Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Borgarfjarðarbraut milli Kleppjárnsreykja og Varmalækjar Vegagerð falið að kanna vegarstæði á efri leið SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur falið vegamálastjóra að láta endur- meta vegstæði Borgarfjarðarbraut- ar, milli Kleppjámsreykja og Varmalækjar, og tilkynnt oddvita Reykholtsdalshrepps um ákvörðun sína. Gerð verður sérstök athugun á efri leið, nálægt núverandi veg- stæði, og kostnaðurinn borinn sam- an við raunhæfa kostnaðaráætlun fyrir neðri leiðina. Þá verður unnið umhverfismat fyrir efri leið ef vég- ur þar reynist raunhæfur kostur. Vegagerðin hefur lagt til að ný Borgarfjarðarbraut verði færð nið- ur þannig að hún liggi á svipuðum slóðum og gamli sýsluvegurinn fram hjá Stóra-Kroppi og Ásgarði í Reykholtsdalshreppi. Fékk Vega- gerðin samþykkt umhverfísmat fyr- ir þessa breytingu. Meirihluti hreppsnefndar Reykholtsdals- hrepps sem fer með skipulagsmál í hreppnum hafnaði þessari leið og mælti með því að farin yrði efri leið, á slóðum núverandi þjóðvegar. Þegar ekki náðist samkomulag um málið fól Halldór Blöndal sam- gönguráðherra lögmönnum að skrifa skýrslu um ágreininginn. Vitnað til meðalhófsreglu í niðurstöðum Jónasar Aðal- steinssonar hrl. og Ólafs Haralds- sonar hdl. er m.a. vitnað í meðal- hófsreglu stjórnsýslulaga, að því er fram kemur í bréfi ráðherra til vegamálastjóra, þar sem segir að stjórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lög- mætu markmiði, sem að er stefnt verði ekki náð með öðru og væg- ara móti. Mælt er með því að það verði sérstaklega kannað hvort hinu lögmæta markmiði hinnar umdeildu veglagningar neðri leiðar verði náð á fullnægjandi hátt með öðrum og vægari hætti og er sér- staklega bent á efri leiðina í því sambandi. „Þannig leggja lög- mennirnir til að það verði athugað sérstaklega hvort sú leið fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til stofnbrautar út frá sjónarmiðum almannahagsmuna um umferðar- öryggi og kröfum samfélagsins um greiðar samgöngur og ef svo reyn- ist ekki vera, hvort unnt sé að gera efri leið þannig úr garði að þessar kröfur verði uppfylltar. Jafnhliða fari fram athugun á kostnaði því samhliða að fara efri leið að þessum skilyrðum uppfyllt- um borðið saman við raunhæfa kostnaðaráætlun því samfara að fara neðri leið, eins og tillaga Vega- gerðarinnar gerir nú ráð fyrir. Ef niðurstaða þessarar athugunar verður sú að efri leið verður raun- hæfur kostur verður að leggja þann valkost í umhverfísmat, samkvæmt lögum númer 63 frá 1993, áður en framkvæmdir geta hafíst." Ráðherra fól vegamálstjóra að láta gera þá athugun sem lög- mennirnir mæla með, þar sem brúarstæði og veglínur séu endur- metnar og ítarleg grein gerð fyrir heildarkostnaði við hvorn kostinn fyrir sig. Oddviti ánægður Gunnar Bjarnason oddviti Reyk- holtsdalshrepps segir að hrepps- nefnd hafi ávallt viljað láta kanna vegarlagningu um efri leið og kveðst ánægður með að það skuli nú gert. Morgunblaðið/Sveinn FRÁ slysstað á Reykjanesbraut. Saulján ára piltur lést SAUTJÁN ára piltur lést i umferðarslysi á Reykjanesbraut í gær. Þar skullu saman fólks- bíll, sem pilturinn ók, og sendibifreið, en lögregl- an rannsakar nú nánar tildrög slyssins. Að sögn lögreglunnar í Keflavík slasaðist ökumaður sendibílsins mikið við áreksturinn og var hann fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Slysið varð um kl. 14.40 í gær á Reykjanes- braut, milli Fitja og Grindavíkurafleggjara og var brautinni lokað á þessum kafla í um klukku- stund, svo lögregla og sjúkralið gætu athafnað sig á vettvangi. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Fj ár magnstekj uskattur Sveitarfélög fá tekjutapið bætt Fjárlaga- frumvarp hallalaust RÍKISSTJÓRNIN stefnir að því að leggja fram hallalaust fjárlagafrumvarp í haust. Þetta kom fram hjá Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra í eldhúsdagsumræðum á Al- þingi í gærkvöldi. Hann sagði að með batnandi efnahag þjóðarinnar væri mikilvægast að ná jafnvægi í ríkisfjármál- um. Ólafur Öm Haraldsson Framsóknarflokki gerði kosningalöggjöfina að um- talsefni og sagði að hér á landi hefðu sumir atkvæða- vægi á við þijá og fjóra. Ólaf- ur sagði að ríkisstjómin hefði sett sér það markmið að vinna að breytingum á kosninga- löggjöfínni. Agúst Einarsson Þjóðvaka fjallaði meðal annars um sameiningu janfnaðarmanna á íslandi og sagði að íslensk- ir jafnaðarmenn hefðu ávallt mætt sundraðir til Ieiks og framsóknar- og