Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 47 starf þeirra ungu fólki mikil hvatn- ing til frekara náms á tónlistarsvið- inu. Þau hjónin reistu sér hús á Kára- tanga, á æskustöðvum Sigríðar. Þar ríkti jafnan mikil gleði og oft var margt um manninn. Dótturina Hjálmfríði Þöll sem var sólargeisli þeirra í lífinu eignuðust þau hjónin árið 1969. Þegar Þöll hóf fram- haldsnám flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Sigríður og Friðrik voru einstak- I lega samhent hjón í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar Friðrik féll frá langt um aldur fram, varð það þeim mæðgum mikið áfall. Eftir erfiðan tíma virtist nú lífið blasa við Sigríði að nýju, þar sem brúðkaup hennar og Valdimars Össurarsonar stóð fyrir dyrum. Til- hlökkun um bjarta og ánægjulega framtíð hér á jörðu hefur nú breyst því sá sem öllu ræður hefur fengið henni annað hlutverk. | Umleiðogviðþökkumfyrirsam- starf og samverustundir liðinna ára vottum við Þöll, Valdimari og ást- vinum öllum innilegustu samúð. Út úr þínu hjarta himingullið streymir enn tónaflóðið bjarta bæði fyrir Guð og menn. (FGÞ) Anna Ágústsson, Anna Magnúsdóttir, ) Sigurdís Sveinsdóttir. Það var mikil lífsgleði sem fylgdi henni Sigríði Sigurðardóttur tónlist- arkennara, ég segi tónlistarkennara því allt sem hún kenndi varð að tónlist og tónsprotinn var í rauninni brosið hennar Siggu og geislandi ) svipur augna hennar sem minntu á fegurstu fossa. Það fór ekkert á milli mála þegar við sátum saman á skólabekk í Kennaraskóla íslands að Sigga bar strax í æsku með sér sérstæðan stíl. Hún var ákveðin, örugg og djörf og hún var í svo góðum tengslum við landið sitt að unun var að kynnast þeim eiginleika hennar. Hún Sigga frá Stein- móðabæ, síðar Káratanga, bar í sér andblæ nágranna síns, Heklu í öllu sínu veldi. Hún hafði gullfallega söngrödd og mörg voru þau kvöldin á skólaárunum sem lagið var tekið í góðra vina hópi í leiguherbergjum okkar utanbæjarmanna í Reykjavík, í rökkvuðum Kennaraskólanum þar sem við gaukuðum okkur stundum inn á skjön við kerfið eða í Tjarnar- hólmanum á Reykjavíkurtjörn ef svo bar undir. Sigga var alltaf til í tuskið, því henni var svo eðlilegt að lifa hratt og þótt árin hennar yrðu ekki nema rétt 50 þá bjó hún yfir lífsreynslu, takti og tilþrifum sem spanna að minnsta kosti 100 ár og þannig var það reyndar einn- ig með eiginmann hennar, Friðrik Guðna Þorleifsson skáld og tónsnill- ing, sem eins og Sigga var kallaður svo alltof alltof fljótt. Þó að hún Sigga brosti blítt, væri alltaf jákvæð og baráttuglöð og æðraðist í raun aldrei þá voru í henni svo viðkvæmar taugar að það hljóta að hafa verið ógnarátök þegar á henni dundu boðaföll sorg- arinnar, veikindi og erfiðleikar sem ’ voru í rauninni svo fjarri lipurð hennar og fasi öllu. Það var alveg sama hvenær mað- ur hitti hana Siggu, það var alltaf eins og að ganga inn í bjartan og hlýjan sumardag og ef maður ætti að lýsa henni Siggu í stuttu máli þá var hún eins og hlýtt handtak fullt af vinarþeli. Og þó á móti blési þá var svarið brosið og bjartsýnin og hún Sigga mín var ekkert á því að gefast upp þótt líkaminn væri orðinn eftirbátur hennar andlega styrks. Það er undarlegt að deyja á brúðkaupsdaginn sinn, daginn sem hún ætlaði að bindast á ný böndum ástar og virðingar í helgi hjónabandsins, en henni Siggu var allt lífið eitt undarlegt ævintýr sem !hún naut á svo margan hátt og þannig lifir minningin um hana, þeysandi á lífsins melódý eins og sannir sveitamenn og hestamenn taka blæinn fangi og anda að sér sjálfri lífsfyllingunni. Megi góður Guð vernda þana Siggu okkar frá Steinmóðabæ og Káratanga, styrkja hana Þöll sem ber svo fagurt vitni foreldrum sín- um í þágu tónlistargyðjunnar og glæsileika, eftirlifandi ástvin, vandamenn og vini. Megi lífsgleðin hennar Siggu fylgja okkur inn í framíðina. Árni Johnsen. Hún Sigga mín á Steinmóðarbæ er dáin — horfin fyrir fullt og allt. Hún sem alltaf var sprækust allra, alltaf á fartinni, alltaf full af hug- myndum og lífi. Leiðir okkar lágu fyrst saman