst filma við Seylugranda í Reykjavík sem framkölluð var fyrir stuttu. Eig- andinn getur snú- ið sér til Sigrúnar í s. 552-4576. Tapað/fundið Týnd kvengleraugu SÍÐASTLIÐNA helgi (á laugardag eða sunnudag) töpuðust gleraugu í hörðu hulstri. Hulstrið er svart með einni smellu og um- gjörð gleraugnanna er úr dökku járni með dökk- grænu plasti. Ekki er vitað hvar gleraugun töpuðust, gæti verið hvar sem er í bænum og jafnvel fyrir austan fjall. Skilvís fínnandi vinsamlegast hringi í Sigríði í síma 569-1220 milli kl. 13 og 19. Fjallahjól FYRIR nokkrum vikum var sonur minn í heimsókn hjá vini sínum í Flúðaseli 65. Hann var á hjólinu sínu og fékk að geyma það í hljólageyslunni. Hjólið er fjólublátt, 16“, af gerðinni Cannondale M 500. Þegar hann ætlaði að ganga að hjólinu sínu aftur var það horfið. Mig langar að biðja foreldra, ef þeir verða var- ir við að börn þeirra séu á ókunnugu hjóli sem gæti átt við lýsinguna hér að ofan, um að hafa samband við mig. Ásta Erlingsdótt- ir, sími 557-5074. Gleraugu töpuðust GUCCI-gleraugu í gylltri umgjörð og brúnu hulstri töpuðust aðfaranótt ann- ars í hvítasunnu líklega í leigubíl frá Rafveituheimil- inu að Trönuhólum og það- an að Reynimel. Hafi ein- hver fundið gleraugun er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-0116. Reiðhjól fannst NÝLEGT reiðhól fannst við Melsel í Seljahverfí sl. mánudag. Upplýsingar í síma 557-6203. Bakpoki tapaðist LJÓSBLÁR Tomma og Jenna bakpoki með barna- fötum tapaðist í Reykjavík fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Hafi einhver fundið hann er hann beðinn að hringja í síma 552-7175. Gæludýr Páfagaukur tpaðist GULUR páfagaukur tap- aðist frá Víkurási 2 á hvítasunnudag. Hafi ein- hver fundið fuglinn er hann beðinn að hringja í síma 552-8109. Kettlingar ÞRÍR kettlingar, tveir ljósir með blá augu og einn hvít- ur með svarta depla á baki, eru tilbúnir að fara að heiman á gott heimili. Kettlingarnir eru til sýnis á Austurströnd 12, sjávar- megin, í hominu við hliðina Veislunni. Er heima allan sólarhringinn. SKÁK Umsjón Margelr Pétursson STAÐAN kom upp á öflugu skákmóti í Nussloch í Þýskalandi sem nú stendur yfir. Þýski stórmeistarinn Stefan Kindermann (2.575) hafði hvítt og átti leik gegn einum stigahæsta skákmanni heims, Rússan- um Aleksei Drejev (2.670). Svartur lék síðast 24. - Ha5-a8. 25. Hd7! - Rxd7 26. Hxd7 - Db8 27. Rxf7 - Dxf4 28. Bxe6 - Dh4 29. g3 - Dh5 30. Rd6+ - Kh8 31. Rxc8 og Drejev gafst upp. Staðan á mótinu þegar tefldar höfðu verið fimm umferðir af ellefu: 1. Dautov 4 v. 2. Húbner 3V2 v. 3.-5. Júsupov, I. Sokolov, Bosníu, og Hrac- ek, Tékklandi, 3 v. 6.-8. Drejev, Kindermann og Lobron 2 V2 v. 9.-10. Hickl og Piket, Hollandi, 2 v. 11. Lutz 1 V2 v. 12. Slobodjan 1 Níunda umferðin í landsl- iðsflokki á Skákþingi ís- lands er tefld frá kl. 17 í dag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. LEIÐRETT Mistök ÞAÐ ranghermi var í frétt um dómpápa á bls. 15 í blaðinu í gær, að umrædd dómpápaganga var sögð hafa verið hér í sumar. Hún var hér á landi sumarið 1994. Þá var meðfylgjandi mynd ekki af dómpápa heldur af fjallafinku. Biðst blaðið afsökunar á þessum mistökum. Leiðrétt