Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sálmar ljóss
og vonar
TONOST
Fríkirkjan
KÓRTÓNLEIKAR
Gospellög, negrasálmar og lög eftir
Gershwin og Kem. Kór Fríkirigunn-
ar í Reykjavík undir stjóm Pavels
Smid. Þriðjudaginn 28. mai kl. 20:30.
NEGRASÁLMAR gerast nú tíð-
ari í borgarlandinu en oft áður og
engu líkara en þeir séu í tízku um
þessar mundir. Eykur það og
vanda kórþjóðar, því það fylgir
eðli lögmála framboðs og eftir-
spurnar, að kröfur hlustenda auk-
ast, eftir því sem fleiri eru um
hituna. Hefur reynslan á undan-
förnum misserum enda sýnt, að
það er meiri vandi að syngja spi-
rituala og gospellög vel en al-
mennt er talið. Annars væru ekki
jafn margir að reyna það.
Það þarf ekki að fara í grafgöt-
ur með það, að hinn litli 16 manna
kór Fríkirkjunnar var vandanum
vaxinn. Að undanskildum megin-
galla hans, sem fólst í of mikiili
yfirvikt í sópran (S-A-T-B =
6-4-3-3) var jafnvægi milli radda
gott og heildarhljómur kórsins var
hreinni, fágaðri og þéttari en mað-
ur hefur heyrt um langa hríð. Gat
hér að heyra agað einvalalið kór-
söngvara sem bar af flestu sem
FRÁ tónleikunum
undirritaður hefur heyrt í negra-
sálmasöng hér á landi. Er ekki að
efa, að um leið og tekst að jafna
fyrrgreint vandamál, t.d. með því
að fjölga í alt- og karlaröddum,
Ný gjaldskrá fyrir
póstþjónustu
Frá og með 1. júní 1996 hækkar gjaldskrá fyrir
póstþjónustu. Hækkunin er að meðaltali um 15%.
Burðargjald fyrir bréfapóst innanlands og til útlanda hækkar að meðaltali
um 15%. Burðargjald fyrir 20 gr bréf innanlands hefur verið óbreytt frá
1/10 1991 eða í 56 mánuði. Gjaldskrá fyrir annan bréfapóst hækkaði
síðast 1/11 1992.
Samanburður á 20 gr bréfapóstsendingum á Norðurlöndunum
er eftirfarandi (ísl. kr., gengi 22/5 1996):
20 gr bréf innanlands 20 gr bréf til Evrópu 20 gr bréf til landa utan Evrópu
A-póstur B-póstur A-póstur B-póstur
ísland 35 45 35 65 40
Noregur 36 46 41 56 46
Svíþjóð 37 60 50 75 60
Finnland 40 46 37 49 34
Danmörk 43 43 40 57 54
Tekið verður upp 1 kg og 2 kg þyngdarþrep fyrir böggla innanlands.
Burðargjald fyrir þá verður 245 kr. fyrir 1 kg og 275 kr. fyrir 2 kg.
Gjald fyrir 3 kg, 5 kg, 10 kg og 15 kg böggla innanlands hækkar um
15% en gjald fyrir 20 - 30 kg böggla innanlands lækkar.
Gjaldskrá fyrir böggla innanlands hækkaði síðast 1/10 1991.
Gjaldskrá fyrir Póstgíróþjónustu til útlanda verður óbreytt frá 16/11 1995.
• Hámarks skaðabætur fyrir böggul sem glatast eða eyðileggst verða áfram 22.500 kr.
• Hámarks skaðabætur fyrir glatað ábyrgðarbréf verða áfram 3.500 kr.
• Skrásetningargjald fyrir verðbréf hækkar í 180 kr.
• Ábyrgðargjald hækkar í 180 kr.
• Skrásetningargjald fyrir verðböggla hækkar í 225 kr.
• Gjaldskrá fyrir EMS sendingar til útlanda verður óbreytt en hún hækkaði síðast 1/3 1995.
• Gjaldskrá fyrir EMS sendingar innanlands verður óbreytt en hún hækkaði síðast 1/11 1992.
• Gjaldskrá fyrir Póstfaxþjónustu verður óbreytt.
Póstburðargjöld 01. 06.1996
Pyngd
grömm
Bréfapóstur
20
so
100
250
500
750
1000
1250
1500
1750
2000
INNAN- L0N0I IÖND UTAN j
IANDS EVRÓPU EVRÓPU
A-póstur B-póstur A-póstur B-póstur
35 45 35 65 40
45 85 60 125 70
55 110 70 210 90
105 215 145 440 210
145 410 215 815 390
185 575 315 1200 590
200 410 1435 770
215 820 480 1750 910
235 950 550 2070 1050
250 1060 625 2350 1200
265 1150 685 2640 1320
MMNRf
Burðargjald fyrir 20 gr
bréf innanlands hefur
verið óbreytt frá 01.10.
