Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 39 Óvænt úrslit í sjöundu umferð SKAK Fjölbrautaskól<anum í Garðabæ SKÁKÞING ÍSLANDS - LANDSLIÐSFLOKKUR: Frá 22. maí til 3. júní. Taflið hefst kl. 17 að undanskildum tveimur frídögum, 26. maí og 1. júní. HELGI Ólafsson er í efsta sæti á Skákþingi íslands ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni. Helgi Ólafsson sigraði Þröst Þórhallsson í sjöundu umferð, en á sama tíma gerði Hann- es Hlífar jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson og Margeir Pétursson, sem var í forystusætinu fyrir umferð- ina ásamt Hannesi, tapaði óvænt með hvítu mönnunum gegn Sævari Bjarnasyni. Helgi Ólafsson og Hann- es Hlífar Stefánsson eru með 5 Vi vinning en Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson eru í 3.-4. sæti með fimm vinninga. I kvennaflokki unnu Anna Björg Þorgrímsdóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir skákir sínar og eru efstar með 3 vinninga eftir ^orar umferðir. 7. umferð: Jón V. Gunnarss. • Hannes H. Stefánss. V2-V2 Helgi Áss Grétarsson - Torfi Leósson 1-0 Benedikt Jónasson - Jón G. Viðarsson 0-1 Magnús Öm Úlfarsson - Jóhann Hjartarson 0-1 MargeirPétursson-SævarBjamason 0-1 Helgi Ólafsson - Þröstur Þórhallsson 1-0 I kvennaflokki urðu úrslit í fjórðu umferð eftirfarandi: Hulda Stefánsdóttir - Ingibjörg E. Birgisdóttir 0-1 Anna Björg Þorgrímsd. - Sigrún Sigurðard. 1 -0 Helga G. Eiríksdóttir - Harpa Ingólfsdóttir frestað Þorbjörg E. Ingólfsdóttir sat ýfir. Þung stöðubarátta einkenndi við- ureign Jóns Viktors og Hannesar Hlífars. í endatafli virtust möguleik- ar Hannesar vænlegir en hvítum tókst að halda jöfnu með peði minna í endatafli með mislitum biskupum. Margeir hafði frumkvæðið framan af skákinni við Sævar Bjarnason. Honum varð síðan á alvarleg yfirsjón og missti peð og síðan riddara án nokkurra bóta. Áframhaldið tefldi Sævar ónákvæmt og ekki munaði miklu að gagnfæri hvíts skiluðu ávinningi en um síðir tryggði liðs- munurinn sigur. Helgi Ólafsson teflir áreynslulaust og vandað og vinningarnir streyma inn. Helgi fékk örlítið frumkvæði eftir byrjunina gegn Þresti Þórhalls- syni, en þá varð Þresti á mikil yfir- sjón og með einfaldri fléttu vann hvítur peð og síðan annað og þá voru úrslitin ráðin. Jóhann Hjartar- son vann Magnús Örn örugglega og hið sama gildir um sigur Helga Áss gegn Torfa Leóssyni, sem ekki hefur náð sér á strik í mótinu. Staðan eft- ir sjö umferðir í karlaflokki: 1.-2. Hannes H. Stefánsson, Helgi Ólafsson 5V2 vinningur af sjö mögulegum. 3.-4. Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson 5 v. 5. Helgi Áss Grétarsson 4'/2 v. 6. Þröstur Þórhallsson 4 v. 7. Sævar Bjamason 3 v. S. Jón Garðar Viðarsson 2lA v. 9.-11. Benedikt Jónasson, Jón V. Gunnarsson, Magnús Ö. Úlfarsson 2 v. 12. Torfi Leósson 1 v. Helgi Ólafsson stendur betur að vígi fyrir lokaumferðirnar ef væntan- legir andstæðingar eru bornir saman. Af stórmeisturunum á Helgi aðeins eftir að tefla við Helga Áss, en Hann- es mætir Margeiri í 9. umferð og Jóhanni Hjartarsyni í síðustu umferð mótsins. Það er hins vegar ótfma- bært að koma með tilgátur um sigur- vegara, lokaumferðirnar á mótinu verða örugglega mjög spennandi enda hefur baráttan í skákunum í mótinu verið til eftirbreytni. Staðan eftir fjórar umferðir í kvennaflokki: hlulina í víhara samhengi! 