Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 27
LISTIR
Ljósmyndir
af látnum
TVÆR ljósmyndasýningar á Lista-
hátíð í Reykjavík verða opnaðar
mánudaginn 3. júní undir yfírskrift-
inni Eitt sinn skai hver deyja þar sem
ætlunin er að „bijóta dauðann til
mergjar". Á Sjónarhóli,_ Hverfisgötu
12, eru það ljósmyndir Ur líkhúsi eft-
ir Andres Serrano. Á Mokka-kaffí
hefur hins vegar verið sett upp sýning
á ljósmyndum í eigu Þjóðminjasafns
Islands og er hún samvinnuverkefni
myndadeildar safnsins við Mokka, en
sýningarstjóri, umsjónarmaður og
frumkvöðull að þessum sýningum er
Hannes Sigurðsson listfræðingur.
Af þessu tilefni hefur Mokka-Press
gefið út 182 blaðsíðna bók með rit-
gerðum eftir íslenska fræðimenn og
er viðfangsefni þeirra dauðinn í ís-
lensku samfélagi fyrr og nú. Ritstjóri
er Siguijón Baldur Hafsteinsson
mannfræðingur, sem rannsakað hefur
ljósmyndir af látnum, húskveðjum og
jarðarförum hér á landi. í bókinni
má fmna greinar eftir Hannes Sig-
urðsson („I minningu dauðans"), Sig-
uijón Baldur Hafsteinsson („Dauðinn
í mynd lífsins: Ljósmyndir af látn-
um“), Hjáimar Sveinsson heimspek-
ing („Andres Serrano: Ásýnd dauð-
ans“), Vilhjálm Ámason heimspeking
(„Vitundin um dauðann“), Elínu M.
Hallgrímsdóttur hjúkrunarfræðing
(„Þegar ástvinur deyr“), Vilhjálm Vil-
hjálmsson myndlistarmann („Vinur
er líkn, dauðinn er friður"), Guðrúnu
B. Kristjánsdóttur og Arndísi Þor-
geirsdóttur („In memoriam“), Eddu
Kristjánsdóttur sagnfræðing („Hinsta
hvílurúmið" og „Utfararsiðir ásatrú-
armanna“), Hjálmar H. Ragnarsson
tónskáld og Þórir Kr. Þórðarson guð-
fræðing („Canto: Tónlist í stormi
samtíðar"), Garðar Baldvinsson bók-
menntafræðing („í von um eilíft iíf:
Um dauðann í íslenskri ljóðagerð"),
Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræð-
ing („Dauðinn er lækur, en lífið er
strá: Líf og dauði á 19. öld“), Gunn-
ar Kristjánsson guðfræðing („Af
jörðu ertu kominn"), Margréti Egg-
ertsdóttur íslenskufrfæðing („Listin
að deyja“) og Guðrúnu Nordal ís-
lenskufræðing („Dauðasvipir mið-
alda“). Að auki eru í bókinni fjöl-
margar áður óbirtar ljósmyndir úr
fórum Þjóðminjasafnsins af látnum
íslendingum.
Mokka
Myndirnar á Mokka, sem spartna
frá 1886 til 1956, hafa flestar aldrei
komið fyrir almenningssjónir og voru
sérstaklega stækkaðar upp fyrir sýn-
inguna af ívari Brynjólfssyni við
myndadeild Þjóðminjasafns ísiands,
en Inga Lára Baldvinsdóttir sagn-
fræðingur, Sigutjón Baldur Haf-
steinsson og Hannes Sigurðsson sáu
um valið.
Sjónarhóll
Sýningin á Sjónarhóli var tekin
saman af Paulu Cooper galleríinu í
New York með aðstoð Serranos, hef-
ur verið í undirbúningi í tæp tvö ár
og eru verkin á henni komin frá þrem-
ur heimshornum. Hér er enda á ferð-
inni þekktasta sería Serranos fram
til þessa. Myndirnar (The Morgue
Series) er úr líkhúsi í nágrenni New
York.
Tímarit
• TÍMARIT Máls og menningar,
2. hefti 1996 er komið út. Meðal
efnis er grein um tónskáld af yngri
kynslóðinni, Þorstein Hauksson, og
viðtal við ungan jazzgítarleikara,
Hilmar Jensson.
Ljóðskáld sem birta efni í TMM
nú eru Nína Björk Árnadóttir, Kjart-
an H. Grétarsson, Guðbrandur Sigla-
ugsson og Árni Bergmann, auk sló-
vensku skáldkonunnar Makarovic og
bandarísku skáldanna Patchen og
Creeley. Landi þeirra, bandaríska
skáldkonan Alice Walker, á smásögu
í tímaritinu og einnig Guðbergur
Bergsson.
Gyrðir Elíasson ritar grein um
blindan ritsnilling, Skúla Guðjónsson
frá Ljótunnarstöðum, Ólafur Sveins-
son skrifar grein um menningará-
standið í Þýskalandi eftir sameining-
una og Gísli Sigurðsson fjallar um
strauma og stefnur í bókmennta-
gagnrýni undanfarinna ára.
Jóhann Páll Árnason er íslenskur
heimspekingur sem hefur verið bú-
settur í Ástralíu undanfarna áratugi.
í nýrri grein veltir fyrir sér því sem
hann kallar „20. öldina hina styttri".
Ágúst Þór Árnason ritar stutta kynn-
ingu um Jóhann Pál.
Steinunn Sigurðardóttir segir í
viðtali við Úlfhildi Dagsdóttur frá
tilurð bókarinnar Hjartastaðar og
hugmyndum sínum um skáldskapinn
og rithöfundarstarfið.
Loks eru umsagnir um bækur.
Tímarit Máls og menningar, 2.
hefti 1996 er 136 bls. Sigurborg
Stefánsdóttir gerði kápumyndina.
TMM kemur út fjórum sinnum á ári
og kostar árs áskrift 3.300 kr. auk
þess sem það er selt ílausasölu. Rit-
stjóri TMM er Friðrik Rafnsson.
Allir hafa
að utboðum
vegum ríkisi
aðgang
Sum á
tekUt U'
' ríVásTe^st^ .-.no'va ^
e'UkaVS Vegan undti^6
oiaðsa^a
t.6intWVg^'að tíaitftússvjón'ls
****rZ~>~**~ tyttf
reg\UfO«'ítan , . _..rtós'
áantvanhaf’ . rn6ut af ,hefuta"n
öðfunvte^- 'VV umevn^-ð'’,g"U,u\stó.Gó^f
Wka 1 stóef 06 slaðfesva ^
svtg,vð svótv stó að f'j"va svai
fdumei-'^ðÍn8M'
FramW'ndanet"
m lítboð á ríkisrekstri Kynntu þér rétt þinn við útboð á rík
‘íum í ríkiseign, tryggja rekstri.
jafnan rétt og jafnt
Verkiagsreglurnar fást hjá fjármáfa*
ráðuneytinu og verðbréfafyrirtækjuni.
Reglurnar eyða jafnframt þeirri óvissu
sem oft heftir fylgt mismunandi aðferð
um við útboð.
tækifæri til þát
I n - ,*C t Jt. , - «- “'*>* m ... m __
Jatn retlur - pitt taektfæri
FRAMKVÆMDANEFND
UM EINKAVÆÐINGU
Símaskráin 1996
er komin út
föstudaginn 31. maí.
lUýfa símaskráin tekur gildi
Mundu eftir afhendingarmidanum
og náðu í nýju símaskrána
strax í dag
I wýi
a símaskráin
-útbreiddasta bók á íslandi
POSTUR OG SÍMI