helgartilboð Helgartilboð Nóatúnsversl- ana sem birtust í blaðinu í gær voru ekki rétt. Hér kemur listi yfir þær vörur sem eru á tilboði hjá Nóat- úni fram til 4. júní. Lesend- ur eru beðnir velvirðingar á þessu. Ný svartfuglsegg - 98 kr. Ora túnfiskur í vatni og olíu - 75 kr. Lamba þurrkryddaðar grillsneiðar - 598 kr.kg Cote d’or fílakaramellur 200 g -179 kr. Haust hafrakex 2x250 g-185 kr. Pripps pilsner 33 cl - 29 kr. 200 g kleinur -139 kr. Rangt föðurnafn í FRÉTT um 150 ára versl- unarafmæli Þórshafnar, sem birtist í blaðinu á bls. 15 í gær, var rangt farið með nafn Sveins Bjömsson- ar listmálara. Hann var sagður Guðnason og eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar. Sóknarbörn, ekki sóknarnefnd BÁRA Friðriksdóttir vill leiðrétta það sem eftir henni var haft í frásögn frá aðal- safnaðarfundi í Langholts- sókn. Henni hafi þótt sóknarbömum, en ekki sóknarnefnd eins og sagt var, hafi verið stórlega mis- boðið við framvindu Lang- holtsmála. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur dáðst að dugn- aði háskólanema, sem hafa svo sannarlega lagt sín lóð á vogar- skálarnar til að bæta hag Háskóla íslands. Þannig skipulögðu háskóla- nemar söfnun fyrir bættum bóka- kosti og nú síðast blésu þeir í her- lúðra til að tryggja lengri opnunar- tíma Þjóðarbókhlöðu. Þeir komu fyrir ílátum í öllum byggingum háskólans, svo hægt væri að losa sig þar við áldósir og plastflöskur. Þessi ílát selja há- skólanemar svo til stuðnings bar- áttumáli sínu. Að auki hafa há- skólanemar verið með heilan gám í Vatnsmýrinni, þar sem velviljaðir borgarbúar hafa getað lagt söfnun- inni lið. Það fauk því í Víkverja þegar hann kom að gáminum fyrir skömmu, með fullan bíl af ál- og plastílátum, og uppgötvaði að borg- arbúar notuðu hann sem venjulegan sorpgám. Það var með naumindum að Víkverji gæti losað sig við ílátin, jafn troðfullur og gámurinn var af brotnum húsgögnum, pappakössum og fleira rusli. Það mætti nú sýna viðleitni háskólanema meiri skiln- ing, ekki satt? xxx EINS og lesa má úr ofanrituðu gerir Víkveiji sitt besta til að losa sig við hluti á æskilegan hátt. Hann er til dæmis búinn að venja sig á að safna dagblaðapappír sam- an og henda honum svo í þar til gerða gáma. Endurvinnsla dag- blaðapappírs gleður Víkveija mjög og á heimili hans er svo sannarlega nóg af hráefninu. En þá kemur að örlítilli ábendingu: Víkverji á það sameiginlegt með mörgum öðrum að troða öllum dagblöðunum í plast- poka og bera þau þannig út í gám. Við blaðagámana er hins vegar ekki að finna nein sorpílát og á fólk því um tvennt að vetja; að taka plastpok- ana með sér heim á ný eða tylla þeim utan á blaðagámana. Þaðan vilja þeir hins vegar fjúka um allar trissur. Það væri því mjög vel þegið, ef hægt væri að setja litlar plastpokatunnur á eða við gámana. xxx EKKI er Víkveiji viss um að sú nýbreytni að greiða knatt- spyrnumönnum 100 þúsund krónur í verðlaun fyrir að skora þrennu í leik verði íþróttinni til framdráttar. Það hlýtur að verða freisting fyrir þann sem skorað hefur tvö mörk að reyna að skora sjálfur frekar en gefa á félaga sinn í dauðafæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.