1 1.-2. Anna B. Þorgrímsdóttir, Ingibjörg E. Birgis- dóttir 2 vinningar af 4 mögulegum. 3. Harpa Ingólfsdóttir 2 v. af 3 mögulegum. 4. Harpa Ingólfsdóttir 1 v. af 2 mögulegum. 5. -6. Sigrún Sigurðardóttir, Þorbjörg E. Ingólfs- dóttir 1 v. af 3 mögulegum. 7. Hulda Stefánsdóttir 0 v. af 3 mögulegum. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Þröstur Þórhallsson 1. c4 - c6 2. e4 - d5 3. exd5 - Rf6 4. Rc3 - cxd5 5. cxd5 - Rxd5 6. Rf3 - e6 7. d4 - Rc6 8. Bb5 Byrjunin hefur þróast í afbrigði af Semi-Tarrasch vörn. Helgi hefur dálæti á biskupsleiknum, en oftar er biskupnum valinn reitur á c4 eða d3. 8. - Bb4 9. Dd3 - a6 10. Bxc6 - dxc6 11. 0-0 - a5 12. Hel - Ba6 13. De4 - 0-0 14. Bd2 - c5 15. Rxd5 - exd5 16. Df4 - c4 17. Re5 - Dc7 18. a3 - Bxd2 Ekki kom síður til álita að halda biskupaparinu og leika 18. - Bd6, en það er smekksatriði. Frumkvæði hvíts er afar smátt. Sjástöðumynd 19. Dxd2 - Hab8 20. Hacl - Hb3 21. Hc3 - Hxc3 22. Dxc3 - He8?? 23. Rxc4! í einu vetfangi ákvarðast úrslitin. Hvítur vinnur peð því riddarinn er friðhelgur vegna máts í borði og engu breytir 23. - Hxel+ 24. Dxel því ennþá er máthótunin yfirvofandi. I áframhaldinu gefur Helgi engin grið. 23. - Ha8 24. Re3 - Dd8 25. Dc6 - Bc4 26. Rxc4 - dxc4 27. Dxc4 - Hc8 28. Db5 - h6 29. Dd3 - Dd5 30. h3 - g6 31. Dd2 - a4 32. Db4 - Dd7 33. Hdl - Hc2 34. d5 - Df5 35. Dd4 - Dd7 36. d6 - Hc8 37. Hel - Kh7 38. He7 - Df5 39. d7 og svartur gafst upp. 39. - Hd8 er svarað með 40. He8 Karl Þorsteins Einstöjc tílboö sem yilda til 15. júni Ferðatöskusett sem flýgur út á niðurpökkuðu TrnrAi I Fjórar vandaðar töskur fyrir fjölskyldur sem hafa mikið til að bera! Verð kr. 9.795 kr. Tilboðsverð aðeins 7.935 kr. Flugtaska á „fríhafnarprís!" Flugtaska með áfastri grind á hjólum. Upplögð fyrir ferðaglaða! Verð 3.285 kr. Tilboðsverð aðeins 2.630 kr. IMBiMI Reykjavík; Verslunin Drangey, Laugavegi 58 Penninn Hallarmúla, Penninn Kringlunni, Penninn Austurstræti Eymundsson, Borgarkringlunni Hafnarfjörður: Bókabúð Böðvars Penninn Strandgötu Keflavik: Bókabúð Keflavfkur Akranes: Bókaverslun Andrésar Nielssonar Tanginn. Húsavík: Bókabúð Þórarins Stefánssonar Eg ilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Selfoss: KÁ Selfossi Hyo Isvöllur: KÁ Hvolsvelli Vestmannaeyjar: KÁVestmannaeyjum, ísafjörður: Bókaverslun Jónasar T ómassonar Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Sauðórkrókur. Skagfirðingabúð, Ártorgi Akureyri: Bókaval - kjarni málsins! ■w Súkkulaðimjólk er fituskert mjólk með súkkulaðibragði - glænýr og spennandi drykkur. ÍTC” Súkkulaðimjólkin er kælivara og alltaf fersk. Hún er ljúffeng og svalandi, beint úr ísskápnum! Siikkuiaðimjölk - svalaudi mjölk meö súkkuladibragði! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.