sjálfstæðis- menn hefðu ráðið niðurstöðu eftir allar kosningar. Ágúst sagði að jafnaðarmenn breyttu ekki ofurvaldi Sjálf- stæðisflokksins í íslenskum stjómmálum nema þeir stæðu sameiginlega að framboði til næstu kosninga. SVEITARFÉLÖGUNUM verður bætt það tekjutap sem þau verða fyrir verði frumvörp um fjármagns- tekjuskatt að lögum. Hafa fjármála- ráðherra, félagsmálaráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitar- félga undirritað yfírlýsingu þessa efnis. Sveitarfélögin telja að árlegt tekju- tap þeirra, við upptöku fjármagns- tekjuskatts, muni nema 155 milljón- um króna og auk þess muni greiðslur til ríkissjóðs aukast um 84 milljónir. Lagðist Samband íslenskra sveitar- félaga gegn því að frumvarp um fjár- magnstekjuskatt yrði lögfest nú nema þetta fengist bætt. Alþingi lögfesti í gær breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga en sam- kvæmt því verða tekjur sveitarfélag- anna auknar þegar þau taka við grunnskólanum af ríkinu síðar á þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalagi hafði á þriðjudag óskað eftir því að lokaumræðu um málið yrði frestað þar tii niðurstaða fengist í fjármagnstekjuskattsmálið, en þegar umræðan hófst aftur í gær las Pá!I Pétursson félagsmálaráð- herra upp yfírlýsingu sem hann skrif- aði undir ásamt fjármálaráðherra og forsvarsmönnum Sambands sveitar- félaganna í yfirlýsingunni segir að við sam- þykkt frumvarps um skattlagningu fjármagnstekna samþykki ríkissjóð- ur að bæta sveitarfélögunum að fullu þau fjárhagslegu áhrif sem þau verða fyrir vegna álagningar skatts- ins. Þetta verði gert með því að létta verkefnum af sveitarfélögunum og/eða hækka útsvarsprósentu sam- hliða lækkun tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá endan- legu samkomulagi milli aðila og nauðsynlegum lagabreytingum fyrir árslok. Útsvar hækkar Breytingin á tekjustofnum sveit- arfélaga, sem lögfest var í gær, felur m.a. í sér að ríkið greiðir sveitar- félögunum rúma 2,7 milljarða króna síðari hluta þessa árs og útsvar sveit- arfélaga hækki um næstu áramót um allt að 2,70%, eða í 11,9% en gert er ráð fyrir að tekjuskattshlut- fallið lækki á móti. Þá greiðir ríkið 265 milljónir króna árlega til sveitar- félaganna á næstu fjórum árum. Er þetta í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga sem náðist í vetur. Innflutningskvót- ar fyrir ósoðið kjöt Umsóknir langl um- fram kvóta FRESTUR til að sækja um toll- kvóta vegna innflutnings á 74 tonnum af ósoðnu svína- og ali- fuglakjöti frá Svíþjóð, Finnlandi eða Noregi með lágmarkstollum rann út í gær. Að sögn Ólafs Friðrikssonar í landbúnaðar- ráðuneytinu bárust umsóknir langt umfram þá kvóta sem í boði eru og verða kvótamir væntanlega seldir hæstbjóð- anda. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem í sitja fulltrúar þriggja ráðu- neyta, kemur saman til fundar í landbúnaðarráðuneytinu fyrir hádegi í dag til að fara yfír þær umsóknir sem borist höfðu í ráðuneytið í gær. Ekki fékkst í gær upplýst um fjölda umsækj- enda né það magn sem sótt var um heimild til innflutnings á. Kjötið sem heimilt verður að flytja inn, og verður væntanlega komið á markað hérlendis í lok júní, svarar til 3-5% af árlegri heildameyslu íslendinga á við- komandi kjötvörum. Um er að ræða tollkvóta vegna innflutnings á 38 tonnum af beinlausu, frystu svínakjöti, 33 tonnum af frystu kjöti af kjúklinugm og 3 tonnum af frystu kalkúnakjöti. Magntollar á hvert kíló svína- kjöts eru 403 krónur, 148 kr á kíló kjúklingakjöts og 203 kr. á hvert kíló kalkúnakjöts. Yfírdýralæknir hefur sett skilyrði vegna heilbrigðis- ástæðna um að það kjöt, sem um ræðir og flutt verður inn á innflutningstímabilinu 20. maí til ágústloka, komi frá Svíþjóð, Noregi eða Finnlandi. Umsækjendur um innflutning frá öðrum löndum verða krafðir sönnunar um að kjöt þeirra standist heilbrigðiskröfur. Umræðu lokið um vinnudeilu- frumvarpið SÍÐUSTU umræðu um frum- varp um stéttarfélög og vinnu- deilur lauk á Alþingi í gær. Eft- ir er að greiða atkvæði um frum- varpið en ekki var ljóst í gær hvenær atkvæðagreiðslan yrði. í frumvarpinu er kveðið á um ýmsar samskiptareglur aðila vinnumarkaðar, atkvæða- greiðslur um verkfallsboðanir og kjarasamninga. Málið hefur ver- ið gagnrýnt nyög af verkalýðs- samtökum og stjómarandstöð- unni á Alþingi. Hefur þess verið krafíst, að ríkisstjómin dragi frumvarpið til baka svo tóm gefíst fyrir aðila málsins að ná samkomulagi um samskipta- reglur. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.