1991, eða í 56 mánuði.
Ný gjaldskrá liggur
frammi á öllum póst-
og símstöðvum.
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spörum þér sporin
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
í Fríkirkjunni.
mun Fríkirkjukórinn búinn til stór-
ræða og líkast til á fleiri sviðum
einnig, því glöggt kom fram, að
stjórnandi hans kann vel til verka.
Þegar negrasálmar — og eink-
um gospellög, sem standa næst
jassi — eru fluttir með píanóundir-
leik er hlutverk píanistans venju-
lega fijálsara en hlutverk kórsins,
sem (a.m.k. utan Bandaríkjanna)
syngur tiltölulega sléttan og felld-
an rytma. Hér var þessu öfugt
farið að nokkru leyti. Píanóundir-
leikarinn, sem var kórstjórinn
sjálfur, „swingaði" nefnilega
minna en kórinn. Eða, nánar til-
tekið, alls ekki, því þrátt fyrir
augljósa viðleitni tókst aldrei að
má streitublæinn af synkópunum.
Þær náðu ekki að „liggja". Svo
undarlega brá við, að sami maður
og sá er laðaði þennan dýra og
innlifaða kórsöng fram, og var
greinilega hinn færasti hljóm-
borðsmaður að öllu öðru leyti, fór
svo til gjörsamlega á mis við það,
sem mestu skiptir í þeldökkri tón-
list. Hvernig hægt er að kunna
jafnmikið á slaghörpu — að meðt-
öldum spuna af fingrum fram —
án þess að „swinga“ fyrir fimmaur
er undirrituðum hulið.
Ekki er þar með sagt, að undir-
leikurinn hafi verri en enginn;
þvert á móti var píanóleikur dr.
Pavels að flestu leyti hinn smekk-
legasti og fyllti út söngeyðurnar
á músíkalskan hátt, þótt stundum
væri með sérkennilegra móti í
þessu tiltekna samhengi, t.a.m. í
gospellaginu „Were you there,
when they crucified my Lord?“,
sem fremur bar keim af fýrugum
sígaunum í kaffihúsi í Búdapest
um aldamótin síðustu en af þel-
dökkum afkomendum þræla í
Guðs eigin landi.
Sem fyrr var að ýjað hljómaði
kórinn af glæsibrag, þótt fámenn-
ur væri, og unun var að flutningi
hans bæði á velþekktum (sumir
mundu orðið segja fullþekktum)
lögum eins og „Swing low, sweet
chariot“ og „Joshua fit de battle
ob Jericho" og hinum kærkomnu
minna þekktu dæmum hjálpræðis-
sveiflunnar eins og „Didn’t my
Lord deliver Daniel?“ og
„Somebody’s knockin’ at your
door“, sem kórinn söng undir lok-
in með miklum tilþrifum. Fjórir
einsöngvarar komu fram úr röðum
kórfélaga; allt hið efnilegasta fólk,
þótt hlutfallslega áhrifamest hafi
verið innilegt framlag Svövu Krist-
ínar Ingólfsdóttur mezzosóprans í
gospellögunum „Were you there“
og „My, Lord, what a morning“.
Hinn ungi og stælti bariton, Davíð
Ólafsson, fór og vel með „Sum-
mertime“ eftir Kern og forsöng í
rismikilli útsetningu Gordon
Jacobs á „Go down, Moses“, þó
að fullnaðarstjórn hans á beitingu
söngraddarinnar væri enn, eins og
sagt er, nokkru handan við hornið.
Ríkarður Ö. Pálsson
• RÚSSNESKI sellóleikarinn
Mstislav Rostropovitsj, heldur
tvenna tónleika í Víetnam í þess-
ari viku. Eru tónleikarnir ekki
síst merkilegir fyrir þá sök að
Rostropovitsj var sviptur sovésk-
um ríkisborgararétti fyrir
„andsovéskar gjörðir" fyrir átján
árum en fékk ríkisborgararétt
að nýju árið 1990. Kommúnistar
eru enn við völd í Víetnam en
virðast ekkert hafa við komu
Rostropovistsj að athuga. Hann
lék í Hanoi á þriðjudag og leik-
urí Ho Chi Minh-borg á föstudag.
Þaðan heldur hann til Singapore.
• NORRÆNU menningarmála-
ráðherrarnir ákváðu í síðustu
viku að komið yrði á fót nor-
rænni stofnun í samtímalist, sem
staðsett verður í Helsinki. Stofn-
unin tekur til starfa þann 1.
mars á næsta ári en hlutverk
hennar verður að hafa frum-
kvæði að og samræma sýningar
og upplýsingar um samtímalist.
80% af framlögum Norræna ráð-
herraráðsins rennur til verkefna
stofnunarinnar en 20% til rekst-
urs hennar. Forstöðumaður
hennar verður ráðinn fyrir lok
september.