Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 43 DANIEL GUÐJONSSON LOVÍSA G. ÁRNADÓTTIR + Daníel Guðjóns- son fæddist á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 5. september 1905. Hann lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri 24. maí 1996. Foreldrar hans voru Anna Jónsdóttir húsmóð- ir og Guðjón Daní- elsson bóndi. Daní- el stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Hann bjó á Hreið- arsstöðum í foreldrahúsum þar til að hann giftist Lovísu Árna- dóttur 5. ágúst 1928 og hófu þau búskap að Þverá í Svarfað- ardal. Þau hættu búskap og fluttu til Akureyrar 1930 og bjuggu þar til dánardags. A Akureyri starfaði Daníel lengst af fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, en síðustu starfsárin hjá versl- uninni Eini. Lovísa Árnadóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 19. nóvember 1908. Foreldrar hennar voru Dóróthea Þórðar- dóttir húsmóðir og Árni Jóns- son bóndi. Lovísa flutti ásamt foreldrum sínum að Þverá í Svarfaðardal árið 1910 og bjó Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem eru stór hluti af lífi manns, sérstaklega þegar maður veit að sú kveðja er sú síðasta að sinni. En við sem eftir erum getum þó hugg- þar til 1930 er hún fluttist til Akureyrar. Hún hafði áður far- ið á húsmæðraskólann á Blönduósi. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. apríl 1996. Útför hennar fór fram frá Glerárkirkju 12. apríl síðastliðinn. Börn Daniels og Lovísu eru Dóróthea, f. 3. júlí 1929, Guð- jón, f. 5. júlí 1931, og Anna Lillý, f. 29. september 1940. Barnabörnin eru 11, þar af eitt látið og barnabarnabörnin eru i9. Útför Daníels Guðjónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að okkur við fjársjóð minninga sem eru samsettar úr kærleika, vináttu og óendanlegri elsku sem þau bæði létu okkur eftir. Þau hafa haldið upp í þá ferð sem við öll eigum eft- ir, og ekki efast ég um að nú ganga þau saman inn í sumarið. Þegar ég frétti af andláti ömmu minnar, Lov- ísu Árnadóttur, 2. apríl sl., varð mér hugsað til þess að nú yrði erf- itt hjá nafna mínum og afa Daníel Guðjónssyni. Afi og amma voru búin að vera samferða í tæp 68 ár, en það var ekki langur tími sem þau voru aðskilin. Afi andaðist 24. maí sl. Heimili þeirra var öllum opið, .ættingjum og vinum, gestrisni þeirra var mikil, allt yfirbragð heim- ilisins var umvafið umhyggju og hlýju. Það var hús gleðinnar, en einnig griðastaður þeirra sem á þurftu að halda. Bæði vildu þau rækta garðinn sinn, og var það í orðsins fyllstu merkingu. Garðurinn í Norðurgötunni var ávallt fallegur og stolt eigenda sinna. Amma var ein af stofnendum Hvítasunnukirkj- unnar á Akureyri, mannúðarmál og kristin trú voru henni hugleikin. Það einkenndi lifshlaup þeirra beggja að trúin á Guð, mannkærleiki, vin- átta og líknarþel mundi færa okkur að hinum æðsta sannleika. Afi hafði mjög gaman af að tefla, spila brids og, meðan hann var hress, að skreppa í sveitina þeirra, Svarfað- ardalinn. Þar fann hann sig vel. Einnig hafði hann mjög gaman af að vera við á eða vatn og renna fyrir fisk. Var hann oft hissa á nafna sínum hvað hann hafði lítinn áhuga. Það stoðaði lítið að afsaka sig með því að maður væri hálfgerð fiski- fæla. Þrátt fyrir mörg verkefni í líf- inu var eitt sem tók öðru fram hjá þeim, það var fjölskyldan. Það var ekkert svo stórt eða smátt, ef það varðaði hana, að þau kæmu ekki þar til. Nú ef þau gátu ekki leyst