á Þingvöllum sumarið 1963. Ég var tvítug, nýorðin stúd- ent og þóttist nokkuð veraldarvön, hún var 16 ára að fara að heiman í fyrsta sinn. Við deildum örlitlu herbergi undir súð á Hótel Valhöll þar sem við unnum saman um sum- arið. Sólin skein, lífið lék við okkur og framtíðin brosti björt. Sumar- næturnar voru óendanlegar og oft var farið í gönguferðir upp í Al- mannagjá eða út í hraun og margt var spjallað. Eftirminnilegastar eru mér þó stundirnar í Iitla herberginu okkar þegar Sigga tók fram gítar- inn sinn og við sungum „Fyrir handan fjöllin háu“, aftur og aftur og aftur. Og Sigga með allt sitt músíkvalitet umbar lagleysi mitt af stakri ró. Það leið heldur ekki á löngu fyrr en ég kynntist paradí- sinni hennar Siggu „fyrir handan fjöllin háu“. Pabba og mömmu sem komu annað slagið til þess að líta til dóttur sinnar fannst ekkert sjálfsagðara en skreppa með okkur Siggu austur að Steinmóðarbæ eina fríhelgi. Það varð upphafið að mörgum góðum stundum í hlý- lega, litla bænum á víðáttumiklum söndunum „þangað sem heyrist öldufalla eimur“ í suðrinu og þung- ur niður Markarfljótsins í austrinu. Ég finn ennþá ilminn af pönnukök- unum hennar Helgu, þessarar stórgáfuðu og fróðu konu sem ræddi heimsmálin og skáldskapinn af sömu snilld og hún bakaði pönnukökurnar. Sigurður, stífur í báðum mjöðmum og oft sárþjáður, brá á leik með nikkuna og svo var sungið af hjartans list. Einar „bróðir" fræddi borgarbarnið um ættir og umhverfi með heimspeki- legu yfirbragði, í anddyrinu tístu tófuyrðlingarnir hans Sigga og Lilla þeysti með okkur á hestum yfir endalausar víðáttur sunn- lensku sandanna með jökulinn trónandi í austrinu. Þá var gott að vera til. Svo liðu árin, ég fór út til náms og Sigga fór í Kennaraskólann. En alltaf héldum við sambandi, hún leit inn á Hofteignum, við á Stein- móðarbæ. Svo kom Friðrik Guðni inn í líf hennar og litla Hjálmfríður Þöll leit dagsins ljós. Ég man hana pínulitla á loftinu í Steinmóðarbæ, stolt og yndi allra. En Siggu lá alltaf á, orkan og krafturinn var með ólíkindum. Hún sem innan við tvítugt hafði æft systkinabörn sín og fleiri í söng og leik og lagt land undir fót með leiksýninguna leitaði sér nú meiri menntunar á sviði tónlistarinnar. Tónlistarinnar sem tengdi þau Friðrik Guðna svo sterkum böndum. Og enn dró sunn- lenska víðáttan og Steinmóðarbær. Sigga þoldi engar takmarkanir eða hömlur. Henni dugði aðeins „nótt- laus voraldar veröld þar sem víð- sýnið skín“ líkt og Stephani G. Stephanssyni forðum. Þau Friðrik Guðni reistu heimili sitt í landi Steinmóðarbæjar og nefndu það Káratanga. Sigga gerðist skóla- stjóri Tónlistarskólans á Hvolsvelli og Friðrik Guðni kenndi og orti. Hjálmfríður Þöll rann upp eins og fífill í túni. Þetta voru góð ár. Ég minnist 'yndislegs sumardags á Káratanga, þegar Friðrik spilaði á píanóið, Jan-Erik á fiðluna og Sigga og Þöll sungu. Þvílík nautn, þvílík sönggleði. Árin liðu og fundunum fækkaði eins og svo oft vill verða. En alltaf fundum við Sigga gömlu vináttu- böndin og nutum þess að hittast. Svo dró ský fyrir sólu, Friðrik Guðni veiktist og dó eftir fárra ára erfið veikindi. Saman stóðu þær Þöll eins og klettur í sorginni, sorg- inni sem um tíma virtist ætla að yfirbuga Siggu. Lífið án Friðriks Guðna varð henni óbærilegt. Hún syrgði af sama ákafa og offorsi og hún lifði. Svo fór að birta á ný og lífið að taka á sig bjartari blæ. Við hittumst af og til síðustu árin. Ég kynnti hana fyrir Degi og hún gladdist yfir hamingju minni og trúði mér fyrir því að hún væri líka orðin ástfangin. Síðastliðið haust hringdi hún til mín norður í Haga. Það varð síðasta samtalið okkar, en það var langt, margir klukku- tímar. Erindið var að biðja mig að vera sinn trúnaðarvinur í vetur, ef á þyrfti að halda. Spurði hvort hún mætti hringja í mig þegar á móti blési. Ekkert var mér kærara en geta orðið henni að liði. En samtöl- in urðu ekki fleiri. Hún þurfti ekki mína aðstoð. Hamingjan umlukti hana þennan síðasta vetur, en því miður allt of stutt. Allt of snöggt er hún farin, horfin. Minningin