málið, var það falið himna- föðumum í fullu trausti um farsæla lausn. Ég og bróðir minn heitinn áttum yndislegar stundir hjá þeim, sem munu fylgja mér meðan ég lifí, einnig síðar kona mín og synir. Við Olga og drengimir þrír, þeir Ágúst Sverrir, Davíð Ingi og Ivar Þórir, sendum innilegar samúðar- kveðjur þeim er syrgja. Elsku afí og amma, guð gaf ykkur kærleika. Og hann gáfuð þið okkur. „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvell- andi bjalla. Og þótt ég hefði spá- dómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti íjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt." (1. Kor. 13.) Að lokum er mér efst í huga þakklæti og söknuður. Blessuð sé minning ykkar. Farið í Guðs friði. Daníel R. Ingóifsson. Það er ekki alltaf langt á milli þungu högganna í lífinu. En í dag kveð ég elsku afa minn, Daníel Guðjónsson. Ég vildi ekki trúa því að þú hefðir kvatt okkur þar sem það er svo stutt síðan hún amma, Lovísa Ámadóttir, kvaddi. Nú er sá árstími sem þú elskaðir hvað mest, þ.e. vorið og sumarið. Þú varst ekki rólegur fyrr en búið var að setja niður kartöflur og fyrsti sláttur var afstaðinn, en garðurinn hjá ykkur ömmu var alltaf mjög fallegur. Ég minnist afa míns og ömmu með miklum hlýhug og þakklæti. Ég á margar góðar minningar um þau. Ég var oft hjá þeim í æsku ásamt Omari bróður mínum og var það mikill og góður skóli, því amma passaði alltaf upp á að við hefðum + Gísli Gíslason var fæddur í Reykjavík 3. októ- ber 1913. Hann lést á Landspítalanum að morgni 16. maí síðastliðinn þá tæp- lega 83 ára að aldri. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason sjó- maður og verka- maður frá Akranesi, f. 14. maí 1873, d. 10. desember 1948, og Svava Jónína Sig- urðardóttir húsmóð- ir frá Svartárdal, f. 27. ágúst 1883, d. 17. júlí 1959. Gísli var einn ellefu systkina og lifa fimm þeirra hann. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Jóhanna Bjarnadóttir, f. 31. des- ember 1898, og eignuðust þau tvær dætur. Þær eru Þórdís, eig- inmaður hennar var Sveinn An- ton Stefánsson, Iátinn, og Guð- rún, eiginmaður hennar er Ey- þór Jónsson. Fóstursonur Gísla og sonur Jóhönnu er Kjartan Steinólfsson, eiginkona hans er Sigríður Þorláksdóttir. Afkom- Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfí ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Elsku afi. Um leið og ég kveð þig, langar mig til að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við Tinna fengum að eiga með þér. Minning- arnar eru margar og ljúfar og þær mun ég ávallt geyma í hjarta mér. endahópur Gísla var orðinn stór, barna- börnin voru 17, barnabarnabörnin voru 34 og barna- barnabarnabörnin 8. Gísli fluttist með foreldrum sínum út í Viðey þriggja ára að aldri og vann þar síðar meir hjá Kára- félaginu eða til árs- ins 1940 þegar það lagði niður störf og hann og Jóhanna fluttust með fjöl- skyldu sina til Reykjavikur. I Reykjavík réðst Gísli í vinnu til Kornelíusar Sig- mundssonar byggingarmeistara og vann þar við trésmíðar og múrverk sem ófaglærður iðnað- armaður. Þar eftir vann hann í mörg ár hjá Togaraafgreiðsl- unni, þar til hann hóf störf hjá Hampiðjunni og þar lét hann af störfum kominn hátt á áttræðis- aidur. Útför Gísla fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Það var alltaf jafn gaman og gott að koma í heimsókn til þín á Skúla- götuna þessi síðustu ár. Alltaf varst þú jafn rólegur og yfírvegaður, og heimsóknunum til þín fylgdi alltaf viss tilhlökkun því hjá þér var alltaf þessi ró og friður, því þú stóðst utan við allt þetta stress sem fylgir okkur unga fólkinu í dag. Fyrir þig var nóg að fá fólkið þitt í heimsókn, hlusta á útvarpið og segja manni við og við sögur frá þínum yngri árum. Sumar þeirra sýndu hvað við höfum það afskaplega gott í dag. Því þar vissir þú sko hvað þú söngst því þið amma hafíð lifað tímana tvenna, og komist í gegnum það sem maður gæti ekki treyst sér í í dag. Þið eigið orðu skilda fyrir dugnaðinn ykkar. Æskuminningar mínar byrja þeg- ar þið amma bjugguð á Laugavegi í risíbúðinni. Og mér er það sérstak- lega minnisstætt þegar ég fékk að koma með þér í kompuna þína og skoða öll verkfærin þín sem þú geymdir þar, það var hreinn ævin- týraheimur út af fyrir sig. Og alltaf gafst þú þér tíma þegar þú varst heima til að fara með mig út í garð til að skoða alla villikettina sem þar voru. En árin liðu og þið amma fluttuð á Skútagötu og ég komst á einhvem leiðinlegan aldur sem tengist unglingum. Og þar sem maður hafði eitthvað svo mikið að gera þá fór heimsókn- unum til ykkar því miður fækkandi, en maður kíkti við og við og alltaf áttum við jólin saman. En sem betur fer gengur þetta tímabil yfir hjá öllum, og maður átt- ar sig aftur á því að maður á ætt- ingja sem manni þykir mjög vænt um, og þeim þykir vænt um mann og vilja fyrir alla muni fá mann i heimsókn til sín. Síðasta tímann sem amma dvaldi heima áður en hún fór á spítala þá varst þú alveg óbilandi í því að ann- ast hana, þrátt fyrir að umönnun hennar væri krefjandi og þú ekki við sem bestu heilsu sjálfur og orðinn aldraður. Og þrátt fyrir öll þín veikindi og vanlíðan þá heyrði maður þig aldrei kvarta. Það var alveg sama hvað gekk á það var alltaf allt „í lagi“ með þig. Ég man eftir hjartaáfallinu sem þú fékkst um jólin 1993. Það þurfti hreinlega að draga þig á spítala og ég var svo hrædd um þig, en sá ótti var sko óþarfur á endanum því þér tókst svo að hrista þetta af þér þótt það tæki sinn tíma. Og þegar þú komst heim af spit- alanum kom ég náttúrulega með hana Tinnu í heimsókn eða hana „Litlu þína“ eins og þú kallaðir hana, þá nokkurra vikna gamla. Og þar sem hún Tinna var afskaplega mannafælin þá var ég svolítið hrædd um að hún myndi baula á þig eins og aðra. En viti menn hún var alveg eins og Ijós og upp frá því urðu þið perluvinir. Og þér fannst svo gaman að því síðarmeir hvað hún kjaftaði mikið við þig, og það var eins og þið skilduð hvort annað. Og þér fannst nú allt I lagi að hún væri með kart- öflufötuna þína út um alla íbúð eða með allt stofuskrautið að leika sér. Og þú skildir nú ekkert í þessu stressi í mér að vera hlaupa á eftir henni út um allt þegar sem mest var að gera hjá henni. Og svo þegar hún kallaði „afí“ eins og henni er einni lagið þá komst þú alltaf með stafínn eða göngugrindina og þið fóruð að spjalla um heima og geima á ykkar mállýsku og skemmtuð ykkur kon- unglega. Síðasta skiptið sem við heimsótt- um þig heima var daginn sem þú fórst á spítalann, og maður sá hvað þér var þungt og hvað þér leið illa en eins og áður kvartaðir þú ekki. Þegar við heimsóttum þig við fyrsta tækifæri viðurkenndir þú fyrir mér að þér liði bara ágætlega þarna, því þú fengir ágætismat, félagsskap og værir í góðum höndum. Svo liðu nokkrir dagar og það var ákveðið að taka þig í aðgerð sem þótti tvísýn vegna heilsu þinnar. Sem betur fór tókst hún og þegar ég heim- sótti