um hana lifir meðal okkar sem áttum hana að vini. Drottinn styrki ást- vininn hennar sem einn stendur eftir og besta vin hennar og einka- dóttur Hjálmfríði Þöll. Blessuð sé minnig Siggu frá Steinmóðarbæ, hún var engum lík. Guðfinna Ragnarsdóttir. Elsku Sigga, við þökkum þér fyrir öll árin sem við áttum saman með þér og Friðrik í Káratanga og hér í Reykjavík. Við finnum það best á þessari stundu hvað það er að eiga góða vini, vini sem alltaf voru til staðar í gleði og í leik. Þannig var þetta, ekkert sumar gat liðið án þess að eiga stund með ykkur. Að fara austur var fastur liður í tilverunni. Fyrst á Steinmóð- arbæ til Helgu og Sigurðar og síð- ar, þegar þau voru látin og bærinn fór í eyði var svo gott að vita af ykkur í Káratanga, bænum sem þið byggðuð í landi Steinmóðarbæjar, sem batt áfram strenginn okkar við sveitina. Nú eruð þið bæði horfin langt um aldur fram en við munum áfram fara austur og njóta minn- inganna um ykkur. Þöll mín og fjölskylda, við send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Edda og Gunnsteinn. Þakka ykkur fyrir allar stundirn- ar í Káratanga sem ég minnist með gleði. Við vorum alltaf velkomin. Það verður tómlegt án þín og Frið- riks. Elsku Þöll, megi Guð styrkja þig á þessari erfiðu stundu. Guðrún Brynja. Okkur langar að minnast Sigríð- ar vinkonu okkar, með fáeinum kveðjuorðum. Við kynntumst Sig- ríði og fjölskyldu hennar fyrir rúm- um 20 árum, er við fluttum austur. Sigríður var alltaf kát og hress er við hittumst og eigum við góðar minningar um allar samverustund- irnar sem við áttum saman. Sér- staklega var gaman að hittast í grillveislu og áramótagleði hjá Sig- ríði og Friðrik, þau tóku svo vel á móti öllum og var mikið sungið og skemmt sér við ýmsar uppákomur. Þau voru samhent um að gera alla hluti svo skemmtilega og lif- andi. Við þökkum þeim báðum fýr- ir allt gamalt og gott og minningin um góða vini lifir. Við sendum Þöll, Valdimar og öðrum aðstandendum Sigríðar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg- inni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Rut og fjölskylda. # Fleiri minningargreinar um Sigríði Sigurðardóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT ÞÓRARINSSON, Stóra-Skógi, verður jarðsunginn að Kvennabrekku, Miðdölum, laugardaginn 1. júnf nk. kl. 14.00. Gunnar S. Benediktsson, Fjóla Benediktsdóttir, Hlynur Þór Benediktsson, Halldóra Benediktsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Gunnar Ásgrímsson, Benedikt Guðni Gunnarsson, Rannveig Heimisdóttir, Þórarinn Gunnarsson. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og barnabarns, GUNNARS HJARTAR BJARNASONAR, Vesturgötu 115B, Akranesi. Sérstakar þakkir til stafsfólks 11-E Landspítala fyrir góða umönnun. Bjarni Einar Gunnarsson, Valgerður Olga Lárusdóttir, Ása Katrín Bjarnadóttir, Ingibjörg Óladóttir, Lárus Engilbertsson, Gunnhildur Benediktsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU GUNNARSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sigurður Helgason, Helgi Sigurðsson, Stefanía Sigmarsdóttir, Sigrtin Erla Sigurðardóttir, Haukur Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug í okkar garð við andlát og út- för föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIMARS BOGASONAR, Freyjugötu 34, Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll. Hörður Ingimarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Bogi Ingimarsson, Birna Helgadóttir, Ólafur Ingimarsson, Veronika Jóhannsdóttir, Sigurður Ingimarsson, Elenóra Jósafatsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS ÞÓRARINS JÓNSSONAR fyrrv. verkstjóra, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Guðbjörg J. Guðmundsdóttir, Marvin H. Friðriksson, Kolbrún Sigurbjörnsdóttir, Hilmar Friðriksson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Jón Örn Friðriksson, Guðbjörg M. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað verður í dag, föstudag, vegna jarðafarar. M. Ragnarsson, Skútuvogi1 H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.