þig eftir hana varst þú eldhress og sagðir mér frá aðgerðinni. Og ég reyndi náttúrulega að spyija hvort þetta hefði ekki verið vont. „Nei,“ svaraðir þú eins og vanalega en við- urkenndir á endanum að sýnatökum- ar sem á undan gengu og smá meitl í aðgerðinni hefði nú verið svolítið vont. En þetta var nokkuð sem þér þótti ekki mikið um og því síður til að kvarta yfir, þú bara spurðir hvort strákarnir væm á sjónum og hvemig hún „Litla þín“ og allir hefðu það, og hvort það væri ekki eitthvað að frétta. Næstu daga var líðan þín upp og niður og útlitið oft ekki gott og þú máttir þola ýmislegt. Og þegar við komum til þín í síðustu heimsókn- ina sá ég hvað þér leið illa, en mér datt hreinlega ekki í hug að þú ætt- ir aðeins eftir fáa daga ólifaða. Ef ég hefði vitað það hefði ég sagt það sem ég átti eftir að segja við þig, þakkað þér fyrir og kvatt þig mun innilega en ég gerði. Hefði ég bara vitað það. Elsku afi minn, ég hef vaðið hér úr einu í annað en minningarnar eru bara svo margar og svo margt sem mann langar að segja þegar maður kveður í hinsta sinn og margt sem maður á eftir að sakna. Ég kveð þig með söknuði og sorg í hjarta en ég er jafnframt þakklát fyrir allar þær stundir sem við fengum að eiga sam- an og þó sérstaklega er ég þér þakk- lát fyrir hvað þú varst góður við Tinnu. Hafðu þökk fyrir allt saman. Minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Svava. GÍSLIGÍSLASON eitthvað fyrir stafni og vorum við aldrei aðgerðalaus. Einnig eyddum við mörgum tímum í að spila við afa og var „kasína" í mestu uppá- haldi. Amma bakaði heimsins bestu^ pönnukökur og mótaði þær oft í ýmis gervi því hún vissi að þær brögðuðust miklu betur þannig. Það var aftur afa deild að luma á kand- ís eða öðru góðgæti handa litlu munnunum, sem þökkuðu fyrir sig með breiðu brosi, sem gladdi afa hvað mest. Þegar ég kveð þig, afí minn, hugga ég mig við það, að núna ertu kominn til hennar ömmu, þar sem þú unir þér best, því hún var de- mantur þinn og skildi eftir sig stórt skarð. Ég veit að amma hefur tekið þér opnum örmum og að nú líður ykkur báðum vel. Elsku amma og afí, ég kveð ykk- ur núna þar til við hittumst aftur. Hafíð hjartans þakklæti fyrir allt. Ykkar dótturdóttir, Ásdís Sif Kristjánsdóttir. Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% Þegar þú kaupir Aloe Vera gel. o Hrers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlitra a( Aloe geii þegar þú getur fengið sama roagn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfaft meira magn af Banana Boat Aioe \fera geí á 1000kr. o Hvers vegna að bera á sig 2% af rotvamarefnum þegar þú getur fengið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gei? □ Banana Boat næringarkremið Bnin-án-sólar i uðabrúsa eða meðsólvóm#8. D Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat dökksólbrúnkuoliunni eða -kreminu eða Banana Boat f Golden oliunni sem framkallar gylfta brúnkutóninn. □ Hefur þú prófað Naturfca húðkremin sem affir eru að rala um, uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings Norðurtanda? Naturica ört-krám og Naturica HurHrrám. Banana Boat og Naturica fást i sófbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-geSd fæst líka hjá Samtökum psoriasis-og exemsiúklinqa.____________________________________ Heilsuval - Barónsstíg 20 o 562 6275 í margar geröir bíla Mjög gott verö. SENDUM í PÓSTKRÖFU-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.